Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 21
Sunnudagur 20. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Undralandiö Framhald af 17. siðu. Hitlers-Þýskalandi, borgaraleg- um þjóðfélögum nútimans eða verkalýðsrikjum I austri. Einasti mælikvarði okkar á valdbeitingu er þessvegna viljinn til frelsis. Paradís Þau visindi, sem stöðva mann- inn á leið sinni með þeirri útlist- un, aö takmark hans sé draumur, eru ómannúðleg. Einfaldlega af þvi, að sá veruleiki sem þvingar þig til hins óliklega er sannari en sú skilgreining sem heftir þig. Lifið sjálft er stórkostlegra en vísindin. Sagnfræðin getur lýst fyrir okk- ur sem I spegli þeim samfélögum, sem ófrávíkjanlega eiga sér sögu. En aldrei getur hún gefið okkur sanna lýsingu á hverjum einstök- um I þeim múgi, sem skóp þessa sögu. Samt hefðu engin af háleit- um markmiðum samfélagsins nokkurn tima náðst fram, nema fyrir þennan nafnlausa fjölda sem svipar oft til böðuls en deyr sem fórn. Þetta er hin „óskil- greinda heild”, sem sumir nefna svo i fyrirlitningatón. En skyldi það vera vegna þess hve óskil- greindur þessi múgur er, aö arfur sögunnar er hans? Við gerum þær kröfur til marx- isma (sem, og annarra visinda), að hann gefi okkur almenna mynd af þróuninni og þeim skil- yröum, sem nauðsynleg eru, til að maðurinn geti létt af sér fargi draumsins og skapaö sér sjálfur aðstæður við hæfi. Afram mun sagan krefjast fórna fyrir markmið, sem ef til vill verða aðeins uppfyllt til hálfs. Má vera, að þversögnin sé sú að á meðan þarf fastmótaða reglu til að afneita þvi, sem er varanlegt, þá þarf manninn til að uppfylla það sem er breytilegt. Harmleik- ur margra byltinga viröist fólginn i þessari staðreynd. Ef mannleg skynsemi segir okkur, að ekkert fái drepið viljann til frelsis, þá hvislar hún þvi sömuleiðis að okkur, að jafnvel paradis verði fangelsi fyrir það eitt að vera endastöð á torsóttri leið. Þessir Framhald af 2 siðu inn orðstir. Og varð feginn að sleppa við svo búið. Hvernig er eiginlega komið fyrir ungdómnum nú til dags, hugsaði ég með mér fullur vandlætingar. Þegar ég kom upp I bílinn fór ég svona með sjálfum mér aö rifja upp mina eigin æsku. Jú, það voru lika til sjoppur þá. Jú, það er einmitt það* Nú man ég þaö. Jæjá, þau eru nú kannski ekki sem verst þessi skinn. Og skyndilga mundi ég eftir ýmsum skólabræðrum minum til forna. Einn er meira aðsegja orðinn alþingismaður núna og verður kannski forsætisráð- herra bráðum. Allt i einu skellti ég uppúr við hugsanir minar eins og er háttur vissra manna og félagi minn horfði forviöa á mig. Hann var nú ekki barnanna bestur sá — til- vonandi virðulegur forsætisráð- herra — oft rekinn út úr tlma fyrir hortugheit. Kannski fer heimur batnandi þegar öllu er á botninn hvolft. Eða ég ekki nógu gleyminn. Hver veit? Guðjón. Samtímalist Framhald af bls. 10 gömlum bar i Los Angeles. Þetta verk hefur af mörgum verið útlistað sem likkista samfélags- ins, liknarstaður þar sem alkó- hólið brýtur niður mannlegar varnargirðingar (varnarmúra fólksins), þar sem flest er mögu- legt. Þangað sem fólk getur flúið, slappað af og látið tímann liða. Timi er fyrir Kienholz rúm, þar sem hver, einstaklingur hefur sinn afmarkaða reit til umráöa, allt frá vöggu til grafar. Timi og dauði eru hugtök sem að hans list byggir á. List Kienholz er oft ranglega útlistuð sem Popplist. Olíkt Popplistinni hefur hún i sér fólgna samfélagslega gagnrýni og likingaflult inntak, eins er vinnumáti hans ekki eins hreinn og popplistamannanna. — Hefurðu nokkuð pælt I þvi, af hver ju hann er svona góður við okk- —Ekki vissi ég aö Jói værisvona flinkur að jóöla! ur ? Skemmtiefni, f róðleikur, umræða. HVER BRASI Jón á Vatnsleysu sóttur heim „ .. .ekki álitlegur /y stóðhestur“ © 9/t &&&**£*?*& -4/Vyu b*staíkWd°tÍnn höfð> Rabbað Wð ,n9iá aHtþið Siflur/ón Gesf, Eiðfaxi er fjölbreytt blað um hesta og hestamennsku. Vandað að frágangi og öllu efni. Prýtt fjölda mynda. Kemur út mánaðarlega. Kærkomið öllum unnendum íslenska hestsins. Gerist áskrifendur strax í dag. — Með því að póstsenda hjálagða áskriftarbeiðni — eða taka símann og hringja í síma 91 ■ 85111 ÍPósthólf 887 121 Reykjavik Sími 8 5111 Ég undirritaður/undirrituð óska að gerast áskrifandi að Eiðfaxa: Það sem til er af blöðum frá upphafi . □, 9. □ frá áramótum 78/79. I_I frá áramótum 79/80. . □ frá og með næsta tölubiaöi. PÓSTNÚMER PÓSTSTOÐ Blaðið kemur um hæl. Eiðfaxi hóf göngu sina i júli 1977 og hefur komið út mánaðarlega siðan. Hvert eintak af eldri blöðum kostar nú kr. 800,— Fyrri hluti 1980, þ. e. janúar—júní, 6 tbl. kostar 5500 krónur. IÐFAXI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.