Þjóðviljinn - 01.10.1978, Síða 9
Sunnudagur 1. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
skáldanna, heldur lifir og hrærist
i draumum og undirmehvitund
hvers manns. Eins og
Lautréamont haföi sagt: „aö
ljóöiö veröum viö aö semja öll”.
Helstu ráöleggingar Bretons
viö sjálfkrafa skriftir eru þessar:
„Gleymdu þvílikur snillingur og
gáfumaöur þú og allir aörir eru...
Skrifaöu hratt án þess aö hafa
eitthvert ákveðið málefni i huga
Vertu nógu fljótur og freistastu
ekki tilaöstaldraviö nokkurtorö,
hvaöþá að lesa þaö yfir sem þú
ert búinn aö skrifa. Fyrsta setn-
ingin kemur sjálfkrafa, því þaö
liöur ekki þaö augnablik aö ein-
hver setning brjótist ekki fram
utan frá hinum meövitaöa huga
okkar... Treystu siðan hinni
óþrjótandi uppsprettu hviskurs-
ins”.
Samfelld bylting
Flest viöfangsefni Bretons eru
aö visu ljóöræns eölis. En hann
skyldi fuUkomlega, aö þaö eru
sálræn og pólitisköfl, sem mestan
þátt eiga i' þvi, aö kiíga imyndun-
arafl mannsins og aröræna lik-
ama hans. Hann áleit aö hin
sósialiska bylting væri frumskil-
yrði fyrir algjöru frelsi mann-
kynsins. En hann áleit hana ekki
fuUnægjandi, til þess aö tryggja
fjöldanum listrænt tjáningar-
frelsi. Súrrealisminn felur þannig
i sér rökfræöina milli listtjáning-
ar og byltingar.
Hann stUlir ytri og innri veru-
leUia saman -ekki hvorum á móti
öðrum, heldir lið fyrir liö — og
athugar siðan skipulega gagn-
kvæmt aödráttarafl og innbyrðis
skilning þessara veruleika. Hann
gefur svo þessum samleik afla
eins mikiö svigrúm og nauösyn-
legt er, til þess að mynda sameig-
inlega stefnu og verða aö einum,
heilsteyptum raunveruleika.
Breton hélt þvi fram aö bylting-
in yröi að vera samfeUd, ekki
aðeins efnahagslega, heldur i
öllu, bæði hvað varðar fjöldann
og svo einstaklinginn — og störf-
uðu súrrealistarnir mUciö með
vinstri öflunum. Sjálfur gekk
Breton i franska kommúnista-
flokkinn árið 1927. Hann sagöi sig
siðan úr honum 1935, þegar
stalinisminn hafði svikiö öll
grundvallaratriði rússnesku bylt-
ingarinnar. Einnig var staða
stalinismans gagnvart listinni
hrUcalega afturhaldssöm, enda
hafði hann af henni hreint nota-
gUdi og öll öreigamenning sett i
form sósialrealisma. Allt þetta
varð til þess, aö Breton taldi sig
ekki geta starfað lengur innan
flokksins, og ákvað aö halda
baráttunni áfram utan vébanda
hans. Upp frá-þessu byrjar megn-
ið af súrrealisku hreyfingunni að
starfa meö hinni svokölluðu
„vinstri andstöðu”, sem saman-
stóð aðallega af trotskyistum.
A menningarsamkundu i
Mexikó 1938 hitti Breton svo Leön
og Nataliu Trotsky, sem þá voru i
útlegö. Með þeim tókst náin
vinátta og skrifuðu Breton og
Trotsky saman stefnuskrá fyrir
sjálfstæöa by ltingarlist
(„Manifesto for an Independent
Revolutionary Art”). TU varúöar
skrifaöi Diego Rivera undir
stefnuskrána i staö Trotskys,
þegar hún var gefin út.
Þessi stefnuskrá er eitt sam-
feUt neyðaróp til allra byltingar-
sinnaöra rithöfunda og lista-
manna, um aö skipuleggja sig i
samtök. Þau samtök (Alþjóða-
bandalag byltingarsinnaöra lista-
manna) voru reyndar stofnuö, en
leystustupp i siöari heimstyrjöld,
en þá höföu flestir súrrealistanna
i Evrópu snúist á sveif meö
anarkistum undir kjörorðinu:
„Opnið fangelsin! Gefiö hernum
fri! ”
En stefnuskrá Bretons og
Trotskys erenn i dag lifandi tákn
óheftrar samvinnu listarinnar og
byltingarinnar. Traustari vörn
hefur ekki verið tekin upp fyrir
nauðsyn sjálfstæörar listar i rás
byltingarinnar.
,,Hin kommúniska bylting er
ekki hrædd við listina. Hún gerir
sér grein fyrir þvi, að hlutverk
listamannsins i úrkynjuðu
kapitalisku þjóðfélagi einkennist
fyrst og fremst af átökum ein-
stakUngs við hin ýmsu þjóöfé-
lagsform, sem eru honum andvig.
Ef listamaöurinn er sér meövit-
aöur um þetta, þá nægir þessi
staöreynd ein, til þess að gera
hann aö samherja byltingarinn-
ar...
LITX
RATURES
Titilblaö „Littérature”, teiknaö
af Francis Picabia. 1922.
Viö viöurkennum auövitaö, aö
byltingarriki verður að geta var-
ist gagnárásum borgarastéttar,
sem á þaö til að veifafána visinda
og lista sem tylliástæöu. En þaö
er ómælanlegt dýpi milli tíma-
bundinna aðgerða, sem byltingin
beitir sér til varnar, — og beins
ásetnings um aö leggja höft á alla
menningarlega sköpun...
Markmiö okkar eru:
Sjálfstæö list — i þágu bvltingar-
innar.
Bylting — i þágu frelsis listarinn-
ar.”
Súrrealisminn lifir
Ariö 1966 lést André Breton og
þúsundir ungra stuðningsmanna
og aðdáenda fylgdu honumtil
grafar. Þvi súrrealisminn er eng-
in stefna sem ,,var”, heldur lifir
hann og þróast áfram eins og
byltingin. Og sá listamaöur sem
gerir sér grein fyrir þjóöfélaginu
sem hann hrærist I, og finnur
nauösyn byltingar og listar, fyrir
einstaklinginn og fjöldann, — sá
maöur lifir og starfar i anda
súrrealismans. En þaö er eins
meðsúrrealismann og hina sönnu
ást, hann er ekki auðfundinn i
dag, þvi megniö af ungum lista-
mönnum afneitar pólitik i hvers
konar mynd, og flestir byltingar-
sinnar þykjast yfir þaö hafnir aö
taka hlutverk listarinnar til um-
ræðu. Yfirleitt er til umræðu
„fagurfræöilegt nonsense” i öðru
horninu og „efnahagsparabólur”
i hinu.
En ég ætla nú samt aö segja
ykkur eina sögu frá Italiu. Siöast-
liðinn vetur voru tveir kornungir
kommúnistar drepnir af fasist-
um, rétt eftir að herra Moro var
rænt. Dauði þeirra sætti engri
alþjóöasorg né hneyksli. Fréttin
komst varla fyrir i dagblööum
Italfu, — slik var sorgin yfir Moro
og viðbjóðurinn i garö ræningja
hans, eins og öllum mun þykja
eðlilegt.
En þessir tveir félagar, Fausto
og Iaio (róttækir strákar úr æsku-
lýðshreyfingu kommúnista, en
fengu samt ekki tima til þess að
upplifa mikla pólitiska reynslu),
þeir áttu fjölskyldur og félaga
sem syrgöu þá, ekki siður en páf-
inn syrgði Moro.
Nú hafa þessir félagar gefiö út
allmerkilega bók, sem tileinkuö
er Fausto og Iaio, og heitir hún
„Þvfliik hugmynd aö deyja i
mars”. Bókin er safn minnis-
blaöa, dagbóka, hugsana, ljóöa,
bréfa og teikninga, sem hinir
ýmsu vinir og félagar höfðu
gert um og eftir hinn grimmilega
og óréttláta dauöa, sem Fausto og
Iaio höföu oröið að þola. Sumir
höföu ekki einu sinni þekkt þá.
Enginn skilgreinir sig sem ljóö-
skáld eöa rithöfund. Þetta er
aöeins frjáls tjáningarmáti hinna
ólikustu félaga, eins konar sjálf-
krafa skrif, þarsem undirmeövit-
undin kemur óheft fram, meö alla
sina reiöi, spurningar og vonir.
Flestir þessara félaga voru alls
ekki aö skrifa fyrir utanaðkom-
andilesendur.þeir voruaöeins að
tjá sig innbyrðis i niðurbældri og
sameiginlegri sorg.
En þaf sem svona atburður er
ekkerteinsdæmi, átti þetta erindi
til allra, blööunum var safnað
saman og útkoman er stórkost-
lega ljóöræn og pólitisk bók. Hún
er ekki aðeins merkileg vegna
þess að hún byggir á pólitfskum
staöreyndum, heldur gefur hún
fyrst og fremst betri hugmynda-
fræðilega og þjóðfélagslega mynd
af vinstri hreyfingunni i dag, — i
nýju, ljóðrænu formi.
Svo tökum undir kjörorö gömlu
súrrealistanna: „Breytum lifi
o k k a r ”( R i m b a u d ) , og
„Umbreytum heiminum’
(Marx).
Á
150
ára
afmæli
Ibsens
Henrik Ibsen
Teikning:
Olaf
Gulbransson.
Jón Viöar Jónsson
skrifar um
leikhús
Það hefur vart farið
fram hjá neinum sem
eitthvað fylgist með
bókmenntum ogleiklist i
nágrannalöndum okkar
að þar er þess nú viða
minnst að 150 ár eru
liðin frá þvi Henrik Ib-
sen fæddist. Mest hefur
umstangið að sjálfsögðu
verið i Noregi, þar sem
leikhússtjórar, bókaút-
gefendur og bókmennta-
fræðingar hafa öðrum
fremur haldið uppi af-
mælisfagnaði.
Nýjum útgáfum á verkum Ib-
sens hefur veriö hrúgaö upp á
bókamarkaöi og þarlend leikhús
keppast viö að setja þau á sviö.
íslenska þjóöleikhúsiö liggur ekki
heldur á liði sinu og mun sýning
þess á Máttarstólpum þjóöfélag-
ins eiga aö vera angi af hátiöar-
höldunum. Hinn dularfulli máttur
tölustafsins 150 hefur greinilega
gert vörumerkið Henrik Ibsen ó-
venju útgengilegt og þeir sem
græöa svo á öllu saman erú
máttarstólpar þess þjóöfélags
sem Ibsai þreyttist aldrei á aö út-
húöa i verkum sínum.
Skrýtin af-
mælisveisla
Þaö er ekki laust viö aö þetta
tilstand,i tiiefni þess aö 20. mars
áriö 1828 eignuöust þau Knud Ib-
sen kaupmaöur i Skien á Þela-
mörk og kona hans Marichen
Altenburg sveinbarn, verki kát-
broslega, spyr ji maður sig hverj-
um sé eiginlega verið aö þóknast
(þaösegir sigsjálft aö aödróttan-
irnar hér aö framan eru aðeins
smekklaus og misheppnuð til-
raun undirritaös til aö vera fynd-
inn á kostnaö þeirra góöu manna
sem erusifelltaöfórna bæöi tima
og peningum til þess aö aörir geti
fengið ódýrt og gott lesefni). Það
þykir vissulega góöur siöur aö
halda merkismönnum veislur,
þegar þeir eiga stórafmæli, en
Ibsen sjálfur hefur nú legiö i gröf
sinni i 72 ár og allir samtima-
menn hans eru löngu farnir sömu
leiö. Þeir sem hafa áuga á aö lesa
þaö sem eftir hann liggur geta
hvenær sem er nálgast þaö i
bókasöfnum og þaö er vandséö aö
skáldskapur hans eigi neitt frek-
ara erindi viö menn, af þvi sér-
staklega stendur á i dagatalinu.
Annaöhvort á Ibsen erindi til
fólks eöa hann á þaö ekki.
Rykfallnar
bókmenntir?
Og raunar er það einmitt þar
sem hm'furinn stendur i kúnni.
Þegarþesser minnst að vissára-
fjöldi er liöinn frá þvi eitthvert af
stórmennum andans, svo sem
Shakespeare, Goethe eöa Dante,
kom i heiminn eða hrökk upp af,
dettur engum i hug að gera sig aö
athlægi með þvi aö spyrja upp-
hátt, hvort þessi skáld hafi nokk-
uð að segja nútimamönnum. Um
Ibsen gegnir ööru máli. Hvaö
eftir annaö hafa veriö gefin út
dánarvottoröá skáldskap hans og
banamein ýmist talin listræn i-
haldsmennska eöa pólitlsk. 1 aug-
um þeirra sem aöhylltust leikhús
absúrdismans, sem spratt upp i
Frakklandi á sjötta áratugnum,
var Ibsen æösiprestur þess
natúraliska raunsæis, sem tröll-
reiö evrópsku leikhúsi, gersam-
lega óhæft til aö lýsa sálarangist
og tilvistarvandamálum nútima-
fólks. Hvaöaerindi gat skáld,sem
fékkst einkum viö aö lýsa félags-
legum og geörænum truflunum
noskrar yfirstéttar i lok nitjándu
aldar, átt viö þá sem voru sann-
færöir að einn góöan veðurdag
yröi atómsprengju kastaö ofan á
höfuöiö á þeim og allt sem þeir
gætu gert væri að sætta sig viö
vonleysiö og tilhugsunina um
dauðann? Aseinni árum hafa svo
ýmsir bókmenntamenn,sem telja
sig marxista,ráöistgegn verkum
Ibsens meö vopnum hugmynda-
fræöirýninnar, en markmiö
þeirrar aöferöar er aö koma upp
um þá meira eöa minna vafa-
sömu hugmyndafræði sem skáld
og listamenn eru stööugt aö reyna
aö smygla inn á saklausa les^
endur sina. Samkvæmt kenn-
ingum þessara fræöimanna eru
verk Ibsens uppfull af borgara-
legum hugsunarhætti og þar af
leiðandi afskaplega óholl lesning.
Þaö sem undirritaöur hefur séö af
þessu tegi hefur honum þó virst
fremur beinabert, eins og vill
verða um þær bókmenntarann-
sóknir sem gefa sér niöurstööuna
fyrirfram.
Róttækur
niðurrifsmaður
Þaö er dálitiö kaldhæönislegt
að þannig skuli hafa farið fýrir
þvi skáldi, sem var á sinum tima
talinn rótækastur allra lista-
manna. Um verk hans stóö eih'fur
styr og mestan hluta höfundar-
ævi sinnar varð hann að dveljast
erlendis, á italiu og i Þýskalandi.
I augum ihaldsmanna var hann
guölaus niöurrifsmaður, sem
tætti sundur allt sem löghelgaö
var og viðurkennt. Verk hans
þóttu móögun við rikjandi fagur-
fræöi og innihald þeirra sibleysi
og viðbjóöur. Æskufólk og fram-
sæknir menntamenn sáu hins
vegar i' leikritum hans ánrifa-
mikla málsvörn fyrir frelsi og
mannúölegri samfélagshætti.
I viötökunum, sem verk hans
hlutu, spegluöust þvi viðtækari á-
tök, kynslóða, lifsviðhorfa og
jafnvel sttta. Þaö fór ekkert á
milli mála hvar Ibsen stóö sjálfur
1 þeirri baráttu. Verk hans fjalla
að visu einkum um hástéttarfólk
og borgara, en þau gera þaö á
gagnrýninn hátt og viöa flettir Ib-
sen miskunnarlaust ofan af tvö-
feldni borgaralegs siðgæðis og
hugsunarháttar.
Spillt
fjölskyldulíf
Þetta á framar öðru viö um
fjölskylduleikritin, sem Ibsen hóf
aö skrifa um miðjan áttunda"ára-
tuginn. Hann átti þá langan höf-
undarferii aö baki, en verk hans
frá þeim tima eru nokkuö ósam-
stæö og því nær ómögulegt aö
gera þeim tæmandi skil i stuttri
blaðagrein. Fjölskyldudramaö
virðist hins vegar hafa veriö þaö
tjáningarform, sem best hæföi
þeim vandamálum sem Ibsen
vildi fjalla um, og þvi beitti hann
allt til loka. Ef undan er skilinn
Pétur Gautur (1867) erufrægustu
verkhansi þessum hópi. Munstr-
iö er yfirleitt svipað: viö kynn-
umst borgaralegri fjölskyldu —
heimilisfeöurnir eru yfirleitt
kaupsýslumenn eða embættis-
menn — sem virðist lif a i sátt og
samiyndi. Smám saman kemur
þó i ljósaðfólkþettahefur margt
Sjá næstu siöu