Þjóðviljinn - 28.11.1979, Page 10

Þjóðviljinn - 28.11.1979, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. nóvember 1979 Þórunn Eiríksdóttir húsfreyjaáKaðalstöðum,6. maður á lista Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi: „Það vex engin þjóð af að þiggja hinn blóðstokkna pening” Sjálf stæðismál (slands hjóta að verða í brenni- deplinum i stjórnmálaum- ræðum næstu vikna, eða ættu að minnsta kosti að vera það, svo mjög sem þau hljóta að brenna á hugsandi fólki um þessar mundir, þegar alþingis- kosningar fara í hönd. Sjálfstæbi þjóöar, aö minnsta kosti smáþjóöar eins og Islend- ingar eru, er ekki hlutur, sem vinnst i eitt skipti fyrir öll, heldur þarf stööugt aö vera vakandi á veröinum, svo aö þaö glatist ekki. I sjö myrkar aldir laut islenska þjóöin yfirráöum og kúgun er- lendra drottnana. íslandssagan geymir frásögnina af hungri, niöurlægingu og kvöl þjóöarinnar undur þessari áþján. Hollt væri þeim sem nú búa i landinu, aö renna huganum aftur til þessa timabils og hugleiöa, hve dýrmæt eign þaö frelsi og sjálfs- ákvöröunarréttur er, sem frelsis- hetjur íslands unnu þjóö sinni til handa. Þjóöin hyllir þessa menn á tyllidögum, en hvernig er hins dýrmæta sjálfstæöis gætt þar fyrir utan? Lega landsins og auö- lindir þess hafa gert þaö aö verk- um, aö stórveldi og alþjóölegir auöhringar renna hingaö hýru auga og reyna aö ná hér fótfestu. I þessu felst greigvænleg hætta, sem allt of margir viröast van- meta eöa loka augunum fyrir. Feitir bitar Fimm árum eftir lýöveldis- stofnunina sviku valdsmenn þjóöarinnar Island inn i hernaöarbandalag, landiö sem lýsti yfir ævarandi hlutleysi i hernaöarátökum daginn sem þaö öölaöist sjálfstæöi, 1. desember 1918. Þeir leyföu bandarisku her- liöi aö hreiöra hér um sig þrátt fyrir hjarlnæmar yfiriýsingar um. aö vera herliös yröi aidrei leyfö á tslandi á friöartimum. Þó aö friö- ur hafi nú rikt I Evrópu I 34 ár, sit- ur herliöiö sem fastast og sú tá- festa, sem Bandarikjamenn náöu hér viö þetta, hefur styrkst meö ári hverju. Hinir riku Bandaríkjamenn sáu strax, hvaöa ráöum þeir ættu aö beita til aö gera Islendinga háöa sér og fá þá til aö sætta sig viö hersetuna. Auövitaö mútum, þ.e. aö lofa Islendingum aö græöa fé á viöskiptum viö herinn. Viö þessu var gleypt. Hermangiö tók aö blómstra og náöu þar margir gæöingar ihaldsins og raunar Framsóknar lika, I feita bita, enda hefur ihaldiö komiö sér upp heilum kór halleljújadrengja til aö lofsyngja Nató og herinn og vera á varöbergi gegn öllum, sem reyna aö stugga viö þessum gull- gæsum og átrúnaöargoöum. Peningagræðgi og þjónslund Hermangiö þrifst nú sem aldrei fyrr, og bandarisku áhrifin siast æ meira út i þjóöfélagiö. Hersetan er hættuleg sjálfstæöi þjóöarinnar og smánarblettur á henni, sem veröur aö má I burtu ,,Þaö vex engin þjóö af aö þiggja hinn blóöstokkna pening”, segir Guömundur Böövarsson skáld i einu kvæöa sinna, og þaö eru orö aö sönnu. Alþýöubandalagiö er eini flokkurinn sem hefur frá upphafi óskiptur barist gegn hersetunni, og sú barátta mun nalda áfram af fullum þunga. Herstöövaandstæöingar I Framsóknarflokknum eru orönir nokkurs konar vandræöabörn innan þess flokks. Þeir hafa mátt þola aö fá æ minni undirtektir hjá flokksforystunni. Reynt er aö þegja sem mest um hermáliö I málgagni flokksins enda ýmsir máttarstólpar hans orönir meira og minna flæktir i hermang. Þaö er þvi ekki viö miklu aö búast þaöan. Og nú á dögunum féll eini herstöövaandstæöingurinn i þing- liöi Alþýöuflokksins fyrir eigin flokksmönnum i prófkjöri. Um ihaldiö þarf ekki aö ræöa. Þar er peningagræögin og þjóns- lundin svo mikil, aö önnur sjónar- miö komast ekki aö. Þaö er þvi sannarlega viö ramman reip aö draga, en herstöövaandstæöingar gefast ekki upp, þótt móti blási, en fylkja sér um þann flokk, sem treysta má. Aðsteðjandi hætta Svo aö vikiö sé aö ööru sjálf- stæöismáli, þá ber aö fagna þvi, aö stórir sigrar hafa unnist i land- helgismálinu á sföustu áratugum. En einnig þar þarf aö vera vel á veröi. Enn er t.d. ósamiö I Jan Mayen málinu og þar veldur miklu, hver á heldur. Svo mikiö er vist, aö núverandi utanrikis- ráöherra er ekki treystandi fyrir þvi máli. Nú steöjar sú hætta aö okkar þjóö, aö erlendir auöhringar kaupi upp auölindir landsins aö meira eöa minna leyti og njóti ágóöans af nýtingu þeirra. Þessi þróun hefur þegar hafist hér, aö sjálfsögöu fyrir atbeina ihaldsins, og meö stuöningi krata og fram- sóknar. Auölindirnar I fossum okkar, fallvötnum og jaröhita veröa þvi dýrmætari, sem orkuskorturinn i heiminum gerir meira vart viö sig, og því meiri veröur ásóknin I þær. thaldiö boöar nú erlenda stóriöju sem sérstakt fagnaöarer- indi, svo aö ekki kemur nú fyrir- staöan úr þeirri áttinni, en ein- mitt þarna er falin geigvænleg hætta á, aö viö veröum öörum þjóöum háö. Auölindir íslands eru ekki einkaeign okkar kynslóöar. Þær eru einnig sparifjárinnistæöa af- komenda okkar, auöævi, sem halda gildi sínu þrátt fyrir alla veröbólgu. Þaö væri siöleysi af okkar samtiö aö ráöstafa meira en henni ber af þeim verömætum, sem eiga aö endast þjóöinni um alla framtiö. Atvinnusköpun og gjaldeyrissparnaður Alþýöubandalagiö fylgir þeirri stefnu aö miöa nýtingu orkulinda okkar viö innlendar þarfir, þ.e. aö aöeins veröi af þeim tekiö til aö byggja upp innlenda atvinnuvegi. I þessum efnum er Alþýöubanda- laginu einu treystandi. Ein hættan sem vofir yfir sjálf- stæöinu og er máske nálægari en flesta grunar er sú, aö tsland safni svo miklum skuldum er- lendis, aö Alþjóöagjaldeyris- sjóöurinn eöa aörir erlendir lánar drottnar geti fariö aö skipa þjóö- inni fyrir verkum bæöi i utanrikis- og innanrikismáium I krafti þess. Þaö er höfuönauösyn, aö Is- lendingar reyni sem mest aö láta sér nægja þann gjaldeyri, sem þjóöin getur aflaö meö vinnu sinni, og setji metnaö sinn I aö greiöa upp erlendar skuldir. Þetta gæti tekist smátt og smátt meö samstilltu átaki og meö þvi aö hætta aö fara jafn gálauslega meö þann gjaldeyri, sem aflaö er, eins og nú er gert. Þaö ætti aö vera svo sjálfsagt mál aö þaö þyrfti ekki einu sinni aö nefna þaö, aö sem allra mest af þvi, sem þjóöin þarfnast, sé framleitt eöa fullunniö í landinu sjálfu og þar meö sköpuö atvinna og sparaöur gjaldeyrir. Hiö frjálsa markaöskerfi, sem íhaldiö boöar, hæfir ekki smáþjóö eins og tslendingum, aö undanteknum heildsölum og bröskurum. Ef ekki eru settar neinar skoröur viö óþarfa innflutningi, sem er þar aö auki f mörgum tilfellum aö ganga af innlendum iönaöi dauöum, mun greiöslujöfnuöurinn halda áfram aö veröa óhagstæöur og tsland festast æ fastar á skulda- klafann. Afturfarastefna Þaö er áreiöanlega affarsælast fyrir tslendinga aö ástunda góö og vinsamleg samskipti viö aörar þjóöir, og aö leggja sitt litla lóö á vogarskálina I þágu afvopnunar og friöar i heiminum. En reynsl- an ætti aö hafa kennt okkur, aö jafnframt er nauösynlegt aö sýna festu, og láta ekki ganga á okkar hlut. Samskiptin viö aörar þjóöir þurfa aö vera á jafnréttisgrund- velli og laus viö undirlægjuhátt og vanmetakennd. Þjóöin veröur aö hafa trú á sinu landi, aöeins meö þvi móti varöveitir hún tilveru sina. Linurnar i Islenskum stjórn- málum eru skýrar. Kannski hafa þær aldrei veriö skýrari en nú. t komandi kosningum er tekist á um tvö algerlega andstæö meginsjónarmiö. Annars vegar er afturfarar- stefna Sjálfstæöisflokksins. Ég hef gert grein fyrir nokkrum atriöum hennar hér aö framan. Annars lýsir Klettafjallaskáldiö Stephan G. Stephansson sæluriki ihaldsins vel i einu kvæöa sinna er hann segir: ,,Og þá sé ég opnast þaö eymdanna djúp, þar erfiöiö liggur á knjám, og iöjulaust fjármagn á féleysi elst eins og fúinn á iifandi trjám, en hugstoia mannfjöldans vitund og vild erviiitum og stjornaö af fám”. t forréttindahópi ihaldsins eru margir af valdamestu mönnum þjóöarinnar, vellauöugir og óvandir aö meöulum. Þeir munu berjast fyrir hagsmunum sinum, óheftum einkagróöa, meö kjafti og klóm. Litla íhaldið Alþýöuflokkurinn, litla ihaldiö, biöur nú meö óþreyju eftir sam- starfi meö stóra ihaldinu, Sjálf- stæöisflokknum, og aö gerast hans verkfæri i einu og öllu, ef þaö fær tækifæri. Og GuÖ hjálpi ykkur, ef þiö haldiö aö þaö gagni eitthvaö i baráttunni gegn ihaldsöflunum, aö kjósa Framsóknarflokkinn. Þó aö hann sé vanur aö stiga dáiltiö i vinstri vænginn fyrir kosningar, hefur hann unaö sér ólikt betur i hægra samstarfi en vinstra. thaldssængin frá 1974—78 er varla oröin köld ennþá. Þar lægi nú maddama Framsókn ennþá og yndi sér hiö besta, ef kjósendurn- ir heföu ekki velt henni framúr i fyrravor. Gegn ihaldsbákninu albrynjuöu stendur Alþýöubandalagiö. Þaö hefur barist og mun halda áfram aö berjast gegn þeim óheillaöfl- Framhald á bls. 21 Landbúnaðurinn á tímamótum Rætt við Guðríði Helgadóttur í Austurhlíð í A-Húnavatnssýslu, 5. mann á lista Alþýðubandalagsins Ekki er ég spákona þó að mig óri stundum fyrir úrslitum kosn- inga. Ég held aö ihaldiö hafi ekki mikla möguleika aö þessu sinni og aö þeir tapi þó aö þeir láti mikiö, sagöi Guöriöur Helga- dóttir húsfreyja aö Austurhiö I Bólstaöarhliöarhreppi f A- Húnavatnssýslu er blaöamaöur sótti hana heim fagran haust- morgun fyrir skömmu. Guöriöur skipar 5. sæti á lista Alþýöu- bandalagsins f Noröurlandskjör- dæmi vestra. — Hvernig rökstyöuröu þessa skoöun þina, Guörföur? — Þeir eru heldur veikburöa núna og ganga margklofnir til kosninga. Einu möguleikar þeirra eru aö taka vafafylgi frá krötum en þaö tekur maöur ekki meö i reikninginn þvi aö þaÖ er þeirra fylgi hvort sem er. Þó aö fólk sé stundum ótrúlega glám- skyggnt á staöreyndir þá held ég aö flialdiö tapi núna. — Hverja teluröu möguleika Alþýöubandalagsins? — Ég vona aö Alþýöubanda- lagiö vinni á til þess aö þaö fái tóm til aö gera eitthvaö I friöi og af gagni. Ekki er hægt aö koma neinu fram ef flokkar meö gagn- stæöa stefnu, eins og Ihald og kratar, hafa stóran meirihluta á viö veröbólguna og hún var búin aö undirbúa mörg mál sem heföu komiö fram á næsta ári. — Þú sérö þá eftir stjórninni? — Auövitaö saknar maöur ekki krata en þessi tiöu stjórnarskipti eru öllum til skaöa. Margt fer i súRinn meöan á kosningum og stjórnarmyndun stendur. — Hvaö um bændapólitikina? — Hún er nú ekki mikiö rædd og viröist vera bannorö hjá flestum. Eitt brýnasta verkefniö er aö koma landbúnaöinum á fastan og traustan grundvöll. Viö erum nú á timamótum þar sem allt viröist benda tii þess aö stefnt sé i stór- búskap sem hefur þá vitanlega i för meö sér aö búum fækkar og byggðin dregst enn saman. Ekki hef ég samt enn séö hvaö veröur um fólkiö sem þá veröur atvinnu- laust. — Þú ert á móti þessari þróun? — Já, ég tel hana óheppilega hvernig sem á hana er litiö. Bæöi veröur félagslegur aöbúnaöur fólks sem eftir veröur verri og einnig tel ég núverandi fjöl- skyiduform á búskapnum ákaf- lega heppilegt form á fyrirtæki. Þaö hefur stuölaö aö tengslum fólks viö Móöur Jörö sem ekki er vanþörf á nú til dags. t öllum þessum svokölluöu þróuöu iöndum viröist manneskjan vera aö tortima sér viljandi eöa óvilj- andi. Hún hefur ekki lengur stjórn á sjálfri sér og umhverfi sinu hvaö þá þessum stóru málum sem auöhringarnir eru aö velta á milli sin. Mikiö viröist vanta á aö hægt sé aö tala um öryggi eöa skynsamlega stjórn mála. Einn góöan veöurdag gæti komið aö þvi aö enginn fengi rönd viö reist. Maöureinn er hvort sem er tak- markaöur þó aö hann sé ekki llka bundinn af þvi aö fá ekki notiö þeirra veröleika sem hann hefur. Ég tel þvi aö verksmiðjubúrekst- ur sé spor aftur á bak. — Teluröu hættu á aö auöhringar flæöi yfir tsland? — Þaö kemur greinilega fram hjá Sjálfstæöisflokknum núna aö hann vil stefna beint I stóriöju. Ef sú stefna veröur ofan á I kosn- ingunum I desember veröur þess ekki langt aö biöa aö erlendir auöhringar veröi komnir hér i svo stórum stil aö viö sjálf höföum ekkert aö segja. thaldiö hér er leppstjórn Ihaldsins úti I heimi ef þaö fær aö ráöa. — Hvaöa ráö viltu gefa fólki i komandi kosningum? — Ég vona aö fólkiö i landinu sé vakandi svo aö þaö geti þegar þaö vill stjórnaö sjálft sínum málum meö lýöræöislegum vinnubrögö- um. —GFr Guöriöur I Austurhliö: Ef stefna Sjálfstæöisflokksins veröur ofan á veröur þess ekki langt aö bíöa aö erlendir auöhringir veröa komnir hér I svo stórum stil, aö viö sjálf höfum ekkert aö segja. (Ljósm.: GFr)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.