Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. jandar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23
Nú er ekki meiningin meö þess-
um þáttum aö draga athygli
fólks frá þjóðmálum og stéttar-
baráttu. Síður en svo. Svörður-
inn er undirstaða alls æðra lifs á
jörðinni og þar með allra þjóöfé-
íaga. Þvi ber öllum þeim, sem
vinna vilja að bættu lifi lýða
jarðar, að gefa gaum og hlú að
þeim gróðri er við veginn vex og
skila sinni spildu skýlli til sköp-
unar komandi kynslóða.
— En i þann mund sem fjálg-
leiki trúboðans er að veröa mitt
hreyfiafl, kemur i hendur mér
þetta sama málgagn sem ég er
núna aö skrifa i, dagsett
þrettánda janúar. Félagi Jóna
Sigurjónsdóttir segir þar hug
sinn allan og álit á „grenitrjáa-
trúboðum með jólatrésdellu”.
Máli sinu til áréttingar skellir
hún nokkrum jólatrjám á fjör-
urnar við Dyrhólaey. A ljós-
mynd — sem betur fer. Birkið
okkar elskulega, af sauðum bit-
ið og eldum sviöið, er vissulega
alls góðs maklegt. En mér finn-
ást barrviðir á Islenskri fold
ekki meira framandi en fræði og
kenningar meistara Karls eru i
hugum vorum Islenskra manna.
Hvorttveggja er tákn hinna
nýju tima. Undir merkjum
beggja getum við gengið „þráð-
bein og ósveigjanleg” fram til
sigurs. Þess skulum við minnug
áður en við óskum öllum skóg-
ræktarmönnum til Skrýplalands
og reiðum öxina að rótum
trjánna. Allt er andstæðunum
undirorpið og fegurð himinsins
speglast lika i forarpollunum.
En nú er að tifa i takt við til-
efnið. Flettum I blööum trjásög-
unnar.
■ ■ÍMinnugir lokaorða Voltaires í
Birtíngi,hvort mönnum sé ekki best að
rækta garðinn sinn, er nú af stað far-
ið með garðyrkjuþátt og gróðurrabb á
siður Sunnudagsblaðsins. Áætlað er að
halda þeim áfram vikulega framveg-
is.
...Áhersla verður einkum lögð á þá
tómstundagarðyrkju, sem margir af
lesendum blaðsins stunda eftir langan
og strangan vinnudag, sér til hugar*og
heilsubóta.
...Þættir af þessu tagi verða oftast
skemmtilegastir með sem virkastri
þátttöku lesenda. Ég vona þess vegna
að sem flest ykkar leiti hingað með
óskir um ef nisval eða til að fá f ram úr
ræktunarþrautum ykkar ráðið. Ég
mun þó leitast við að fylgja árstfðun-
um eins og þær fyrir ber. — í febrúar
og mars verða pottaplönturnar teknar
fram og pússaðar upp, þeim umpott-
að, f jölgað og fengnar að f leiri nýjar.
■ apríl og maí verður vikið að vor-
verkunum, utan veggja sem innan.
Þannig áfram sem árið líður. — Því
allt hefir sinn tíma eins og stendur í
Prédíkaranum.
Parisar, það var árið 1780, hafi
verið keyptar frá Englandi á
samtals 25 gineur. Það þótti
mikið fé þá og þykir kannski enn
— eða um fjörutiu þúsund is-
lenskar krónur á dagsins gengi.
Þetta voru fræplöntur, allar i
einum potti.
Það fylgir og sögunni, að selj-
andinn breski hafi samdægurs
falað aftur eina af þessum
plöntum fyrir sama verð en
fengiðsynjun. Nú oröiö er must-
eristréð all-algengt i görðum
Evrópu allt norður til Suður-
Skandinavíu. Fyrrum var ekki
oft að tréð bæri aldin hér á
Vesturlöndum. Tegundinni er
eiginlegt að hafa karl- og kven-
plöntur aðskildar. En garð-
yrkjumenn unnu smámsaman
MERKIR
MEIÐIR
Musteristréð
Ber þá fyrst fyrir það tré,
sem hvað fegurst mun skarta
haustlitunum. Musteristréö —
Ginkgo biloba — telst til egin
bálks innan fylkingar berfræv-
inga. Ekki svipar þvi þó mikið
til frænda sinna „jólatrjánna”.
Barrið — eða blöðin réttara sagt
— minna mig meir á söl I sæ ell-
egar öllu helst á blöð skógarbú-
ans sem leggur lauf sitt til i þá
mörgu nellikuvendi, sem ætt-
ingjar og vinir koma blaðskell-
Umsjón:
Hafsteinn
Haflidason
andi með I fermingarveislur og
fimmtugsafmæli. Haust hvert,
að afloknum stórkostlegum
symfón eirrauðra, gulra og gull-
inna lita, hnigur barr þess til
jarðar, til bóta og búsilags fyrir
bláklukkur og berjarunn.
Þýski eðlisfræðinguririn
Engelbert Kaempfer, sem uppi
var 1651 til 1716, uppgötvaöi um-
rætt Ginkgo biloba i Japan árið
1690. Til Japans hafði tegundin
borist frá Kina á tólftu öld e.Kr.
1 Kina hefur musteristréð senni-
lega vaxið villt I nokkrum
héruðum allt frá dögum Júra-
timans, eða i um það bil 180
milljónir ára. Leifa þess verður
oft vart I steinkolalögum þess
tima viðsvegar um á jarðar-
kringlunni.
Fyrsta musteristréð sem
gróðursett var I Evrópu á okkar
timum, stendur við gróðurhúsin
I konunglega grasagarðinum,
Kew Gardens, I Lundúnum. Þar
hefur þaö staðið slðan árið 1754,
og stóð þar enn þegar ég var þar
á ferð fyrir nokkrum árum.
Nýjabrumið gerði að tréð varð
mjög eftirsótt af söfnurum um
tima. Þess er getið að fyrstu
fimm plönturnar sem komu til
bug á þeim samgönguerfiðleik-
um sem sérbýlið veldur. Nú
græða þeir kvisti karlsins á kon-
unnar stofn.
Sú fágæta
Japanir nefna tréö „ginkyo”
sem mun þýða silfuraprikósa.
En oröið aprikósa mun komið i
okkar munna úr latinunnar „a
praecox” — sú fágæta. Vel má
laga þá þýðingu til og segja
hnoss. Japanir höfða þar til
ávaxtarins, sem þeir borða vist
með bestu lyst. Ekki skal bera
brigöur á bragðlauka „sólarinn-
ar sona” né þeirra háttu á að
bæta sér i góm. Fyrir mina
parta læt ég staðar numið við
aprikósusamlikinguna þegar
lokiö er við athugun á lögun
bersins og lit. Af frukti þessu
fersku leggur nefnilega þráláta
| þefjan eður fnyk sem af súru
smjöri og engin efnalaug megn-
ar að ná burt, hafi ákafir og
óforsjálir menn i suðurferðum
laumað þessum berjum i vasa
sina umbúöalaust.
Þeir vita sem reynt hafa!
Elsta tréveraldar
Elsta tré og jafnframt elsta
lifvera á jörðinni er broddfura
sú, er óskáldlegir raunvisinda-
menn hafa auðkennt með
skammstöfuninni WPN/114.
Hún stendur i 3275 metra hæð
yfir sjávarmáli i NA-hliðum
Wheelertinds (3981,5m) sem er
32,2 km. vestan viö landamerki
Nevada og Utah i Bandarikjum
Norður-Ameriku.
Með svokölluðum C-14-
mælingum hafa menn komist að
þvi, að hún muni hafa breitt út
kimblöð sin I sólarátt vorið 2926
fyrir Krists burö.
Nú hafa 4900 ár heldur sett
spor sin á þennan merkilega
einstakling. Toppurinn er orð-
inn kaldur, ber og blásinn en
mælist þó vera 518 sentimetrar
frá jörðu. Lifandi greinar eru I
335 sm hæð og bolurinn er rúm-
lega 640 sm að ummáli 45 sm frá
jörö.
Broddfura þrifst meö ágætum
á voru væna landi. Hún hefur
borið hér fræ undanfarin ár.
Þessum fræjum hefur verið
safnað og sáð og græðlingarnir
viða gróðursettir um byggðir
landsins. Þar munu þeir standa
státnir og ef að likum lætur lifa
bæði þig og mig.
2030 tonna tré
Elriismesta skepna jaröarinn-
ar er risafuran „General Sher-
man” i Sequoia-þjóðgarðinum i
Kaliforniu. General Sherman er
83 metrar á hæð — og þar með
þriðja hæsta tré veraldar. Bol-
urinn er 2411 sm. i ummál i eins
og hálfs metra hæð. Væri tréð
fellt og viöurinn sagaður niður i
borð, mætti reisa úr honum
fjörutiu rúmgóö einbýlishús.
Opinberar heimildir frá árinu
1968 herma aö þyngd þess sé á-
ætluð 2030 tonn.
Hæsta tré jaröar er einnig
risafura, kölluð „Howard Libb-
ey-tréð”. Þaö stendur i Humbolt
Redwoods State Park i Kali-
forniu. Tré þetta er 110 metrar
og 33 sentimetrar á hæð.
64 metrar í
ummál!
Gildasta tré veraldar er
kastania nokkur, sem vex i 550
metra hæð i hllðum eldfjallsins
Etnu á Sikiley. Nánar tiltekið
við veginn milli Fossa Politi og
Taverno. Kastania þessi er sögð
vera 3600 til 4000 ára gömul.
Arið 1770 var ummál hennar
máelt og reyndist vera 6210 senti
metrar. I september árið 1845
var svo aftur brugðið málbandi
á miðju meiðarins. Þá lásu
menn af: Sextiu og fjórir metr-
ar og tuttugu septimetrum bet-
ur. Timans tönn, eldingar og fúi
hafa nú sett för sin i þennan
trausta stofn — þvi þegar komið
var að og mælt árið 1972 hafði
hann klofnað i fimm hluta og
gildleikinn mældist aðeins 51
metri. Metið á hún enn. Lauf-
skrúðinu hélt hún þó enn að
mestu. Sagan segir að eitt sinn
hafi Jóhannna drottning af
Aragóniu (hvenær hún lifði og
hét veit ég ekki!) ásamt ridd-
araliði sinu leitað skjóls undan
óveðri undir limi trésins. Siðan
hafa þeir Sikileyingár kallað tré
þetta „Castagno dei Cento
Cavalli” eða „hundraðhrossa-
tré”.
Næst „hundraðhrossatrénu”
að gildleika kemur fenjasýprus
einn sem hlotið hefur heitið
„Arbol del Santa Maria del
Tule”, það er Tré hinnar heilögu
meyjar I Tule og vex spölkorn
sunnan við borgina Oaxaca i
Mexico. Ummál þess er um 35
metrar. En það er einkum at-
hyglisvert fyrir tvennt annað.
Arið 1590 laust niður i það eld-
ingu, sem tók með sér stóran
hluta krónunnar og skildi tréð
eftir holt að innan. Holrumio
mælist vera fullir fimmtán
metrar i þvermál. Þegar sól er
þarna i hádegisstað varpar tréð
skugga á áttahundruð fermetra
lands.