Þjóðviljinn - 27.04.1980, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. aprll 1980 Sitjandi kona eftir Pablo Picasso. Tréö viö ána eftir Pierre Bonnard. I Norræna húsinu á vegum Lista- og menningarsjóðs Kópavogs Stormasamur persónuleiki eftir Joan Miró. Sýningunni í Norræna húsinu á verkum úr safni Sonju Henie og Niels Onstad lýkur í kvöld. Þessi sýning hefur vakið mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem okkur gefst færi á að skoða frummyndir meistara á borð við Picasso, Mat- isse, Miró og Klee, svo aðeins séu nefndir nokkrir þeirra 35 lista- manna, sem myndir eiga á sýningunni. Lista- og menningarsjóöur Kópavogs stóö fyrir þessari sýningu I tilefni af 25 ára afmæli Kópavogskaupstaöar. t sýn- ingarskránni skrifar Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri: „Mörg undanfarin ár hefur bæjarstjórn Kópavogs lagt ákveðiö hlutfall af útsvarstekj- um til Lista- og menningar- sjóðs. Arangurinn getur aö lita i húsakynnum bæjarins, þar sem fjöldi listaverka mætir augum gesta. Nú er framundan aö reisa listasafn, en þvi er ekki aöeins ætlað aö geyma dýrgripi, heldur á þaö aö veröa mistöö lifandi starfs til eflingar margskonar menningarlifi i bænum”. Frank Ponzi listfræöingur átti frumkvæði aö þvi aö fá þessa sýningu hingaö til lands, og ritar einnig stuttan pistil i sýn- ingarskrá. Þar segir m.a.: ,,Ef fútúristarnir væru enn á meöal okkar og gætu framfylgt vigoröi sinu: „Brennum söfnin”, yröu þeir liklega ekki litiö hissa aö rekast á sjálfa sig i öskuhrúg- unni. Kaldhæöni örlaganna hagar þvi oft svo, að þaö sem I fyrstu virtist i algjörri andstööu viö íortiðina — byltingarkennt, frumlegt og fullt af viröingar- leysi — nýtur oft sföar al- mennrar hylli og telst ekki lengur byltingarkennt, heldur beinlinis eölilegur ávöxtur þeirrar fortiöar”. Þetta á viö um mörg þeirra verka sem á sýningunni eru. Þau eru flest máluö á sjötta og sjöunda áratugnum en sum eru þó mun eldri, langelsta verkiö er „Tréö viö ána” eftir Pierre Bonnard, málaö 1912. Flestir málaranna eiga aöeins eina mynd á sýningunni, en tvær myndir eru eftir nokkra: Juan Gris, Hans Hartung, Nicolas de Staél og Jacques Villon. Hér á siöunni birtum viö myndir af nokkrum listaverk- anna. „Dansmeyjar meö fugla” eftir Fernand Léger er frá 1953- 54. Léger fæddist i Normandy áriö 1881 og lést 1955. Hann stundaöi listnám i Paris á fyrsta áratug aldarinnar og kynntist þá mörgum af helstu spámönn- um kúbismans. Hann varö fyrir miklum áhrifum af Paul Cez- anne, einsog fleiri ungir list- málarar á þessum tima. Léger baröist i fyrri heimsstyrjöld- inni, en þegar sú seinni skall á fór hann til Bandarikjanna og var þar til 1945. Seinna fékk hann þaö verkefni aö skreyta húsakynni SÞ i New York. „Stormasamur persónuleiki” heitir mynd eftir Joan Miró, Katalóniumann sem fæddist 1893 og hefur löngum veriö tal- inn til súrrealista. Þessi mynd er dæmigerö fyrir sérstæöan og skemmtilegan stfl hans. Abstraktmálarinn Hans Hart- ung fæddist i Leipzig 1904, en fluttist til Frakklands áriö 1935. Hér á hann myndina „T-1962—L 33”, sem máluö var 1962. Pablo Picasso þarf varla að kynna. Myndin sem hér er sýnd, og teljast hlýtur til hátinda þessarar sýningar, heitir „Sitj- andi kona” og er máluð 1941. Þrir norskir málarar eiga myndir á sýningunni. Edvard Munch er þeirra frægastur, en myndin sem sýnd er eftir hann getur varla talist til betri verka hans. Hinir eru Jakob Weide- mann og Gunnar S. Gundersen. Sá siöarnefndi á hér myndina „Viðfeömi”, sem máluö var 1968 og virtist vera merkasta norska framlagiö aö þessu sinni. Þessari upptalningu látum viö svo lokiö meö hvatningu til þeirra sem enn hafa ekki séö sýninguna, aö drlfa .sig i Nor- ræna húsiö i dag. Þaö eru siöustu forvöö’. —ih Ljósmyndir gel.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.