Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 24
DJODVIUINN
Sunnudagur 20. janúar 1980
Aðalsimi Þjóftviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
C 81333
Kvöldsími
er 81348
VERTU
— Kærurnar á hendur
okkur eru samtals um 3
miljónir segir Eysteinn
Þórir Yngvason dyravörö-
ur á Hótel Borg. Hann og
samstarfsmenn hans í
dyravarðarstarfinu eru
mjög óánægðir með skrif
fjölmiðla um framkomu
þeirra við gesti Hótels
Borgar.
— Það er tiltölulega
þröngur hópur sem hefur
horn í síðu okkar, segja
dyraverðirnir við Sunnu-
dagsblaðið.
— Þaö er ekki rétt sem Þjóð-
viljinn skrifaði á laugardaginn i
fyrri viku að margar kærur
væru lagöar fram gegn okkur,
segir Eysteinn. Sannleikurinn er
sá að þremenningarnir, sem
fram komu i Þjóðviljanum hafa
kært okkur ásamteinum öðrum
aöila. Kröfurnar að miskabótum
og lögfræðingi meðtöldum eru
um 3 miljónir. Við teljum þetta
mjögundarlegar kröfur þar sem
átökin voru léttvæg og við vorum
aðeins aö ger a skyldu okkar. Þaö
gleymist einnig að við vorum
einnig meö meiðsli eftir átökin.
Dyravarslan hefur oröið mun
erfiöari eftir öll blaöaskrif.
Sleginn með krepptum
hnefa
Samstarfsmenn Eysteins,
þeir Guðmundur Guðmundsson
og Guömundur Eyjólfsson eru
sammála.
— Astæöan fyrir þvi að hér
kemur stundum til átaka,
segja þeir, er að hér eru engar
bakdyr. Viö veröum aö koma
gestum sem eru til vandræða út
um aðaldyr, á móti straumnum.
Eða viö veröum að koma þeim út
um hringhurðina og þaö þýðir að
viö veröum aö fara með viökom-
andi gest gegnum allan aðalsal-
inn. Slikt gerir þaö að verkum aö
fjölmargir gestir blanda sér i
málið. Dyrnar eru einnig þannig
aö engar tröppur eöa stallur tek-
ur á móti þrýstingnum, ef kös
myndast viö dyrnar.
— Nú hafiö þiö verið gagn-
rýndir fyrir aö loka að ykkur
tveimur huröum I anddyri og
misþyrma gestum?
— Það er enginn fótur fyrir
þvi, segir Eysteinn. Þegar þarf
aö visa gesti frá húsinu vegna
ósæmilegrar hegðunar er maður
skithræddur viö aö aðrir gestir
æsist upp og ráðist á mann.
Þess vegna höfum viö lokáð aö
okkur meöan viö erum aö yfir-
buga manninn. En þá lendum við
lika iþviaö fólk utan æsist upp að
komast ekki inn, þjónarnir
óhressir yfir þvi að hafa ekki
nóga sölu. Eða óánægðir aö of
SJÓKLÆÐAGERÐIN HF
Skúlagötu 51 - Reykjavík - Sími 1-15-20
margir eru i húsinu. Það er erf-
itt að gera öllum til hæfis.
— Hvaö eru margir gestir á
helgum?
— Húsið tekur 415 manns.
Streymiö á kvöldi um helgar get-
ur verið um 7-800 gestir.
— Hvaö viljiö þiö segja um
svokallaöa þremenninga sem
Þjóöviljinn skrifaöi um?
— Ég er nú mes t his s a á þvi að
þeir skyldu kæra, segir Guö-
mundur Guömundsson. Þaö sá
bara á einni manneskju. En ein-
mitt sú sparkaði i leggina á ein-
um dyraverði þannig að stórsá á
honum.
— Já, segir nafni hans Guð-
mundsson, ég var sleginn með
krepptum hnefa i andlitiö. Það
gerði strákurinn gegnum hurð-
ina. Stelpan var spriklandi og
sparkandi i allar áttir. Upphafið
af þessum átökum var aö við
vildum ekki hleypa stráknum inn
vegna klæöaburðar.
Breyttur klæðaburöur
— Klæðaburöurinn, segir Ey-
steinn, er einmitt ástæðan fyrir
þvi aö Hótel Borg hefur komist i
kastljósiö vegna ryskinga dyra-
varöa og gesta. Þegar nýr hótel-
stjóri tók viö og hér var opnað
diskótek voru engin skilyröi sett
fyrir klæönaði gesta. En þegar
salan óx og staöurinn komst i
gang, var hert á kröfunum um
klæðaburð. Skyndilega komst
ekki fólk inn sem var vant aö
sleppa inn. Þá byrjuðu
ryskingar og læti. Oft er hrækt á
okkur og viö höfum oröiö fyrir
aðkasti, grjóti og steinum er
hent i gluggana, einu sinni var
meira að segja heilu götuskilti
hent inn um gluggann.
Hótað lífláti.
— Viö verðum oftfyrir aökasti
gesta, segir Guömundur Eyjólfs-
son. Einu sinni þurftum viö aö
fjarlægja kolóöan mann á barn-
um, hann var bæklaöur og meö
krók istaö handar. Við reyndum
Við
berjum
Þig
ekki
að far a vel með hann og taka ekki
I krókinn. Þá var æpt á eftir okk-
ur: „Helvitis fasistarnir, ráöist
á eina bæklaða manninn á staðn-
um.”
— Einu sinni var beint að mér
skambyssu, segir Eysteinn.
Maöur ætlaði út með glasið. Ég
stöövaði hann og bað hann að
skilja það effír. Hann gerði sér
litiö fyrir og dró upp skambyssu
og miðaði á belginn á mér. Ég á
sjálfur byssur og þekki til vopna,
Stærsti hluti gesta er ágætisfólk. En einhverjir sérhópar virðast
vilja vera i striði við okkur, segja dyraveröirnir Eysteinn Þórir
Yngvason, Guömundur Eyjðlfsson og Guömundur Guðmundsson.
sá að þaö voru engin samskeyti i
hlaupinu og byssublámi, borað
hlaup meö snúningi og allt, sem
sagt alvörubyssa. Hann beindi
mér fram og til baka um gólfiö.
Mér datt i hug að hann siktaöi á
aö komast út um leiö og hann
skyti mig. Svo leit hann eitt
andartak til hliöar og ég gat
kastaö mér yfir hann. Mér tókst
að lokum aö afvopna hann með
aðstoð þjónanna. Lögreglan kom
á staöinn, þá hafði ég skoðaö
byssuna og komist að raun um
aðhún var nákvæm eftirliking að
raunverulegu vopni, gerö fyrir
safnara. Lögreglan sagði að i
svona tilfelli hefði mér verið
leyfilegt að gera hvað sem er við
manninn. En ég sló hann ekki og
aldreihef ég komiö mér að þvi að
kæra hann. __im
HUFÐARFATNAÐUR
SEXrfUOGSEX NORÐUR FRÁ SJÓKLÆÐAGERÐINNI