Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 19
Sunnudagur 27. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Þú gerir okkur skömm tií, Pétur Hvernig 'fffnw Þjóöarskútan 1 að farast, og þú meö hendur í vösum sumarlyndi visna- mál * I Umsjön: Adolf J. Petersen Við höfum áöur þetta þekkt t sIBustu Vlsnamálum var þvl lofað aö láta heyrast meira úr bréfi frá Brandi I Arborg (Can). Hann segir: „Ég sit hér meö Visnamál, velti vöngum, treð fingri i trantinn og leita að forpr jóni við siðari hluta visu, en allt árangurs- laust”. Siðari hluti að visu kom i Visnamálum i marsmánuði, það er við hann sem Brandur er að prjóna framleistinn og gerir það svona: Forprjón ekkert finn ég enn, i fáti totta putann, komi nú alUr kvæðamenn og kveði fyrrihlutann. Við annan seinnihluta að visu prjónar Brandur: Eitt rif guö úr Adam sleit, úr varð fyrsta kvinna. Alvarlegum augum leit afrek verka sinna. Hún Snotra er móðir aðSnató, en Snató er undan Plató. Hann er skelfilegt svin, en þó skammast hann sin nið’r i skott, ef við köllum hann Nató. Siðan þetta gerðist hefur litið orðiö vart við að limrur væru gerðar. En einn af les- endum Vfsnamála, sem kallar sig ZX sendi eitt sinn nokkrar limrur sem hafa beðið, nú er best að draga þær upp úr skúff unni. Hver visa eða limra er sjálfstæð og ekki i tengslum við aðra. Z.X. segir: titlendan ef eygir hund, ( áttu þig að hneigja um stund, bjóöa honum klapp og kws, kindur þinar, tik og hross, álavikur, fiskivötn og fögru grund. 0 — Svo sendir Brandur visupart sem hann segir að sér sé óbotnandi. Sjálfsagt er að hjálpa Brandi með viðauka og þá í limrustll. Brandur segir: A bás sinum beljan stóö yxna en bolinn var þjáður af hixta. Iilur þykir andskotinn, eitt er þó gott við karlfuglinn, upp til hans ég at þvfUt að aldrei þoldi hann nokkurn skit af útiendingum inn i bæinn sinn. Viðbót: Gefðu honum bara brennivin svo beljan fái I skeiðin sin og komi úr henni káifur. Brytjaöu svo bolann I spað og borðaöu hann sjáifur. A. Um ást i meinum yrkir Brandur þannig: Sveif i þotu til suðurlanda hann Stjáni sveipaður heimsins gæða • láni. | i veislum öllum vel sig bar, virðulegur tiisýndar, en syndgaöi með sinjoritu á Spáni. — 0 — A bak við hró i lágri laut, þau leikinn þreyttu strangan, hani á eftir hænu þaut hvildardaginn langan, Heimasætan hastaði á hanann þar i æði, korni siöan kastaði úr kollu fyrir bæði. Hænan ekkert hikaöi en hungur þjáði garpinn, sneyptur fram sig fikaði og fór að tina i sarpinn. Við höfum áður þetta þekkt það er lifsins gangur. En vinir það er voðalegt að verða ærið svangur. Hér lýkur úrtakinu úr bréfinu frá Brandi, i sambandi við visuhendingar hans var minnst á limrur, þaö er hreint ekki Ur vegi að geta þeirra frekar. Limrur eru breskar að uppruna, þær voru tækifæris- visur á sinni tið, talsvert viöhafðar á Suðureyjum og viðar. Limrur bárust til íslands og voru orönar þekktar I byrjun átjándu aldar. Fyrsta limran sem hér er verulega þekkt er eftir séra Grim Bessason þegar bisk- upinn bað hann aö yrkja sálm útaf sögu I Nýjatestamennt- inu. Grlmur byrjaði sálminn: Undarlegur var andskotinn, er hann fór i svinstötrin. öllum saman stakk hann ofan fyrir bakkann, helvitis hundurinn. Limran varð aldrei nein dægurvisa hér á landi. Þor- steinn heitinn Valdimarsson sendi frá sér dálitla bók með limrum sem Heimskringla gaf út 1965, þar má finna þessa samviskulimru: Það má finna I erlinum og önnunum að öiið er súrt á könnunum, litið hey i laupunum, lýgi og svik i kaupunum. En stjórnarvöldin stanga þó úr tönnunum. Hvort islenskum hag- yröingum geðjast formið á limru eður ei, þá er vist aö i einni limru er hægt að segja æði margt, ekki siöur en i is- lenskri ferskeytlu. Islendingar hafa lika notað fleiri form en ferskeytluna til aö tjá hug sinn. Um Sölva Helgason kvað Bólu-Hjálmar: Heimspekingur hér kom einn á húsgangsklæðum, með gleraugu hann gekk á skiðum, gæfuleysið féll að slðum. Æri-Tobbi kvað um Þór- arin á Hvltárvöllum: Hér getur enginn komist I kör fyrir kæsisdöllum. Þambara vambara þeysingsköllum, Þórarinn bóndi á Hvitárvöllum. A Sölvamannagötum kvað Páll Vídalin: Hiilir undir helga menn og hundinn lika. Hvar er að finna herra slika? Hvergi veit ég þeirra iika. Guömundur Bergþórsson kvað um mann sem ekki vildi taka undir kveðju hans á förnum vegi: Fyrst þú vilt ei veita ans, versti fjandans maki, Andskotinn og árar hans ofan fyrir þér taki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.