Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. aprll 1980 LISTA- HÁTÍÐ 1980 Snillingurinn Luciano Pavarotti mun þenja tenórrödd sína Stan Getz kemur með kvintett sinn GötuleikhúSp sveppaát og samkomuklúbbur: Leggjum kapp á að létta brag hátíðarinnar Listahátíð er orðin að föstu hugtaki í íslensku menningarlífi. Á tveggja ára fresti er íslendingum boðið upp á heimsþekkta listamenn og eiga þess tækifæri að kynnast því markverðasta sem gerist í erlendum listaheimi. Og að sjálfsögðu íslenskum: því á Listahátíð tefla íslenskir listamenn fram kunnáttu sinni og leikni svo hróður þeirra hefur viða borist að afloknum hátíðarhöldum. A tveggja ára fresti vaknar ætið sú spurning meðal Islend- inga sem meta listir mikils: Hvaö verður á dagskrá Listahátiðar i ár? bar sem árið 1980 er ár Lista- hátiðar, lagöi Þjóðviljinn leiö sina til framkvæmdastjóra Lista- hátiðar, örólfs Arnasonar, og spurði hann tiöinda af hátiðinni, sem hleypt veröur af stokkunum eftir rúman mánuð. örnólfur var fyrst spuröur aö þvi hvort Listahátiö ynni eftir einhverri ákveðinni stefnu. — Það er einmitt þaö, sem við höfum unnið aö, svaraði örnólfur. Viö höfum lagt kapp á að létta brag hátiöarinnar og gera hann opnari og frjálslegri fyrir alla borgarbúa. Þaö á að vera greini- legtfyrir alla borgarbúa aö hér er haldin hátið meö ýmsum hætti. Við opnum hátiðina á Lækjar- torgi með tónleikum og leik- sýningu. Sýningin verðpr fram- flutt af Els Comediants, spænsku götuleikhúsi frá Barcelona. Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir úti- leikhús sitt sem þeir byggja á heföum i katalónskri tónlist og hátíðahöldum. Þeir nota m.a. risavaxnar brúður og eru reyndar anarkistar. Bústofn í pappakassa — Anarkistar? — Já, á ég kannski aö segja dálltið frá þeim? — Fyrir alla muni... — Já, ég vil taka það fram að þeir verða á götum borgarinnar alla hátiðina, og auk þess munu þeir koma fram i klúbbi Lista- hátiðar, sem ég mun seinna skýra frá. Els Comediants hafa slegið i gegn i Evrópu á undanförnum árum. Þeir byrjuöu á þvi að vera blankur trúðaflokkur sem ekki átti bætur fyrir rassana á sér, en eiga nú i dag þrjá bila, stórt hús, þar sem grúppan býr i sambýli, og skipta peningunum eftir mjög athyglisverðu kerfi. Ég heimsótti þau i fyrra og sá hjá þeim sýningar, þekkti reyndar forsprakkana frá þvi ég bjó i Barcelona fyrir 10 árum, og komst þá um snoðir um skiptingu teknanna. Þau geyma allar tekjur sinar i pappakassa á ákveðnum stað i húsinu. Þangað sækir hver og einn fjárþörf sina hverju sinni. Þegar fariö er i bæinn er einfald- lega spurt: Hvað þarft þú mikið? Og hverjum og einum er útbýtt þvi sem hann þarf. Og það fer aldrei neitt heildaruppgjör fram. Þetta viröist hafa gengiö árum saman, án nokkurrar afbrýöi- semi og virðist fullgild sönnun að þetta sé mjög gott fólk. Umhverfissýning — Hátið fyrir almenning — hvað er meira á dagskránni? — Það veröa tvennir sinfóniu- tónleikar á Lækjartorgi, föstu- dagana 6. og 13. júni. Þar verður m.a. frumflutt pantað verk eftir Gunnar Heyni Sveinsson fyrir jassgrúppu og hljómsveit. Nú — þar að auki verður mikil sýning i Miðbæjarskólanum. Hún fjallar um þéttbýlisumhverfi, og þar sameinast tugir ungra islenskra listamanna i ýmsum greinum og gera borgarlifi nútimans skil. Þarna veröur um aö ræða mynd- list, tónlist, leiklist, byggingarlist og bókmenntir. Ég bind vonir við að þessi sýning létti stemmnmguna þar eö hluti hennar fer fram undir berum himni, bæði I portinu og út á götunum. Ég vil einnig taka fram að margir þættir Lista- hátiöar eru sýndir á götum úti og það þýðir að sjálfsögðu ókeypis aögang og þar með getur almenn- ingur notiö lista án þess sifellt að þurfa að draga upp pyngju sina. Opinn klúbbur — Fleiri nýmæii? — Eins og ég drap á I upphafi þá er ætlunin _að reka Lista- hátiðarklúbb, véitingahús sem öllum er opiö án aögangseyris. Hann á aö starfa á kvöldin og þar getur fólk fengið sér ódýra hress- ingu og hitt aðra gesti hátiöar- innar, svo og þá íístamenn sem fram koma á hátíðinni. Þarna gefst fólki tækifæri að koma saman i frjálslegu umhverfi og ég er ekki i vafa um að margir hafa áhuga á að kynnast listamönnum i öðru umhverfi en á sviði. Þá er meiningin að hafa lifandi músik á hverju kvöldi og ákveðin dag- skráratriöi eftir að sýningum og tónleikjahaldi lýkur á kvöldin. — Hvernig stendur Listahátfð fjárhagslega? — Viö höfum átt við mikið peningaleysi aö striða. Fjár- styrkur frá riki og borg hefur staðið I stað i krónutölu siðan 1974. Ef fjárstyrkurinn hefði hækkað samkvæmt visitölu hefði Listahátið i dag til undirbúnings þessarar hátiðar 95 miljónir i stað 13.3 miljóna, en það er sú tala sem allur undirbúningur hefur veriö miöaður við, þó að I ljós hafi komið við afgreiöslu fjarlaga, að von er á talsverðri hækkun á hlut rikisins á þessu ári. Faðir uppákomunnar — Ef við vikjum aö nýstár- legum listamönnum sem þessa hátið sækja heim? — Já, ég vil nefna John Cage i þvi sambandi. Þó hann sé oröinn gamall maöur má þó segja að hann hafi alltaf verið drifkraftur fyrir nýjar hugmyndir og nýstár- Japanski dansarinn Min Tanaka dansar allsnakinn og alrakaður. örnólfur Arnason framkvæmda- stjóri Listahátlðar: — Það á að vera greinilegt fyrir alla borgarbúa að hátfðarhöld séu i bænum. segir Örnólfur Árnason framkvæmda- stjóri Listahátíðar lega framsetningu bæöi I tónlist og myndlist. Okkur fannst vel til fundið aö bjóða páfa nýlistar hingað til að taka þátt i hátiöinni og flytja verk eftir hann. Við vorum svo heppnir að Paul Zukofsky, sem haldið hefur tón- listarnámskeið hérlendis, er einn nánasti samstarfsmaður Cage, og hefur staðiö fyrir hátiðum i ára- raöir þar sem verk Cage hafa verið flutt. Hann mun stjórna nokkrum konsertum eftir Cage, en auk þess stjórnar hann konsert eftir Schönberg. Það fer einkar vel á þvi, þar sem Schönberg er einn frumkvöðla nútimatónlistar I heiminum og tók Cage upp á sina arma þegar hann var ungur maður. Verk þetta er „Pierrot Lunaire”, og einsöngvari er Rut Magnússon. John Cage var einn aðalboöberi uppákomunnar. Hann er ennþá meö mjög frumlegar hugmyndir varðandi uppsetningu og fram- korau, og mun á Listahátiö standa fyrir tveimur dagskráratriöum. 1 fyrsta lagi heldur hann kvöldverð með sérviskublæ, en hann er skelfilegur óvinur mengunar i ,mat og drykk og veröur allt eldað eftir hans forskrift. Það kvöldið stýrir hann umræðum sem hefj- ast á umræðuefninu „sveppir” en gæti auðveldlega leitt af sér rök- ræður um önnur heimspekileg málefni. Við gerum ráö fyrir að geta borið á borð fyrir 250 gesti. Nú, — I ööru lagi verður Cage meö sérkennilegan upplestur úr verkum bandariska 19. aldar skáldsins og heimspekingsins Thoreau, og sýnir litskyggnur. Japanskur galdramaður — Bjóðið þið uppá fleiri uppá- komur? — Já, við veröum með spánýjan japanskan uppákomu- mann, sem er galdramaður á sviði danslistar og likamshreyf- inga. Hann vakti athygli i Evrópu I fyrra meö sýningu i Paris. Við vorum svo heppnir að Thor Vilhjálmsson sá þessa sýningu og kveikti strax á perunni, en það mátti varla seinna vera, þvi nú i vorogsumarer Min Tanaka.eins og listamaðurinn heitir, á nær öllum meiri háttar listahátiðum Evrópu. Persónulega þekki ég hann aöeins af lýsingum Thors, umsögn heimspressunnar og klukkutima sýningu á mynd- segulbandi. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hann eigi eftir aö vekja geysilega athygli. Min Tanaka dansar hægt en hefur gifurlegt vald á likama sinum. Hann dansar allsnakinn, og hefur rakað af sér hvert einasta hár likamans. Hann velur sér gjarnan óhefðbundna dansstaði sem þök skýjakljúfa I New York, tröppur eða óbreytta náttúruna. Með honum koma þrir af fremstu hljómlistarmönnum Japana. Ég vil taka þaö fram að japanski menningarsjóðurinn kostaöi för þeirra hingað. Finnsk leikhús — Hvaða leiklist býður Lista- hátið upp á? — Þegar við ákváðum að lengja hátiðina var það til að dreifa dagskráratriöum yfir lengri tima, en þegar við vorum að leggja siðustu hönd á verkið sáum viö nátturlega að magnið hafði aukist að sama skapi. Ég býst viö að mest áberandi sé óvenjulega stór hlutur leiklistar sem reyndar rak á okkar fjörur seint á undirbúningstimanum m.a. vegna aðstoðar Norræna Gestaleikhússjóðsins. Sunnudagur 27. aprfl 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13’ Líklegasta poppstjarnan á Listahátld: Nina Hagen Spænska götuleikhúsid mEIs Comediants” frá Barcelona bregdur á leik borgarbúum að óvörum alla hátlðina Við höfðum spurnir af tveimur frábærum finnskum sýningum og við áttum erfitt að gera upp við okkur hvora við vildum fremur. Annars vegar var um að ræða sýningu á „Hamlet” sem sá heimsfrægi lærisveinn Bertolts Brechts, Benno Besson.hefur ný- verið sett upp með Lilla Teatern, og hins vegar var um að ræða sýningu KOM-leikhússins i Hels- inki á „Þremur systrum” eftir Tsjékov. Sá hængur var á, að Lilla Teatern hefur komið þri- vegis áður til landsins og þar af tvisvar sinnum heimsótt Lista- hátið. Okkur þótti þvi vafasamt að bjóða Lilla Teatern einu sinni enn, þótt við vildum kannski enga norræna sýningu fremur. Nor- ræna leikhúsnefndin skarst þá i leikinn og var svo elskuleg aö leysa vanda okkar með þvi að greiöa allan kostnað við heim- sókn beggja leikhúsanna. Þeir sem algjörlega eru ókunnir leikhúslffi erlendis, gætu haldið að eftirsóknarverðara sé að bjóða leikhópum frá stórborg- um en min reynsla af leiklistar- hátium er sú, að þegar er verið að velja það nýstárlegasta og besta i leiklist, vill svo undarlega til að oft er fyrst boriö niður á alls konar útkjálkum eins og Helsinki, Reykjavik, Madrid og Mílanó, áður en farið er að bjóða leik- húsum i London — Paris — New York. A stórkostlegustu leiklista- hátið siðustu ára, Leikhúsi þjóð- anna I Hamborg I fyrra, fór það ekki framhjá okkur Islend- ingunum að London — Parfs — New York áttu þar engan full- trúa. — Hvað meö fslenska leiklist? — Mig langar til að segja frá þvi að eftir að hafa séö frum- sýningu Leikfélags Akureyrar um siðustu helgi á „Beöið eftir Godot” eftir Beckett, er ég ekki minna stoltur að þessi sýning skuli vera sýnd á Listahátfð, en þó hún væri frá heimsfrægu leik- húsi. Listin sprettur upp þar sem skilyrðin eru góð, hvort sem þaö er i skjóli stórra trjáa eða á ber- angri. Það er von min að menn séu ekki svo blindaðir af minni- máttarkennd að þeir þekki listina þó hún komi frá Akureyri eöa Helsinki. — Nú, svo erum viö með glæsi- lega höfuðborgarlist lika, frum- sýningu á nýju verki, „Snjó”, eftir Kjartan Ragnarsson undir stjórn Sveins Einarssonar. Ekki er vafi á þvi að margir biða þess- arar sýningar meö eftirvæntingu. Þjóðleikhúsið minnist einnig 100 ára afmælis Jóhanns Sigurjóns- sonar. meö veglegri dagskrá. Dansleikjahald — Ég vil einnig skjóta þvi hér inn I, segir örnólfur, aö Lista- hátið heldur dansleik opinn öllum I Laugardalshöllinni þ. 7. júni. tslenskir popparar leika fyrir dansi og spænsku leikhúsmenn- irnir Els Comediants sem hafa sérhæft sig m.a. I dansleikjum á kjötkveöjuhátfðum koma þar fram. lslendingar þekkja vel til lifandi kjötkveðjuhátiöa eins og réttarballa, þannig að þetta ætti að fara vel fram. Ég tel að böll með lifandi tónlist séu aö leggjast af og þvi alls ekki fyrir neðan virðingu Listahátiðar að minna á það, að slik fyrirbæri geta veriö mjög skemmtileg. Heimsfræg nöfn Fyrir utan sérstæð sýningar- atriði Listahátiðar sem örnólfur hefur stiklað á, má geta annarra heimsfrægra nafna sem gista Listahátið. Sá mikli italski tenór- söngvari Luciano Pavarotti mun syngja þ, 20. júni með Sinfóniu- hljómsveit Islands undir stjórn hins heimsfræga Kurt Herbert Adier. Þá mun sá frægi saxafón- leikari Stan Getz mæta með kvintett sinum, The Wolftones flytja irsk þjóölög og sænski gitarleikarinn Göran Söllscher mun halda tónleika, auk hinna fjölmörgu islensku listamanna, sem fram á hátiðinni koma. Yngri kynslóðin biður eflaust spennt eftir hvort heimsfrægir popparar láti sja sig. Örnólfur er spuröur um þetta atriði. Nina Hagen — Við erum I samningum við Ninu Hagen, Santana og Rolling Stones. Viö getum áreiðanlega fengið Ninu Hagen, og liklegt er aö sú ráðstöfun veröi ofan á. Framkvæmdastjórn Listahátiöar hefur meiri áhuga á þvi að fá hingað vandaöa popp-tóniist held- ur en að stofna til tónleika bara á þeirri forsendu að fylla Laugar- dalshöllina. Það er auövelt að undirbúa Listahatið einungis með þvi hugarfari að allt fái metaö- sókn. En það er erfitt að sam- ræma mikla útbreiðslu meðal almennings og strangt gæðamat, segir örnólfur Arnason, fram- kvæmdastjóri Listahátiðar að lokum. * Texti: Ingólfur Margeirs son Sænskur gítarleikari Göran Söllscher heldur gltartónleika med Sinfóníuhljómsveitinni, auk þess heldur hann einleikaratónleika Aldursforseti uppákomunnar John Cage m.a. stýra umræðu 1250 manna kvöldverðarboði um sveppi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.