Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Vestur-Þjóðverjar: Vilja hefja brottflutning hermanna frá Mið-Evrópu Bonn (Reuter) Vestur-þýsku ráöherrarnir munu leggja til aö fækkaö veröi I herafla Bandarikjanna og Sovét- rikjanna i Miö-Evrópu, á ráö- herrafundiNATO f næsta mánuöi. Schmit-rikisstjórnin mun leggja til aö Sovétrikin flytji 30.000 hermenn burt af svæöinu, en Bandarikin 12.500 hermenn. Yröi þetta byrjunin á meiriháttar fækkun i herafla Varsjárbanda- lagsins og NATO. Vestur-þýski stjórnarandstööu- flokkurinn kristilegir demókratar hefur tekiö þessum hugmyndum vel, og álltur þær gott svar viö þeirri fækkun hermanna sem Sovétrlkin hófu einhliöa I siöasta mánuöi. Taliö er, aö ef NATO-ráö- herrarnir fallast á vestur-þýsku tillöguna, gæti hún oröiö til aö viöræöurnar i Vin, um gagn- kvæmafækkun herafla hernaöar- bandalaganna tveggja, kæmust aftur á rekspöl. Litt hefur oröiö ágengt i viöræöunum aö undan- förnu vegna deilna um raunveru- legan herstyrk á báöa bóga. Öryggisráðið biður gíslunum griða Sameinuöu þjóöunum (Reuter) öryggisráö Sameinuöu þjóö- anna samþykkti einróma i gær aö skora á irönsk yfirvöld aö leysa þegar ár haldi gislana I banda- riska sendiráöinu I Teheran, skýröi fulltrúi Kúwait frá f gær. Fundurinn var haldinn aö til- hlutan fulltrúa Bandaríkjanna i öryggisráöinu, Donald McHenry, ogfór fram fyrir luktum dyrum. Samþykkt var aö „skora mjög eindregiö” á irönsk yfirvöld aö bregöast þegar i staö viö. Kurt Waldheim aöalfram- kvæmdastjóri Sameinuöu þjóö- anna var faliö aö halda áfram viöleitni sinni til aö tala um fyrir Irönskum valdhöfum, en þó ekki lagt aö honum aö fara til Teheran. ísraelar geta smíðað kjarnorku- sprengjur Jóhannesarborg (Reuter) israei getur framleitt kjarn- orkusprcngjur, en mun ekki nota þærgegn neinum aö fyrra bragöi, er haft eftir israelska hers- höföingjanum Amos Horev i Suöur-Afriku. Suöur-afriska fréttastofan sagöi aö hershöföinginn heföi lát- iöþessiummæli falla, þegar hann kom til Suöur-Afriku á miöviku- dag. „Ég starfa enn viö kjarn- orkurannsóknir og get sagt aö viö ráöum yfir tækninni — en munum aldrei eiga frumkvæöi aö þvi aö beita kjarnorkuvopnum gegn öör- um rikjum”, sagöi þessi fyrrum yfirmaöur kjarnorkurannsókna hjá israelska varnarmálaráöu- neytinu. Horev hershöföingi mun ræöa viö visindamenn I Suöur-Afriku, eneinsogkunnugter, bar banda- riska rikisstjórnin S-Afriku nýlega á brýn, aö hafa fyrir rúm- um mánuöi sprengt kjarnorku- sprengju i tilraunaskyni einhvers staöar I landinu. Hollenska rikísstjórnin: Tvístígur gagnvart kjamavopnum en vill sparka Luns Haat (Reuter) Haat (Reuter) Hollenska þingiö hafnaöi i gær tillögu hollenska Verkamanna- flokksins um aö binda hendur utanrikis- og varnarmálaráö- herranna á NATO-fundinum 12. desember n.k. Þá veröur tekin ákvöröun um smiöi nýrra kjarn- orkuflauga og um staösetningu þeirra i Vestur-Evrópu. Jafn- framtsamþykktihollenska þingiö tillögu Verkamannaflokksins sem beint var gegn Jósep Lúns aöal- framkvæmdastjóra NATO. I umræöunum kom i ljós megn andstaöa gegn staösetningu kjarnorkuflauga I Hollandi, en einnig haföi Verkamannaflokkur- inn lagt til aö öllum þessum vlg- búnaöaráformum NATO veröi slegiö á frest á meðan freistaö sé samninga viö Sovétrikin. Þingflokkur stærri rikis- stjórnarflokksins Kristilegra demókrata, féllst á aö greiöa ekki atkvæöi gegn rikisstjórninni i þessu máli, gegn þvi aö hollensku utanrikis- óg varnarmála- ráöherrarnir geri grein fyrir af- stööu flokksins á MATO-fundin- um I desember. Þótt hollenska rikisstjórnin haf i meö þessu móti ekki fengiö skýra linu um afstööu á ráöherrafund. NATO, hefur hún um tvennt aö velja á fundinum: Aö standa fast á afstööu kristilegra demókrata og krefjast frestundar á flutningi vopianna til Hollands, eöa gefa eftir á fundinum og standa frammi fyrir aukinni andstööu þegar heim kemur. Alyktunartillagan gegn Lúns, felur I sér aö framvegis veröi aöalframkvæmdastjóri NATO aöeins ráöinn til fimm ára og sami maöur ekki ráöinn aftur. Bram Stemerdink sem flutti til- lögu Verkamannaflokksins, sagöi aö viö þaö tækifæri aö LUns og ýmsir NATO-hershöföingjar ættu ekkert meö umfangsmikil afskipti sin af stjórnmálum NATO-rfkja. Brown vill líka verða forseti Washington (Reuter) Jerry Brown fylkisstjóri Kali- fornfufylkis i Bandarikjunum lýsti þvi yfir I fyrrdag, aö hann muni berjast fyrir Utnefningu Demókrataflokksins sem forseta- efni á næsta ári. Fylkisstjórinn, sem er pipar- sveinn og hefur veriö oröaöur viö poppsixigkonuna Lindu Ronstadt aö undanfömu, sagöist hafa ein- falda stefnu: „Vernda jöröina, þjóna fólkinu og rannsaka himin- geim inn.” Hann viöurkenndi aö liklega mundi hann eiga erfitt uppdrátt- ar, þaö eö honum hefur einungis tekist aö safna 300.000 dollurum (jafngildi 117 miljóna isl. króna) i kosningasjóö sinn. Einnig sýna skoöanakannanir mjög litiö fylgi viö Brown sem forsetaefni Demó- krata. Utanríkismálanefnd öldungadeildar USA samþykkir SALT 2 Washingtwi (Reuter) Utanrlkismálanef nd banda risku öldungadeildarinnar sam þykkti i gær samninginn um tal mörkun vigbúnaöar (SALT II meö9 atkvæöum gegn 6. Mun öld Heimsókn Húa Gúó- feng til V-Evrópu Mörgum hefur sýnst Vestur-Evrópuferð Húa Gúó- feng formanns kinverska kommúnistaflokksins heldur ófriöleg. Hann hélt uppi óvæg- um árásum á sovéska „heims- valdastefnu” á mismunandi hátt bó, eftir bvi hvar hann var staddur hverju sinni. Leiötogar Vestur-Evrópurikjanna létu sér nægja aö hlusta bara kurteis- lega, fyrir utan breska forsætis- ráðherrann Margréti Thatcher, sem notaði tækifærið til aö bá- súna sina útgáfu af andstööu viö Sovétrikin. Húa lagði mikla áherslu á aö Efnahagsbandalagiö og NATO veröi efld. Einnig leggja Kin- verjar áherslu á aö þeir eru boönir og búnir til hverskonar samstarfs við vestræn riki. Stjórnmál, viðskipti, vígbúnaður Heimsókn Húa formanns i Frakklandi telja ýmsir frétta- skýrendur hafa einkennst meir af viðhöfn en viöskiptum. Frakkar vildu endilega auka viöskiptin viö Kina, en áriö 1975 voru þeir þriöja mikilvægasta viöskiptaland Kina og hafa hrapaö niöur I ellefta sæti. Kin- verska sendinefndin svaraöi þvi hinsvegar til, aö heimsóknin heföi ekki veriö undirbúin meö beina samninga i huga. Jafn- framt kom i ljós i einkaviðtöl- um, aö Kinverjar telja Frakka ekki samkeppnisfæra viö önnur Vestur-Evrópuriki hvaö verölag snertir. Annaö var uppi á teningunum i Vestur-Þýskalandi. Þar mild- aöi Húa árasirnar á Sovétrikin, og talsmenn vestur-þýsku rikis- stjórnarinnar sögöu aö Húa heföi sýnt „furðulega mikinn skilning” á sambúöarstefnu kanslarans, Helmut Schmidt, gagnvart rikjunum I austri. Hú. a sló sér einnig upp meö þvi að mæla meö sameiningu þýsku rikjanna tveggja. 1 Vestur-Þýskalandi haföi kinverska sendinefndin mikinn áhuga á aö ræöa viöskiptamál, enda er landiö nú þriöji mikil- vægasti viðskiptavinur Kina. Einkum veröur skiptst á vest- Lur-þýskri tækni og kinverskum hráefnum. Þrátt fyrir stór orö Húa for- manns og Margrétar forsætis- ráöherra Breta, kom aðeins eitt útúr þeirriheimsókn: samning- ur um menningarsamskipti. Samningar um kaup Kinver ja á nær 90 breskum orrustuþotum hafa ekkert gengiö frá þvi’Kin- verjar geröu innrás I Vietnam i febrúar s.l. Vildarvinir á ítaliu Á I taliu voru rædd stjórnmál og viöskipti. Cossiga forsætis- ráöherra Italiu og Húa Gúófeng kom saman um aö slökun spennufelistekki einvöröungu I jafnvægisástandi milli stórveld- anna, heldur veröi aö byggja á „nýju stjórnmálaástandi i heiminum”. Vilja þeir gefa Evrópu og Kina sterkari stööu i heimsstjórnarmálum og reyna aö koma sem fyrst á friösam- legri sambúö þjóöa heims viö þriöja heiminn, þ.e.a.s. þróunarlöndin. Cossiga sagöi aö Vestur-Evrópa, Klna og þriöji heimurinnséu „gagnkvæmt háð hvert ööru”. Cossiga sagöist ánægöur meö greiningu Húa á átakasvæöun- um I Suö-Austurasiu, Afriku og Miö-Austurlöndum. Hann sagöi einnig aö Italir séu fúsir til aö hækka þróunarlániö til Kina, en italska rikisstjórnin samþykkti I mai' s.l. aö lána Kinverjum einn miljarö dollara. Kinverska sendinefnin var ötulust viö gerö viöskipta- og efnahagssamninga á Italiu, m.a. fá Kinverjar frá Itölum tækni- og fjárhagsaöstoö viö oliu- og kolavinnslu. Kinverjar lita meö velþóknun á Italiu, ekki einungis vegna viöskipta, heldur einnig vegna staösetningar NATO-rikisins syöst á NATO-svæöinu, og I ná- grenni viö Júgóslavíu og Rúmeníu, sem Kina á góö sam- skipti viö. Þá hyggst italska rikisstjórnin gangast fyrir út- vikkun Efnahagsbandalagsviö- skipta suöur á bóginn bæöi til Miö-Austurlanda og til Norö- ur-Afriku. Sovét og Kina Ekki kom svo sem neitt nýtt fram I árásum Húa Gúófeng á Sovétrikin. Hann minnti t.d. á samning Sovétrikjanna og Hitlers-Þýskalands, en hefur gert þaö áöur. Allka fáránleg samliking kom sem svar frá TASS-fréttastofunni, sem likti Húa Gúófeng viö Hitler. Ekki ber á dialektiskri greiningu i þeim myndum sem þessir ólýö- ræöislegu og sjálftitluðu kommúnistariki draga upp hvort af ööru. Þessi stórveldi bera hvort öðru á brýn, að stunda striösæs- ingar, en hafa bæöi mun meiri hag af þvi aö vinna aö slökun spennu, meö þaö fyrir augum aö efla friðsamleg samskipti viö Vesturlönd, bæöi á stjórnmála- iegu og efnahagslegu sviöi. Þessvega er ástæöa til aö efast um aö Kina og Sovét leggi virki- lega trúnaö á þeirra eigin stóru orö. Visbending um sllkt eru þær viðræöur sem hafnar eru i Moskvu milli Kina og Sovétrikj- anna um friösamlega sambúö þessara stórvelda. Ef menn vilja draga úr þeirri spennu sem rikir á stjórnmála- sviöinu i Evróöu, þá er rétt aö visa algjörlega á bug yfirlýsing- um Kina um Sovétrikin, og einnig yfirlýsingum Sovét um Kina. Og viö skulum ekki gleyma aö hvorugt þessara rikja hefur nokkru sinni skoraö á Evrópurikin aö reyna ekki aö draga úr spennuástandinu, né heldur skoraö á þau aö ef la ekki stjórnmálaleg og efnahagsleg samskipti viö hitt stórveldiö. (Information/jás) ungadeildin taka samninginn til endanlegrar afgreiðslu i næsta mánuöi. Samningurinn var undirritaður af Carter Bandarikjaforseta og Brésnéf forseta Sovétrikjanna i Vin 18. júni s.l. og er báöum rikj- um settartakmarkanir um fjölda eldflaugastæöa, stæröar eld- flauga og fjölda kjarnasprengna i eldflaugunum. Ýmsar tillögur höföu komiö fram i utanrikisnefndinni, sem heföi krafist nýrra samningaviö- ræöna, ef þær heföu hlotiö sam- þykki. Þær voru allar felldar. Nefnin samþykkti hinsvegar aö Bandarikjaforseti yröi aö fá full- vissu um aö engar sovéskar árásasveitir séu á Kúbu áöur en samningurinn tekur gildi. Oldungadeildin þarf aö sam- þykkja SALTII meö tveim þriöju greiddra atkvæöa. •J Deilt um matvœla- dreifingu London (Reuter) Kampútseu-stjórn Heng Samrin hefur sett alþjóölegum hjáiparstofnunum skilyröi um aö- stoö, sem þessar stofnanir geta ekki sættsigvið, sagöi talsmaöur Barnahjálpar Sameinuöu þjóö- anna á fimmtudag s.l. Flutningur matvæla og lyfja mun þó ekki stöövast, sagði Don Allan, talsmaöur Barnahjálpar- innar. Hann sagöi aö Heng Sam- rin-stjórnin vildi aöeins heimila dreifingu á matvælum og lyfjum til þeirra svæöa sem eru á hennar valdi. „Viðræöum um þetta atriöi veröur haldiö áfram”, sagði Don Allan. Hann sagöi aö fýrsta bila- lestin færi frá höfuöbog Kampútseu, Phnom Penh, fyrir næstkomandi helgi, og færi dreif- ingin fram 1 samráöi viö rikis- stjórn Heng Samrin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.