Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. janúar 1980 Samtfmalist á Stedelijk-safninu í Amsterdam Árni Ingólfsson skrifaði um Stedeljik- safnið i Amsterdam í síðasta Sunnudags- blaði/ þar sem hann lýsti sögu hins merka safns samtímalistar og kynnti helstu listamenn og stefnur sem þar er að finna. I þessari grein heldur Árni kynningu sinni áfram# drepur á helstu línur i myndlist nútímans. Þriðja og síðasta grein Árna um Stedeljiksafnið birtist næsta sunnudag. Wfllem de Kooning (1904) Amerísk list eftir stríð— í seinni heimsstyrjöldinni flúðu margir framsæknustu listamenn Evrópu til Bandarikjanna, sem að leiddi af sér listsögulega breytingu. Paris var nú ekki lengur i fararbroddi i list samtimans, heldur New York. Þessi breyting ól af sér öfluga hreyfingu ameriskrar listar i fyrsta skipti i sögunni. Hópur myndlistamanna varð þekktur undir nafninu ,,The New York School”. Þeir máluðu abstrakt, en með sterkum expressioniskum áhrifum, nú þekkt sem Abstrakt- scpressionismi. Þarna má einkum greina i tvo þætti: 1. ,/Action Painters" (atlögu-málarar), uppspenntir af krafti mannsandans, þar sem málverkið stendur sem áþreifan- legt endamark. I abstrakt- expressionismanum má greina sterk áhrif frá Willem de Kooning, þótt verk hans væru ekki sýnd opinberlega fyrr en 1948. Willem de Kooning (1904) flutti frá Rotterdam i Hollandi til Bandarikjanna áriö 1926, þar sem hann komst fljótt i kunnings- skap viö listamenn. I fyrstu málaði hann abstrakt og i anda Picassos, þaö var i byrjun fjórða áratugsins. Um 1950byrjaöi hann á frægri myndröð um konur. Hann geröi konumyndir sem kyntákn, i liki frjóseminnar eða vampiru. I lok sjötta áratugsins vann hann eingöngu abstrakt, en eftir það koma kvenfigúrur hans aftur sem að hann málar þá gjarnan i landslagi. Hann býr nú á litlum skaga sem gengur út frá Long Island og heitir Louse Point, en nafniö ku vera fengið að láni úr Hómerskviðum þar sem sólaruppkomunni er lýst sem bleikum fingrum yfir haffletinum. Pensildrættir og efnisáferð er mjög auðsýnileg i verkum de Kooning, striginn er málaður með kraftmiklum hreyfingum. Hann vinnur ekki eftir fyrirframgeröri áætlun, hann leyfir málverkinu að hjálpa sér á meðan hann vinnur það, fyrirvaralaust og i félagi við hugdetturnar. Hann snýr myndinni nokkrum sinnum áður en hann fær ákveðið sig hvað á að vera upp og hvað niður og lýkur við verkið áður en að hann gefur þvi nafn. 2. „Colourfield málarar", eru þekktir fyrir að mála sérlega stóra myndfleti og kraftmikla túlkun. Þekktastur þeirra er Barnett Newman. Barnett Newman (1905- 1970). Myndir hans eru oft mjög stórar og skiptast i fleti, sumir þeirra eru málaðir meö þynntum litum, aörir þaktir. Þetta gerir það aö verkum aö skoðandinn iitur gjarnan aftur á verkið og þá i nálægð. Hann setur gjarnan lóðréttar linur i myndir sinar, sem að skera myndflötinn og gefa honum rúmtak. Eins og action málararnir, gengur Newman að verki meö tilfinningu og eldmóöi og eru myndverk hans stór- brotinn máti i tilfinningatjáningu einnar persónu. I lok 6. áratugsins, þegar abstrakt sxpressionisminn hafði risið sem hæst, var i upp- gangi hópur ungra colourfield málara, sem tóku Barnett Newman sem fyrirmynd sina i myndlistinni. Það var mikið til vegna þess aö persónuleg tjáning hans var mjög skýr, verk hans voru regluleg og litir og form stöðugt. Þeir stóðu á móti tjáningu einstaklingsins I abstrakt-expressionismanum. Barnett Newman ( 1905—1970) Þeir lýsa upp það ópersónulega i myndinni, sumir sprautuðu jafnvel eða helitu litnum. Þegar þessir listamenn sýndu saman árið 1964 nefndi listfræðingur einn þá sýningu: ,,post painterly abstraction”, sem gæti útlagst: seinna skeið abstrakt málunar. Linurnar hafa óskýrst á abstrakt. expressionismanum og skeið ,,post-painterly ” timabilið byrjað, þar sem eingöngu var lögð áhersla á liti. Nokkrir málarar máluöu með samsvar- andi litanotkun og geröu linur hlið viö hlið með jafn breiðu bili á milli þeirra, þetta gerði þaö að verkum að tilfinning fyrir forgrunni og bakgrunni hvarf, túlkunin leiðir til tvennskonar áherslu á stæðr. Þessi tegund málunar var kölluð „Hard edge”. Ellsworth Kelly (1923). er talinn frumkvöðull „Hard Edge” stefnunnar i málaralist. Keily málar alltaf abstrakt, þótt stundum örli fyrir myndun likamsforma. Eldri myndir hans, gerðar á milli 1951-1954, samanstanda af einum eöa fleirum einlitum flötum. Hann málar þær i svörtum eða hvitum lit. Það er eins og striginn sé ekki nógu stór til að bera formin, þetta er visvitandi ósamræmi sem að gerir það að verkum að formið heldur áfram út fyrir myndflötinn, inn i hugarsvið áhorfandans. Eftir 1960 breytir hann yfir i sterka liti: rauðan, gulan, biáa og grænan. Formin verða geometriskari. öðru hvoru hættir hann að gera þess« venju- legu rétthyrndu form, og gerir þá þrihyrndar og trapissulaga myndir. Þessi breyting á sjálfu málverkinu gerir það að verkum að það fær á sig sýnilegan oft áleitinn blæ og ruglar fjarviddar- skynjun skoöandans. Þetta voru sterkar andstæður við þær tvær meginstefnur sem höfðu verið ráöandi undir heitinu „hard edge” fram til þessa. Kelly gerði einnig „relief” (upphleyptar) myndir og skúlptúra. Þessir skúlptúrar voru þá gerðir úr málmi i einföldum geometriskum formum, sprautaðir i sterkum litum. Pop-list — Ný-raunsœi Popplistin og ný-raunsæið eru i mjög beinum tengslum við daglega lifið. Popplistamennirnir byrjuðu með að taka fyrir hluti og hugmyndir úr heimi auglýsing- anna, á meðan ný-raunsæis- mennirnir færöu hluti úr stað, séð frá þekktum notagildissjónar- miöum, og gefa þeim á þann hátt nýjan tilgang. Popplistin kemur fram svo til samtimis i Amerfku og Evrópu, á sjöunda áratugnum. Listamennirnir fengu innblástur i auglýsingaflóði neysluþjóðfélags- Daniel Spoerri (1930) ins, dagblöðum, mánaðarritum, teiknimyndablöðum og hvers kyns auglýsingum. í stað beinnar þjóðfélagsgagnrýni dregur popp- listin dár að háfleygum hugmyndum samfélagsins um list. James Rosenquist notar myndir sem að eru okkur gjarnan kunnar, og þá oftast fyrir þátt fjölmiðla, og ýkir þær i stærðarhlutföllum og lita- samsetningu. Franski listamaðurinn Martial Rayssevinnur með mýktina eins og Rosenquist og tilgerðarlegar litasametningu I „Mysteriously yours” er myndefnið ljósmynd sem likt og sprengir sig útúr myndfletinum, og þar notar hann flúorsent liti, eins og i mörgum verka sinna. Raysse hefur náið samband við ameriska popplista- menn. Hann var meöal braut- ryðjenda hinnar sér-evrópsku stefnu ný-realismans (ný- raunsæið), uppúr 1960; aðrir þar i hópi voru: Yves Klein (Nice 1928- 1962), Jean Tinguelly (Fribourg 1925), Arraan (Nice 1928) og Daniel Spoerri (Galati 1930). Verk þessarra listamanna eru raunar mjög ólik innbyrðis, svo að hæpiö er að tala um einhverja ákveðna stefnu eða sammekri en þeim er það þó sameiginlegt aö vinnumátinn er ekki i anda einstaklingshyggju abstrakt- expressioisma sjötta áratugsins, svo sem Jackson Pollocks. Annað eiga þeir sameiginlegt, en það er að þeir nota áþreifanlega hluti i verk sin, andstætt popp- listamönnum, sem að mála þá næstum alltaf á léreft. Nýtt samhengi skapar nýjan raun- veruleika: Arman notar til dæmis litatúbur, fiðlur, rakvélar og fleira i fjölmörgum einingum, sem að saman gefa hver annarrri nýtt gildi i verkheild- inni. 1 Spoerri frysti ákveðin augna- blik það sem að þau uröu á vegi hans: á flóamarkaönum, matar- borð eftir máltið, og hluti sem að fólk telur sig gjarnan ekki geta verið án, en opna okkur ef til vill nýjan hugarheim við að vera færðir úr sinu vanalega umhverfi. Þannig að allt sem þú sérð er i raun það sem eftir er, tilviljunin er aðalatriðið, þvi að listamaðurinn breytir ekki verkinu eftir að hafa stöövað þaö i augnablikinu. Daniel Spoerri (1930 Spoerri er Rúmeniubúi sem að vinnur i Sviss, Paris og DUsseldorf. Hann var i byrjun dansari, látbragðsleikari og setti upp balletta. Myndlist Spoerri samanstendur af hlutum eins og borðplötum, kössum og teikn- ingum. Hann litur á tækifærið sem upphafsstaf listar sinnar, allir hans hlutir ráðast að miklu leyti af tilviljuninni. Inntak (verksins) er fengið með þvi að t.d. festa hlut sem að hefur nota- gildisins vega lárétta stöðu, lóðrétt upp: Borð af veitingahúsi þar sem hann limir hlutina fasta eins og gesturinn skildi við þá eftir máltlð, borðplatan er siöan hengd uppá vegg i lóðrétta stööu. Hann tilheyrir i list sinni, tima- bili þekktu undir heitinu ný- raunsæi (nouveau réalisme), nefnt af listgagnrýnandanum Pierre Restany, sem að kallaði nokkra listamenn saman í Paris undir þvi heiti. Eins og i Popp- listinni kasta ný-raunsæis- mennirnir frá sér einstrengings legum hugmyndum abstrakt- expressionistanna. Þeir taka opna og hispuslausa afstöðu til heimsins. En á meðan ensku og amerisku málararnir láta gamminn geisa á striganum, innflasnir af stórbreytileika vest- ræns neysluþjóðfélags, fást ný- raunsæismennirnir við að um- breyta hugarfari okkar með þvi að færa til þekkta hluti, breyta staðsetnineu beirra til þess að þeir öölist nýtt gildi. Slikt getur einnig fengist með þvi að pakka hlutum inn (Cristo), halaða þeim upp, eða búta þá i sundur (Arm- an). Lucio Fontana (1899-1968) Einkenni verka Lucio Fontana eru, að þau eru flest hvit, og kallast „Concetto spazial,” eða: hugsun sem lýtur að rúminu. Hugmyndalega blandar hann umhverfinu i verk sitt með þvi aö gera göt i það, röð af götum sem eru ólik, eftir þvi meö hverju og I hvaða efni þau eru gerð. Hugmyndir hans urðu mun ljósari þegar hann seinna byrjaði á þvi að skera I strigann, i stað þess aö stinga á hann göt. Gat eða skurður stungu óneitanlega i stúf við sléttan, ósnortinn flöt. Mynd- flöturinn stendur fyrir sjálfum sér að lengd breidd og efnislegri tilfinningu, Fontana bætir svo við þriðju viddinni. Hugmyndir hans eru mög upprunalegar, þær eru miklu fremur ljóðrænar en kerfisbundnar. Edvard Kienholz (1927). Kienholz, sem er Bandarikja- maður, er fyrst og fremst þekktur fyrir umhverfisverk sin. Það er nafn á þeirri tegund myndverka sem að fylla upp i ákveðið rúm, herbergi á safni t.d. þar sem skoðandinn getur gengið um og notið þess að vera um tima þátttakandi i verkinu. Arið 1953 fór Kienholz til Los Angeles þar sem hann vann viö aö mála abstraktmyndir og að vinna „relief” i tré. 1 lok sjötta áratugsins gerði hann svo þri- viddarmyndir, figúratifar og fremur ógeðfelldar að margra dómi. Hann nýtir sér tilviljunina i vali á myndefni og vinnuað- ferðum. Umhverfi hlutanna verður meiri hluti af myndaheild- inni. Þetta leiðir að „environ- ment” hans, sem eru fyllt upp með hlutum úr umhverfi okkar, brúðum og hvers kyns tilfallandi efnum. Hópverk hans „A refer- ence to tableau vivant” sýnir augnablik úr reynslu sem að ann- ars er hulin sjónum okkar. Til að setja skoðandann á sem raunsæjastann hátt inni verkið, notar hann, við hlið brúðanna, myndir, ljós og liti. Gott dæmi um þetta er „the Beanery” (1965) endur-uppbyggingu á frægum Framhald á bls. 21.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.