Þjóðviljinn - 26.08.1979, Síða 19

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Síða 19
Sunnudagur 26. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Birnirnir ásamt nýja þjálfaranum. Háskólabíó: Birnirnir enn á ferð Hornabolti (baseball) er afar vinsæl Iþrótt I Bandarikjunum. Birnirnir heitir drengjaliö frá Kalifornlu, sem á aö keppa viö Nautin frá Texas. Ekki blæs þó byrlega fyrir þeim þvi þjálfara vantar og þaö hefur gengiö illa aö samhæfa getu einstakra leikmanna. Ailt fer þó vel aö lokum. Þetta er dæmigerö Hollywoodframleiösla þar sem slegiö er á viökvæma strengi og góömennskan ber aö sjálfsögöu sigur úr býtum. Gamla bíó: Feigðarförin Myndin á aö gerast í Suö-austur Asiu (liklega Thailandi) þar sem ameriskum auökýfingi er rænt af skæruliöum, I þeim tilgangi aö fá hjá honum upplýsingar um mútuþega. Fyrrum atvinnu- moröingjar úr Bandarikjaher, sem löngum hafa haft hina mestu skemmtun af manndrápum, eru fengnir til aö hafa uppi á mannræningjunum gegn hæfilegri þróknun. Svo viröist sem meiningin sé aö gera mynd um valdabaráttu og pólitiska spillingu, en útkoman veröur enn einn viöbjóöurinn þar sem áhorfandan- um er ætlaö aö hafa gaman af blóösúthellingum og hrottaskap. Nýja bió: Á krossgötum Þessi mynd er af gamla Hollywoodskólanum sam- kvæmt umsögn Shirley MacLaine, og erfitt er að bera á móti þvi þar sem hún er rómantisk i meira lagi. Efniviöurinn er tilfinningasveiflur (og átök) gamalla vinkvenna (Anne Bancroft og Shirley MacLaine) sem hafa valið sitthvort viðfangsefniö i lifinu, önnur helgað sig listinni, hin fjölskyldunni. Endurfundir þeirra verða til þess að gamlar efa- semdir rifjast upp. Háskólabíó (mánudagsmynd): Eins dauði er annars brauð (L’une chante, l’autre pas) Frönsk frá 1976 Leikstjóri: Agnes Varda Um þessa mynd hefur Agnes Varda sagt: „Þetta HJi«■ ■ ■ ■ fa ■ ■ ■ ■ ■ i IM B ■ I í rósa er konumynd, en þó fyrst og fremst ástriöufull mynd, sem fjallar um ást og kærleika meöal fólks, milli karla, kvenna, barna og vina”. Stjörnubíó: Varnirnar rofna Innrás Bandamanna i Normandi 1944 hefur löng- um verið vinsælt efni i kvikmynd. Þessi mynd er hvorki verri né betri en margar aðrar um svipað efni. Þó er hún kannski frábrugðin að þvi leyti, aö hún fylgir ekki gömlu forskriftinni um hetjulund Bandamanna og illmennsku nasista, þvi nú er búiö að flokka Þjóöverjana i vonda og góöa. Margir ágætir leikarar koma fram i þessari mynd, en engir þeirra sýna áberandi tilþrif i hlut- verkum sínum. Regnboginn: Rio Lobo Leikstjóri: Howard Hawks Varla er hægt að hugsa sér betri upplyftingu fyrir kvikmyndaunnendur en góða kúrekamynd. Þaö verður enginn svikinn af þvi aö bregöa sér i B-sal Regnbogans þessa dagana — nema þá þeir sem yf- irhöfuð kunna ekki að meta slikar myndir. Þetta er atburöarik mynd og bráðskemmtileg. Howard Kawks er löngu kunnur fyrir gerö margra ágætra vestra og John heitinn Wayne stendur fyrir sinu i aðalhlutverki myndarinnar. Kvikmyndamenning Bandarikjamanna byggir ekki hvað sist á gerö kúrekamynda og Rio Lobomá hiklaust flokka meö þeim betri af þeirri tegundinni. Regnboginn: Hjartarbaninn (The Deer Hunter) Leikstjóri: Michael Cimino. Þessi viöfræga og umdeilda öskarsverölauna- mynd er aö mörgu leyti mjög vel gerö og leikurinn er frábær. En sú mynd, sem hún dregur upp af striðinu i Vietnam, er ekkert annaö en lymskulegur áróöur, þvi aö Víetnamarnir eru sýndir sem fantar og illmenni, en aftur á móti er látiö aö þvi liggja, aö Bandarikjamenn hafi litinn sem engan þátt átt i þeim hrottaskap og þeirri spillingu, sem þar viö- gekkst á þeim tima, — heldur hafi þeir aöeins veriö leiksoppar örlaganna. ■ miMiimiinm i rosa / Hreinlætisstefnan Þegar svo Þjóðverjarnir byrjuöu aö reisa landiö viö eftir eyöileggingu striösins þá bönnuöu þeir kommúnista- fiokkinn. Þeir eru svo katt- þrifnir Þjóöverjarnir, aö þeir vilja ekki óþrif, hvorki á likama sinum eöa sál. Morgunblaöiö Dans á rósum Þeir sem þjást af diskófæti kvarta einkum undan kveljandi sársauka i fótum og leggjum auk þess sem þeim er gjarnt á aö fá likþorn og fót- sigg. Diskófóturinn getur auö- veldlega leitt til tognana, smávægilegra brákana og bólgna, og eitt einkenni hans eru vöövastyttingar i kálf- vööva. Morgunblaöiö lllur aðbúnaður loftfimleikamanna Sumir popparar hafa gengiö svo langt aö reyna fyrir sér gömlu trixin, það er aö segja hanga I loftbitum og ljósakrónum. Þvi miður er árangur ekki samkvæmt erfiöi enda illa búið aö þessari stétt. Lesendabréf i Dagblaðinu Það hlaut líka að vera! Einnig slæddist inn villa i miöju viötali, þar sem Þorgils talar um þá stjórnmálamenn, sem hann hafi mest gaman af aö hlusta á. Nefndi hann þar fyrst nafn Ólafs Thors, en ekki Ólafs B. Thors, eins og misritaöist I blaöinu. Morgunblaöiö Bjargvættirnir Islenska þjóöin þarf aö eiga bjarg sem Framsóknarflokkinn. Slikt bjarg er eitt liklegt til aö varðveita islenskt lýöræöi um aldir. Tlminn Forsetakjöriið enn Athugasemd vegna reimleika á Bessastööum. Fyrirsögn i Morgunblaöinu Siðbúin uppljóstrun Þessar ungu sundkonur voru meöal helstu sunddrottninga á árunum kringum 1950. Ólafur K. Magnússon ljósmyndari Mbl. tók þær áriö 1948 eða 1949. Myndartexti i Morgunblaöinu Mannfræði í dýraríkinu „Ekki ómannúölegra en aö skjóta fugl” segir Þóröur Ásgeirsson forseti Alþjóöa hval- veiöiráðsins. Timinn Yfirburðir hvíta kynstofnsins Fáklæddur svertingi á bæn á tindi Mount Kenya þegar þrekaöa Breta bar þar aö. Fyrirsögn I Morgunblaöinu Hinn fullkomni glæpur A sunnudagsmorguninn uröu menn varir viö þaö aö brotizt haföi veriö inn i Hallgrimskirkju þá um nóttina. Kom i ljós aö sam- skotabaukur kirkjunnar haföi veriö brotinn upp og höföu þjóf- arnir á brott meö sér allt fé sem I bauknum var en af skiljanlegum ástæöum veit enginn hve mikla peninga baukurinn haföi aö geyma þegar hann var brotinn upp. Morgunblaöið Loðnurallýið hafið 10-12 loönubátar sakaöir um aö hafa þjófstartaö. Fyrirsögn I Visi' Austur-Þjóðverjar? 3. hvert barn i V-Berlin er útlendingur. Visir Bifæfnir bjartsýnismenn Stálu 5 kössum af sól- gleraugum. Fyrirsögn i Dagblaöinu Sendið okkur snjallan texta við þessa mynd og merkið utaná umslagið: ,,Myndartexti óskast" — Sunnudags- blaðið, Þjóðviljinn, Síðumúla 6, Reykjavík. Og sendið okkur svörin sem allra fyrst. Við þökkum allar lausnir sem okkur hafa borist. Eftir- farandi texti hlaut mesta náð fyrir augum dómnefndar: „Nú ætla þeir að fara að efla Tímann" Svarið var merkt: Erlendur Steinþórsson, Egilsstöðum. Hannes Guðmundsson sendi þennan: „Nei, nei, þetta er enginn brandari. Albert er að hugsa um að ganga i Fylkinguna." Og þessi lausn kom frá Jóninu: „Þú áttir að kaupa Kósangas, en ekki hláturgas!"

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.