Þjóðviljinn - 01.10.1978, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978
FINGRARIM
UMSJÓN:
JÓNATAN
GARÐARSSON
Islensk
hliómplötu-
v JL
ljótt aöhafst áöur en leikritiö
hófst og endalokin veröa oftast
þau aöfortiöin dregur þaö upp og
gamlar sy ndir koma þvi i koll. Oft
eru leikritin litiö annað en
uppgjör við fortiöina og þaö sem
fram fer á sviðinu endalok langr-
ar atburöarásar. Stundum er
jafnvel ekki laust viö aö þau
minni á glæpaleikrit, þar sem
geöugasta fólk veröur uppvist að
þviaö hafa veriö aö dunda viö aö
eyðileggja lif annarra fjölskyldu-
meölima árum saman. Flestir
sem koma viö sögu reynast þó
meira eöa minna samsekir og
bera ábyrgö á þvi hvernig allt fer
að lokum.
,,Ibsen er
eyðandi eldur...”
Viöleitnin til aö afhjúpa sam-
tiðarmennina og fletta ofan af
hugsjónum þeirra og verðmæta-
mati gengur eins og rauöur þráð-
ur i gegnum öll skáldverk Ibsens,
ekki sist fjölskylduleikritin.
Framan af beinist hún eínkum
gegn innviðum borgaralegs þjóö-
félags og i leikritum á borö viö
Má.ttarstólpa þjóöfélagsins,
Brúöuheimiliö.Afturgöngur og
Þjóðniöinginn (1877—1882) ræöst
Ibsená fyrirbærieinsogborgara-
legt hjónaband, samband barna
og foreldra, gróðasjónarmið,
samkeppni og jafnvel megnun
umhverfisins. 1 seinni verkum
tekur hann hins vegar i auknum
mæli að velta þvi fyrir sér hvaöa
hvatir stjórni mannlegu atferli,
hann bregöur sér i gervi sálkönn-
uöar og skyggnist inn i myrkustu
afkima sálarlifsins. Þessi verk
hafa aldrei notiö sömu vinsælda
og samfélagsádeilurnar, enda
búa þau yfir nokkuö óræöu tákn-
máli og mannlýsingar þeirra eru
fremur kaldranalegar. Sann-
leiksleit Ibsens viröist hér hafa
leitt hann á vit auönar og tóms:
þegar allar hugsjónir og sjálfs
blekkingar eru foknar út i veöur
og vind er ekkert eftir nema
myrkur og kuldi. Matthias
Jochumsson lýsir þessum þætti i
verkum Ibsens ágætlega, þegar
hannsegir i bréfiskömmueftir aö
hann hefur lokiö viö þýöingu sina
áBrandi: ,,það var nokkuö erfitt
(aö þýöa verkiö), en ég held, aö
hann yrði lesirm, ef hann kæmi út,
enda er hann vel þess veröur, þó
mér þyki þaö aö honum, eins og
að flestum ritum Ibsens, aö hann
kann beturaðskemma en bæta og
botna þau ker, sem hann tætir í
sundur, staf fyrir staf. Ibsen er
eyðandi eldur...” Skáldklerkur-
inn drepur hér að minni hyggju
með skáldlegum hætti á eina
mestu takmörkun Ibsens: hann
er i eðli sinu neikvæöur, einblinir
á mistök hins liöna og sér engar
lausnir á rikjandi ástandi. En
stundum er engu likara en hann
geri sér grein fyrir þessari tak-
mörkunj og i leikritinu Rosmers-
holm (1886), sem fjallar um
hvernig manni og konu mistekst
aö skapa sér nýja tilveru, grund-
vallaöa á frelsi og jafnræöi,
vegna þessað úrelt verömætamat
hnignandi yfirstéttar er runnið
þeim i merg og blóð, hefur mér
stundum virst skáldskapur hans
ná mestri dýpt og þunga.
Dómsdagur yfir
sjálfum sér
Það er rétt aö láta þess getið
hér i tokin til þess aö ^oma i veg
fyrir misskilning aö verk Ibsens
eru margbrotnari en svo aö nokk-
ur leiö sé aö gefa öörum sann-
gjarna mynd af þeim: menn
verða að kynnast þeim af eigin
raun og méta þau út frá eigin
reynslu og viöhorfum. Og þó aö
okkur kunni aö geöjast misjafn-
lega að ýmsu I filósófiu þeirra, þá
er hún varla milu verri en sá
hugsunarháttur sem sums staöar
skin út úr hákiassiskum verkum á
borö viö islendingasögur eða leik-
rit Shakespeares. I frægri visu,
sem Ibsen orti á gamals aldri,
segist hann æf inlega haf a veriö aö
haida dómsdag yfir sjálfum sér i
skáldskap sinum, og vissulega
má þaö til sanns vegar færa; hitt
erþó jafn vist aö þar er réttur
settur yfir borgaralegu samfélagi
i heild og aö á meöan viö biöum
þess aö endanlegur dómur falli i
þvi málihljóta verkhansaökoma
okkur við á einn eöa annan hátt.
Hlj ómplötuf lóðið
Á siðustu þremur árum
hefur innlend hljómplötu-
framleiðsla aukist jafnt og
þétt. Er svo komið, að á
síðastliðnu ári og því sem
er að líða hefur fjöldi ís-
lenskra hljómplatna aldrei
verið meiri. Að öllu
óbreyttu munu koma út
rúmlega 40 íslenskar
hljómplötur i ár, en í fyrra
voru þær álíka margar.
Orsakir þessarar miklu
aukningar eru vissulega
margar. I fyrsta lagi mætti
nefna stórbættar aðstæður
til hljóðritunar hér heima,
með tilkomu fullkomnari
hljóðrásvera en áður hafa
þekkst hér. Og um leið
hafa möguleikarnir á að
vinna góðar upptökur
innanlands aukisttil muna.
Sú staðreynd er einnig Ijós
að íslenskir tónlistarmenn
eru margir hverjir orðnir
heimavanir í hljóðrás-
verum og ganga því
ákveðnari til vinnu sinnar
en áður. Annar mikilvægur
þáttur í að auka útgáfu ís-
lenskra hljómplatna er já-
kvæðara viðhorf almenn-
ings til þessarar iðn-
greiðar.
Þaö segir sig sjálft, að um leið
og fólkið i landinu kann orðiö að
meta þetta tjáningarform
nútimans, eykst þörfin að sarha
skapi. Svona mætti rekja ótal
margar ástæður til viðbótar.
Það er hins vegar ekki ætlunin
með þessari grein. Heldur verður
gefið lauslegt yfirlit yfir þær
plötur sem lita dagsins ljós á
tslandi i ár.
Einnig verður leitað álits nokk-
urra aðila á ástandi og horfum
þessa markaðar, með tilliti til
þeirra ráðstafana sem rikis-
stjórnin geröi fyrir nokkru. Er
þar átt viö hækkun vörugjalds á
öllum hljómplötum, hljóm-
tækjum og öörum álika vörum.
Svavar Gests
hljómplötuútgefandi
Jóhann Páll
hjá löunni
Halldór Ástvaldsson
hjá Fálkanum
S.G. Hljóm-
plötur
Fyrst var haft samband við
hljómplötuframleiðandann
Svavar Gests. Hann rekur næst-
elstu starfandi hljómplötuútgáfu
landsins, S.G. 'hljómplötur.
Sagði Svavar, að á árinu gæfu
S.G. hljómplötur út 8 til 10 hljóm-
plötur. Sex þeirra eru þegar
komnar út, en aðrar tvær koma út
á næstunni.
Ot eru komnar:
(I.T. —005) Siguröur ólafsson — i
mai.
(S.G. — 111) Jónas Þórir — Sveit-
in milii sanda — orgelplata i
júni.
(S.G. — 112) Kristin ólafsdóttir
syngur islensk þjóölög.
Útsetningar og hljómsveitar-
stjórn annaðist Atli Heimir
Sveinsson, — i júli.
(S.G. — 113) Garðar Olgeirsson —
Meira fjör — harmonikku-
tónlist, i júli.
(S.G. — 114) Silfurkórinn — 40
vinsælustu lög siðari ára, i
júli.
(Í.T. — 006) Sigfús Halldórsson —
syngur eigin lög. islenskir
tónar, — i september.
Hjá S.G. hljóm plötum eru
ókomnar á árinu 2-5 hljóm-
plötur. Akveðnar eru þessar
tvær:
(S.G.—115) Ellý Vilhjálms og
Einar Júliusson syngja lög
Jenna Jóns I utse tningu Þóris
Baldurssonar. útgáfutimi i
byrjun október.
(S.G.—116) Einsöngvara-
kvartettinn syngur lög Inga T.
Lárussonar. Útsetningar
annaðist Magnús Ingimarson.
Jafnvel er von á 2-3 öðrum
plötum frá S.G.-hljómplötum i ár.
Svavar tjáöi Fingrarimi að sala
á hljómplötum útgáfunnar hefði
verið i meöailagi og dálitiö undir
þvi. Enda ekki við öðru aö búast,
jiar sem útgáfan væri frekar
ætluð til langtima Sölu. Þó hefði
hljómplata Silfurkórsins gengið
vonum framar. A fyrstu 4
vikunum eftir útkomuna dreifði
útgáfan tæplega 5000 eintökum,
sem má teljast mjög gott. Aö ööru
leyti heföi plötusala dregist veru-
lega saman undanfarnar vikur.
Aö lokum var Svavar spuröur
hvaða augum hann liti fram-
tiðina, með tilliti til aögerða rikis-
stjórnarinnar.
„Ég efast ekki um að plötusala
eigi eftir að lagast, þvi okkar nýi
menntamálaráðherra hlýtur að
beita sér fyrir að vörugjaldið
verði fellt alveg hiður af
islenskum hljómplötum, svo þessi
hluti islenskrar menningar verði
ekki þurrkaöur alveg út”, svaraði
Svavar.
Bókaútgáfan
Iðunn
Jóhann Páll, framkvæmda-
stjóri bókaútgáfunnar Iðunnar,
tjáði Fingrarimi, að ekki væri
ætlunin að gefa út fleiri plötur i
ár. Útgáfan sendi 4 plötur frá sér i
vor, allar á sama tima. Eru þetta
plöturnar:
(004)Megas — Nú er ég klæddur
og kominn á ról.
(005) Asi i Bæ — Undrahatturinn.
(006) Öskubuska — úr leik-
sýningu Þjóðleikhússins.
(007) Melchior — Silfurgrænt
ilmvatn.
Að sögn Jóhanns Páls hafa
þessar plötur ekki selst neitt sér-
staklega vel. Hljómplata
Megasar er sú eina sem komin er
nálægt kostnaði, þó ekki hafi hún
borgað sig enn. öskubuska hefur
alls ekki selst eins og búist hafði
verið við, og'ekki heldur plata
Asa iBæ,— Undrahatturinn. Sala
plötunnar með Melchior kom ekki
á óvart, þvi vitaö var fyrirfram
að hún stæði ekki undir kostnaöi.
Iðunn ætlar ekki að láta deigan
siga, þó að hljómplötuútgáfan sé
núna i minus. Bækur eru aðal-
verksvið útgáfunnar, en Iöunn
hefur áhuga á að haldá áfram aö
gefa út vandaða tónlist sem á ekki
upp á pallboröið hjá öörum út-
gáfum. Stendur t.a.m. nú yfir
undirbúningur að upptöku hljóm-
leikaplötu rn/'ö Mega.si. Sú
upptaka hefur staðið nokkuð lengi
til og er vonandi aö hún fari fram
i byrjun nóvember. Verður
upptakan framkvæmd á tón-
leikum i M.H. Platan mun þó ekki
koma út fyrr en á næsta ári. Nafn
hennar veröur að öllum lik-
indum: „Drög aö sjálfsmorði”.