Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. aprn 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIDA 17 Rauöu Kmerarnir tæmdu höfuöborgina Phnom Penh. „Sagt var aö viö ættum aö leita skjóls fyrir utan borgina af þvi aö Bandarikjamenn ætluöu aö hefja loftárásir um nóttina”. Bandarikjamenn ætluöu aö hefja loftárásir á hana um nóttina. Ég haföi þvi svotn ekkert meöferöis, viö áttum aö koma aftur næsta morgun. Elsta dóttir min var hjá móöur minni og móöursystur. Viö tróöum okkur inn i bilinn, ég, maöurinn minn, þrjú börn okkar og nokkrir ættingjar. Siöan ókum við i austur, einsog fyrirskipað var. Flutningalest — Allt var þetta einsog martröð og rennur saman i endurminningunni. Við skildum bilinn eftir við ána og þar var okkur troöiö um borö i bát, siöan gengum viö þangaö til viö komum að járnbrautarstöð og þar var okkur staflaö inn i flutningavagn, áttatiu manns og þar aö auki svin og fiöurfé. Lestin ók i fimm tima án þess að nema staöar og stopp- aöi loks á milli stööva, og þaöan þurftum'við að fara fótgangandi átta kilómetra gegnum þéttan skóg. Maður sá ekki til himins, það var hellirigning. Fólkið var i þunnum götuskóm, börnin grétu og rauðu Kmerarnir voru saman- bitnir, allir með byssur. Einkum voru kvendátarnir miskunnar- lausir. — Mitt i þessu villta landslagi vorum við allt I einu komin á „áfangastaö”. Viö vorum látin byggja okkur skýli og gerðum það eftir bestu getú, úr laufi og kvist- um, og lifðum á baunum og smá- dýrum. Með verkfærum frá steinöld áttum við að rækta upp þessa jörð. Skordýrin voru einsog ský yfir okkur. Fólk dó einsog flugur. Þetta var svæði nr. 2. öllu land- inu var skipt i svæöi — staðanöfn voru bönnuö, þau voru leynileg, einsog mannanöfnin. Nokkrum mánuðum siöar heyröum viö aö senda ætti allt fólk af vietnömsk- um uppruna til Vietnam. Nokkr- um árum seinna frétti ég að rauöu Kmerarnir heföu tekiö af lifi mikinn hluta þess fólks sem þeir höföu safnaö saman til aö flytja úr landi. Stíflugerð Viö vorum send til svæðis nr. 1. Þar unnum við aö stiflugerö. Viö vorum ennþá saman og þaö var nokkuð sem fáar fjölskyldur gátu státaö af. En dag nokkurn I ágúst 1976, nánar tiltekiö klukkan eitt, kom yfirmaöur búðanna meö tvo hermenn með sér til aö sækja manninn minn. Ég sagöist vilja koma með. ,,Þú um þaö” — sagði yfirmaöurinn. Ein af telpunum var sofandi, svo við skildum hana eftir. Yngri börnin tókum við meö okkur. Og svo lögðum viö af stað. Einn kilómetra út fyrir búöirnar. Viö komum aö stóru tré á lækjar- bakka. Ég sé það enn fyrir mér: vatniö, trjástofninn og laufkrón- una. Þarna stóö einhver maöur og gróf skurö. Maöurinn minnrétti mér dóttur okkar, sem hann hafði haldiöá.og sagði um leiö: „Vertu hugrökk! Hugsaöu um barniö! ” Þetta voru hans siöustu orö. Ég var einsog steingervingur. Ég grét ekki einu sinni. Annar hermaðurinn miðaði byssunni og skaut. Hann féll fyrir fyrstu kúlunni. Það má lita á þaö sem blessun: að fá aö deyja án þess að vera pyntaður. En hann kipptist við og dóttir okkar rauk til og henti sér yfir hann og öskraöi. Þá slóhermaðurinn hana meö byssu- skeftinu.Hann hitti i hnakkann og þaö leiö yfir hana. — Þetta gerbreytir manni. Maður er einsog utan viö allt. Ekkert meiöir mann lengur. Maöur grætur ekki eftir þaö. Dóttir min fékk háan hita og dó seinna sama dag. Hin telpan, sem ekki hafði verið viðstödd aftökuna veiktist og dó nokkrum dögum seinna. Aður en þessum ágústmánuði lauk 1976 haföi ég misst eiginmann og tvö börn. Sá sem syrgði ættingja sem tekinn hafði verið af lifi, fékk að heyra setningar einsog þessa: hvernig geturöu saknaö óvinar Flokksins! Vinna! Vinna! — Ég hef verið á svæðum nr. 2, 1, 5 og 4. Vinnan hófst venjulega kl. 3.30 á morgnana og unniö var til 12, en þá var matarhlé. Siöan var unniö frá 1 til 6. Auövitaö reynd- um viö aö stelast burt og sofa stund og stund á bak við runna eða stifluvegg. Þrir „sunnudag- ar” i mánuöi nægðu heldur ekki til að safna kröftum. Þessvegna tilkynnti fólk veikindi og varö eftir i búöunum og svaf dag og dag. En það var auövitaö stööugt eftirlit og refsingar fyrir að svikjast undan. Og pólitisk innræting dag útog dag inn, fyrir- lestrar sem stóöu oft yfir frá kl. 19 til 22, kvöld eftir kvöld. Maöur átti að vera heiöarlegur gagnvart Flokknum! Maður átti að vinna. Vinna! Vinna! Maður átti aö lúta vilja bændastéttarinnar. Flest slagorðin voru fengin aö láni frá kinverksu menningar- byltingunni. Varðmennirnir og yfirmennirnir gengu um með litla rauöa kveriö hans Maós. Við unnum einsog refsifangar. Viö vorum stööugt hvött áfram meö loforöum um meiri mat i framtiöinni. Næsta áriö fáiö þiö þrjár stórar máltiðir á dag! Svæðin voru kannski hvert ööru ólik. En þar sem ég var fengum viö sæmilegan mat I tvo mánuöi á ári, rétt eftir uppskerutimann. Þess á milli var þaö sama eymdarsiipan. Nokkrar uppsker- ur voru verulega góöar. En þaö var ekki fyrir okkur. Mest af upp- skerunni var flutt út til Kina. Byssukúlurnar sem Pol Pot fékk þaöan voru ekki gefnar. Bátur fullur af vopnum kostaði 45 tonn af hrisgrjónum! Tveir maísstönglar Ég verö að segja frá einu atviki i viöbót, sem ég mun aldrei gleyma. Þaðgerðist á svæöi nr. 5. Ég tilheyrði vinnuhópi sem átti að ryðja 10 hektara skóglendi fyrir kartölfurækt. Þetta var við fjalls- rætur, það var nóvember og rigndi um kvöldiö. Ein stúlkan haföi stoliö tveimur maisstöngl- um. Allur hópurinn var rekinn að báli, sem kveikt hafði veriö og yfirmaður búöanna sagöi: „Ég skal sýna ykkur hvernig fer fyrir þeim sem stela!” En stúlkan hrópaði: „Ég hef stolið tveimur maisstönglum. Ef ég væri yfir- maður hér gæti ég borðað mig sadda án þess aö stela. Þú ert meiri þjófur en ég! Þú getur allt- af boröað þig saddan, á meöan fólkið hérna veslast upp úr hungri!” Þá byrjaði hann aö slá hana i höfuðið. Hún hrækti framan I hann. Hann varð óður og hjó hana hálsinn meö hnif. Þessu fylgdi hrikalegur dauöadans. Blóöiö spýttist úr hálsi stúlkunn- ar yfir hana. Og eldurinn logaöi. Þetta var óraunverulegt eins- og hryllingsmynd. Þvi aö hún dó ekki. HUn reis upp og hélt áfram aö hrópa háösyrði um hann. Og hann réðst á hana með hnifinn aö vopni, hjó og hjó I andlit hennar. Skógurinn var svartur allt I kring og eldurinn og fólkið sem stóö hreyfingarlaust af ofsahræöslu og blóöiö — að svo mikið blóö skyldi rúmast i einni manneskju! Og logarnir og maðurinn andspænis stúlkunni sem öðlaöist slikan kraft að hon- um var næstum um megn aö gera útaf við hana. Stúlka sem stóö viö hliöina á mér féll i yfirliö og datt i tjörnina. Sjálf lá ég veik I tiu daga eftir þennan atburö. Og ég get aldrei gleymt einstökum at- riöum: viðarstaflanum, svörtu fjallinu, tjörninni sem logarnir spegluöust i og æöi stúlkunnar sem var sterkari en bööullinn. 1 ársbyrjun 1978 fréttum við „gegnum þráölausu skeytaþjón- ustuna” aö uppreisn heföi veröi gerö á nokkrum svæöum i austur- hluta Kampútseu. Okkur grunaöi að borgarsvæöin yröu frelsuö fyrst, og ég tók stefnu á Battam- bang, þaö var á svæöi nr. 4. Ég flúöi meö son minn. Þegar viö hvildum okkur á vegarbrúninni komu hermenn úr liöi Pol Pot og spurðu á hvaða leið viö værum. Það var lifshættulegt aö vera svona á bersvæði frjáls. Ég sagöi að maöurinn minn væri á svæöi nr. 5og aö ég væri aö fara þangaö til að leita aö honum, vegna þess að á svæöi nr. 4 væri hungurs- neyð. Búðastjórinn Hermennirnir sögöu að maöur ætti fyrst og fremst að hugsa um fósturjöröina, Snúöu viö! En ég þóttist færast undan þvi. Þá tóku þeir okkur meö og sögöust skyldu fara meö mig á fund búöastjórans á svæöi nr. 4. Ef hann þekkti mig, skyldi ég fá aö vera þar kyrr, en ef ekki, þá beið min aftaka eöa hægfara dauöi i grjótvinnunni. Þeir sem fengu það verkefni aö mylja grjót meö handafli uröu aldrei gamlir. En ég tók áhættuna, vegna þess aö ég vissi hvaö búðastjórinn á svæöi nr. 4 hét. Hann hét Cha og haföi verið verkamaöur i Battambang. Þeir fylgismenn Pol Pots sem verst var að eiga við voru fjallabúar. Þeir fóru með okkur i kofa á svæði nr. 4 og þar fengum við aö vera um nóttina. Daginn eftir kom hermaöur þangað með mann sem mér skildist aö væri búöa- stjórinn. Hann horföi á mig rannsakandi augnaráði. Ég þaut til hans og sagði: „Frændi! Þú veröur aö fyrirgefa mér aö ég flúði. Ég ætlaöi að finna manninn minn. En ég skil nú aö það var heimskulega gert. Leyfðu mér aö koma með þér til búöanna aftur”. Búöastjórinn kom til móts viö mig i leiknum og sagði: „Jú þaö er hún, bróöurdóttir min”. Svo fórum viö inn I búöirnar hans. A leiðinni spuröi hann hvernig ég hefði vitað hvað hann hét, og ég sagöist bara hafa giskað á þaö. Ég hefði nefnilega heyrt að á svæði 4 væri enn til svolitiö af mat, en á svæði 5 rikti hungur. Hann sagði það satt vera, en ég yröi að vinna af krafti ef ég fengi að vera kyrr. — Svo var ég útnefnd bróðurdóttir hans og fékk að vera þarna allt til þess aö landiö var frelsaö. Kona búðastjórnas ann- aöist son minn. Ég fór á hverjum degi meö vinnuhópi út á fremstu viglinu, þ.e.a.s. þangað sem verið var aö byggja stiflu nokkuö langt frá þorpinu. Þar vann ég svo til 8. janúar 1979. Þá fréttum viö aö andspyrnuhópar og Vietnamar hefðu frelsaö Battambang. Flest- ir á svæöi nr. 4 voru borgarbúar sem höföu veriö fluttir frá Battambang árið 1975. Nú streymdu þeir aftur til bæjarins á meðan hermenn Pol Pots flúöu I vesturátt. Dúum ÖLDRUÐUm ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD Næstu framkvæmdir viö Hrafnistu í Hafn- arfirði, bygging hjúkrunardeildar fyrir 75—80 manns eru að hefjast. Vonast er til að hægt verði að taka bygginguna í notkun á árinu 1982. Hver miði í Happdrætti DAS er framlag, sem kemur gamla fólkinu til góða, framlag sem mikils er metið. Miöi er möguleiki. miÐI ER mÖGULEIKI Dúum ÖLDRUÐUm ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD HAPPDRÆTTUÁR Hljómtæki í bílinn Uppsetningar á loftnetum, alhliða rafeindaþjónusta fyrir heimilið og bílinn. HLJÓMUR Skiphoiti 9, sími 10278 Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alia virka daga.sími: 27609"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.