Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Niður með rétttrúnaðinn Greinin sem birt er hér við hliðina er nokkuð gott tilefni til útleggingar — og eins er um þann flokk greina eftir Jan Myrdal sem birtist hér í blaðinu og þar er minnt á. I báðum til- vikum er um það að ræða, hvernig þeir sem telja sig niður komna vinstramegin i tilverunni, bregðast við ótíðindum úr þeim löndum þar sem byltingar hafa verið gerðar í nafni kommúnisma eða þjóðfrels is, nema hvorttveggja væri. Fordœmingar Reyndar er grein Þorvaldar Arnar stiluð að verulegu leyti til Samtaka herstöðvaandstæðinga. Þau geta að sjálfsögðu svarað fyrir sig og hafa gert það að sumu leyti. En áður en lengra er haldið: mér finnst það ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að SHA fordæmi vopnaða ihlutun stórvelda i mál smærri rikja — og það hafa þau reyndar gert með ýmsum hætti. Ég mundi að visu aldrei ráð- leggja mönnum þann ofmetnað að telja, að slikur stuðningur sé „dýrmætur” þeim sem slika ihlutun mega þola. Menn ættu að geta látið sér nægja að mótmæla blátt áfram i nafni þess sjálfs- ákvörðunarréttar þjóða, sem við getum ekki án verið. Og svo vegna þess, að hver vopnuð ihlut- un magnar það andrúmsloft, þeg- ar reynt er með öllum ráðum að neyða hvern mann, hverja hreyf- ingu, hverja þjóð til aö kjósa sér hernaðarblokk, þegar reynt er að kveða öll þau sjónarmið niður til heimsmála sem annað stefna. En ég held það sé rangt hjá Þorvaldi Erni að telja að áhrif SHA fari eftir þvi, hve hart sam- tökin ganga fram i slikum mót- mælum — að ekki sé talað um þá kenningu hans, að þau veröi að sveia Rússum af miklu meira krafti en Könum til að verða trú- verðug og vekja áhuga þjóðarinn- ar. Þetta er sjálfsblekking aö þvi leyti, að deyfð meðal fjölda fólks um þetta mál er ekki nema að litlu leyti tengd viðbrögðum við þvi sem gerist úti um heim, held- ur blátt áfram hinni þöglu aronsku, sem sættir sig við her- stöðvar vegna þess að þetta fólk telur þeim fylgja nokkur efna- hagsleg búbót eða efnahagslegt öryggi. En meira um þaö i annan tima. Kampútsea og Víetnam Grein Þorvaldar Árnar er að verulegu leyti um Kampútseu og Vietnam, og þar með er komið inn á sérstæð og brýn vandamál, sem snúa mjög beint að vinstrisveit- um ýmiskonar. Þar hafa þeir dæmi af þjóðfrelsishreyfingum i tveim grannrikjum, sem menn ekki vissu annað en væru ' samstiga um flesta hluti i baráttu gegn sam- eiginlegum andstæðingum. En sem innan skamms eftir valda- töku eruorðnir höfuöfjendur, sem eigast við með orðum og vopnum, uns vietnamskur her rekur stjórn Pol Pots frá Phnomp Penh. Og þessir höfuðandstæöingar eiga sér báðir bakhjarl i tveim stór- veldum, sem bæði kenna sig við kommúnisma og lúta I reynd ósköp svipuðu stjórnarfari — en hafa um nær tveggja áratuga skeiö borið hvert annað hinum þyngstu ásökunum um yfir- gang, útþenslustefnu, samsæri við heimsauðvaldið og þar fram eftir götum. Þróun mála i Indókina bæði fyrir og eftir það að bandariskur her er þaðan hrakinn, er svo þverstæðufull og heinildir svo misvisandi, að ógjörningur er að komast hjá meiriháttar ágrein- ingi þegar reynt er að skýra þá atburði. Að þvi er Kampútseu varðar, þá eru þeir Þorvaldur Orn og Jan Myrdal I smáum en A götuvigjum byltinganna koma margir straumar saman — hvernig er unnt aö koma I veg fyrir valda einokun I þeim hversdagsleik sem á eftir fer? Eftir Árna Bergmann allmælskum hópi manna sem tel- ur að meiriháttar samsæri hafi verið framið gegn stjórn Pol Pots um að sverta hana i almennings- áliti og finna henni flest til afböt- unar. Það væri of langt að rekja það mál hér. Fyrir mitt leyti sýn- ist mér að það sé viss sannleiks- kjarni i þeim málflutningi vina Þol Pots, að ástandið hafi veriö þannig i landinu þegar hann og aðrir Rauðir khmerar komust til valda, að brýn nauðsyn hefði ver- ið á þvi að koma sem flestum ibú- um ofvaxinnar höfuðborgar út i sveitir til matvælaframleiðslu. Og það er heldur ekki að efa, að það tókst að koma nokkrum skrið á þá framleiðslu eftir það núllstig sem hún var komin á i stríðslok 1974. En ég þykist einnig viss um og þetta hafi verið gert með þeir ri hörku, þvi tillitsleysi, þeim und- arlega fjaldskap við borgar- menningu og tækni, þeirri gifur- legu tortryggni inn á við og út á við, að sá árangur sem náöist varð i' raun miklu minni en orðið hefði og kostaði svo gifurlegar fórnir að honum ber ekki lof. Undir þetta álit má renna mjög mörgum heimildum og ólikum, einnig þeirra blaðamanna sem höfðu haft samúö með þjóðfrels- isbaráttu i KampUtseu. Höfuðból sannleikans En það sem ég helst vildi fjalla um er ákveðin grundvallaraf- staða til mála af þessu tagi. Þor- valdur örn og Jan Myrdal eru úr þeim hópum manna, sem telja sér nauðsyn á að finna þá höfuð- staði i heiminum, sem næst komi sannleika um þjóðfrelsi og upp- byggingu sósialisma. Þegar þeir hafa gert það virkar allt i þeim til réttlætingar fyrir þessi höfuðból, en um leið leggst allt á eitt um að skjóta i rúst önnur „höfuðból” sem einhverjir aðrir leitendur réttrúnaðar hafa tekið að sér. Þetta kemur i grein Þorvaldar mjög vel fram i umfjöllun hans um Vietnam. Vegna þess að hann Fyrir nokkrum árum — korn- ungir Vletnamar blða atlögu við bandariska herinn. er i hópi þeirra sem leita að rétt- trúnaði (og þá um leið þarf hann á villutrú að halda til mótvægis) — þá athugar hann ekki, að hvert einasta atriði, sem hann ásakar Vietnama um er hægt að snúa upp á vini hans i Kampútseu. Hann segir að „Vietnamir hafi vanrækt efnahagsuppbyggingu heima fyr- ir” vegna vigbúnaðar væntanlega og sé ástandið „verra en á dögum leppstjórnar Kanans”. Hið sama hefur margsinnis verið sagt um Kampútseu Pol Pots. Hann segir að „samskipti vietnamskra for- ingja við valdakliku Sovétrikj- anna hafi styrkt þjóðrembings og yfirgangsstefnu Vietnams” — liklega hafa flestir heyrt sömu formúluna margþulda úr hinni áttinni og koma þá Rauðir khmerar og Kinverjar i staðinn fyrir Sovét og Vietnami. Satt best að segja held ég, að Vesturlanda- menn hafi litil efni til að meta það hvort einhver hafi „vanrækt” uppbyggingarstarf i þessum löndum báðum, sem Bandarikja- menn höfðu sprengt aftur á stein- öld — þótt menn kunni að hafa mismunandi skoðanir á þvi hvernig að þeim hlutum verði best staðið. Þorvaldur hefur þá útskýringu helsta á illri þróun Vietnama að „þjóðrembings- og yfirgangsstefna lénsveidisins Vietnams liföi góðu lifi meðál Verkamannaflokks Vietnams”. Ekki skal ég efa að sögulegur arfur þjóðernishyggju sé rikur þáttur I þróun atburða austur þar — en af hverju eiga Vietnamar að heita einir smitaðir af honum? Er einhver skynsamleg skýring á þvi? Víetnamar segjast fyrir sitt leyti óttast sög—ulegan yfirgang Kinverja og sókn þeirra suður á bóginn um margar aldir — rétt eins og Pol Pot hefur útskýrt árekstra sína við Vietnami með tilvisun til áfangasóknar Viet- nama gegn hinu volduga riki Khmera, sem byrjaði að skreppa ssaman á dögum Snorra Sturlu- sonar, að þvi mig minnir. Og — nota bene — vinfengi Vietnama og Sovétmanna er ekki tengt þvi að Vietmanir séu eða' hafi verið sovéskir leppar. Það kom margoft fram, einnig þegar strlöiö i Vietnam stóð sem hæst, að þvi fór fjarri að Sovétmenn gætu skipað Vietnömum fyrir, jafnvel þótt þeir væru mjög háöir sovéskri aðstoð. Samvinnan við Sovétmenn er blátt áfram tengd þvi, aö hjá öðrum eiga Vietnamar ekki von á umtalsverðri aðstoð og land þeirra er i rústum. Pol Pot var heldur ekki leppur Kinverja. Báðar þessar stjórnir hafa i reynd verið mótaðar af firna- sterkri þjóöernishyggju. En þeg- ar iharðbakka slær taka menn þá aðstoð sem býðst. Á flakki með trúarþörf Við vitum að hér áður fyrr höföu menn þessa trú á Sovétrikj- unum, að þar mættu kommúnist- ar treysta þvi að fram færi „rétt” þróun eða þvi sem næst. Þegar Krúsjof svo fór að rugla menn i riminu með endurskoðun á Stalin og almennar upplýsingar um innri vandamál Sovétrikjanna fóru að breiöast út um heim- inn, þá hafa þeir sem hafa einhverja þörf fyrir slikt trúnað- artraust margir farið á flakk með þessa þörf sína. Flestir fóru til Kina, sumir til Kúbu, enn aðrir til Vietnams,og til eru þeir sem vilja helst halda sig við Albaniu. Fyrr en varir hafa þeir flækt sig upp fyrir haus i réttlætingarkerfi fyrir þá tegund eftirbyltingarþjóð- félags sem þeir hafa numið stað- ar við — um leið og þeir ráðast af meiri heift á önnurbyltingarþjóð- félög en nokkurntima á sjálft auö- valdið. Það er oft dapurlegt að horfa upp á þetta — ekki sist þá menn sem hafa tekið að sér að réttlæta allar þær stórsveiflur á opinberum sannleika sem verða i Kina og endurtaka þar með reginmisskilning kommúnista fyrri áratuga sem fóru eins að við Sovétriki Stalins. (Jan Myrdal er einmitt snjallastur þeirrra sem iöka slikar æfingar). Slik rétttrúnaðarviðleitni er eitt hið vonlausasta sem til er. Eini sæmilegi kosturinn er blátt áfram að leitast við að meta hvert eftir- byltingarþjóðfélag eftir verkum þess. Ef slikt þjóðfélag hefur unn- ið afrek i þvi t.d. að útrýma ólæsi eða sjúkdómum, þá er það gott og lofsvert. Ef það brýtur fyrirheit um mannréttindi, þá er skylt að gagnrýna það. Og slðast en ekki sist ber að meta slik þjóðfélög eft- ir möguleikum þeirra til að leið- rétta sjálf sig, ef svo mætti að orði komast. „Alræði öreiganna Og hér komum við aö þvi, að hvað sem Sovétmenn og Kinverj- ar, Rauðir khmerar og Vietnam- ar hamast hver gegn öðrum, þá er það eitt sem sameinar öll þessi þjóðfélög: þau eru rekin i anda hugmyndarinnar um úrvalsflokk, forystusveit sem einni er trúandi fyrir völdunum, sem hefur „vis- indaleg” tök á efnahagslegri upp- byggingu og mun leiða þjóðirnar fram til allsnægta. Hvarvetna mætum við tilbrigði við það sem nefnt hefur verið „alræði öreig- anna” Og það er ekki sist afstaða til þessa fyrirbæris sem allir vinstri- sinnar eru spurðir aö nú um stundir. Menn eru beðnir um samúð með hreyfiingum, sem gjarna eru kenndar við þjóðfrelsi og risa gegn nýlendustjórnum, gegn erlendum leppum, gegn gjörspilltum yfirstéttum og her- foringjaklikum. Það er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að láta slika samstöðu i té. Og við munum þá allajafna ekki gleyma þvi að taka fram, að i viðkomandi hreyfing- um kenni margra grasa — kommúnista, sósialista'ýmiskon- ar, þjóðernissinna, kaþólskra framfarasinna, búddista og þar fram eftir götum. En svo vöknum við upp við það þegar hreyfingin hefur sigráð og á nú að fara að byggja upp merkilegt þjóðfélag, þá er margbreytileikinn horfinn, „samherjarnir” eru einhvern- veginn gufaðir upp — i mesta lagi fá þeir að lifa einhverri pólitiskri skuggatilveru til bráðabirgða. „Angkar” (Pol Pot og hans menn i Kampútseu) virtust harla fljótir að þvi að hreinsa i burt þá stuðningsmenn hlutleysissinnans Sihanúks sem höfðu barist með þeim gegn Lon Nol. Og ef við vikjum til Vietnams: hvar er „Bráðabirgðastjórn þjóðfrelsis- fylkingar Suður-Vietnams” nú? Ég efa reyndar ekki að einhverjir úr henni gegni embættum i land- inu, en hvar er pólitiskur vilji þeirra ýmsu afla sem þar komu við sögu? Þegar fram liða stundir eru ekki aðrir eftir til áhrifa en sú ákveðna tegund af kommúnistum sem verður ofan á. Harðir her- skálakommúnistar I Kampútseu, nokkuð sveigjanlegri og praktisk- ari kommúnistar i Vietnam. „Fjórmenningaklikan” og Deng Xiao-ping átu ekki lifaö saman i Kina. Svo mætti lengi halda áfram. t Afganistan hafa bylt- ingar borið mest svip af haílar- byltingum sem þjóðin hefur tak- markaðar spurnir af. En þar drap Kabrak Amin og lýsti þvi yfir að sá þrjótur hefði úthellt blóði sak- lausra. Aður drap Amin Taraki og hafði sömu ummæli um hann. Allir eru þeir úr einum og sama flokki, sem hefur kommúniska stefnuskrá. Lýðræðiskrafan Það eru þvi margar ástæöur og brýnar fyrir þvi, að þegar spurt er um þjóðfrelsishreyfingar og byltingar, þá sé spurt eftir þvi, hvernig lýðræðinu reiði af, hvort að mismunandi viðhorf fái að eiga sér málsvara i alvöru. Það er ekki sist þessvegna sem menn horfa með mikilli forvitni til Sandinista i Nicaragua og þeirra tilraunar, sem til þessa hefur virt „plúralisma” byltingarinnar i landinu, að mörg öfl og ólik stóðu að henni. Lýðræðiskrafan, margra flokka reglan, er eitt af þvi sem menn geta ekki án veriö. Það alræði eins flokks eða hluta hans, sem hefur oröið enda- stöð svo margra byltinga, getur að sönnu náð allmiklum árangri við að leysa ýmis frumverkefni i vanþróuðu landi. En þaö kemur ekki I vegfyrir það.að innan tiöar getur slikt kerfi ekki ráðið við innri vandamál sem verða til i nýju þjóðfélagi — það á sér enga leið til að „leiðrétta sjálft sig’’, ef að öll andstaða og öll gagnrýni sem fer út fyrir þröng mörk er gerð að glæp þá visnar slikt þjóð- félag og hugmyndafræði þess verður geld og dauð. Og þegar svo er komiö eru eftirbyltingarþjóð- félögin óralangt frá þvi að vera öðrum hvatning — þvert á móti, þau verða til aö fæla alþýðu manna i borgaralegum heimi frá allri meiriháttar nýbreytni og til- raunastarfsemi I þjóöfélagsmál- um. Þau verða rikjandi ástandi réttlæting og um leið. hindrun i vegi fyrir það að vinstrisinnar af ýmsum gerðum geti smiðað sér sameiginlega stefnu. Þeir sem vilja gera sósialisma að undirstöðu lifsafstöðu sinnar hafa ærinn starfa, bæði I okkar þjóðfélagi og öðrum. Ein höfuð- forsenda fyrir þvi, þeim verði nokkuð ágengt er sú, að þeir venji sig með öllu af hugmyndum um að fyrirmyndarriki geti verið til eða að sannleikurinn verði negld- ur niður á ákveðnum stöðum á landabréfinu. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.