Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1979 Nordurland vestra Laugardagur 10. nóvember 1979. Umsjón Guöjón Friðriksson V iör eisnar árin víti til varnadar Viðtal við Þórð Skúlason, sveitarstjóra á Hvammstanga, 3. mann á lista Alþýðubandalags ins í Norður- landskjördœmi vestra Þórður Skúlason, þriðji maður á framboðslista Al- þýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra, er fæddur árið 1943 og hef ur verið sveitarstjóri á Hvammstanga síðan 1973 en sá tími hefur einmitt verið mesti uppgangstím- inn í sögu kauptúnsins. Við hittum Þórð að máli á skrifstofu hreppsins í félagsheimilinu og rædd- um við hann um horfur í alþingiskosningunum í byrjun desember.' Man tímana tvenna — Hver er ástæöan fyrir því að þú tekur nú sæti á framboöslista Alþýöubandalagsins? — Miðað viö þær aöstæöur sem upp hafa komiö siöustu vikur, og á ég þar viö þau öfl sem náö hafa saman um stjórn landsins, var þaö ekki erfið ákvöröun fyrir mig þegar leitaö var til mín um aö ég tæki sæti á listanum. Eg man svo sannarlega timana tvenna i sam- bandi viö atvinnulif á Hvamms- tanga og reyndar I kjördæminu I heild. Annars vegar er þaö ára- tugurinn milli 1960 og 1970 þegar atvinnuleysi var landlægt og þétt- býlisstaöir hér noröan lands stóöu I stað eða þá hreinlega fækkaöi fbúum á þessum stööum. Húseignir féllu i veröi, fólk flutti á brott og viöburöur var ef nýtt hús var byggt. Þróunin snerist við 1971 — Þú átt viö aö „viöreisnarár- in” séu viti til varnaðar? — Já, ég á viö þaö. A vinstri stjórnar árunum 1971-1974 varö hins vegar gjörbreyting til batnaðar um allt land og ekki sist á þéttbýlisstöðum i Noröurlands- kjördæmi vestra. Þróunin snerist þá viö vegna þess aö tekin var upp markviss byggöastefna. Framkvæmdastofnun rikisins og Byggöasjóöur voru þá sett á laggirnar sem veittu fjármagni út til landsbyggðarinnar. Á þeim ár- um varö hugarfarsbreyting meöal þjóöarinnar og viöhorf til búsetu úti á landi gjörbreyttist. Ég vil Hka minna á aö Fram- kvæmdastofnun og Byggöasjóði var komiö á I fullkominni óþökk Sjálfstæöisflokksins. Þeir töluðu um kommissaraveldi. Þegar svo Sjálfstæöismenn komust I stjórnaraöstöðu 1974 treystust þeir ekki til aö leggja hana niöur þó aö þeir heföu barist á móti henni á sinum tima. Sveitarfélög gerð fjár- hagslega sjálfstæð — Geturöu bent á einhver bein dæmi til stuönings máli þinu? — A vinstri stjórnarárunum 1971-1974 voru sveitarfélögin gerö fjárhagslega sjálfstæöári þannig aö þau heföu úr meiru aö spila og ýmis konar þjónusta úti á landi var stórbætt. Eg gæti t.d. minnt á lög um byggingu heilsugæslu- stööva, leiguibúöa, þátttöku rikis- ins i rekstri dagvistunarstofnana, tannlæknaþjónusta barna var sett inn I tryggingakerfiö og margt fleira. A stjórnartimabili Fram- sóknarflokks og Sjálfstæöisflokks 1974-1978 var svo sveitarfélögum aftur gert erfiöara fyrir. Þá var bætt á þau verkefnum án þess aö tekjustofnar kæmu á móti. Ég nefni t.d. rekstur dagvistunar- stofnana og viöhald skólahús- næöis. Ljóst var að stjórnin yrði ekki langlif — En hvaö þá um siöustu vinstri stjórn? — Margir bundu miklar vonir viö þá stjórnarmyndun en þó verða menn aö gera sér ljóst aö sú stjórn var fyrst og fremst mynd- uö til aö leysa tvö brýn verkefni. Annars vegar til aö koma at- vinnuvegunum af staö og hins vegar aö koma á friöi á vinnu- markaönum. Raunverulega var þó ljóst i upphafi aö stjórnin yröi ekki langllf þvi aö hluti Alþýöu- flokksins rak miklu haröari stjórnarandstööu en nokkurn tima Sjálfstæöisflokkurinn. I þessu stjórnarsamstarfi kom Al- þýöubandalagiö þvi til leiöar aö kaupmáttur var allvel tryggöur þrátt fyrir hatrammar aögeröir samstarfsflokkanna til aö rýra hann. Þeir reyndu aö knýja fram lækkun kaupmáttar 1 þvi skyni aö minnka veröbólgu þó aö þaö heföi verið reynt á timum helminga- skiptastjórnarinnar 1974-1978 án þess aö bera nokkurn árangur. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins — Þú ert þá ánægöur meö störf ráöherra Alþýöubandalagsins I siöustu vinstri stjórn? — Já, ég er þaö, bæöi i þeirri siöustu og eins I stjórninni 1971- 1974. Ég held að fólk geri sér al- mennt ljóst aö aögeröir eins og stytting vinnuviku i fyrri vinstri stjórn og aö næturvinna hefjist eftir kl. 5 á föstud., aö dæmi séu nefnd, geta ekki gerst nema Alþýöubandalagiö sé með I stjórn. Þaö sem maöur sér helst eftir þegar stjórnin fór frá nú I haust voru mál sem Alþýöu- bandalagsráöherrarnir voru aö vinna aö til hagsbóta fyrir fólkiö I landinu. Nefni ég þar t.d. sam- eiginlegt orkuöflunarfyrirtæki fyrir allt landiö sem heföi leiörétt þaö gifurlega misrétti sem á sér staö i verölagningu á rafmagni eftir þvi hvar menn búa. Maður er lika uggandi um þaö hvernig fer meö frumvarp um mótun iönaöarstefnu sem búiö var aö semja f ráöherratlð Hjör- leifs Guttormssonar. Meö vax- andi fólksfjölda t.d. hér á Hvammstanga er nauösynlegt aö skapa fleiri atvinnutækifæri i iön- aöi. Mér er kunnugt um þaö aö fyrrverandi iönaöarráöherra hafði áform uppi um aö ráöa sér- stakan iönaöarráöunaut fyrir Noröurland i tengslum við Fjóröungssamband Norölend- inga. Hann átti aö vera ráöleggj- andi og skipuleggjandi aöili um iönaðaruppbyggingu hér nyröra. Hluti af jöfnunargjaldi á innflutt- ar iönaöarvörur átti aö nota til aö borga laun þessa manns en viö framlagningu fjárlagafrum- varps, sem fjármálaráöherra Búum má ekki fækka — segir Þórarinn Magnússon á Frostastöðum, 4. maður á jramboðslista Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra Þórarinn Magnússon: Ég aöhyllist grænan sósialisma og er þess vegna I framboöi fyrir Alþýöubandaiagiö. Alþýðubandalagið stend- ur næst hugmyndum mínum og lífsskoðun og þess vegna hef ég ákveðið að styðja það. Ef við tölum í slagorðastíl þá aðhyllist ég grænan sósíalisma, sagði Þórarinn Magnússon búfræðingur og bóndi á Frostastöðum í Skagafirði i samtali en hann skipar f jórða sæti á lista Alþýðu- bandalagsins i Norður- landskjördæmi vestra. — Um hvaö telur þú aö kosningarnar muni snúast fyrst og fremst núna? — Ég óttast aö þær snúist fyrst og fremst um efnahagsmál eins og kosningar hér gera yfirleitt. En viö i Alþýöubandalaginu munum reyna að láta þær snúast um töluvert meira og vil ég þar sérstaklega nefna byggöamál og sjálfstæöismál, svo sem hermálin og ótal félagsleg mál. Ég álit aö féiagsmálaráöuneytið, land- búnaöarráöuneytiö og mennta- málaráöuneytiö, svo aö dæmi séu tekin séu siöur en svo minna mikilvæg en fjármálaráöuneytiö. Hins vegar má min vegna leggja niöur utanrikisráöuneytiö. — Hver eru þau félagsmál sem þú hefur áhuga á aö kosninga- baráttan snúist um? — Þaö er af nógu aö taka en ég gæti nefnt t.d. samneyslumál eins og bætt vega- og simakerfi I þessu kjördæmi og sem bóndi eru mér orlofsmálin ofarlega I huga, en þau eru I algjörum ólestri. — Hver vilt þú aö framtiö landbúnaöar á tslandi veröi? — Min skoöun er sú aö menn eigi frekar aö búa dreift en mjög þétt og þannig gegni byggðin best uppeldislegu og menningarlegu hlutverki fyrir fólkiö I landinu. Ég er eindregiö andvigur þeirri stór- búa- og framleiösluaukningar- pólitik sem rekin hefur veriö. Viö erv.m á leiöinni meö aö framleiöa allan mat handa þjóðinni á örfáum stööum. Bændabýli hafa farið mjög ört I eyöi aö undan- förnu. Ég tel aö viö eigum alls ekki aö stefna i verksmiðjubú- skap eins og viö höfum fyrir augum hjá nágrannaþjóöum. Viö eigum aö setja okkur þaö mark aö búum fækki ekki. — Hvernig er hægt að sporna viö þessari þróun? — Verötryggö lán og vextir eru nú aö drepa niöur þá bændur sem byrjað hafa aö byggja upp á jöröum sinum eftir að oliuverös- hækkanirnar komu til sögunnar. Ég tel aö þeir bændur sem voru búnir aö þessu fyrir þann tima og fengu sitt nánast ókeypis eigi aö bera þyngstu byröarnar meö til- tölulega meiri skattlagningu á þá. Þetta gæti komiö I veg fyrir aö hinir fyrrnefndu gæfust upp. — Hvað viltu segja um kosn- ingarnar i desember? — Ég hvet fólk eindregiö til aö kjósa Alþýðubandalagiö. —GFr landsbyggðinni ef þeir .halda áfram um stjórnvölinn eftir kosningar.” (Ljósm.: GGr.) Framsóknarflokks bar einn fram, fór allt þetta jöfnunargjald i al- menn rekstrargjöld rlkisins en ekki til framþróunar iönaöarins eins og ráö haföi veriö gert fyrir er gjaldiö var lagt á. Einnig er ég mjög hræddur um að fyrirhugaöar framkvæmdir I samgöngumálum veröi dregnar til baka ef kreppustefna Sjálf- stæðisflokksins fær byr i komandi kosningum. Hér standa t.d. til hafnarframkvæmdir og einnig er búiö aö mæla fyrir flugvelli i ná- grenninu og stór áform voru uppi i sambandi viö uppbyggingu vegakerfis og simakerfis. Ég óttast aö sá samdráttur sem gömlu viöreisnarflokkarnir boöa muni fyrst og fremst bitna á landsbyggöinni ef þeir halda áfram um stjórnvölinn eftir kosn- ingar. Aðeins vantaði fáein at- kvæði til að Hannes yrði landskjörinn — Ég hef heyrt aö V-Húnvetn- ingar séu óánægöir meö aö eiga engan fulltrúa á þingi. Hvaö er hæft I þvl? — Þaö er rétt. Þeir hafa verið óánægöir meö sinn hlut viö upp- stillingu flokkanna en eins og þegar hefur komiö fram tel ég aö ástandiö hér I kjördæminu hafi verið einna verst á áratugnum 1960-1970 og þaö var einmitt sá timi sem V-Húnvetningar áttu sinn þingmann sem örugglega var dugandi fyrir sina heima- byggö þó aö ekki hafi dugað til. Ég álit nefnilega aö uppbygging hvers staöar eigi sér fyrst og fremst staö fyrir forgöngu og frumkvæöi heimamanna sjálfra og afstööu stjórnvalda til lands- byggÓarinnar fremur en hvort viökomandi staður eigi fulltrúa á þingi. A árunum 1960-1970 var einmitt fjandsamlegt rikisvald og þaö vóg þyngra en aö eiga al- þingismann. Ef fólk hins vegar á annað borö leggur mikiö upp úr þvi aö eiga menn á þingi þá vil ég taka fram aö I þessum kosningum eiga V-Húnvetningar kost á að eignast 2 varamenn á Alþingi. Þaö er ljóst aö 3. maöur á lista Framsóknarflokksins, Ingólfur Guönason sparisjóösstjóri, er i öruggu varamannssæti og ef Hannes Baldvinsson, 2. maöur á lista Alþýöubandalagsins, nær kjöri sem landskjörinn þingmaö- ur en aöeins vantaöi fáein at- kvæöi upp á siöast, þá kem ég til meö aö veröa varamaöur Ragn- ars Arnalds á þingi. Þaö vegur þvi þungt á metunum aö V-Hún- vetningar átti sig á þessari staö- reynd. — Hvernig leggjast kosningarnar I þig? — Miöaö viö þaö sem ég hef hér áöur sagt tel ég aö Alþýöubanda- lagiö standi sterkt að vigi og geng bjartsýnn til kosninga. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.