Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. janúar 1980 % unglingasíðan * (Jmsjón: Olga Guðrún Árnadóttir Ása Björk er tæpra fimmtán ára. Hún býr i Vesturbænum ásamt mömmu sinni, stjúpa og þremur systkinum. — Hvað varstu gömul þegar foreldrar þínir skildu? — Ég var mjög ung, fimm- sex ára held ég. Ég man afskaplega litið eftir skilnað- inum, nema hvaö það fylgdi honum talsvert rót og þvælingur. Sennilega hef ég sloppið betur en systkini min tvö við leiðindin sem skilnaður- inn hafði i för með sér, vegna þess hvað ég var lltil. Þau eru bæði eldri en ég, og höfðu þess vegna meira vit á þvi hvað var að gerast. — Hefuröu eitthvað s amband við pabba þinn? — Já, heilmikið, og það fer ágætlega á með okkur. Við krakkarnir höfum alltaf verið hjá pabba i frium, — hann hefur unnið mikið erlendis og viö höfum heimsótt hann til Dan- merkur, Grænlands og Israel m.a. Hann býr núna i ísrael, og ég ég verið hjá honum s.l. tvö sumur. — Er ekki skrýtið að koma til ísrael? — Nei, ég læt það nú allt vera. Það er ógurlega gaman að sjá alla þessa staði sem maður hefur verið að burðast við að læra um i landafræðinni, kynnast þessu sem aldrei er minnst á i skólabókunum, — og svo er lika gott að þurfa að bjarga sér á útlenskunni, — ég babblaði ensku og lærði tölu- vert á þvi. — Þú hefur búið úti á landi I mörg ár, — hvernig átti það við þig? — Ja, við fluttum til Norð- fjarðar þegar ég var átta ára og bjuggum þar alveg þangað til i hitteðfyrra. Mér fannst ógurlega gaman að búa i Nes- kaupstað og ég varð alveg vitlaus þegar stóð til að flytja aftur til Reykjavikur. En nú vildi ég alls ekki skipta. Það er svo miklu meira um að vera hérna, meiri fjölbreytni i öllu, fyrir nú utan hvað Reykjavik býður uppá miklu betri aðstöðu til náms en dreifbýlið. Svo getur verið dálitiö erfitt að búa i litlu samfélagi ef maður vill ekki vera alveg eins og aliir hinir, — hagar sér kannski I, öðr uvis i og klæðir s ig ekki eftir tiskunni. Það ber meira á umtali um svoleiöis lagað i smábæjum en iborg. Maður er frjálsari i borginni. — Fylgir þú ekki tisku- straumnum? — Nei, oj! Mér finnst alveg fáránlegt að láta annað fólk ákveða fyrir mig hvernig ég Ása Björk Ólafsdóttir, Reykjavík: Bærinn er besti skemmtistaðurinn eigi að vera klædd. Ég vil sjálf finna út hvað mér þykir fallegt og hvað ljótt. Þetta á við um allt,ekki bara föt. Tökum til dæmis þessa diskómúsik sem glymur ails staðar i eyrunum á — Ertu pönkari? — Það eru engir alvöru- pönkarar til á Islandi svo ég <viti til. Mér likar heldur ekki hvað þeir hugsa allt neikvætt, — ég hefði viljað vera únglingur á r manni, — ég hef aldrei haft lyst á þvi að hlusta á þessa tónlist, mér finnst hún leiðinleg, tilbreytingarlaus og yfirleitt léleg. En fólki er talin trú um aö þetta sé sú tónlist sem allir eigi að hlusta á, og þá gerist það sama og með fötin: Fólk kaupir, af þvi aö þaö hefur eng- an sjálfstæðan smekk. Ég fékk sjálf ægilegt tisku- fataæði úti i ísrael i fyrra, keypti og keypti glás af fötum sem ég hef svo aldrei gengið i og kem aldrei til með aö nota. Þetta er alveg galið, ég geri þetta ekki aftur. Nú fer ég á fornsölur og fæ þar föt sem ég get gengiö i og kosta miklu minna. hippatimabilinu, þá hlýtur að hafa verið gaman að lifa. Ég hlustaði á pönk-músik, og geri enn, en nú er pönkið orðið sölu- vara einsog allt annað. — Hlustarðu mikið á mús ik? — Já, mjög mikið. Ég kemst ekki hjá þvi aö heyra allar tegundir tónlistar, þvi allir heima hjá mér eru með músik- dellu, hver af sinu tagi. Diskómúsik er eiginlega einasta músikin sem ég hlusta aldrei á nema tilneydd. Bróöir minn spilar jass, systir min klassfk, og mamma og stjúpi minn allt mögulegt, svo ég fæ sýnishorn af ýmsu. — Spilaröu s jálf á hljóöfæri? — Já, ég var i mörg ár að læra á þverflautu i Tónskólanum á Norðfiröi, en nú er ég búin að leggja flautuna á hilluna i bili, og er byrjuð að læra á óbó i Tónskóla Sigur- sveins. Ég er með gamalt óbó frá afa minum, fint hljóðfæri. Mig hefur alltaf langað til þess að læra á óbó, frá þvi ég var pinulitil. Og mér list þannig á aö ég haldi áfram eitthvað, þetta er ofsagaman. Svo er ég ný byrjuð i kór, og auk þess spila ég á flautu i Lúðrasveit verkalýðsins. — Eru margir á þinum aldrei I Lúðrasveit verkalýös- ins ? — Við erum tvær yngstar.svo er þetta fólk á öllum aldri. Þaðer gaman að fá að vinna með fullorðnum, á jafnréttisgrundvelli, — I lúðra- sveitinni skiptir aldurinn ekki máli, það eru gerðar sömu kröfur til allra. — Hvenær byrjaöirðu að spila með lúðrasveitinni? — Eiginlega bara strax og ég flutti i bæinn aftur. Ég var i lúðrasveit fyrir austan og gat ekki hugsað mér að hætta þessu alveg, svo Halli kkóla- stjóri Tónskólans á Norðfirði kom mér i Lúðrasveit verka- lýðsins. Ég ætla að halda áfram á meðan ég hef tima til, — bróðir minn var i lúðrasveit- inni lika, en hann fór i mennta- skóla og þarmeð hætti hann að hafa tima. Ég vil heldur ekki týna niður flautunni, þótt ég hafi hætt að læra á hana, — á meðan ég er i lúðrasveitinni þarf ég að æfa mig og halda kunnáttunni við. — Hvernig gekk þér að eignast vini hér i Reykjavik? — Ég var ansi heppin. Maöur kynnist fljótlega krökkum i gegnum s.kólann, — ég á ágætis vinkonu sem er með mér i skólanum, og hún átti fyrir góöa vinkonu sem ég kynntist i gegnum hana, svo við erum mikið þrjár saman á 1 röltinu. — Likar þér vel i skólanum? — Svona upp og ofan. Það fer voöalega mikið eftir kennurum. Það er alltof mikil itroðsla i skólanum almennt, og ekki nógu miklar umræöur um hitt og þetta sem snertir mann beint. Svo eru krakkarnir dálit- ið misjafnir, sumir eru hálf- barnalegir og virðast ekki hafa neinar skoðanir. Mér finnst það mætti gera miklu meira af þvi að hvetja fólk til þess að kynna sér þjóðfélagsmálin i skólanum, — það er að visu ein- stöku sinnum gert, einsog i vet- ur, þegar flokkarnir höfðu kynningu á stefnum sinum, — þá komu fulltrúar frá öllum flokkunum sem voru I framboði til kosninga og við fengum að spyrja þá útúr. Ég fór i fyrsta skipti i pontu og var alveg að drepast úr feimni einsog venju- lega, en maður verður ein- hvern tima að reyna að vinna bug á feimninni, svo ég lét mig bara hafa það. — Gagnrýnirðu skólann við kennarana? — Ég er rifrildisseggur, ég rifst yfir þvi sem mér finnst út ihött,ogreyniaðhafa rök fyrir máli minu svo að það sé tekið mark á mér. Ég fór i vetur niðrí Alþingi og fékk þar Grunnskólalögin, og ég hef verið að lesa þau i gegn svona i rólegheitunum. Mér finnst við eigum að vita eitthvað um innihald þessara laga, og eina ráðið til þess erað kynna sér þau sjálfur, þvi ekki eru þau kynnt fyrir manni i skólanum. Svo hef ég hug á aö fara I leshring hjá Eik (m.l.) til þess að átta mig á hinu og þessu i pólitikinni. — Og svo berðu út blöðin? — Já, ég vakna kl. hálfsjö á morgnana og rölti með nokkur blöð um hverfið. Það er ágætis- hressing, og svo fæ ég vasa- peninga fyrir þetta, — mér finnst best að geta keypt s jálf það sem ég þarf, og þurfa sem minnst að vera uppá aðra komin, þó það gerist auðvitað inni milli. — Attuþá nokkrar fristundir þegar allt kemur saman? Jájá, nóg af þeim. Og ég nota þær flestar til að labba um bæinn, sitja á bekkjum og kynnast fólki sem á leiö fram- hjá. Svo kaupi ég kókóskúlur á Hressó til að hafa þetta full- komiö. Maður kynnist ótrúlega mörgum bara meö þvi að heilsa þeim af fyrra bragði. Bærinn er besti skemmti- staðurinn! V ^ Um skemmtistaði unglinga og fleira Hafnarfiröi, 9.1. 1980. Kæra Olga Guðrún! Ég þakka kærlega fyrir góða siðu og vona að hún verði lang- lff!! ! Ég byrja hér á nokkrum til- lögum um efni á slðuna: Hvernig væri að koma með kynninguá félagslifif grunn- og menntaskölum, ekki bara f Reykjavfk heldur lika á stór-Reykjavikursvæðinu og úti á landi, ég held aö félagslifi sé stórum ábótavant. Svo mætti taka fleiri viðtöl viö unglinga þó plássleysi hrjái kannski sfðuna (er ekki hægt að fá meira pláss?). Svo mætti fara og tala við þessar manneskjur sem létu loka Tónabæ og ráku aila úti kuldann niðurá Hallærisplani þar sem maöur getur gengið i endalausa hringi i von um að eitthvaöfari að verða skemmti- legt!!! Er svo ekki hægt að hvetja skáldlega unglinga til að senda ljóð og sögur? Einnig spyr ég aftur: E engin möguieiki að ná i börn ihaldsfólks? Nú ætla ég að minnast á hvað það er asnalegt aö enginn ung- lingaskemmtistaöur er á Reykja vfkursvæðinu siöan Tónabæ var lokað! Svo er allt fullt af Þórsköffum, Hótel Borg- um, Óðulum, Klúbbum, Hoily- woodum, Glæsibæjum og öðrum fulloröinsstöðum. Ungiingar geta ekkert gert nema farið I bió og orðið úti á Haiió, svo er jú kannski hægt að vera heima og horfa á hryllilega leiðinlegar myndir siöan sautjanhundruð og súrkál i sjónvarpinu og naga neglurnar með. Unglingaskemmtistaður þurfti ekki að vera merkilegur, maöur getur alveg skemmt sér, þó þaö sé ekkert video og engar rosa mublur!!! Svo gleymi ég einu I sambandi viö efni á siðuna, er ekki hægt aö kynna bækur sem hafa komið út á undanförnum árum, ekki bara nýútkomnar bækur? Kær kveöja, ÞÓRDIS, 14 ARA. Bestu þakkir fyrir gott bréf og góðar tillögur. Ég vil aö þið vitið, að allar tillögur um efni á siðuna eru geyndar og ekkl gieymdar, — ég bfö elnúngis færis á að koma þeim I fram- kvæmd smáttog smátt, svo þið veröið bara að hafa örlitla biðlund. Plássleysi hrjáir okkur vissulega, þvi af nógu er aö taka, en kannski þarf óngllnga- siðan að sanna tilverurétt sinn enn frekar áður en hægt er að fara fram á meira rými i blaðinu. Og það eruö þið, lesendumir, sem verðiö að færa heim sönnurnar, meö þvf aö taka verulegan þátt I gerö sið- unnar. Sendið inn efni, allt sem ykkur dettur Ihug, og skáldlegu únglingarnir eru vinsamlegast beðnir um aö láta ekki ljóö og sögur rykfalla niöri skúffum, heldur senda sllkt til úngl in gas iðunnar, svo viö megum öll njóta. Tónabæjarmálinu verður fylgt eftir hér á sfðunni I náinni framtfð. Bækur frá fyrri árum verða teknar tU umfjöilunar, en lestrarhestar þurfa þá að láta vita af sér, svo hægt sé að senda þeim bækur. Það sem þú segir um skemmtistaði fyrir únglinga, Þórdfs, er veröugt umhugsunarefni. Það þarf nefnilega ekki að vera svo ýkja mikiö fyrirtæki að koma á fót nokkrum slikum stöðum ef vUjinn er fyrir hendi. Þið gætuð innréttaðþá að mikiu leyti sjálf, og annast rekstur þeirra sjálf. Hvernig væriaðþið vektuð máls á þessu við hagstæða kennara og foreldra, — þeir gætu kannski hjálpað ykkur til að finna húsnæði, og gefið ykkur góð ráð. Ihugið málið, og látiö svo til skarar skriöa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.