Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Rannveig Þorvaldsdóttir, bankastarfsmaður í Sparisjóði Kópavogs F élagslegar umbætur mikilvægastar ,/Þriggja mánaöa barnsburðarleyfier algert lágmark og mér finnst að stéttarfélög eigi almennt að fara að kref j- ast a.m.k. sex mánaða leyfis fyrir konu vegna fæðingar barns. Slík krafa ætti að koma á undan kröfunni um barnsburðarleyfi fyrir feður, þó að hún sé vissulega réttmæt lika." „I tveimur efstu flokkunum eru aðeins 9 konur en 88 karlar... En ef við hins vegar lítum á einhvern af lægri flokkunum, t.d. þann fimmta, þá snýst dæmið heldur betur við. Þar eru konurnar 144 en karlarnir 11." Þá hefur þátturinn um starf og kjör göngu sina á nýjan leik eftir hæfilegt jólafri. Viömælandi minn i dag er Rannveig Þorvaldsdóttir bankastarfsmaöur i Saprisjóöi Kópavogs. — Hafa bankamenn góö laun? — Þaö er misjafnt. Launa- flokkar bankamanna eru 12 og hæstu laun eru 623.980 kr. i 12. flokki, en hin lægstu 193.880 i 1. fl. Sá flokkur er reyndar bara til á pappimum, enginn bankastarfsmaöur tekur laun samkv. honum núna. Sárafáir eru i 2. og 3. flokki en algengt er aö bankamennbyrji I 5. launaflokki. Þar eru launin 298.640 kr. á mánuöi. — Ég er I 7. flokki þar sem mánaöarlaunin eru 371.425 kr. og þaö er sá ílokkur sem almennir bankamenn komast I. Lengra veröur ekki komist nema i sérstakar stööur innan bank- anna, s.s. stööur fulltrúa, deildar- stjóra, gjaldkera o.s.frv..Þaö er skylda aö auglýsa þessar stööur og launin eru samkv. 9.-12. launafl.. — Sækja margir um þessar stööur og þá bæöi konur og karlar? — Mér er ekki kunnugt um fjöldann sem sækir um hverju sinni, en hingaö til hafa karlar fremur en konur sótt um yfir- mannsstööur i bönkum og spari- sjóöum. Þetta kann aö vera eitt- hvaö aö breytast, en hitt er staö- reynd aö sárafáar konur eru i hærri launaflokki en 8. Samt eru Félag matreiðslumanna MATREIÐSLUMENN Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 23. jan. kl. 15.00 að Óðins- götu 7 Reykjavik. Dagskrá: 1. Kynntar kröfur i væntanlegum samn- ingum við vinnuveitendur. 2. önnur mál. Stjórn og trúnaðarmannaráð FM. Öskjuhlíðarskóli óskar eftir dvalarheimilum fyrir nemendur tímabilið 1.2.1980 — 31.5. 1980. Upplýsingar i skólanum alla virka daga i sima 23040. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá f jölda fólks sem vantar þak yfir höfuöiö. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alla virka daga,simi: 27609 Starf og kjör m Laun: 7. launaflokkur SÍB 371.425 kr. II / Algeng byrjunarlaun: 298.640 kr. (5. flokkur) Þykir sjálfsagt að vinna úti — Þér hefur orðiö tíörætt um launamisrétti karla og kvenna i bönkunum, hefur þetta samt ekki skánaö eitthvaö á siöustu árum eftir aö konur eru almennt komnar lít á vinnumarkaöinn? konur I S.I.B. háttí helmingi fleiri ai karlar. Um áramdt I fyrra voru bankamenn alls á landinu 1833, þar af 1195 konur og 638 karlar. Þá var könnuö skipting bankamanna i launaftokka og niðurstöðurnar eruá þann veg, aö allur þorri kvennanna er i 4.-8. launaflokki en karlarnir raða sér á fjóra hina efstu, 9.-12. ftokk. 1 tveimur efstu flokkunum eru aöeins 9 konur en 88 karlar. Þá eru banka- og sparisjóðsstjórar ekki meötaldir, sem langflestir eru karlar. . Ef viö hinsvegar litum á ein- hvern af lægri fiokkunum, t.d. þann 5., þá snýst dæmiö heldur betur viö. Þar eru konurnar 144 en karlarnir 11. Kröfur bankamanna — Nú hafa bankamenn lagt fram kröfur slnar viö væntanlega samningagerö, hverjar telur þú mikilvægastar? — Ég tel aö bankamenn hafi á undanförnum árum dregist tals- vert afturúr sambærilegum stétt- um i launum, og þess vegna þurfi bein kauphækkun aö koma til. Þaö er þó ekki mikilvægast aö minu mati, heldur félagslegar umbætur ýmiss konar. Þar vil ég fyrst nefna aö fullt tillit veröi tekiö til almennra skrifstofu- starfa við ákvöröun starfsaldurs, en eins og nú er. er þaö aöeins gert hjá ríki og sveitarfélögum. Likaaö sett veröi skýr ákvæöi um þaö, hvernig meta skuli nám. Um þaö eru engin ákvæöi i gildandi samningum. — Þá er afar mikilvægt aö 13. mánuöurinn svokallaöi veröi tekinninn ikjarasamninga. Þessi mánuöur er þannig tilkominn, aö I staö þess aö borga fyrir auka- vinnu voru starfsmönnum greidd ein mánaöarlaun aukalega á ári og átti þaö aö jafngilda allri aukavinnu. Þetta eru mikilvæg hlunnindi sem bankamenn munu almenntnjótaeneruekki tryggöi samningum. — Starfsaldurshækkanir þurfa aö aukast úr 7. fl. 3. þrepi i 8. flokk, 3. þrep, og einnig ætti aö fella niöur laugardaginn sem starfsdag viö útreikning orlofs. — t kröfum bankamanna er gert ráö fyrir aö konur geti valið um hvort þær fá barnsburöarleyfi I þrjá mánuöi á fullum launum eöa lengra leyfi og þá i hluta- starfi. Þetta er afar mikilvæg krafa og hún mætti ganga lengra. Þriggja mánaöa barnsburðar- leyfi er algert lágmark og mér finnst aðstéttarfélögeigi almennt aö fara að krefjast a.m.k. 6 mán- aöa leyfis fyrir konu vegna fæöingar barns.Slikkrafa ætti aö koma á undan kröfum um barns- buröarleyfi fyrir feöur, þó aö sú krafá sé vissulega réttmæt lika. Hér er um forgangsröö aö ræða, ogmiöað viö hinn hæga framgang jafnréttismála þykir mér ekki timabært, aö feöur fái barns- buröarleyfi. ' — Loks tel ég aö tryggja verði aö óheimilt sé aö breyta opnunar- tima banka og sparisjóða án sam- ráös viö starfsmenn og aö fengnu samþykki viðkomandi starfs- mannafélags. Þessi breytti opnunartimi, sem tók gildi i haust, hefur reynst afar óvinsæll hjá bankamönnum. Þaö á aö heita svo að vinnutiminn sé frá 9-5, en i reynd veröum viö oftast aö vinna hálfan og allt upp i heilan tima lengur daglega, og vitum aldrei fyrirfram hvenær vinnu lýkur. Timinn milli 5 og 6 er eini timinn sem maöur hefur til útréttinga og þaö er mjög óþægi- legt aö geta aldrei ráöstafaö þessum tima fýrirfram. — Ég held aö launamisréttið hafi ekkert minnkaö, þaö sé jafn- mikiö og það var fyrir 10 árum. En þaö er rétt aö konur eru almennt farnar aö vinna úti, hvortsem þæreiga börneöa ekki, þaö þykir alveg sjálfsagt. Og meira en þaö, ég held aö konur veröi nánast aö vinna úti hvort sem þær vilja eða ekki. Núna vinna flestar konur tvöfaldan vinnudag, þvl aö karlmenn hafa ekki tekið á sig helming heimilis- starfanna. Hefur þá jafnréttisbaráttan veriö til lítils? — Þaö þarf áreiöanlega lengri tima en 10 ár til aö umtalsverður árangur náist. —hs verðlækkun Ótrúlegt en satt, nú getum við boðið verðiækkun á nýjustu sendingunni af þessu giæsiiegu eldavé/um Eitt mesta úrval eldavéla i bænum. 3 og 4 hellna með venjulegum ofnum og sjálf- hreinsandi. Litir: Gulur, rauður, grænn, svartur og hvítur, viftur, uppþvottavélar, kæli- og frystikistur o.fl. i sama stil. KAUPIÐ STRAX Á HAGSTÆÐU VERÐI EINAR FARESTVEIT & CO. UF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SIAAI I699S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.