Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.11.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1979 Sem kunnugt er samþykkti þing Verkamannasambands tslands sem haldiö var á Akureyri dagana 12. til 14. okt. s.l. kröfugerð sem sett er fram I tilefni barnaárs. Bjarnfriður Leósdóttir, varaformaður verkaiýðsfélagsins á Akranesi er ein af aðstandendum þessar- ar samþykktar og þar sem hún snýr að mörgum veigamestu baráttumálum róttækrar kvennahreyfingar leitaði Jafn- réttissiðan frétta af henni hjá Bjarnfríði. Jrs. Hver eru tildrögin að samþykktinni? Bjarnfriður: Á sinum tlma var kosin barnaársnefnd ASÍ. Við konurnar i miðstjórn ASI, Þórunn Valdimarsdóttir, Guðrlður Ellasdóttir og ég, ásamt Jóhannesi Siggeirsyni hagfræðingi, áttum sæti I þess- ari nefnd. Okkur fannst nauð- synlegt að móta raunhæfar kröfur sem yrði fylgt eftir I kjarasamningum i stað þessara fallegu ræðuhalda sem nóg hef- ur veriö af á barnaárinu. Viö reyndum að draga saman veigamestuatriðin sem kref jast brýnustu úrlausna, en vissulega er af nógu aö taka. Við lögðum kröfur okkar fram I plaggi sem samþykkt var af miðstjórn ASl nú I september og fylgdi meö Itarlegur rökstuðningur á kröf- unum. Jrs: Það liggur greinilega mikil vinna I þessu plaggi. Bjarnfriður: Já, viö gerum samanburö við önnur Norður- lönd, sérstaklega varðandi kröf- una um launagreiðslur til foreldra I veikindum barna, þar sem viö miöum nokkuð viö hvernig þessum málum er háttaö I Svíþjóö. lsland er gifur- lega langt á eftir öðrum Norðurlöndum I þessum málum en kröfugerðin öll er miðuö við aö hægt sé aö fylgja henni eftir af fullri alvöru. Jrs: Hvernig er hægt að ná þessum kröfum fram? Verða þær settar fram i komandi kjarasamningum? Bjarnfriður: Ég er þeirrar skoöunar að þessu veröi að ná fram með lagasetningu Alþingis á svipaöan hátt og gerðist með Bergiind Gunnarsdóttir Guðmundur Hallvarðsson Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Sigrún Eirlkur Hiidur Hjartardóttir Guðjónsson Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsóttir Hverjir gætu staðið í vegi fyrir því? Vfðast hvar á landinu vantar dagheimilispláss fyrir 50% barna. VMSt setur fram kröfu um að þörfin verði brúuð á 7 árum. Rætt við Bjarnfríði Leósdóttur um kröfur VMSI félagsmálapakkann* Við get- um sagt að hin pólitlska barátta inni á þingi verði aö grlpa þarna innl. T.d. verða launagreiðslur til foreldra I veikindum barna að fara fram I gegnum trygg- ingakerfið og sama gildir um fæðingarorlofsgreiöslur, þvi hættan er sú aö þær komi mis- jafnlega niður á starfsgreinum og einstaka atvinnurekendum og gæti það þá aftur bitnað á konunum sjálfum. inda barna sinna. Siðan eru mörg börn nú hjá dagmömmum og þær geta veikst og mæður lent I vandræöum þess vegna. Þaö er mikilvægt fyrir bæöi börnin og foreldra að hægt sé að bregðast við t.d. veikindum án þess að allt fari I voða á vinnu- staö. Bjarnfrlður formaður Akraness. Leósdóttir, vara- Verkalýðsfélags Það ervitað málaðkonur I at- vinnullfinu þurfa oft að „sníkja” sér frlö vegna veik- Fjórar sjálfsagöar kröfur Kröfurnar sem miöstjórn ASl, kjaramálaráðstefna ASl og Verkamannasamband tslands hefur samþykkt I tilefni barna- árs: 1. Launagreiðslur til foreldra i veikindum barna Foreldri barns, sem yngra er en 10 ára,geti I eftirtöldum til- vikum fengið leyfi frá vinnu til umönnunar á barni: a) Þegar barnið er veikt. b) Þegarsá sem venjulega ann- ast barniö er veikur.. c) Þegar foreldri þarf aö fylgja barni I læknisskoðun. d) Þegar foreldri þarf að hafa samband við þá uppeldis- stofnun sem barnið kann að vera á t.d. dagheimili. e) Þegar faöirinn þarf að vera heima til aö annast barn eða börn fjölskyldunnar undir 10 ára aldri vegna fæðingu nýs fjölskyldumeðlims. 1 leyfi af þessum sökum skal foreldri halda fullum launum I allt að 10 vinnudaga á hverju almanaksári fyrir fjölskyldu með eitt barn. Fjölsló'lda með tvöbörnskaleiga réttá leyfi 113 daga og fjölskylda með 3 börn eða fleiri I 15 daga reiknað á sama hátt. 2. Fæðingarorlof Fæðingarorlof veröi með þeim hætti, aö konur eigi rétt á fullum launum I þrjá mánuði. 1 stað þess að skipta kostnaði milli atvinnurekenda og at- vinnuleysistryggingasjóðs fari allar greiöslur I gegn um almannatryggingakerfiö. 3. Dagvistunarheimili. Gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að dagvistunarþjónusta aukist I áföngum þannig að fullnægt verði eftirspurn eftir þessari þjónustu. Skal þessu marki náð á næstu 7 árum. Meðal þeirra ráöstafana, sem óhjákvæmilegt er að gripa til I þessu sambandi er að þegar á næsta ári verði veittar 1.100 miljónir kr. á fjár- lögum rikisins til byggingar dagvistarheimila. 4. Vinnutimibarna Vinnutimi barna verði tak- markaöur með eftir greindum hætti: Börnum yngri en 15 ára verði bönnuð öll yfirvinna. Börnum yngri en 16 ára verði bönnu ö ÖÚ næturvinna. Siöan er það fæðingarorlofið. Einsog málum er nú háttað þá er mikiö misrétti meöal kvenna I þeim málum. Hjá stærstum hópi launþega nær rétturinn aðeins til greiðslna I 2—3 vikur en rikisstarfsmenn hafa rétt á fullum launum i 90 daga. Atvinnuleysistryggingasjóöur brúar síðan biliö upp að 90 dög- um, þe.a.s. konur fá 70—80% af næst lægsta taxta Dagsbrúnar. En til að fá það verða konur að hafa unnið sér rétt til atvinnu- leysisbóta og það er augljóst að mjög stór hluti kvenna lendir þarna fyrir utan og á ekki rétt á neinu. Ég þekki mörg sorgleg dæmi þar um. Það er nauösyn- legt að ná fæöingarorlofinu út úr atvinnuleysistryggingasjóöi þvl þessar greiöslur eru aö eyöi- leggja sjóðinn og fá þær inn I tryggingakerfið þar sem réttur allra kvenna er tryggður. Jrs: Hvaö varö um frumvarp- iö sem þú fluttir á siöasta þingi um úrbætur I fæðingarorlofs- málum? Bjarnfrlður: Ég hef tvisvar sinnum flutt frumvarp þessu lútandi og nú slðast á seinasta þingi. Þaö var sett I nefnd og náöist ekki þar út fyrir þinglok. Hinsvegar haföi félagsmálaráð- herra, Magnús H. Magnússon, góð orð um að þvi yröi komið I gegn. Þessi m ál eru komin á þaö stig að ekki er mögulegt að fresta úrlausnum öllu lengur. Vinnutími bama Jrs: Nú eru settar fram kröf- ur um takmörkun á vinnutfma barna. Hvernig eru þær til- komnar? Bjarnfriður: A seinasta ári samþykkti Alþingi þingsálykt- unartillögu um aöild íslands að alþjóöasamningum um mannréttindi. Þar segir I 10. grein: „Börn og ungmenni ætti að vernda gegn efnahagslegri og félagslegri misnotkun... Riki ættu einnig aö setja aldurstak- mörk og launuð vinna barna undir þeim mörkum aö vera bönnuð og refsiverö aö lögum.” Við vitum að börn á Islandi vinna langan og strangan vinnudag. Viö förum fram á aö vinnutlmi barna verði takmark- aður þannig aö börnum yngri en 15 ára verði bönnuð öll yfirvinna og börnum yngri en 16 ára verði bönnuð öll næturvinna. Þetta er sjálfsögð krafa um fram- kvæmdir á þessari þingsálykt- unartillögu. Börn á Islandi vinna bæði á sumrin og oft með skóla lika, ósjaldan undir þeirri pressuaö ef þau vinna ekki alla vinnu þá geti þau bara fariö. Liklega er ástandiö alverst úti á landi þarsemmikillfiskur berst aðog við þekkjum þess dæmi að börnin séu þá jafnvel kölluð út. Þar að auki eru börn undir 15 ára aldri algerlega réttinda- laus, t.d. varðandi slysabætur og veikindadaga. Svo stendur einnig i sömu grein þingsályktunartillögunn- ar: „Mæðrum skal veitt sérstök vernd I hæfilegan tlma fyrir og eftir barnsburð. Á þessum tima skal vinnandi mæðrum veitt launað leyfi eða leyfi meö næg- um almannatryggingagreiðsl- um.” Krafa okkarum fæöingarorlof er sömuleiðis krafa um raun- verulegar framkvæmdir á þess- ari ályktun sem var samþykkt mótatkvæöalaust. Fæðingarorlof Brúun dagvistarþarfar Jrs: Þið setjiö einnig fram kröfur um fulla brúun dag- vistarþarfar á 7 árum. Hvernig finnst þér þau mál ganga? Bjarnfriður: Hægt, alltof hægt. Þegar til framkvæmda kemur á loforðunum þá er hlaupiö burt. Við sjáum öll þá einföldu staðreynd að 50% barna vantar dagheimilispláss vlðast hvar á landinu. Við telj- um kröfu okkar algerlega raunhæfa og aðgengilega fyrir fjárveitingavaldiö þó 7 ár séu langur tlmi miöaö við þessa miklu þörf. Það dettur engum I hugaðefastum nauðsynþess að Framhald á bls. 17 Laugardags- kaffi í Sokkholti I dag verður hellt uppá könnuna I Sokkholti. Einsog sagt var frá hér á slöunni fyrir viku er ætlunin aö Sokkholt veröi opiö á laugardögum kl. 11.30 — 13 I vetur. Félagar og aðrir eru hvattir til að llta þar við, fá sér kaffisopa og rabba saman. Þetta er llka kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja for- vitnast um Rauðsokka- hreyfinguna og starf hennar I vetur. Sokkholt er að Skólavöröustíg 12, efstu hæð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.