Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 24
DJODVIUm Sunnudagur 27. aprfl 1980 Xftalsínii Þjoftviljans er H1333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. 1 tan þess tlma er hœgt aft ná í blaftamenn og aöra starfsmenn blaösins f þessum símum : Hitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81285, ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hcgt aö ná f afgreiöslu blaösins islma 81663. Biaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öli kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 naf n * X g 3 þ m Ingdifur Margeirsson, rítsjdri Sunnudagsblaösins um tveggja ára skeiö lætur meö þessu tölublaöi af störfum fyrir Þjdöviljann og hverfur til Noregs. Ingólfur er nafn vikunnar aö þessu sinni og hann var fyrst spuröur hvort hann vaeri aö fiýja landiö, Þjoöviljann eöa biaöa- mennskuna! „Þetta er ekki spurning um flótta frd einu eöa ööru. Sam- býliskona mín hyggur á nám I heimaiandi sinu og þaö þýöir óhjákvæmilega landflutninga. Aö sumu leyti er þetta kær- komiö tækifæri til aö hvfla sig frá blaöamennskunni, sem er mjög krefjandi starf. Þil hefur litinn ti'ma til aö sinna fjöl- skyldunni og börnunum, hvaö þá öörum áhugamálum. Nú tek ég viö heimilinu og sný mér um leiö aö ýmsum öörum verkum, sem hafa oröiö útundan á þessu timabili.” — Hvernig er aö stýra Ut- komu biaös eins og Sunnu- dagsblaösins? „Þetta er mjög þakklátt starf, —-ritstjörn vikulegrar helgarútgáfu er eins konar draumastarf blaöamannsins. Þetta ersjálfstæö útgáfa, óháö ritstjórnarlínu Þjóöviljans,- útgáfa sem byggir á persónu- legum vilja og stefnu ritstjórans. Honum er I sjálfs- vald sett, hverjir skrifa I blaöiö og hvaö fer þar inn. Hins vegar er mikil ábyrgö þvi samfara aö gefa út slikt blaö. Sunnudagsblaöiö veröur aö vera samnefnari fyrir alla þá sem aöhyllast sósfaliska lifs- skoöun, en jafnframt aö vera aögengilegt, — einnig fyrir pólitiska andstæöinga okkar. Blaöiö á aö vera upp- byggjandi, skemmtilegt og tnlveröugt, þaö á aö vera gagnrýniö og fjölbreytt. Hins vegar er sú hefö á Þjóöviljanum, aö aöeins einn maöur, ritstjórinn, sinnir þessari Utgáfu. Þessi hefö felur I sér hættur, — m.a. þá hættu aö blaöiö veröi einhæft, þvi betur sjá augu en auga. Þessu þarf aö breyta og ritstjórínn þarf aö fá fasta samstarfsmenn til aö vinna blaöiö meö.” — Hefuröu veriö ánægður meöbiaöiö þanntlma.sem þú hefur ritstýrt þvi? „Ein hættulegasta gildran, sem einn ritstjóri getur falliö i, er aö hugsa sem svo, aö nú sé maöur meö gott Dlaö I höndunum — sannleikurinn er sá aö maöur getur alltaf gert betur, — blaöiö getur alltaf oröiö skemmtilegra, alltaf oröiö fjölbreyttara, alltaf oröiö betra. Slikt hugarfar verður alltaf aö vera aöal- atriöi á stefnuskrá ritstjóra.Þess vegna verö ég aö svara spurningunni neitandi. —AI Félag isienskra sjúkraþjálfara á 40 ára afmæli á þessu ári og eru um 60 sjúkraþjálfarar I féiaginu. Féiagafjöldinn hefur allt aö þvi tvöfaldast á s.l. 5 árum. Auk þess eru starfandi hér á landi I kring- um 20 erlendir sjúkraþjálfarar. Flestir munu vera starfandi hér á höfuöborgarsvæöinu, á Borgar- spitaianum, Landspftalanum, Landakotsspitala, hjá Styrktar- féiagi lamaöra og fatlaöra, Sjálfsbjörg, Vlfiisstaöaspitala, Reykjalundi. Einnig er starfandi sjúkraþjálfari viö öskjuhilöar- skóla, HHöarskdia og i Kjarvals- húsi svo eitthvaö sé nefnt. Þá eru heilsugæslustöðvarnar farnar aö ráöa til sln sjúkraþjálfara eins og t.d. Heilsugæslustööin I Arbæ.og núna um daginn opnaöi einn sjúkraþjálfari stofu hér I borginni ása mt endurhæfingalækni, en þaö er þó ekki mikiö um einkarekstur hjá sjúkraþjálfurum hér á landi a.m.k. ekki enn sem komiö er. Anna Kristín Kristjánsdóttir er sjúkraþjálfari á Endurhæfingar- deild LandspitalanS og segir hún nú frá starfi sjúkraþjálfara þar, námi og launum, og hún byrjar á náminu: — Þangaö til fyrir fjórum ár- um uröu sjúkraþjáifarar aö sækja menntun sina út fyrir landstein- ana. Flestir læröu á Noröurlönd- um. Ariö 1976 var stofnuö viö Háskóla Islands námsbraut i sjúkraþjálfun. Námiö tekur 4 ár og lýkur meö BS gráöu I faginu. Og núna I vor munu fyrstu sjúkraþjálfararnir útskrifast þaöan, þaö veröa 15 manns. í þetta nám komast færri en vilja, og er um aö ræöa Numerus clausus ekki þó vegna þess aö viö viljum ekki aö fjölgi i stétt- inni, heldur af þvi aö kennsluað- staöa á þeim stööum sem nemar hafa veriö teknir er af afar skorn- um skammti og raunar alls ófull- nægjandi. Bíðum úrskurðar kjaradóms — Um launin er þaö a ö segja aö viö rikisstarfsmenn erum i launafl. 105 hjá BHM og komumst ekki hærra nema veröa deildar- og yfirsjúkraþjálfarar en þeir eru i 106., 107. og 108. fl. Mánaöar- launin i 105. flokki eru nú kr. 437.740 i 5. þrepi og I fyrsta þrepi eru þau kr. 381.463. Nokkrir sjúkraþjálfarar vinna sjálfstætt og semur Félag fslenskra sjúkra- þjálfara fyrir þeirra hönd viö Tryggingastofnun rikisins um greiöslur. — Þegar laun okkar voru ákvöröuö I öndveröu var ætlunin aö miöa okkur viö aörar háskóla- menntaöar stéttir meö álíka langt nám aö baki. Viö lentum i 104. flokki sem er þremur launaflokk- um lægra en aörar stéttir meö sambærilega menntun hafa. Viö höfum lengi krafist leiöréttingar á þessu. Fyrir tveimur árum fengum viö leiöréttingu um einn flokk og nú biöum viö úrskuröar kjaradóms en hann fellur einhvern næstu daga. Enn meira niðurgrafm — Nú segir þú aö kennslu- aöstaöa sé slæm og þrengsli mikil á þinum vinnustaö, á þaö viö um vinnuaöstööu ykkar almennt? — Hvernig sem á þvi stendur viröist vera lenska aö koma endurhæfingardeildum fyrir I kjöllurum. Þessar vistarverur eru allajafna of litlar, óhentugar og standast jafnvel ekki kröfur heilbr igöiseftirlits um hollustuhætti á vinnustaö. Hérna á deildinni er loftræsting t.d. ekki fullnægjandi og aö mati tækni- manna er ekki hægt aö gera þar á bragarbót. Samkvæmt Weeks áætluninni um endurskipulagn- ingu á Landspítalalóö er gert ráö fyrir endurhæfingardeild i nýrri byggingu sem er sist stærri en sú aöstaöasem viö höfum hér og enn meira niöurgrafin og allt aö þvi gluggalaus. „Vid þyrftum naudsynlega að geta haft í eftirmeöferd sjúklinga sem búið er ad útskrifa en til þess þyrfti að koma á fót göngudeild og hún er áreiðan- lega ekki á áaetlun ríkisspítalanna á þessari öld” Að fleygja krónunni — Bitna þessi þrengsli á starfinu? — Mikiö vantar uppá aö þjónusta endurhæfingardeildar- innar sé sem skyldi vegna mann- fæöar og lélegrar vinnuaöstööu. •- Viö þyrftum nauösynlega aö geta haft I eftirmeöferö sjúklinga sem búiö er aö útskrifa,en til þess þyrfti aö koma á fót göngudeild oghún er áreiöanlega ekki á áætl- un rikisspitalanna á þessari öld. Þó held ég aö þaö sé beinlinis aö kasta krónunni en spara eyrinn aö starfrækja ekki göngudeild, þvi aö viö núverandi aöstæöur veröum viö iöulega aö halda sjúklingum lengur á spitala en þörf væri á ef um eftirmeðferö er aö ræöa og dagurinn á spítala er óhemjudýr. Starfsfólkið illa haldið — Hvaöa sjúklingar eru þaö sem eru i sjúkraþjálfun? — Endurhæfingardeildin starf- ar sem þjónustudeild viö all- ar legudeildir spitalans og þvi er starf okkar afar margþætt. Viö sinnum m.a. lungnasjúklingum, liöagiktarsjúklingum, bæklunar- sjúklingum, hjartasjúklingum, langlegusjúklingum, sjúklingum meö vefræna taugasjúkdóma, brunasjúklingum og sjúklingum af barnadeildum spitalans og fyrirburum og nýburum á vöku- deild. — En þaö eru ekki aöeins sjúklingar i hinni venjulegustu merkingu orösins sem þurfa á þjálfun aö halda. Undanfariö hef ég sinnt starfsfólki spitalans sem hefur fariömeö sig I hálsi, öxlum eöa baki. Eftirspurnin er alveg gifurleg. Ég heföi aldrei aö óreyndu trúaö aö starfsfólk spitalans væri margt svona illa haldiö. Algengast er aö fólk kvarti um þaö sem kallaö er vöövabólga en það er ekki réttnefni; vðövaverk vil ég frekur kalla þaö. Sökum langvarandi spennu, oft vegna rangrar llkamsbeitingar og/eöa streitu, fær fólk vööva- verk. Þaö er oft komiö inn I vlta- hring — og leitar til okkar vegna verkja sem þaö ekki nær aö losa sigviösjálft. Algengasteraö gefa þvl hitameöferð i einhverju formi og nudd til aö byrja meö^einnig akti'fa slökun meö viöeigandi æf- ingum og siöast en ekki sist kenna því rétta llkamsbeitingu og starfshreyfingar til þess aö reyna aö fyrirbyggja frekari óþægindi af sama tagi. — Margir halda aö nudd sé allra meina bót, en þaö getur aldrei veriö annaö en hluti af meöferö. Þeir sem fara eingöngu I hita og nudd útaf vöðvaverkjum fara fljótt I gamla vitahringinn sinn aftur. Annars er fólki gjarnt aö segjast hafa verið i nuddi hjá sjúkraþjálfaranum þó aö allur timinn hafi fariö í stifar æfingar. Fleiri veikindadagar? — Hvaöa starfsstéttir flnnst þér verst farnar? — Af starfsfólki spitalans leita ritararnir mest til okkar, svo og gangastúlkurnar eftir aö álagiö á þær jókst aö mun I vetur þegar fariö var aö spara I mannahaldi. Satt aö segja þætti mér fróölegt aö vita hvort um sparnað veröi aö ræöa til langframa ef þaö kostar fleiri veikindadaga eins og mér sýnist aö muni veröa meö óbreytti vinnuálagi. — Helduröu aö einhverjii- af núverandi sjúklingum þinum væru heilir heilsu heföu þeir kunnaö réttar starfsstellingar? — Já, alveg tvlmælalaust. Fólk hefur almennt ekki tilfinningu fyrir skrokknum á sér og kann þvi ekki aö beita honum rétt. Það er gaman aö athuga litla krakka; þeir beita skrokknum á sér alveg rétt, beygja sig I mjöðmum og hnjám þegar þeir taka upp hlut af gólfi o.s.frv. Ég veit ekki, hvenær fólk týnir þessu niöur. En ég held aö þaö þurfi aö byrja, jafnvel i grunnskólanum aö kenna krökk- unum rétta llkamsbeitingu og starfsstööur til þess mögulega aö fyrirbyggja atvinnusjúkdóma af þeirri gerö sem viö höfum veriö aö ræöa um. — Mönnum er þó aö veröa æ ljósari nauösyn þessa þáttar likamsræktar og er i siauknum mæli leitaö til sjúkraþjálfara til aö fá leiöbeiningar um starfs- stööur og likamsbeitingu. 1 dag kenna sjúkraþjálfarar m.a. I Hjúkrunarskólanum, Hjúkrunar- brautinni viö HI, Sjúkraliðaskól- anum, F ó s t u r s k ól a n u m , Fjölbrautarskólanum — þetta er þaö sem ég man eftir i svipinn. Einnig liggur fyrir beiöni frá Iönskólanum um sams konar kennslu, og ýmsir vinnustaöir hafa leitað til sjúkraþjálfara til þess aö leiöbeina fólkinu meö rétta hæö á boröum og stillingu á stólum. Þannig bendir allt til aö starf okkar i framtíðinni beinist meira og meira aö fyrirbyggjandi aögeröum. _ hs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.