Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1979 AF SKOÐUN Ég var í svo miklu merkisafmæli á laugar- daginn var að ég ákvað að vera spítalamatur daginn eftir — lá semsagt nokkurs konar banalegu allan sunnudaginn. Undir kvöld, þegar sýnt þótti að ég mundi lifa af, var náð í helgarblöðin og ég fór að fletta þeim, eða svona reyna að skoða mynd- irnar. Ég var þá enn svo máttfarinn að ég vissi að ég mátti ekki við hinu minnsta mót- læti og síst af öllu sjokki. En það átti svo sannarlega ekki fyrir mér að liggja að sleppa við taugaáfallið. I hverju blaðinu á fætur öðru birtust myndir af lögreglumönnum, ógnvöld- um höfuðborgarinnar, gráum — eða öllu heldur svörtum — f yrir járnum og með hinar ægilegustu klippur, tengur og tól, við þá iðju að rífa skrásetningarnúmerin af ökutækjum borgaranna. Bíllinn minn stóð f yrir utan húsið og ég þorði ekki einu sinni að líta útum gluggann, svo sannfærður var ég um að hinir klippiglöðu verðir laganna væru búnir að hluta hann í sundur, lið fyrir lið, því allir vita að Reykja- víkurlögreglan er bæði röggsöm og vinnuglöð — svo ekki sé nú meira sagt —. Á mánudagsmorguninn var ég búinn að ná heilsunni aðþví marki aðég var orðinn rólfær. Fór út. Og sjá!!! Ég hafði sloppið. Nú var að drífa í þvl að koma ökutækinu l gegnum skoðun hið snarasta, svo ég yrði ekki settur í gæsluvarðhald. En hvað átti að gera? Jú,hringja uppí Bifreiðaeftirlit og fá að vita, hvernig ætti að f ara að því að f á bíl skoðaðan. Hringdi. Oralöng bið. Loksins svarað: „Bifreiðaeftirlit." „Já ég ætlaði að spyrja." „Andartak." (Ægileg bið) „ Bif reiðaef tirlit." „Já, getið þið veitt mér upplýsingar." „Andartak." (Heil eilífð. Síðan) „Hann er þvf miður ekki við...." „Nei! nei! halló!" (Hún var búin að leggja á.) Ég ákvað að gera aðra tilraun og hringdi aftur í Bifreiðaeftirlitið. Þegar búið var að hringja svona þrjátíuogtvisvar var loksins svarað: „Bifreiðaeftirlit." „Já,ég þarf að fá skoðun á bílinn minn og mig langar til að spyrja.." „Andartak...." (löng bið). „Eftir hverjum voruð þér að spyrja?" „Mig langar til að biðja yður um að gefa mér upplýsingar...." //Andartak 11 „Já halló." (Nú flýtti ég mér eins og ég gat til að missa hana ekki úr símanum.) „Mig langaði til að spyrja hvað þarf að vera fyrir hendi til að fá skoðun á bifreið." „Það er náttúrlega fyrst og fremst öku- tæki." „Viljið þér bíða andartak, ég ætla að ná í blað og blýant." Svo f ór ég og náði í blað og blýant og skrif- aði „ökutæki". Síðan skýrði röddin út fyrir mér að „ökutækið" þyrfti að vera í ökuhæfu standi og ég skrifaði það líka. Þá taldi hún upp fyrir mér hvaða plöggum ég þyrfti að framvísa og þetta skrifaði ég allt hjá mér, pældi svo í því heilan dag að borga toll og tryggingar og guð má vita hvað, ók síðan til bifvélavirkjans míns og spurði hann hvort bíllinn minn væri í ökuhæf u standi. Hann sagði mér að ég þyrfti ekkert annað en að fá Ijósa- stillingu á hann og vísaði mér á góðan stað. Ég þangað og beið á annan klukkutíma eftir að það kæmi að mér. Þegar ég var loksins orð- inn næstur var komið undir kvöld. Ljósa- stillingarmaðurínn bað mig að koma með bíi- inn inn, leit svo á luktirnar og sagði: „Biluð önnur luktin, kaupa nýja luktog koma aftur á morgun." Ég sá að dagurinn var einfaldlega búinn — og ég líka, svo ég ákvað að fara bara heim og taka næsta dag í þetta. Þann dag fór ég á fætur fyrir allar aldir, ætlaði mér ein- faldlega að koma þessu frá. Mér gekk nokk- urn veginn klakklaust að kaupa luktina, fékk hana eftir að vera búinn að fara á þrjá eða f jóra staði og fór nú galvaskur í Ijósastilling- una. Þarna beið ég aftur í á annan klukku- tíma, og þegar loksins kom að mér rétti ég stillingarmanninum luktina. Hann leit aðeins á hana en sagði mér strax að hún ætti ekki að vera köntótt, hún ætti að vera kringlótt. Fara og ná f kringlótta lukt og koma aftur. Ég fór og náði í kringlótta lukt og kom aftur. Nú beið ég aftur f á annan tíma og varpaði öndinni léttara þegar loksins kom að mér. Þá sagði Ijósamaðurinn mér að það væri kominn mat- ur. „Koma aftur eftir hádegi." Ég reyndi að sýnast afar afslappaður, en veit ekki hvort mér tókst að leika eðlilega. Þegar ég svo kom aftur eftir hádegi var komin löng, löng biðröð svo ég gleypti tvær pillur af valíum og tvær af líbrlum, sem taugaveikluð frænka mín hafði gefið mér, og beið svo frameftir degi eftir því að það kæmi að mér. Um kaff ileytið var mér bent á að aka bílnum inn, sem ég og gerði. Ljósamaðurinn leit spekingslega á frampartinn á ökutækinu en sagði svo: „Nú það er þessi týpa". Mér brá auðvitað ónotalega, þvf ég hélt að ég þyrfti að fara aftur og ná í köntótta lukt, en sem betur fór þurfti þess ekki. Afturámóti sagði hann mér að aka í kringum húsið þvf hann þyrfti að rífa f rampartinn af bílnum til að setja luktina í og til þess þyrfti hann að setja bílinn uppá lyftara og hífa hann upp. Svo hífði hann bílinn uppundir rjáfur með mig innanborðs og fór í kaf f i. Ég gat mig auðvitað hvergi hreyft — er lofthræddur að eðlisfari — og fannst eins og taugapillurnar væru hættar að virka. Þegar Ijósamaðurinn minn var svo búinn að drekka kaffiðsitt, kom hann aftur, reif fram- partinn af bílnum mínum, setti luktina í, slak- aði mér niður og sagði mér að koma aftur framdyramegin með bílinn. Ég gerði eins og fyrir mig var lagt, en þá var aftur komin bið- röð. Enn hófst bið eftir því að hin endanlega Ijósastilling gæti farið fram. Loksins rann þó .stóra stundin upp. „Kveikja á framljósun- ium." Ég ýtti á takkann. Ekkert Ijós!! Nú varð Ijósamaðurinn eins og spurningarmerki í framan, en sagði svo: „Stefnuljós". Jú stefnuljósin komu og bremsuljósin, en engin framljós. Nú hófst æðisgengin sjúkdóms- greining á ökutækinu, en án árangurs. Bilun- in fannst ekki og ekki tök á því að aka bif reið- inni heim þar sem kominn var Ijósatími. „Verður bara að skilja hann eftir vinur og koma aftur í björtu í fyrramálið", sagði Ijósamaðurinn. Ég hringdi á leigubíl og fór heim til mín. Næsta morgun, á þriðja degi, fór ég svo aftur og spurði Ijósamennina mína að því, hvort þeir gætu ekki fengið Ijósið á bílnum mínum til að kvikna. Þeir sögðu mér að ég gæti fengið verkstæðistíma einhvern tíma , f næstu viku. Nú fann ég hvernig æðiskastið var að færast yf ir mig, reyndi þó að vera rólegur og náði í konuna mína — á bílnum —, eins og ég geri stundum í hádeginu, því hún hefur klukkutíma í mat. Ég hafði auðvitað enga matarlyst, beið bara eftir því að klukkan nálgaðist eitt og nag- aði neglurnar. Fór svo með konuna mína aftur í vinnuna klukkan eitt. Hún steig útúr ökutæk- inu og gekk framfyrir það og benti á fram- partinn. Ég opnaði gluggann og spurði hvað væri að. Þá sagði hún: „Þú hefur gleymt Ijós- unum á elskan". Ljósin voru kviknuð! Þarna var mér eiginlega öllum lokið. Ég tók mig samt saman í andlitinu og ók beinustu leið á I jósasti 11ingarverkstæðið,beið f ramyf irkaf f i og fékk þá Ijósin stillt. Nú var mér ekkert að vanbúnaði að fá bílinn skoðaðan, svo að ég ók rakleiðis uppá bifreiðaeftirlit og var kominn þangað rétt rúmlega f jögur. Þar var mér sagt að stofnuninni væri lokað klukkan fjögur: „Koma bara í fyrramálið góði". Á leiðinni heim lenti ég r smá árekstri en lét laga það daginn eftir — á f jórða degi — fékk svo bílinn skoðaðan og ók heim alsæll eftir þetta skemmtilega f jögurra daga ævintýri, en hugsaði með mér í leiðinni: Hvernig skyldu þeir fara að því að fá bílana sína skoðaða, sem þurfa að mæta í vinnunni? Því hvað segir ekki í vísunni góðu: Það var — og er, og verður enn vondur djöfuls skratti, að í vinnutíma vérði menn að vera i prívatsnatti. Flosi xG Frá kosningastjórn ABRxG Kosningaskrifstofa Alþýbubandalagsins i Reykja- vfk erað Skipholti 7.Hiin eropin frá 9—22:00 en 13:00—20:00 laugardaga og sunnudaga. Sim- ar kosningastjórnar verfta þess- ir um sinn: 28118, 28364,28365. Kosningasjóður Þótt kostnaöi vib kosningarn- ar veröi haldiö Ilágmarki kosta bær bó sitt. Kosningasjóöurinn er galtóm- ur sem vonlegt er. Viö svo biiiö má ekki standa. Tekiö er á móti framlögum I sjóöinn aö Grettisgðtu 3 og aö Skipholti 7. Félagar, bregöumst skjótt viö og látum fé i sjóöinn sem fyrst. Ertu á kjörskrá? Kosningastjórn Alþýöubanda- lagsins i Reykjavik vekur at- hygli kjósenda á þvi aö kjörskrá liggur nú frammi á Manntals- skrifstofu Reykja vfkurborgar aö Skiilatúni 2. Allir stuönlngs- menn flokksins eru hvattir til aö kanna hvort þeir séu á kjörskrá og athuga jafnframt hvort vinir og ættingjar sem styöja flokk- inn, en gætu hugsanlega hafa dottiö af kjörskrá séu á kjör- skránni. Þeir sem ekki eru á kjörskrá eru hvattlr til aö láta kosningaskrifstofuna aö Grettisgötu 3, simi 17500 vita þannig aö kæra megi viökom- andi inn á kjörskrá. Kærufrest- ur rennur út 17. nóvember n.k. Rétter aö vekja athygli á þvi aö sá sem staddur er i Reykjavik og notar ekki rétt sinn til aö kæra sig inn á kjörskrá meban kærufrestur er, missir rétt til þess aö láta kæra sig inn siöar. Okkur vantar Okkur vantar borö, dregla og gólfteppabúta, rafmagnsritvél, borö og stóla, ýmis búsáhöld og simaskrár i kosningamiöstööina Skipholti 7 nú þegar. Sjálfboðaliðar Sjálfboöaliöar til ýmissa starfa fram aö kjördegi meö bila eöa án: Látiö skrá ykkur til starfa sem fyrst i sima 28364 og 17500. U tank jörfundarkosning Utankjörfundarkosning hefst i dag. Kosiö veröur i Miöbæjar- skólanum. Nánari upplýsingar i sima 17500. Stuöningsmenn G-Iistans, sem ekki veröa heima á kjördag eru hvattir til aö kjósa sem fyrst, og þeir sem vita af kunningjum sinum, sem veröa aö heiman kjördagana, ættu aö hvetja þá tii aö kjósa fyrr en seinna. Sá sem kýs utankjörfundar á aö vita bókstaf þess lista sem hann kýs, ogskrifa G skýrt og greini- lega. Þjónusta Alþýöubandaiagsins vegna utankjörfundar atkvæöa- greiöslunnar er aö Grettisgötu 3, simi 17500. Þið sem heima sitjið á morgnana Stuöningsmenn! Þiö, sem hafiö frian tfma aö morgni, svo ekki sé nú talaö um ef þiö hafiö bil til umráöa, iátiö skrá ykkur til morgunverka hjá Benedikt I sima 17500, strax. Kosningastjórn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.