Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Kvikmyndafjelagiö: Bunuel og sjaldan tókst henni betur upp en í hlutverki hinnar berklaveiku ástkonu I þessari mynd sem gerö er eftir sögu Alexandre Dumas fils, en samasaga var uppistaöan i óperu Verdis, La Traviata, sem flutt var hér á dögunum. (sýnd fimmtudag og laugardag) G'odard Sympathy for the Devil, gerö 1968 (áriö þegar allt var aö ger- ast) af þeim umdeilda manni Jean-Luc Godard. Hann geröi þessa mynd i Englandi og fremstir i flokki eru Mick Jagger og The Rolling Stones. (sýnd föstudag) Steinunn Jóhannesdóttir skrifar: Tilkynni, þjóö min, — ég á von á barni! Enn eitt móðurlif er tekiö til starfa i þina þágu og jaröar- innar, sem við eva eigum aö uppfylla. Vitaskuld þó meö hjálp samferöamanna okkar, einars og adams, ef þeir eru til i aö gera þaö sem ekki má nefna á siöum Þjóðviljans. Þá hættir fólk aö kjósa Flokkinn. Þá neitar fólk aö lesa Blaöiö, nema I laumi kannski, læst inni á kló- setti, áöur en þaö þurrkar sér um botninn meö þvi. En sem sagt, ummál maga mins leynir ekki lengur þvi, sem hefur gerst. Ég játa, það var meö vilja. Litill aðskotahlutur (lykkja) var fjarlægður úr hálsi minum, neöra (leghálsi) og náttúran látin hafa sinn gang. Og nú er ég ákaflega glöö. Tvo daga af hverjum þremur. Þriðja daginn læöist áö mér margvisleg áhyggja. En dagana, sem ég er glöö, er ég glöö, af þvi ég vissi, hvaö ég var aö gera. Ég er glöö, af þvi ég gat ráöið þessu sjálf. Ég er glöö yfir aö vera sú hamingju- kona, aö hvorki heilsa min né félagslegar aðstæður neyddu mig til aö farga fóstri minu (fá fóstureyðingu). Ég er glöö, af þvi ég er svo heppin að sjá fram á þriggja mánaöa fæöingarfri á launum, þótt ég væri glaöari, ef við gætum þaö allar. Ég er glöö yfir, aö ég skuli ekki lengur blygöast min fyrir að vera kona og þótt likami minn hafi skipt um lögun, þá þarf ég ekki aö læöast meö veggjum. Engin hneyksluö augu gera mig aftur- reka úr sundlaugunum, og elskulegir ókunnugir menn klappa mér á magann og segja: „En hvaö þaö var gaman’!” 27 cm langur fósturormurinn sparkar á móti og segir „hikk”. Þaö þýöir „takk og stattu þá viö það”, þvi þetta veröur kröfu- haröur krakki. En ég hugsa til sumarsins ’68 og aö ekki heföi það hvarflaö að kurteisi minni þá aö ota berri bumbunni framan i nokkurn mann. Þá var heldur engin kona I framboöi tii forseta. Svona höfðum viö fært okkur upp á skaftiö. Sú sól, sem skein ’68, var aö kæfa ófriskar konur á bak viö hús. Viö hnepptum kannski frá tveim tölum i hálsinn og lyftum faldinum upp á mitt læri, tiskan var hvort sem er stutt, en þar viö sat. Nú þurfum við ekki aö biöa I felum. Nú leyfi ég mér aö vera glöö, af þvi mér finnst ég lifa á upplýstum timum i landi, þar sem kynferðirlegir fordómar eru á undanhaldi. Tvo daga af hverjum þremur. Þriöja daginn fara tröllin á kreik, og þá setur aö mér ugg. Tröll, sem vilja aftur leggja lik- amann i hlekki feimninnar. Tröll, sem vilja nýfengiö frelsi konunnar feigt. Tröll, sem ekki skijja, hvaö þaö er litiö, viökvæmt og valt. Eins og fóstur. Og bundiö afstööunni til og yfirráöaréttinum yfir likama hennar. Nátttröll liðinna daga, - sem vilja endurreisa fáfræöina, fyrirskipa gömlu þögnina um allt, sem er merkilegast viö mannlegan likama, banna þá upprunalegu gleði, sem hann getur veitt, ekki spjalla viö ung- lingana um þau leyndardóms- fullu hormón og vessa, sem allt i einu eru farin að spýtast út i kroppinn á þeim og taka af þeim öll völd, gera þá næstum að sér- stökum þjóöflokki um tima, viö- kvæma og væmna, ég mun aldrei gleyma þér, ein úr firðinum. Hvaö eru miöaldra nöldur- seggir aö hnýsast I unglingasiöu Þjóöviljans? Geta menn, sem voru svo heppnir aö alast upp meö dýrum og fengu þannig ókeypis orölausa fræöslu I kyn- lífi (dýra a.m.k.), ekki unnt ungri stúlku af malbikinu þess, að fá skynsamlegt svar viö jafn brennandi spurningu og brjóstin á mér eru svo stór, hvaö á ég aö gera, ein i víðri peysu? Og hver á að létta áhyggjunum af Þriðja tröll á kreik ungum dreng, sem er meö minnsta tippið i bekknum, ef pabbi hans er alinn upp viö jarm og hvi og breim, en engin orö, og kennarinn kannski i KFUM, einn feiminn I aftursætinu? daginn — Viltu halda I hendina á mér. Ég mun aldrei gleyma þér. — Þaö eru farnar krossferöir gegn kynlifi og kynlifsfræöslu viöa I veröldinni, venjulega i nafni einhvers guðs, krists eöa múhameös, og þar sem árang- urinn i þvi striöi er bestur er ófrelsi og eymd konunnar mest. I Tyrklandi á t.d. 35 ára gömul gift kona ekki kost á almenni- legum getnaöarvörnum, en hún getur hafa fengið allt upp I 20 ólöglegar fóstureyöingar og greitt fyrir þær þrjú og hálf árs- laun mannsins sins. Þaö mun vera arövænleg atvinnugrein i Istanbúl aö vera kvenlæknir, þótt fátækar konur notist náttúrlega bara viö bandprjón. 1 Þjóöviljanum er hamast gegn „kynlifssiöunni” i nafni hins hreina sósialisma. Þaö er aö visu svolitiö á reiki, hvar þessi kynlifssiöa er i blaöinu, stundum virðist átt viö jafn- réttissiöu Rauösokka, stundum unglingasiöuna, þessi fáu blöö, stundum kannski lesendabréfin, mér datt þaö i hug, jafnvel leikhúskritikerinn, ediktunn- una, og oftar en ekki hljóta böndin að berast að Flosa. En hvar svo sem þessi vonda siöa er I blaöinu, þá langar mig til aö spyrja: Hvenær varð likamlegt óöryggi og fáfræöi forsenda sós- fara ialismans? Hvar stendur þaö i Lenin? Eöa Marx? Eöa ætti kannski einu sinni aö fletta upp i Alexöndru Kollontaj? Kæru börn og systur! Leyfum unglingum okkar aö skoöa sæta naflann hver á öörum. Þeir hafa áhuga fyrir þvi, hvort sem for- eldrar þeirra eru kommar eöa ópólitiskir kratar, ihald eöa framsóknarmenn. Verum umburöarlynd og bönnum þeim hvorki aö nefna né snerta aö- skiljanlega likamsparta sina, viökvæma. Reynum þaö jafnvel sjálf og gáum, hvort viö verðum jafn fúl á eftir. Eöa verri sósial- istar. Látum aöra um aö reyna aö snúa þróuninni við. A þingi situr Þorvaldur Garöar Krist- jánsson, fyrir Sjálfstæöis- flokkinn eins og vera ber. Hann fann hjá sér köllun til aö bera fram frumvarp til laga um aö taka aftur réttinn af konum til fóstureyöingar af félagslegum ástæðum. 60 sakleysingjar i háskólum okkar, sem mega ekkertaumtsjá og loka þvi aug- unum fyrir félagslegu ranglæti og misrétti, hafa tekiö I sama streng og skrifaö alþingis- mönnum bréf, þar aö lútandi. Cr sömu herbúöum heyrast alltaf ööru hvoru raddir um nauösyn þess aö draga úr út- gjöldum rikisins til barna- heimila, enda var þaö gert siöast þegar þessir réöu feröinni. Bráöum veröur kannski rifjuð upp andstaöan gegn getnaöarvörnum, kyn- fræðslugreinin tekin út úr grunnskólalögunum áður en hún verbur komin almennilega i framkvæmd, meiri kristnifræði kennd i staöinn og þannig koll af kolli aftur á bak til grárrar forn- eskju og gamallar kvennakúg- unar. Þriöja daginn hef ég áhyggjur af þessu. Sérstaklega ef þú verður félagi stelpa, litla fóstur. En þiö, sannir sósialistar — hver er ykkar áhyggja? Er höfuðóvinurinn falinn á „kynlifssiðu” Þjóðviljans? Steinunn Jóhannesdóttir. Sýningar í Regnboganum *mér datt þaö í hug Magnús talar um víkingasögur Kvikmyndafélagiö h.f. hefur nú byrjarö sýningar á úrvalskvik- myndum I C-sal Regnbogans. Viil félagiö meö þessari starfsemi reyna aö gefa fólki kost á fjöl- breyttara úrvali mynda en boöiö hefur veriö uppá almennum markaöi áöur. Aö jafnaði veröa sýndar 4-5 myndir i viku hverri og er áhugamönnum bent á aö fylgj- ast vei meö þessum sýningum, þar sem hver kvikmynd veröur aðeins sýnd fá skipti. 1 þessari viku veröa eftirtaldar myndir sýndar: Ape and Superape. Nýleg mynd, framleidd i Bandarikjun- um en gerö af hollenska leik- stjóranum Bert Haanstra. Mynd sem byggir á rannsóknum Konrad Lorenz, Desmond Morris ofl. á hegöun dýra og manna og sýnir likingar á atferli tegund- anna (sýnd sunnudag) Sakaskrá Archibaldo de la Criz (La Vida Criminal de Archibaldo de la Criz), eftir Luis Bunuel, gerö 1955. Meistari Bunuel fer hér á kostum og tætir I sig borgara- legt siögæöi af sinni alkunnu ill- kvittni, uppfullur af rætnu skopi. (sýnd mánudag og miðvikudag). Dýrkeypt frægö (What Price Hollywood), myndfrá fjórða ára- tugnum gerö af George Cukor. Þetta er frumútgáfan af A Star is Born, sem hefur veriö gerö tvisvar siöan, fyrst meö Judy Garland I aöalhlutverki, siöan með Barböru Streisand. Hér fer ein glæstasta stjarna sinnar tiöar, Constance Bennett, meö aöalhlut- verkiö og leikstjórinn, Cukor, var sá sem einna hæst bar á þessu gullaldarskeiði Hollywoodmynd- anna. Fyrir þá sem vilja kynnast þvi skeiöi eins og þaö gerðist best er þetta gulliö tækifæri. (sýnd þriðjudag) Kamiliufrúin (Camille), gerö 1936, með Gretu Garbo og Robert Taylor. Greta Garbo er löngu orð- in þjóðsagnapersóna I lifanda lifi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.