Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 aferiendum vettvangi Kúbumenn I Angólu: hver grcfur undan hverjum? Þjálfunarbúðir skæruiioa i Eritreu; hér fer prófraunin fram. Kúbumenn í Afríku Afríka hefur verið mikiö á dagskrá í blöðum. Eða öllu fremur: bandarísk reiði yfir atburðum í Afríku. Hún hefur birst í harðorðum yfirlýsingum Carters og öryggismála- ráðgjafa h a n s , Brezhinskis: Inntak þeirra er i stuttu máli að hernað- aríhlutun Sovétmanna og Kúbumanna er harðlega fordæmd. Þessir aðilar fefla friði og öryggi í hættu. Þeir bera alla á- byrgð. Undir þetta hafa þeir tekið sem veikir eru í hnjáliðum fyrir rök semdum Hvita hússins. Og þeir hafa i leiðinni innbyrt þau hlutföll i umræöunni, að það er engu lik- ara en Vesturveldin hafiekki ná- lægt Afriku komið að undanförnu. Innri vandamál Afrfku eru og að mestu látin liggja i láginni rétt sem væru þau eins og hver annar tittlingaskitur. Innrásin í Shaba Nú fer þvi f jarri, að bandariskir fréttaskýrendur séu reiðubúnir til að skrifa undir þessa túlkun mála. Anthony Lewis skrifar til dæmis grein sem birtist I Inter- national Herald Tribune þann 13. júni. Þar f jallar hann einkum um ásakanir um að Kúbumenn hafi að fyrirmælum Sovétmanna stutt að árás aðskilnaðarsinna frá Shaba inn i þetta auðuga náma- hérað Zaire. Eins og hér hefur verið rakið i blaðinu, hefur Castro, forseti Kúbu, haldið þvi fram, að hans menn hafi þar hvergi nærri komið og meira að segja gert fulltrúum Bandarikja- stjórnar viðvart um það, hvað til stóð. 1 leiðinni skal á það minnt, að Shabamenn höfðu haft bæki- stöðvar i Angólu, þar sem allmik- ið lið KUbumanna er undir vopn- um eins og allir vita. Anthony Lexis'segir a þessa leið: Hver grefur undan hverjum? „Mjög einkennileg hefur sú við- leitni verið að gera mikinn á- rekstur Austurs og Vesturs úr innrás uppreisnarmanna i Shaba- hérað i Zaire. Kúbumenn i Angólu kunna að hafa reynt að stöðva þessa innrás, eins og þeir halda fram sjálfir, kannski hafa þeir ekki reynt þaö. En allir vita aö á- tök miili einstaka þjóða (tribal rivalries) á þessu svæði eru það sem mestu skiptir. Er það skoðun okkar, að Kúbumenn séu skyldir til að bæla þessi átök niður? Og ef svo er — hver er þá okkar eigin orðstir i þessum efnum? Okkar orðsHr er tengdur heimskulegum aðgerðum. A valdadögum Kissingers reyndu Bandarikin að viðhalda veldi Portúgala i Angólu, og siðan sendu þau með leynd vopn til þeirra aðila i valdabarattunni i landinu sem voru að tapa. Það var þessi heimskulega ráðstöfun sem kom Kúbumönnum á vett- vang. Siðan þá höfum við haldið Zaire á floti meðan að einmitt Zaire studdi áframhaldandi skæruhernað gegn Angólu, sem gengur bærilega að starfa með oliufélaginu Gulf Oil. Hver er þá að grafa undan hverjum?" Hlutur CIA Anthony Lewis er hér að vikja að merkum uppljóstrunum sem koma frá ekki ófróðari heimildar- manni en William Colby, sem var yfirmaður bandarisku leyniþjón- ustunnar CIA á árunum 1973-76. Eins og franska vikuritið Le Nouvel Observateursegir i grein- argerð sinni fyrir þessum upp- ljóstrunum, þá er inntak þeirra sem hér segir: Ef að CIA hefði ekki árið 1975 byrjað á nokkrum aðgerðum sem áttu að veikja stöðu MPLA (þeirrar þjóðfrels- hreyfingar sem nú ræður Angólu), þá hefðu Kúbanir ekki skorist i leikinn i Angólu, af þeirri einföldu ástæðu, að hefðu Baíida- rikjamenn haldið að sér höndum, þá hefði MPLA ekki þurft á Kúbu- mönnum að halda til að sigra i borgarstriðinu sem þá geisaði. Bednir að koma Anthony Lewis minnir á tvo einkar veigamikla þætti málsins. Annar er sá, að Kúbumenn hafa ekki þröngvað herliði sinu upp á neinn. Þeir hafa, eins og Cole Blaiser, stjórnmálaprófessor við Pittsburgháskóla, segir reyndar i annarri grein (IHT 24 jiini), ekki steypt lýðræðisstjornum, eða vin- um Vesturvelda, hvorki i Angólu né Eþiópiu. Portúgalir, segir Blaiser, höfðu ákveðið að veita Angóla sjálfstæði — Kúbumenn tóku ekki þátt i byltingarstriði gegn hinu gamla skipulagi, þeir veittu lið einum þeirra aðila sem Fyrnefndur Cole Blaiser er ekki á þeim buxum: „Hin útbreidda áttu i borgarastriði um framtiö landsins — einum aðila af þrem, sem allir kenndu sig við þjóð- frelsið. Haile Selassie keisari hafði verið steypt af stóli löngu áður en Kúbumenn komu til Eþió- piu. „Hvorki Angóla né Eþiópia hafa búið við vestrænt lýöræði og ekki eru þau til þess liklcg i náinni framtið — hvort sem Kúbumenn eru þar eða ekki". Fridhelgi landamæri Hinn þáttur málsins er sá að „átök milli einstakra þjóða eru það sem mestu skiptir". Þetta er að visu einföldun. En lnin minnir á það, að helsta ófriðarefni i Afriku er blátt áfram sú stað- reynd, að landamæri nýlendn- anna gömlu voru gerð að landa mærum þjóðrikja og þvi lýst yfir að þau væru friðhelg, enda þótt þessi landamæri væru i engu samræmi við búsetu einstakra þjóða. Og þeir sem telja sig hafa orðið illa fyrir barðinu á þeim sögulegu .duttlungum evrópskra stórvelda, sem réðu landamær- um, þeir hafa þegar gert uppreisn i ýmsum rikjum (Biafra, Suður- Súdan, Ogadenhéraði Eþiópiu). Og rikisstjórnir mismuna þegn- um sinum eftir uppruna. Og upp- reisnarmenn munu leita að stuðn- ingi hvar sem þeir fá hann. Vilji Sómalir i Ogaden ekki una for- ræði stjórnarinnar i Addis Ababa, þá munu þeir leita til Sovétmanna, eða Saudi-Araba eða Kinverja éða Frakka eftir þvi sem aðstæður ráða — fyrir utan þann eðlilega stuðning sem þeir fá frá löndum sinum i Sómaliu sjálfri. Kúbanskir málaliöar? Eins og oft hefur verið fram tekið hér I blaðinu. þýðir þetta að sjálfsögðu ekki, að þeir aðilar ut- an Afriku sem senda vopn og lið inn I þessar deilur séu sakleys- ingjar sem eru barasta að gera það sem þeir eru um beðnir. Þeir eru i leiðinni að tefla sitt tafl um aðgang að hráefnum og verðlag á þeim. Það er lika arðvænlegur bisness að selja vopn, einkum vegna þess, að vopn úreldast fljótt I tækniþróuðum heimi — en vopn frá þvi i hitteöfyrra geta samt verið eftirsótt i skæruhern- aði. 1 þessu samhengi er það auðvit- að mikilvægt að gera sér grein fyrir raunverulegu hlutverki Kúbumanna i Afriku: Kúba er ekki stórveldi, Kúba er hluti þriðja heimsins, Castro hefur viljað vera sérlegur talsmaður hans. Margir afgreiða málið ein faldlega með þvi, að Kúbumenn séu útsendarar Rússa og verði að vasast i málum Afriku vegna mikilla skulda við Sovétrikin. skoðun, að Kúbumenn séu mála- liðar Sovétrikjanna stórýkir vald Sovétrikjanna og vanmetur póli- tiskar skuldbindingar og frum- kvæði Kúbumanna sjálfra" segir hann. Athugun Eþiópiu Engu að siður er ekki ástæða til að gefa Kúbumönnum fyrirfram syndaaflausn. Sé reynt að skoða framlag þeirra frá vinstrisjónar- miði, þá er erfitt aö finna ástæðu til að gagnrýna aðstoð þeirra við MPLA I Angólu — einkum eftir hinar merku upplýsingar fyrrum yfirmanns CIA. öðru máli gegnir um Eþiópiu. Aðstoðina við her stjórnina þar, til að hún héldi Ogadensvæöínu, má aö visu rétt- læta með formúlu sem flest Afrikuriki viðurkenna: það var verið að vernda óbreytt landa- mæri, heilleika rikis. En eins og hinn þekkti breski Afrikufræð ingur og vinstrisinni, Basil Dav idson, segir i vikuriti italskra kommúnista, Rinascitá,á dögun- um, þá er þetta ekki endilega réttlæting sem vinstrisinnum er hollt að skrifa undin. Davidson — og fleiri menn reyndar — spyr sem svo: eiga vinstrisinnar að skrifa án fyrirvara undir helga dóma þjóðrikis, þ.e. að stjórn rik- isins hafi óskorað vald yfir þegn- um sinum og öðrum komi vilji þeirra harla litið við? A að styðja Mengistu Haile Mariam i Addis Ababa hvað sem liður vilja sóma- liskra hirðingja i Ogaden? (Hér má skjóta jnn: stjórn Kenya átti i fjögur ár i striði við skæruliða Sómala i norðurhluta landsins — þeir viðurkenndu aldr ei yfirráð Kenya og vildu vera frjálsir að þvi að sameinast Sóm- aliu. Enaf þvi að Kenyatta, for seti Kenyu, er vinur Vesturvelda, var aldrei haft hátt um þá styrj- öld i blöðum þeim, sem nú hafa fengið skyndilega ást á Sómölum i Ogaden). Stuðningur med skilyrðum Basil Davidson spyr Kúbu- menn: væri ekki nær að veita stjórn Eþiópiu stuðning með skil- málum, t.d. með þeim skilmálum að henni sé þvi aðeins hjálpað, að hún taki upp viðræður við hreyf- ingar þjóðernisminnihlutanna, hvort sem er i Ogaden eða Eritreu, og tryggi þeim a.m.k. jafnan rétt og ákveðna sjálfstiórn i hinu viðlenda riki margra þjóða sem Menelik keisari barði saman á fyrri öld? Kúbumenn hafa reyndar viður- kennt þennan vanda sjálfir þótt meðóbeinum hætti sé. Þeir hafa til þessa neitað að taka beinan þátt i bardögum við þjóðfrelsis- hreyfingar Eritreu — sem þeir reyndar studdu með ráðum og dáð á dögum Selaissie keisara. Þess má viða sjá stað i frétta- skýringum, að þeir vilji reyna að tosa herstjórninni i Addis Ababa til málamiðlunar. Betur að satt væri. Arni Bergmann. SHAKESPEARE sportveiðarfæri eru löngu orðin lands- þekkt á íslandi. Úrvalið gerir sportveiðimönnum kleift að nota SHAKE- SPEARE frá unga aldri fram á hátind veiði- mennskunnar. Gæðin eru óumdeilanleg, hvort sem um hjól, stengur línur eða annað er að ræða. SHAKESPEARE fæst í næstu sportvöruverslun — viðgerða og varahlutaþjónusta. Taktu SHAKESPEARE með í næstu veiðiferð og njóttu ánægjunnar. þeir eru að fá ann á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.