Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. apríl 4980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 FRÉTTASKÝRING Hvad er að Kúbu? Stjórn Fidels Castro nýtur stuönlngs alls þorra almennings á Kúbu viö framkvæmd byltingarslnnaörar utanrikisstefnu sinnar. Þeir atburðir sem hafa verið að gerast i Havana siðan i april- byrjun og enn er ekki séð fyrir endann á, hafa valdið ýmsum góðum vinstrimönnum heila- brotum. Hvað er eigin- lega að gerast á Kúbu? — spyrja menn. íhaldið er ekki i neinum vand- ræðum með að útskýra þetta mál: kommún- isminn er svo vondur að fólk flýr hann i stór- hópum, segja þeir og hlusta ekki á neinar útskýringar. Þegar Ólafur Gislason skrifaði ágæta grein um þetta mál i Morgunblaðið 17. april prjónaði ritstjóri aftanvið hana og sagði að það væri „alltof einföld skýring á fjölda- flóttanum frá Kúbu að ,, auglýsingameistarar kapitalismans” hafi sigrað Fidel Castro og sovéska rúblusjóðinn hans.” Ég tel hinsvegar aö þö sé alltof einföld skýring að „meiniö sjdlft” sé þjóðfélagsskipanin á eyjunni, einsog ritstjóri Morgunblaösins segir. Ekki er kommúnisma fyrir aö fara í Mexico, og þó reynir u.þ.b. ein miljón manns aö flýja þaöan yfir landamærin til Banda- rikjanna á hverju einasta ári. Þaö er enginn kommúnismi á Haiti, en þaöan flúöu hundruö manna á bátum til Bandarikjanna rétt um þaö leyti sem Kúbumennirnir ruddust irtn á lóö penianska sendiráösins I Havana. Og þaö er enginn kommUnismi á Islandi; samt flýja héöan nokkurhundruö manns á ári til rikari landa. NU ætla ég ekki aö halda þvi framaö máliö séeinfaldlega þaö, aö sum lönd séu fátækari en önnur og aö fátækt fólk leiti þangaö sem rikidæmiö er, þótt vissulega sé þessi hliö á málinu fyrir hendi. KUba er fátækt land, þvi mega menn ekki gleyma, þótt þar hafi oröiö gifurlegar fram- fsrir á siöustu tuttugu árum og landið sé nU óþekkjanlegt frá þvi sem áöur var. Stærra mál En viö skulum byrja á byrjun- inni. Mál fólksins á sendiráöslóö- inni er aöeins einn þáttur I miklu stærra máli. Upphaf þess má rekja til þess ástands sem skap- aöist á fyrstu byltingarárunum, fyrir tæpum 20 árum. Þá tóku Bandarlkjamenn glaöir og fegnir viö fólki frá KUbu, enda var þaö fólk sem þá flUöi efnaö og menntaö. Um svipaö leyti hófu Banda- rikjamenn efnahagslegt striö gegn KUbu, og var ætlun þeirra aö svelta byltinguna I hel. Fyrstu árin var þessi strlösrekstur næsta opinskár: sendar voru liðssveitir kúbanskra Utlaga, þjálfaöra af CIA, til KUbu og varö af þvi bar- daginn frægi viö Svinaflóa, þegar kúbönsk alþyða tók hressilega á móti innrásarliöinu og gjörsigraöi þaö á tveimur sólar- hringum. Þá voru teknar upp aörar aöferöir: skemmdarverka- starfsemi, sjórán, viðskiptabann og siöast en ekki sist linnulaus ártíöur. Þessi áróöur hefur duniö I eyrum KUbumanna I tvo áratugi I útvarpi og sjónvarpi og gengur allur Ut á það, aö KUba sé fanga- eyja þar sem öfl myrkursins ráöi og Bandarinin séu gósenland lýöræöis og frelsis. Komiö til okkar I sæluna, er boöskapurinn sem felst i þessum Utvarps- og sjtínv arpssendingum. Þótt allur þorri almennings á KUbu hlæi aö þessum áróöri og taki af ltfi og sál þátt I þeim rót- tæku breytingum sem veriö er aö framkvæma I landi þeirra, gefur þaö auga leiö aö ekki eru allir sammála þvi aö þessar breyt- ingar séu þess viröi aö fórna sér fyrir þær. Þó nokkuö stór hópur fólks lætur sig dreyma um þá „sælu tiö” þegar hægt var aö valsa um f finum verslunum I Havana og kaupa þaö sem hugurinn girntist, ef maöur átti peninga. Sumt af þessu fólki var kannski I þeirri aöstööu fyrir byltingu aö þaö varö aö láta sér nægja aö dreyma um þessa hluti. En slikt gleymist. NU hefur þetta fólk peninga sem þaö getur ekki eytt, vegna þess aö I verslununum fást aöeins lífsnauösynjar. Fari þeir sem fara vilja Komiö til okkar! — segir Voice of America viö þetta ftílk. En hvaö gerist ef fólkiö tekur „röddina” alvarlega og sækir um leyfi til aö fara til sælurikisins? Þaö hefur frá upphafi veriö ein- dregin stefna Kúbustjórnar aö leyfa þeim aö fara Ur landi sem fara vilja. Margir hafa lika farið. En Bandaríkjamenn hleypa ekki hverjum sem er inn I ..sæluna” til sin. Og þar hefur einmitt hm'furinn staöiö i kúnni. Fólk hefur einfaldlega ekki fengiö vegabréfsáritanir. Hvaö eftir annaö hafa bandarisk yfirvöld lokaö algjörlega landamærum slnum fyrir þeim sem „kjósa frelsiö”. Þau hafa notaö vega- bréfsáritanirnar sem vopn i striö- inu gegn Kúbu. Á sama tima hafa þau básúnaö út og suöur i nafni „mannréttinda” aö þaö séu kúbönsk yfirvöld sem ekki vilji hleypa fólkinu Ur landi. Eitt nærtækasta dæmiö um þetta er mál fanganna, sem leystir voru Ur haldi á KUbu i fyrra. Fyrir milligöngu kúbanskra Utlaga i Bandarikjun- um var þá geröur samningur milli KUbu og Bandarikjanna um aö þeim Ur hópi fanganna sem þess tískuöu yröi leyft aö fara til Bandarfkjanna ásamt fjölskyld- um sinum. KUbumenn stóöu viö sina hlið samningsins og leystu 3000 fanga Ur haldi. En frammi- staöa bandariskra yfirvalda var ekki aö sama skapi drengileg. Þaö gekk afar treglega aö koma þessu fólki til „sælurikisins” og enn stranda öi á þvi sa ma: ba nda- riskum vegabréfsáritunum. Og enn léku Bandarikjamenn þann leik, aö kenna kúbönskum stjórn- völdum um allt saman. Þannig mætti lengi telja; dæm- in um hrokafulla og fjandsam- lega afstöðu bandarfskra stjórn- valda til Kúbumanna eru mörg. Ætti engum aö koma þaö á óvart, þvl vitaskuld er ástæöan sú aö ráöamenn I Washington vilja kúbönsku byltinguna feiga. Þeir vita sem er, aö fátækar og kúgaö- ar þjóöir Rómönsku Ameriku lita á Kúbu sem fordæmi: Kúba tákn- ar sigur hinna kúguöu og snauöu. Og þar sem hinir kúguöu og snauöu sigra, þar eru „banda- riskir hagsmunir” I hættu. Ýmsir fréttaskýrendur hafa haldiö því fram, aö fólksflóttinn frá Kúbu nU stafaöi af efnahags- öröugleikum og óánægju meö utanrikisstefnu KUbustjtírnar. Þetta má til sanns vegar færa, en þó varla á þann hátt sem þessir fréttaskyrendur vilja vera láta. Efnahagsöröugleikar eru engin nýjung á KUbu. Hvernig ætti lika annaö aö vera? Efnahagslif KUbu var í hrikalegu ástandi fyrir 20 árum, þegar byltingarstjórnin tók viö völdum. A þessum tveim- uráratugum hefur landiö veriö aö risa uppúr eymd og vanþróun. At- vinnulifiö er orðiö miklu stööugra og fjölbreyttara en þaö var, um- talsvérð iönvæöing hefur átt sér staö, og þtítt sykur sé enn helsta tekjulind KUbumanna hefur út- flutningurinn margfaldast á ótal sviöum. Mestum og bestum árangri hafa Kúbumenn þó náö á sviöi heilbrigöis- og menntamála. Mætti þar nefna mörg dæmi: tí- keypis og góö læknisþjónusta fyriralla, ókeypis menntunfyrir alla — hvaöa annaö land i Rómönsku Amerlku getur státaö af sllku? Vitanlega hefur þetta ekki veriö mögulegt án mikils átaks. Þetta hefur m.a. gerst á kostnaö einkaneyslunnar. A sama tima og fólkiö sem lifir I „ameriska draumnum” veröur aö sætta sig viö aö hafa ekki aö- gang aö ymsu sem þaö telur eftir- sóknarvert og veit aö er til i vest- rænum neysluþjóöfélögum, horfir þaö upp á stjórnvöld — meö stuöningi alls þorra 'almennings — framkvæma byltingarsinnaöa utanrikisstefnu sina. Þaö horfir upp á tugi þúsunda landa sinna bjóöa sig fram sem sjálfboöaliða til aö berjast viö hliö þjóöfrelsis- sinna I fátækum löndum Afrfku, kenna bændum i Nicaragua aö lesa, lækna sjúka og byggja skóla I Vietnam svo eitthvaö sé nefnt. Samtímis veit þetta fólk, aö þessi stefna KUbumanna er hinum volduga nágranna þeirra i noröri mjög á móti skapi og veldur þvi aö hann heröir enn á efnahags- strföi sínu gegn Kúbu. Fólkið á sendiráöslóðinni hefur vafalaust haft hinar fjölbreytileg- ustu ástæöur fyrir þvi aö vilja flytjast úr landi, og vafalaust hafa sumir þeirra fariö þangaö vegna þess aö þeir voru hræddir viö afleiöingarnar af utanrikis- stefnu Kúbu, og vildu komast þangaö sem skjólbetra var. „Byltingin er ekkert teboö” eins- og kerlingin sagöi. —ih Norsk húsgagnasýning Sýnd verða húsgögn frá: HOVE M0BLER AS Opið kl. 2 Skoðið falleg og vönduð húsgögn Verið velkomin utgárd 5 í dag SMIÐJUVEGI6 SIMI44544

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.