Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 8
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. janúar 1980
Sýnum samstöðu gegn
hernámi
Mótmœlum hernámi
Kampútseu ogAfganistan
En eitt er vlst — þaö er hungursneyO I Kampútseu.
Eftir Þorvald Örn Árnason
Þaö verður ljósara, meö hverj-
um deginum, aö hiö hræöilega á-
stand I KampUtseu er fyrst og
fremst afleiöing af hernámi Viet-
nams á landinu, gripdeildum
þeirra í matarforöabúrum lands-
ins og eyöilegging af völdum
strlösins. Vegna gifurlegrar rógs-
herferöar á hendur hinni löglegu
stjórn Kampútseu, sem þjóöin
kom til valda i striöinu við
Bandarlkin, eru enn margir sem
álita núverandi hungursneyð
vera þeirri stjórn aö kenna, og aö
Vietnamar séu aöeins aö bjarga
þvi, sem bjargaö veröi. Þvi finnst
mér þaö vera mikiö fagnaðar-
arefni aö Þjóöviljinn skuli nú
loksins birta frásagnir Jans Myr-
dal frá för hans inn á yfirráöa-
svæöi herja stjórnar Kampútseu
nú I haust. Mér f innst reyndar æöi
seint af staö fariö, en hvaö um
þaö — batnandi blaöi er best að
Ufa.
Hlustum á þá, sem sáu
frjálsa Kampútseu eigin
augum.
Jan Myrdal hefur a.m.k. þri-
vegis farið til Kampútseu. Fyrstu
feröina fór hann á 7. áratugnum,
áöur en stríöiö viö Bandarikin
hófst. I annaö skipti fór hann
þangað haustiö 1978, nokkrum
mánuöum áöur en Vietnam her-
nam landið, þá viö 4. mann á veg-
um vináttufélagsins Sverige-
Kampuchea. Sendinefnd þessi
ferðaðist viöa um landiö. Var þá
tekin kvikmynd sú á vegum
sænska sjónvarpsins, sem Þor-
steinn Helgason hefur árangurs-
leust reynt aö fá íslenska sjón-
varpiö til aö sýna. Þeir fjórmenn-
ingar skrifuöu siöan bók um ferö-
ina, sem ég vil ráöleggja sem
flestum aö lesa hafi þeir áhuga á
aðkynna sérþetta sögulega tima-
bil í Kampútseu. Bókin heitir
„Kampuchea mellan tvo krig”,
útg. Oktober, Stockholm 1979.
Eins vil ég benda áhugasömu
fólki á aö gerast áskrifendur aö
timariti sænska vináttufélagsins
(VSnskapsföreningen Sverige —
Kampuchea Box 8192, 104 20
Stockh.),en þaö hefur birt mikiö
efni um Kampútseu eftir höfunda
af ýmsu þjóðerni.
Fólk frá mörgum löndum meö
mismunandi lifsskoöanir heim-
sótti Kampútseu á hinu stutta
timabili þjóölegs frelsis og ótrú-
lega hraðrar uppbyggingar. Ber
þar öllum saman um að fólkiö
hafi Btið vel út og ekki borið
merki hungurs eöa harðræðis.
Auk þess talaði fjöldi nýrra á-
veitumannvirkja, fjölskylduhúsa
og smáverkstæöa slnu máli.
Þessar heimildir hafa Islenskir
fjölmiölar leitt hjá sér aö mestu
leyti af ástæöum, sem ég skil eng-
an veginn. Skrif Þorsteins Helga-
sonar og Hjálmtýs Heiödal hafa
þó veriö ljósglæta I þessu myrkri
fordóma og fáfræöi.
Ferö Jans Myrdal á filsbaki og
átveim jafnfljótum um yfirráöa-
svæöi Kampútseustjórnar er ein-
stæö. Ég vona aö lesendur Þjóö
viljans hafi fært sér hana I nyt.
Jafnframt vona égaðblaðið haldi
áfram á sömu braut og sinni yfir-
lýstuhlutverki sinu sem málgagn
þjóðfrelsis og sóslalisma.
Sofa Samtök herstöðva-
andstæðinga enn?
Hlutverk SHA er aö berjast
gegn hernámi íslands og innlim-
un I hernaöarbandalög, auk þess
aö styöja aörar þjóðir, sem berj-
ast gegn erlendu hernámi fyrir
sjálfstæöi sinu.
Undanfarin 3 ár hafa samtökin
haft uppi mótmæli gegn innrás
herja Varsjárbandalagsrikja inn
I Tékkóslóvakiu 1968 og hernámi
Sovétrikjanna þarallar götur sið-
an. Reyndar var fyrsta mótmæla-
aögeröin framkvæmd einum 7 ár-
um eftir innrásina, en látum þaö
nú gott heita, ef samtökin heföu
lært eitthvaö siöan og væru oröin
fljótari aö átta sig, þegar sjálf-
stæði smáþjóöar er fótum troöiö
af erlendu stórveldi. En hefur
einhver hreyfing veriö I þá átt?
Hafa SHA mótmælt hernámi Eri-
treu? Eöa Kampútseu og Laos?
Kannske verða samtökin búin að
mótmæla hernámi Afganistan
þegar þetta greinarkorn birtist?
Er Iiklegt að SHA heyfi mótmæl-
um, ef Bandarikin tækjuupp á þvi
að hernema Iran?
Hér er alvörumál á ferö. Oflug-
ar mótmælaaðgeröir SHA, þegar
stórveldi hernema erlendar þjóð-
ir, hafa tvenns konar tilgang. í
fyrsta lagi er það dýrmætur
stuðningur viö samherja i öörum
löndum, sem veikir sameiginleg-
an óvin og áþreifanleg sönnun
þess, aö bræöralagshugsjón og al-
þjóðahyggja á sér stoð meðal
okkar. 1 ööru lagi eru þær próf-
steinn á það, hvortbarátta okkar
gegn Kanahernum og NATO sé
barátta gegn allri heimsvalda-
stefnu, vegna þess aö viö viljum i
raun og veru fr jálst og óháö land,
eöa hvort viö viljum aöeins þá
bandariskufeiga og séum tvistig-
andi i andstöðunni við heims-
valdastefnu annarra stórþjóða.
Lærum af bitrum
örlögum Vietnams
April 1973 var mikill gleöitimi
hjá andstæöingum heimsvalda-
stefnu um allan heim, þegar bæöi
Kampútseu og Vietnam tókst aö
kasta hinum blóöugu herjum
Bandarikjanna út. Þeim hafði
tekist þaö, sem islenskir her-
stöövaandstæðingar höföu reynt
aö gera I eigin landi i 2 1/2 áratug
án sýnilegs árangurs.
1 dag, tæpum 6 árum seinna,
hefur Vietnam tekiö viö hlutverki
kúgarans I þessum heimshluta á
afdrifarikanhátt.Þeirhafaflæmt
einamiljón manna úr eigin landi,
já.jafnvel seltþá fyrirféút i opinn
dauðann. Þeir hafa vanrækt efna-
hagsuppbygginguna heima fyrir
og fréttamenn, sem feröast hafa
um Vietnam telja sumir ástandið
verra en á dögum leppstjórna
Kanans. (Umræddir fréttamenn
studdu frelsisstriö Vietnama
gegn Bandarikjunum). Hámark
harmsögunnar er, aö Vietnam
skulu nú heyja sannkallað útrým-
ingarstriö gegn grannþjóö sinni,
Kampútseu.
Hvernig geta þvilik umskipti
orðiö á ekki lengri tima? Heim-
ildir herma, aö þjóöarremba og
yfirgangsstefna gamla lénsveld-
isins Vietnams hafi alla tiö lifaö
góöu lifi innan Verkamanna-
flokks Vi'etnams, sem var leið-
andi afl þjóöfrelsishreyfingarinn-
ar (i' fyrstu hét flokkurinn reynd-
ar kommúnistaflokkur Indókina).
Til marks um það má nefna, aö
flokkurinn studdi innrás Sovét-
rikjanna i Tékkóslóvakiu 1968.
Kommúnistaflokkur Kampútseu
var stofnaöur uppúr 1960 andstætt
vilja vietnamska flokksins og eru
Vietnamar sagöir hafa reynt
mikið aö ná itökum I þeim flokki
fyrir stefnu sina um eitt sameinaö
Indókina undir forystu Vietnams.
Ráöamenn i Kampútseu segja
þaö hafa tekist aö nokkru marki
og hafi viss öfl innan þeirra raöa
spillt fyrir uppbyggingarstarfinu,
slðan gerst liöhlaupar og hjálpaö
Vfetnam viö hernámiö (ber þar
fyrst aö nefna sjálfan Heng Sam-
rim, foringja leppstjórnar Viet-
nams i Kampútseu).
1 stri'öinu viö Bandarikin var
samvinna milli þjóöfrelsishreyf-
inga landanna litil og oft grunnt á
þvi góöa, jafnvel þótt höfuöstöðv-
ar bráöabirgöastjórnar S-Viet-
nams væru langtimum saman
innan landamæra Kampútseu.
Náin samskipti vietnömsku
foringjanna viö valdakliku Sovét-
rikjanna hefur án vafa styrkt
þessa þjóöarrembings- og yfir-
gangsafstööu Vietnams. Meðan á
striöinu stóö voru bakdyrnar i átt
aö Sovétrikjunum galopnar og
eftir aö þvi iauk hefur samband
landanna vægast sagt orðið mjög
náið. Fyrir utanbein efnahagsleg
og hernaðarleg tengsl gengur
ekki hni'furinn milli þessara rikja
hugmyndalega. Bæöi rikin taka
fallbyssur fram yfir brauö og aö-
stoö Sovétrikjanna viö Vietnam
er sögö vera nær eingöngu her-
gögn. Bæöi rikin traöka á rétti
annarra þjóöa til sjálfsákvöröun-
ár.
Sovétrikin
færast i aukana
Vietnam er örlagarik sönnun
þess aö barátta fyrir þjóölegu
sjálfstæöi gegn heimsvaldastefnu
veröurað beinast gegn yfirgangi
allra heimsvaldarikja. Aö öörum
kosti er farið úr öskunni i eldinn.
A þessum siöustu timum er af-
gerandi mikilvægtaö vera á veröi
gegn Sovétrikjunum, sem hafa
upp á siökastið veriö mun af-
kastameiri en sjálf Bandarikin
við aö troöa frelsi þjóöa i svaöiö.
Á sama tima og Bandarfkin
missa fótfestu i heiminum (Viet-
nam, Kampútsea, Eþiópia, Nig-
araqua og nú síöast Iran), þá
færa Sovétrlkin út kviarnar i ná-
inni samvinnu viö Kúbu og siðar
Vietnam. Egyptaland er eina
dæmiö um hiö gagnstæöa sem ég
man eftir. Þessi útþensla hefur
kostaö miljónir mannslifa og er
að þoka heiminum öllum nær
atómstyrjöld en nokkru sinni
fyrr. Hvi skyldu Sovétrikin ekki
ágirnast hiö hernaöarlega mikil-
væga ísland, ef þau sæju þar færa
leiö?
Þessar sorglegu staðreyndir
veröum viö herstöövaandstæö-
ingar aö horfast i augu viö. Viö
rekum aldrei herinn úr landinu
nema meö virkum stuðningi mik-
ils meirihluta almennings Þorri
fólks er ekki til viöræöu um aö
rekaherinn,nemaaösamtimis sé
þvi slegiö föstu, aö Rússarnir séu
hér ennþá óvelkomnari en Kan-
inn. Hingaö til hefur viðkvæöið
hjá herstöðvaandstæöingum við
þessari spurningu oft veriö það,
aö Rússarnir kæri sig ekki um
nein itök hér og benda á það máli
sinu til stuönings, aö hingaö til
hafl þeir ekki seilst eftir áhrifum
hér. Slikur málflutningur stenst
ekki lengur og er mjög skaðlegur
málstaö herstöövaandstæöinga
og andheimsvaldasinna.
Kjarninn i stefnu SHA er að
minum dómi barátta fyrir þjóð-
legu sjálfstæöi og sjálfræöi og er
brottvisun hersins þar fyrsta
skrefið. Um þessi markmið ætti
aö minum dómi aö vera hægt aö
sameina 80% af íslensku þjóöinni,
ef rétt væri aö staöið. önnur er þó
raunin hingaö til og kenni ég þar
fyrst og fremst um röngum
vinnubrögðum okkar, hversu illa
hefur gengið aö sameina hugi
fólks og virkja þaö til baráttu. Ein
villan hefur verið að treysta um
of á loforð einstakra stjórnmála-
flokka og á þingsalabaráttu.
Ályktun landsráöstefnunnar i
haust er hér stórt skref i leiðrétt-
ingarátt.
Stærsta villan okkar hin siðustu
ár held ég samt aö sé skeytingar-
leysiö gagnvart yfirgangi Sovét-
rikjanna viöa um heim, sem
varla fer fram hjá neinum. Fólk
heyrir hvorki hósta né stunu frá
SHA þegar Rússar og þeirra
nánustu leggja undir sig nýtt
land. Þetta dregur úr vilja fólks
til aö berjast fyrir brottför Kana-
hersins og um leiö er stuönings-
mönnum Kanahersins rétt vopn
upp I hendur, sem hefur dugað
þeim vel.
Upp skal hugann herða
Þjóöum, sem berjast fyrir
sjálfstæði sinu og jafnvel lifi, er
stuöningur okkar afar dýrmætur
(sbr. Vietnam áður fyrr) og er
málstaö okkar hér heima tvi-
mælalaust til framdráttar. Ég
skora þvi á alla hópa herstöðva-
andstæðinga aö halda fund sem
skjótast og ræða þar, hvort ekki
sérétt að fordæma harðlega inn-
rás Vfetnams i Kampútseu og
krefjast tafarlausrar brottfarar
þeirra þaöan. Þaö er okkar sam-
tökum til háborinnar skammar
að hafa látiö Vietnam fara sinu
fram i meira en eitt ár meö þess-
um hroöalegu afleiöingum án
þess aö svo mikið sem fordæma
þaö. En betra er seint en aldrei.
Viö skulum slá tvær flugur i einu
höggi og ræða hvort hernám So-
vétrikjanna á Afganistan beri aö
fordæma harölega, ég álftaö svo
sé.Ég óttast mjög.aöþar sé mik-
ill harmleikur i uppsiglingu.
Þessar þjóöir eiga sömu heimt-
ingu á þjóölegu sjálfræði og viö
íslendingar.
Isafjarðarhópur SHA hélt fund
um Kampútseu og hjálparstarfiö
þar 16. des. sl., þar sem 25 manns
mættu. Umræður leiddu I ljós
samstööu um aö fordæma her-
nám Vietnama á Kampútseu, þar
sem það væri meginorsök hörm-
unganna þar. Þaö var einnig álit
manna, aö SHA ættu að láta
svona mál til sin taka (enda er
þaö i stefnuskrá samtakanna).
Fundurinn ályktaöi þó ekki um
málið. A fundinum söfnuöust
34.000 kr. til hjálparstarfsins.
Ég skora á miönefnd SHA aö
taka þessi mál upp strax, lýsa yf-
ir stuöningi við frelsisstriö þess-
arar þjóöar og fordæma harölega
ihlutun Vietnams og Sovétrikj-
anna. Ég skora á miönefnd aö
gangastfyrir sérstökum baráttu-
aögerðum til stuönings Kampút-
seu og Afganistan.
Ég skora á alla herstöövaand-
stæöinga og andstæöinga heims-
valdastefnu aðræöa þessi mál op-
inskátt og reyna þannig aö glæöa
stefnu okkar og starf nýju lifi og
sameina fleiri til nýrra átaka viö
myrkravöldin I heiminum. Sýn-
um samstööu gegn hernámi.
(2. jan. 1980)
Þorvaldur örn Arnason,
kennari.