Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. aprfl 1980 an væri aö sniia sér aö heimin- um aftur væri þaö engin tilvilj- un, eöa afrek „góöa páfans” Jóhannesar 23ja, heldur söguleg nauösyn. Kiing er litt hrifinn af þvi þeg- ar triiin er nýtt i' pólitiskum til- gangi frá hægri i' þvi skyni aö gera guö aö ihaldsmanni, hafa hann til aö helga rikjandi ástand. Hann vill heldur ekki leyfa vinstrisinnum nii um stundir aö taka Krist og setja á byltingarfánann. Viöhorf hans er I stórum dráttum þaö, aö kristinn maöur þurfi jafnan aö halda sérstööu sinni, gagnrýnni fjarlægö, aldrei láta neina pólitiska stefnuskrá veröa sér æöri þeirri fjallræöu sem ekki veröur sett i formiilur i stjdrnarskrá eöa siöaskrá. En þessi sérstaöa er ekki afsökun fyrir f jarveru frá stjórnmálum mannlegs félags. Sókn eftir vindi? Hver á hvað? Blöö eru full af ásökunum um aö menn séu á rangri hillu, séu aö stela senunni frá öörum, kássast upp á annarra manna jiissur. Indriöi G. Þorsteinsson var mikiö hneykslaöur á vik- ingasýningu I London : þar voru bölvaöir Skandinavar aö stela frá okkur vikingum og enskir kunnu honum Snorra okkar eng- ar þakkir fyrir aö segja kvenna- farssögur af örlagavöldum þeirra á elleftu öld. Hugsa sér! Sem betur fer finnur Indriöi sér þá huggun i Visisgrein sinni, aö reyndar séu íslendingar hvort sem er engir andskotans Skandinavar heldur Herúlar langtaöaustan komnir, svosem Baröi kvaö Guömundsson. Jtín Sigurösson haföi I Tima- leiöara áhyggjur af þvi aö „fdstrur, forskólakennarar og grunnsktílakennarar” heföu of mikil áhrif á barnauppeldi og drægju inn þangaö of stóra skammta af „fræöilegum kenn- ingum” (ja svei og fussum svei). Vildi hann efla foreldra til varnar gegn svo skelfilegri þrtíun. Semsagt : Islendingar eiga vikingana en ekki Norömenn, foreldrar eiga börnin en ekki uppeldisstarfskraftar. En hvaö á til dæmis kirkjan? Dylgjur Þaö var nú eigninlegt tilefni pistilsins. Morgunblaöiö birti á skirdag leiöara um aö kirkjan ætti sem allra mest aö helga sig sinu léni sem væri eilift lff. Þar var tekiö dæmi úr Mariusögu um mann sem leitaöi hælis i Mariukirkju en var drepinn engu aö siöur : segir hinn forni texti aö enginn skyldi meö ofdirfö rannsaka slikahluti, þvihelgir mennleysi fremur sálir úr háska en likami. Ritstjóri vill brýna þetta dæmi fyrir kirkju i samtlö og segir: „Þaö er hættuleg þróun ef stefnumdtandi aöilar innan kirkjunnar eru of háöir tisku- kenningum og stundarfyrirbær- um I félagslegum efnum. Eltingarleikur viö slikt er af kirkjunnar hálfu sókn eftir vindi. Sá grundvöllur sem kirkj- an og kristnin byggja á, er þannig úr garöi geröur, aö hann stenst timans tönn og krefst þess ekki aö hann sé notaöur til málamiölunar f von um stundarvinsældir”. Þetta eru leiöinlegar ásakan- ir. Þær eru nokkuö í þoku og engin dæmi nefnd, dylgjustíll. En merkingin er aö sjálfsögöu sú, aö áhrifamiklir aöilar innan kirk junnar séu meö félagsmála- stússi f hæpinni vinsældaleit aö leiöa trúarlíf á villigötur. Á tveim hæðum Nú skal hér enginn dómur um þaö felldur, hvernig lifi kirkju I samfélagi lifandi manna er háttaö hér á landi, eöa hver af- staöa einstakra manna er i þeim efnum. Hitt er svo ljóst, aö hér er komiö inn á umræöu sem háö er um heim allan. Leiöari Morgunblaösins er þá angi af þeirri kenningu, sem helst vill fá mönnum búsetu svo sem á tveim hæöum. A efri hæöinni búa mennviö trúna, sem „veitir okkur innri styrk, ró og ham- ingju” eins og leiöarinn segir. A neöri hæöinni er svo „veraldar- vafstriö” sem er ósköp leiöin- legt og viö „litum hjá” þegar viö erum meö sjálfum okkur og guöi uppi á lofti. A hinn btíginn eru svo þau viö- horf sem telja fyrrnefnda sundurhdlfun I meira lagi vafa- samaog leggja áherslu á aö þaö sé eölilegt og nauösynlegt aö kristnir menn láti aö sér kveöa meö virkum hætti I nauösynja- málum mannkyns, „veraldar- vafstrinu” voöalega. Þeir veröi aö taka þátt i aö móta réttlæti sinnar aldar — m.a. til aö koma i veg fyrir aö þeir veröi meö réttu — geröir ábyrgir fyrir ranglæti hennar. Abyrgir vegna þess aö þeir hafi samsinnt ómennsku ástandi meö þögn, meö þvi aö loka sig inni eöa, þegar verst lætur, meö þvi aö hvetja til auömýktar undir hrdplegt dréttlæti. „Aö vera kristinn er aö vera mennskurmeö róttækum hætti” segir einn af þekktustu tals- mönnum þessa viöhorfs, Hans Kiing, þýskur guöfræöingur, kaþtílskur. Er nú ekki úr vegi aö rekja nokkur dæmi af hans mál- flutningi I fátæklegri endursögn- Sérstaða KUng harmar þá þróun i kirkjunni (hann tekur aö sjálf- sögöu einkum dæmi af hinni kaþólsku) aö hún varö fráhverf núti'maviöhorfum („tlskukenn- ingum”) og þar meö fjarlægöist menn sem reyndu aö sækja til meira frelsis, skynsemi, mannúöar. Hann lýsir þegar I upphafi bókar sinnar „Aö vera kristinn” viö stuöningi viö þá gagnrýnu guöfræöi, sem dregur ekki dul á aö kirkjan hafi alltaf veriö virk i pólitiskum skUningi og yfirlýsingar um hlutleysi i ýmsum málum hafi I mörgum tilvikum veriö haföar til þess eins aö fela hæpin tengsl henn- ar viö valdhafa. Þegar nú kirkj- Syndin mikla Hans Kiíngtekur, sem vonlegt er, sérstaklega dæmi af Suöur- Ameriku. Þar er, segir hann, félagslegt ranglæti svo skelfi- legt, misskipting gæöa svo hrtípleg, aö ekki er ástæöa til annars en taka undir þá lýsingu, aöhinir ómennsku lifshættir séu færöir I kerfi og i sjálfu sér „of- beldi” sem komi ekki aöeins i veg fyrir aö fólk njóti efnislegra gæöaheldurog aö þaögeti veriö manneskjur. Þetta kallar Köng ásamt meö ýmsum kirkju- bræörum sinum úr álfunni sam- ábyrgöarsynd og hneyksli sem hrópi til himins. Andspænis þessu ástandi telur hann höfuö- nauösyn, aö boöskapur kirkj- unnar sé ekki lengur haföur til aö réttlæta ástand „sem er ótvi- rætt i andstööu viö kröfur fagn- aöarerindisins” og til aö „tryggja félagslega skipan, sem fáir stjórna og ráöa og þjónar aöeins fáum einum”. Kirkjan veröi aö samsama sig vonum og baráttu alþýöu fyrir betra lifi. Hans KÐng ræöir þá sér- staklega um þann áhuga sem fjölmargir kristnir menn I Rtímönsku Ameriku hafa á sósialisma. Um þaö segir hann m.a. aö „viöurkenna ber sann- leiksþætti og frelsunarmátt sem finna má í sósialisma”. En hann vill hafa fyrirvara á um sér- stööu hins trúaöa, sem fyrr var nefnd, og segir : kristinn maöur getur veriö sósialisti en þar meö er ekki sagt aö kristinn maöur hljóti aö vera sóslalisti. (Hans KSng. On being a Christian, Collins 1978, bls 554 og áfram). Gamalt og nýtt Undir lok bókar sinnar dregur Hans Kú'ng fram samanburö á gamalli og nýrri framsetningu þess vanda sem hann glimir viö og segir þá m.a.: - „Fyrrum var spurt um persónulega réttlætingu og um aöbjarga „sálum okkar” i bein- linis persónulegum skilningi. Nú er spurt um hina félags- legu vidd frelsunar og alhliöa umhyggju fyrir meöbræörum okkar. Fyrrum höföu menn hugann viöfrelsun eftir dauöann og friö viö guö. Nú hafa menn hugann allan viöfélagslegar aöstæöurog um- bætur eöa jafnvel umbyltingu kerfa. Fyrrum reyndi maöurinn aö réttlæta Uf sitt fyrir guöi. Nú reynir hann aö réttlæta lif sitt fyrir sjálfum sér og meö- bræörum slnum” (bls 582). Hans Kfing bætir þvi viö, aö þaöeigi ljdst aö vera af öllu riti hans, hve mikiö af hinni nýju framsetningu vandans sé rétt og mikilvægt. Þvi miöur hafa kaþólskir höföingjar Vestur-Þýskalands komist aö þeirri niöurstööu, aö maöur af gerö Hans Klfngs sé háskasamlegur þvi sem þeir vilja láta vera satt og rétt. Um siöustuáramótvar hann sviptur leyfi til aö kenna kaþólskum guöfræöingum (viö háskóla I Tffbingen) og komu þar til ýms- ir þættir þeirra fræöa m.a. ágreiningur um stööu páfans og fleira. Brottvisun Kiings var og liöur i gagnsókn preláta sem höföu svipaöar áhyggjur og þær sem komu fram i sklrdagsleiö- ara Morgunblaösins. Þeir voru hræddir viö þá „vinda” sem i Þýskalandi kallast „guöfræöi heimsins” eöa jafnvel „pólitlsk guöfræöi”. Ratzinger, erki- biskup i MUnchen, taldi aö þar meö væri lagt inn á braut „framfarahyggju sem færöist æ nær nýmarxiskum hugmynd- um” (Spiegel 7. jan). Arni Bergmann. Árni Bergmann skrifar *sunnudags pristill W — I erlendar bækur Theodor Mommsen: Römische Geschichte. Band I-VIII. Theodor Mommsen lést áriö eftiraöhannhlautfyrstur manna Nöbelsverölaunin 1902. Hann fæddist 1817 og átti þvi aö baki langan og starfsaman æviferil. Römische Geschichte kom út á árunum 1854-1885. Fyrstu þrjú bindin fjalla um upphaf Rómar og ná fram aö sigri Cesars viö Thapsus ár 46. f.Kr. Höfundur rekur þróun rómverska rikisins og heimsveldisins. í fjóröa bind- inu, sem er ekki fullunniö, er höfuöáherslan lögö á aödragand- ann aö moröi Cesars og þá upp- lausnsem þvi fylgdi. Næstu fimm hundruö árin eru ekki umfjölluö. Um30árumeftirútkomu þriöja bindisins kom út sem fimmta bindi,saga rómversku skattland- anna frá dögum Cesars fram á daga Diokletianusar. Sá hluti ritsins er á margan hátt sá merk- asti þess alls, þar tala steinarnir, þ.e. Mommsen byggir á heim- ildum áletrananna á steinum og byggingum sem undirstööu, og meö þvi og fleiri öruggum heimildum tókst honum aö setja saman heimildarrit, sem vart veröur um bætt, sögu róm- versku skattlandanna. Mommsen var læröastur manna á 19. öld i romverskum lögum og var frumkvööull rannsókna á latneskum áletrunum og útgáfu þeirra (Corpus inscriptionum Latinarum), þar meö fóru rann- sóknir hans á rómverskri mynt. Þessi atriöi voru ný i þeim mæli sem Mommsen dregur upp skýra mynd af pólitiskum átökum og stéttabaráttu og baráttu Rómar og Karþagó. Lýsingar á bylt- ingarástandinu I Róm eftir Graccana sem stóö i nær eina öld, eru hvergi betri en I skrifum Mommsens. Frásögn Mommsens af samein- ingu Italiu undir rómverska stjórn er umfjölluö af áhuga og nákvæmni, þaö viröist eins og höfundurinn hafi sjálfur átt þar hlut aö málum. Þar skin I gegn áhugi Mommsens sjálfs á sam- einingu Þýskalands eftir misheppnaöar byltingar frjáls- hyggjumanna 1848. En öll sú saga endurspeglast i Rómarsögu Mommsens. Mommsen aöhylltist stefnu frjálslyndra I þeim átökum. Mommsen dáöi Cesar manna mest hinna formu Rómverja, hann sá I honum, og einnig i Cromwell, persónugerving lýösinnans, sem heföi getaö endurreist rómverska lýöveldiö, ef honum heföi enst aldur til. Afstaöa Mommsens til Bismarks minnti á afstööu hans til Cesars, hinn sterki maður sem sameinaöi og byggöi upp sterkt rikisvald. Þaö kenndi alltaf nokkurs tvi- skinnungs i afstööu Mommsens til póiitískrar þróunar á Þýskalandi, hann var lýösinni, frjálslyndur borgari 19.aldar og taldi lýöveldiö heppilegra stjórnarform heldur en geöslegustu tegund af konung- legu einveldi, e.t.v. hefur þaö veriö þessvegna sem Rómarsaga hans endar á sigri Cesars viö Thapsus, og seinni hluti sögunnar eru þættir úr Rómarsögu. Mommsen fjallar litiö sem ekkert um áhrif Hellena og annarra þjóöa á menningu og stjórnarhætti Rómverja, hann ofmetur hlut Cesars, en jafnframt leggur hann grundvöllinn aö heimildakönnuninni og notkun þeirra heimilda, sem hann kannaöi manna best, aö sögu Rómar. Fyrstu þrjú bindin og fimmta bindið eru afreksverk i sagnfræðiritun og halda fullu gildi þótt rúmlega 100 ár séu liöin frá þvi aö þau voru skrifuö. Attunda bindi þessarar útgáfu eru inngangur um höfundinn og rit hans eftir Karl Christ, athuga- greinar og nauösynlegar bókfræöilegar upplýsingar ásamt registri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.