Þjóðviljinn - 01.10.1978, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978
MOBVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðshreyýingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Aug-
iýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiðsla, aug-
lýsingar: Síðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf.
Kjarnorkuógnir
og friðlýsing
Nútíma stríðsrekstur bitnar fyrst og f remst á almenn-
um borgurum. Víetnam stríðið færði heiminum sönnur á
það því að níu af hverjum tíu föllnum voru óbreyttir
borgarar en ekki hermenn.
í tölum reiknaður er eyðileggingarmáttur stórveld-
anna slíkur að þau gætu tortímt öllu líf i á jörðunni mörg-
um sinnum ef um þann möguleika væri að ræða.
Herfræðingar hafa haldið því fram að kjarnorkustyr-
jöldin væri nánast óhugsandi vegna þess ógnarjaf nvægis
sem ríkti milli stórveldanna. /\Aeð síaukinni framleiðslu
kjarnorkuvopna með staðbundna virkni og staðsetningu
slíkra vopna víðsvegar um heim hafa líkurnar á beitingu
kjarnorkusprengja i svæðisbundnum átökum stóraukist.
Stórveldin, Bandaríkin og Sovétríkin, hafa þegar yfir
að ráða stórvirkum kjarnorkuvopnabúnaði sem beinist
gegn hernaðarmætti hvors annars, og f lóknum varnar-
kerfum gegn árásum af því fagi. Hernaðarstefna þeirra
beinist í megindráttum að því að verja eigin landsvæði
og beina hugsanlegum átökum á svæði utan eigin landa-
mæra. Við sjáum þess daglega dæmi hvernig stórveldin
takast á óbeint í gegnum þriðja aðila um ítök og áhrif í
Afríku, Mið-Austurlöndum og Suð-Austur-Asíu.
Kjarnorkustríð í Evrópu er óhugsandi segja hernaðar-
sérf ræðingar. Vmislegt hef ur gerst á síðustu árum sem
veldur því að ástæða er til að véf engja þessa f ullyrðingu.
Vígbúnaður NATO-ríkjanna, og þá sérstaklega Banda-
ríkjanna, hefur aukist með þeim hætti að erlendir sér-
fræðingar telja að bandaríska vígvélin hafi nú að
minnsta kosti 10 ára forskot f ram yf ir þá sovésku. Nift-
eindasprengjan er nær fullhönnuð og skotpallar fyrir
hana og f lutningstæki eru þegar komin í f ramleiðslu. Ný
tegund nákvæmnisvopna, Cuise-eldf laugarnar og Tri-
dent-kafbátarnir bætast senn í vopnaforðabúr Vestur-
veldanna.
Þessar staðreyndir gera það að verkum að NATÓ-ríkin
gætu beitt kjarnorkuvopnum í Evrópu án þess að Var-
sjárbandalagsríkin hefðu möguleika til þess að svara
fyrir sig með svæðisbundinni beitingu kjarnorkuvopna
eða útrýmingarárás.
Vigvöllur kjarnorkustríðs gæti því orðið í Vestur-
Evrópu eins og annarsstaðar í heiminum. Stórveldaátök
gætu leitt til þjóðarmorða í Evrópuríkjum án þess að
stórveldin biðu manntjón heimafyrir.
Slíkt stríð gæti brotist út af slysni. Nú munu vera um
10.000 atómsprengjur í mismunandi öruggum geymslum
i Evrópu og frá því 1950 hafa 113 óhöpp orðið í meðferð
bandarískra kjarnorkuvopna í Vestur-Evrópu, að því er
kemur f ram i bók er Sl PRI-stof nunin í Stokkhólmi hef ur
gefið út. Það verður nánast að kalla heppni að heilu
borgirnar í Evrópu skuli ekki þegar vera sprungnar í loft
upp, segir þar.
Kjarnorkustríð eða óhöpp með kjarnorkuvopn koma
niður á almenningi. Því er ekki að f urða að þeirri skoðun
vaxi nú fylgi, gegn áköfum andmælum herforingja og
vopnaf ramleiðenda, að f riðlýsa þurf i Evrópu milli stór-
veldanna fyrir kjarnorkuvopnum. Með vaxandi birgð-
um kjarnorkuvopna í Evrópu er verið að bjóða heim for-
tímingu heilla þjóða í fjarstýrðum hildarleik.
Meðal annars af þessum rótum eru sprottnar hug-
myndir um friðlýsingu Norður-Atlantshafs fyrir hern-
aðarumsvifum og tillaga Kekkonens Finniandsforseta
um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Þjóðir
Evrópu kæra sig ekki um að verða milli steins og sleggju
í vitifirrtu kapphlaupi stórveldanna í kjarnorkuvígbún-
aði. Þeim stendur líka ógn af núverandi stöðu ógnarjaf n-
vægisins í vopnakapphlaupinu. Slys í meðferð kjarn-
orkuvopna gætu sprengt upp heilar borgir. ÁreRstur
kjarnorkuknúðra kafbáta sem búnir eru kjarnorku-
vopnum í haf inu við ísland gæti grandað f iskistofnum og
afkomu íslensku þjóðarinnar. Kjarnorkuslys á Kefla-
vikurflugvelli eða kjarnorkusprengja á hernaðarmann-
virkin þar gæti lagt rúmlega helming Islendinga að velli
ef geislavirk efni bærust í átt til höf uðborgarsvæðisins.
Það eru því ærin efni til þess að gefa þeim frið-
lýsingarhugmyndum gaum sem Gils Guðmundsson reif-
aði á liðsfundi herstöðvaandstæðinga fyrir réttri viku.
I
I
Þannig leit skopteiknari ,,Le Monde” á samningana í Camp David.
S amningarnir
í Camp David
Fáir atburðir hafa komið
mönnum eins mikið á óvart
og þeir samningar, sem
gerðir voru í Camp David
milli Egypta og ísraels-
manna. Svo virðist sem
flestir hafi búist við því
meðan á umræðunum stóð
að þær myndu verða
árangurslausar að mestu
þótt e.t.v. yrði reynt að
breiða yfir það á einhvern
hátt, og sennilega hafa
þeir sem tóku þátt í um-
ræðunum líka verið
svipaðrar skoðunar. Það
hefur a.m.k. frést að lengi
haf i hvorki gengið né rekið
á ráðstefnunni og fimmtu-
daginn 14. september hafi
jafnvel minnstu munað að
allt færi út um þúfur eftir
að talsmaður ísraels-
manna hafði lýst því yfir
að ekki kæmi til mála að
láta af hendi Vesturbakka
Jórdanar og Gasa-svæðið.
En síðan hafi Carter for-
seti ákveðið að skella öll-
um trompunum í borðið og
knúð fram samningana á
síðasta degi viðræðnanna
17. september.
1 fljötu bragði gætu menn hald-
ið að þessir samningar væru ein-
föld málamiðlun milli beggja
aðila — Egypta sem vildu að tsra-
elsmenn létu af hendi öll her-
numdu svæðin, og tsraelsmanna
sem vildu halda- i þau með ein-
hverju móti og töldu sig jafnvel
hafa sögulegan rétt til ,,Samariu”
og ,,Júdeu” eins og þeir nefndu
Vesturbakkann. En málin eru
flóknari, og til skilnings á þeim er
nauðsynlegt að átta sig á þvi að
samnfngarnir skiptast i tvo hluta,
sem ekki eru bein tengsl á milli.
Tveir hlutar
Annar hlutinn snertir deilumál
tsraelsmanna og Egypta sjálfra
og er hann mjög skýr: báöir aðil-
ar skuldbinda sig til aö semja frið
að fullu á þremur mánuðum. I
þessum friðarsamningum á að
feiast að tsraelsmenn dragi herlið
sitt burt úr Sinaiskaga á niu mán-
uðum (frá lokum ráðstefnunnar i
Camp David að telja), Egyptar
fái fullt vald yfir landsvæðinu —
nema þeir megi ekki nota þá her-
flugvelli sem Israels menn yfir-
gefa til hernaðar — og tekið verði
upp eðlilegt samband milli land-
anna bæði á sviði efnahags og
stjórnmála. Eina herliðið á
landamærunum veröi gæslusveit-
ir Sameinuðu þjóðanna. Eina at-
riðiðsem ekki var hægt að ganga
frá á ráðstefnunni i Camp David
var landnámssvæði tsraels-
manna á Sinai-skaga, en
Menahem Begin lýsti þvi yfir aö
hann myndi leggja það mál fyrir
israelska þingið, Knesset, og þeg-
ar þetta er ritað virðast góðar
horfur á að þingið samþykki að
leggja þessi landnámssvæði nið-
ur.
Hinn hluti samninganna i Camp
David snertir hins vegar
Palestinuvandamálið, eða nánar
sagt Vesturbakka Jórdanar og
Gasasvæðið, og er hann i raun og
veru óljósari, þvi að þar er aðeins
talað um fimm ára „bráða-
birgðaástand” en ekkert kveðið á
um ástand að þvi loknu. Sam-
kvæmtþessum hluta samningsins
eiga ibúar þessara svæða að fá
sjálfstjórn, israelsk sveitastjórn
á siöan að draga sig til baka, og
israelski herinn á að flytja sig til
sérstakra „öryggissvæða”, en þó
ekki að yfirgefa þessi hernumdu
svæði að fullu. Siðan segir i þess-
um hluta samninganna að bjóða
skuli fulltrúum Jódaniustjórnar
til viðræðna um framtiöarskipun
Vesturbakkans og Gasa-svæðis-
ins, og eigi þvi fjórir aðilar að
ganga frá framtfðarskipulagi
þessara svæða: fulltrúar tsraels-
manna, Egypta, Jórdaniumanna
og kjörnir fulltrúar ibúanna á
Vesturbakkanum og Gasa-svæð-
inu. Samningaviöræðurnar skuli
fara fram á grundvelli „ályktun-
ar öryggisráðsins nr. 242”.
Túlkun Begins
Einu kosningarnar sem getið er
um i þessum samningi að eigi aö
fara fram á hernumdu svæðunum
eru kosningar á fulltrúum i
sveitastjórn og i samningavið-
ræðum. Talað er um að þeir sem
flæmdust burt þaðan 1967 fái aö
snúa aftur til heimkynna sinna,
en ekki er minnst á aðra flótta-
menn. Menahem Begin hefur þvi
lagt þann skilning i þennan hluta
samninganna að hann tryggi
fyllilega að engin þjóðaratkvæða-
greiðsla fari fram á hernumdu
svæðunum, þar' veröi ekki stofn-
að riki Palestinumanna, engir
samningar verði gerðir við þjóð-
frelsishreyfingu Palestinu (PLO)
og israelskt herlið sitji áfram á
Vesturbakkanum og Gasa-svæð-
inu.
Hann telur einnig tryggt að
arabiskur fáni verði ekki dreginn
að hún i Jerúsalem (en ekki náð-
ust samningar um framtiö gamla
borgarhlutans, sem arabar telja
hluta af Vesturbakkanum), og
segist aðeins hafa skuldbundið sig
til að stöðva landnám tsraels-
manna á Vesturbakkanum i þrjá
mánuði, eða þar til friður verði
saminn við Egypta. Sadat leggur
hins vegar þann skilning i þennan
hluta samningsins að Begin hafi
lofað að stöðva frekara landnám
i a.m.k. fimm ár.
Af þessu virðist augljóst að það
er Sadat, sem enn hefur slakað
langmest á i málamiðluninni, þvi
að hann virðist hafa fallið frá þvi
sem jafnan var grundvallarskil-
yrði Egypta: að tsraelsmenn lof-
uðu þvi að draga sig algerlega út
úr Vesturbakkanum og Gasa-
svæðinu. En Begin hefur þö einn-
ig látið undan i veigamiklum at-
riöum. Hann hefur fallist á að
„ályktun öryggisráðsins nr. 242”
skuli lögð til grundvallar i samn-
ingaviðræðum við Jórdaniumenn,
ibúarnir á Vesturbakkanum fái
lögregluvald (”i tengslum” við
tsraelsmenn, Egypta og
Jórdaniumenn) og þar skuli vera
gæslulið Sameinuðu þjóöanna.
Það getur þvi enginn vafi á þvi
leikið að tsraelsmenn hyggist
draga sig að nokkru leyti út úr
Vesturbakkanum — en ekkert er
þó sagt um skipun mála eftir
þetta fimm ára „bráöabirgða-
ástand”, og virðist Begin lita svo
á að tsraelsmenn geti verið þar
að einhverju leyti um aldur og
ævi. Við þetta bætist að tsraels-
menn fallast á að leggja niður
landnámssvæði á Sinai-skaga, og
er það allveruleg tilslökun: þótt
þessi landnámssvæði hafi sáralit-
ið gildi fyrir tsraelsmenn er þetta
nefnilega i fyrsta skipti sem þeir
fallast á að flytja sig burt frá
svæði, þar sem þeir voru búnir að
taka sér bólfestu.
En þótt Sadat og Begin hafi þvi
ekki aíveg mæst á miðri leið og
Sadat orðið að ganga heldur
lengra en leiðtogi tsraelsmanna,
er þó annað i rauninni ennþá mik-
ilvægara. Þannig er nefnilega
um hnúlana búið i samningunum
að framkvæma á allt það sem
beinlinis snertir Egypta sjálfa á
niu mánuðum og þar er sagt fyrir