Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1979 (Hvltur hlýtur aö hafa álitiö aö svartur ætlaöi sér ekki aö hróka, annars heföi hann leikiö 10. Be5) 10. ...Rg6 15. f3-Rc6 11. Rf4-Rxf4 16. cxb5-axb5 12. Bxf4-Bd6!? 17. Bxb5-0-0 Lloyds-skák- mótiö í London 4shák Umsjón: Helgi ólafsson „Lloyds Bank Masters”, hiö þriöja f rööinni,var fyrir nokkru haldiö i London. Mót þetta er, fyrir utan Hastings-mótiö, sterk- asta alþjóöamót sem haidiö er i Bretlandi. Þrir stórmeistarar voru á meöal þátttakenda, Balinas, Kraidman og Westerin- en. Alþjóölegir meistarar voru 11 talsins, en ails tóku þátt f mótinu 94 skákmenn frá 23 löndum, þar á meöal Margeir Pétursson. Eitt af þeim nýmælum sem reynt var á þessu móti voru tima- mörkin „Icelandic Modern”, sem Friörik ólafsson skapaöi á sfnum tima. Ekki voru breskir mjög hrifnir, þvi aö i skoöanakönnun sem gerö var meöal keppenda, kom fram aö 35 vildu aö kerfi þetta yröi notaö í framtfðinni en 40 vildu breytingu til hins gamla. Nokkra keppendur vantaöi i at- kvæöagreiösluna. Hætt er viö aö , úrslitin heföu oröið önnur ef leitaö heföi veriö eftir vilja áhorfenda i þessum efnum! All sérstæö rök komu fram gegn „Icelandic Modern” T.d. aö þar sem keppendur þyrftu aö feröast meö almenningsfarar- tækjum, væru þeir dæmdir til aö koma of seint á keppnisstað. Þvi væri betra aö hafa 2.5 klst. á 40 leiki, heldur en 1.5 á 30 leiki, þegar menn koma 15 mln of seint! Vonandi veröa Bretar bilnir aö koma auga á þá stórsnjöllu lausn aö láta hverja umferð byrja 15 minútum seinna en áöur, þegar næsta mót veröur haldiö. Sigurvegarar uröu þeir Westerinen, Haik og fyrrum breskur meistari, Chandler. Allir náöu þeir 7 vinningum af 9 mögu- legum. Hér á eftir fer skák sem tefld var I fyrstu umferö mótsins. Hvítur: Fuster Svartur: Basman 1. d4-e6 2. Rf3-b5 3. Bg5-f6 4. Bf4-Bb7 5. Rbd2-g5!? 13. Bxd6-cxd6 18. f4-Rb4 14. c4-a6 19. Kf2-Hf7! (Losar um drottninguna, þvi nú er hennar timi upp runninn) 20. Rfl-Db6 21. a4-Hc8 22. Bd3 (Ekki 22. Hcl? Hxcl 23. Dxcl Dxb5! 24. axb5 Rd3+) 22. ...-Rxd3+ 25. Hhdl-Be4 23. Dxd3-Dxb2+ 26. De2-Hf8! 24. Rd2-Hc2 (Hrókurinn leggur af staö I samkvæmiö, og lokin eru i nánd). 27. a5-Hfc8 28. Kel Hvftur gafst upp um leiö,þvi: 28... Hxc2! 29. Dxd2 Hc2 o.s.frv. 6. Bg3-h5 7. h4-g4 8. Rgl-f5 9. e3-Re7 10. Re2 í dag kl. 16:00 Finnlandssænska skáldið og rithöfund- urmn Solveig Von Schoultz talar um nútima ljóðlist i Finnlandi og les upp ljóð. Auk þess kynnir hún nýjustu bók sina „Portrátt av Hanna”. Sýningin „Finnskar rýjur og skartgripir” er opin kl. 14 til 19. Siðasta sýningarhelgi. Verið velkomin NORRÆNA HUSIO • Blikkiðjan Asgaröi 7/ Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 Vinnuskólinn Unniö af kappi viö aö hreinsa Herjólfsdalinn. Tómstundarád Vestmannaeyja: ■ Eins og undanfarin ár hafa ■ krakkar á aldrinum 10-12 ára átt " kost á vinnu hjá Vinnuskólanum Iog hefur veriö lögö áhersla á aö engum þurfi aö vfsa frá sem vill | fá vinnu. ■ Starfiö i Vinnuskólanum er ■ sambland af stefi og leik og hef- “ ur aðalstarfið veriö fólgiö i fegr- ■ un og hreinsun eyjunnar. Kaup- ■ iö er aö visu ekki hátt f Vinnu- ■ skólanum en þó kærkomiö tæki- I færi til aö vinna sér inn vasa- ■ aura og þurfa ekki aö sitja auö- I um höndum yfir sumartimann. " Ýmislegt var gert til þess aö ■ auka fjölbreytni f starfi Vinnu- " skólans I sumar. Yngsti hópur- Z inn (lOára) fór I helgarútilegu I meö skátum og tókst hún vel. ■ 11 ára krakkarnir fóru f út- | eyjarferö. Raunar þurfti aö biöa ■ nærri þrjár vikur eftir hagstæöu ■ veöri en þaö kom að lokum og " var þá fariö meö Lóðsinum út i ■ Elliöaey. Þar selflutti svo Léttir ■ liöiö f land og var dvaliö þar í daglangt þar til sömu aöilar I komu og fluttu liöiö til baka. ■ Veöur var hiö ákjósanlegasta | þennan dag og viötökur þeirra ■ Elliöaeyjarmanna hinar bestu, ■ svo sem vænta mátti. Þá má ■ ekki heldur gleyma þætti þeirra " á Lóösinum og Létti og eru þeim | hér meö færöar þakkir fyrir ■ þolinmæöi þeirra og umhyggju I fyrir hópnum. Elsti aldurshópurinn (12 ára) ■ haföi um þrennt aö velja I sum- * ar: Fara i einn túr meö trollbát, Z dvelja I tvo daga á netaverk- I stæöi viö nám og starf eöa vera Umsjön: Magnús H. Gíslason tvo daga á barnaheimili eöa leikskóla til kynningar á starf- seminni þar. Krakkarnir héldu launum sin- um meðan á þessari starfskynn- ingu stóö, enda var ætlast til aö þau yröu aö gagni eins og hægt væri. Almennt munu þau hafa veriö ánægö meö þessa dvöl sina hvert á sínum staö og eru sjálfsagt reynslunni rikari eftir. Ekki má gleyma þeirri vel- vild, sem hvarventa varö vart viö,aö koma þessu starfi á. Allir þeir skipstjórar og útgeröar- menn^em leitaö var til, gáfu já- yröi, sömuleiöis öll netaverk- stæöin i bænum og forstöðukon- ur barnaheimila og leikskóla. Ekkert var sjálfsagöara en leyfa þetta. Ollum þessum aö- ilum viljum viö þakka skilning þeirra á þvi aö leyfa ungu fóli aö kynnast störfum þeirra. I lok Vinnuskólans var sföan fariö i kringum eyjuna meö Lóösinum og haldin kókveisla um borö. Reyndar voru sumir búnir aö skila kókinu f sjóinn þegar i land var komiö á ný. Þá var haldiö diskótek i Félagsheimilinu fyrir Vinnu- skólann siöustu helgina sem hann starfaði og tókst vel. Þá skal tekiö fram, aö margir flokksstjóranna tóku þaö upp á sitt eindæmi i sumar aö fara meö flokka sina I útilegur, pylsupartf,auk þess sem sumir buöu hópnum heim til sfn. Starf af þessu tagi veröur seint full- þakkaö. Verkstjórar Vinnuskólans i sumar voru þau Katrin Magnúsdóttir og Sigurður Jóns- son. Fyrri hluta sumars var fram haldið þætti, sem byrjaö var á i fyrra. Viö sprönguna undir Skiphellum var Hlööver Johnson einu sinni i viku og kenndi þar áhugasömum upp- rennandi fjallamönnum undir- stööuatriöi I fjallaferöum. Þetta er starf sem seint veröur full- metiö. Slys hafa veriö of tiö hér þegar ungt fólk hefur veriö aö prfli i fjöllum, án þess aö kunna fótum sinum forráö. Hér sem annarsstaöar er þaö aukin fræösla, sem reynast mun mest og best fyrirbyggjandi til aö foröast mistökin. Vonandi held- ur Hlööver þessu starfi áfram næstu sumur. sj/mhg I Halldór Pétursson skrifar: Hvað um allt spamaðartatið? Sföan viö risum af horleggjun- um viljum viö helst henda sem mestu. Mjólkurbú Flóamanna hefurum áratugi gert árvöxtinn I ölfusá meö mysunni. Þegar ég var aö alast upp um sföustu aldamót þótti sýra heilsudrykk- ur mönnum og ekki siöur skepn- um. Væri einhver ófáa f klndum voru þær krubbaöar af og gefln sýra, og þótti vel reynast. A mfnu heimili var aldrei sýru af neinni tegund hent heldur gefin skepnum saman viö vatn. Þá voru lfka færri pestirnar. Faöir minn, sem var mikill tamningamaöur, gaf alltaf gæö- ingum, sem hann haföi, skyr- blöndu. Nú þykir þaö lfka sann- aö meö könnun, aö mysa geymir mjög holl efni. Mér hefur nú I hug komiö aö bændur ættu aö reyna aö hag- nýta sér mysuna handa sauöfé. Nú eru allsstaöar aö losna gamlir tankar. Væri ekki hægt ab hreinsa þá og safna f þá mysu sem menn fengju svo ókeypis? Ég er nú ekki sérfræöingur en ekki er ólikiegt aö hægt væri aö koma mysunni f samband viö brynningartæki. Hvort mysan læknar meinsemdir er ekki mitt aö tala um, en ekki myndi hún auká á pestirnar. Aö henda verömætum er aö fella á sig dóm. Viö eigum engu aö henda, sem hægt er aö nyta. Þaö er ekki hægt bæöi aö henda og heimta. Landiö á heimtingu á aö nytjum þess sé ekki kstaö á glæ. Nú er jafnvel fariö aö tala um aö vinna orku úr sorpinu. Allt er háö hringrás og hver verður aö fá sitt. Tilveran er engum til- viljunum háö. Kannski fylgja svona hugmyndir mfnum niræö- isaldri: Eg hef stundum staöiö þegjandi upp frá matarboröi af þvi aö sjá fólk afhýöa nýjar kartöflur, sjá þaö plokka roö af silungi, lúöu og glænýjum fiski. Þetta er skattur til öskutunn- unnar. Nú man ég ekki betur en þaö séu talin vfsindi, aö mest fjörefni sé f húö og innýflum allra dýra, en auövitaö er ffnna aö gleypa þaö f pillum. I fyrri heimsstyrjöld varö Þjóðverjum á sú skyssa aö setja allt kartöfluhýöi i eitthvert súpugutl handa föngum og þetta var slöan taliö aö heföi bjargaö lifi margra þeirra. Sjálfur boröa ég roö af öllum fiski nema ýsu, og veröur gott af. Minnumst hungurs og hordauöa forfeöra vorra og hugsum til þeirra, sem nú búa viö ástand ekki ólikt þvi. Annars gæti vaknað sú spurn- ing hvaöa dýraflokki viö heyr- um til. Eg vil minna á aö bændur og fiskimenn ættu aö taka höndum saman um aö hiröa sjávarafla, sem nú er hent. Þar mætti nefna grásleppuna, sem hefur gifur- legt fóöurgildi og mun sfst gefa graskögglum eftir, án þess aö lasta þá. Utan þess er grásleppa góö til matar, bæöi söltuö, sigin og sjálfsagt reykt. Nú er þess- um fiski hent f tugþúsundatali. Meö auknu hreinlæti mætti hag- ræöa öllum fiskúrgangi til mat- ar handa hungruöum heimi. Einnig mætti nýta innyfli alls sláturfénaöar, sem eru höfö til aö ala rándýr sem útrýma fugli og silungi. Mjöliö úr fiskúrgangi ættum viö aö gefa hungruöum heimi, til minningar um forfeö- ur vora, sem uröu hungrinu aö bráö. Halldór Pétursson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.