Þjóðviljinn - 27.04.1980, Side 16

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Side 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1980 Viðtal vid frænku Sihanuks i þriöju og síðustu grein þeirra Söru Lidman og John Sune Carlson um ferð þeirra til Kampútseu og Víetnam segir frá frænku Sihanuks/ Lidu prinsessu, sem sat i fangabúðum á valdatímum Pol Pots og missti þar mann sinn og tvö börn, Fyrri greinarnar tvær birtust í Sunnudagsblaðinu 13. og 20. april s.l. Phnom Penh var ævintýri lik- ust, fegurst borg I allri Asiu! Útlendingar sem heimsóttu höfuöborg Kambód'u fyrir 1970 eiga vart nógu stt k orö til aö lýsa fegurö hennar. Enn má sjá nokkrar minjar um blómaskeiö borgarinn'rr. Stór- kostlegt sögusafn er óskaddaö, en rikisbókasafniö er gjöreyöilagt. Stærstu pagóöunni var þyrmt en flestar trúarlegar byggingarhafa annars veriö niddar niöur með ýmsu móti: ein var fyllt af sorpi, önnur var notuð sem hæsnahús, osfrv. Nokkrar hallir og stórhýsi frá nýlendutimanum fengu að standa, þrátt fyrir stjórn sem , stefndi aö þvl aö uppræta allt sem bar keim af sögu, menningu, iburöi. Þannig stendur t.d. ennþá stóra einbýlishúsið sem var bústaöur franska landstjórans. Nú er það notað sem hótel, vegna þess að eina starfandi hóteliö i borginni er stööugt yfirfullt. 1 gömlu húsi frá nýlendutiman- um i Phnom Penh áttum við viötal viö eina af frænkum Norodoms Sihanuks, Sisowath Sovethvong Monivong. I bernsku var hún kölluð Lola, sem þýðir villiköttur á máli Kmera. Nú hefur hún tekið sér nafnið Lida, til minningar um útlegðarárin. — Á svæði nr. 1 var ég kölluð Li, og á svæði nr. 4 var ég kölluð Da. Það eina sem ég vil minnast frá þessum árum er nafnið, svo undarlegt sem það kann að virðast, — segir hún. A einum mánuði missti ég mann Qg tvö böm Sisowath Sovethvong Monivong, frænka Norodoms Sihanuk, kallar sig nú Lidu, til minningar um dvöl ina i þrælkunarbúðum Pol Pots. Heims mannsbragur Hún er 34 ára. Flestir Kmerar eru stoltir og „heföarlegir” i framkomu, það er ekki bundið við þá sem hlotið hafa konunglegt uppeldi. En það er heimsmanns- bragur að frönskunni sem hún talar. Sama máli gegnir um smá- mælgina, sem eykst þegar hún gerir grin að áratuga deilum milli tveggja ættgreina fursta- fjölskyldunnar, Norodom og Siso- wath. Að öðru leyti er hlátur hennar harður og dimmur og orðbragðið minnir á að hún hefur lifað við misjafnan kost. — Þrátt fyrir matarskortinn fitnaði ég á timum Pol Pot. Maður hugsaði stöðugt um mat. Maður vann einsog uxi og át hvaö sem var. Hrisgrjónin dugðu skammt. Ég hef étið orma og maðka. Og sá sem komst yfir rottu þóttist hafa náð I kónga- fæðu... Þegar ég var barn las ég emu sinnium það, hvernig fólkið i Afriku potaði i maurabú, krækti sér i lifrur og át. Það var ótrúlega ógeðslegt! En hvað gerir maður ekki þegar neyðin kallar! Maður veit ekkert um sjálfan sig fyrren maður hefur veriö á botninum! Faðir hennar, Monipo Siso- wath, var sendiherra i Paris. Hann dó þegar Lida var ellefu ára. Lida og systir hennar ólust upp i konungshöllinni innanum ótal frænkur. En „yfirvald” bernskunnar var kóngamóöirin, móir Sihanuks, „Ma grande Tante”. — Ég var sú eina sem þorði að standa uppi i hárinu á henni, og þessvegna var ég eftirlæti henn- ar. Ég neitaði að fara i ballett, þótt það væri álitið heppilegast fyrir prinsessu, dansinn er okkur heilagt mál. En ég vildi reyna eitthvað annað, sjá fyrir mér með venjulegu starfi. Ég flutti út i borgina og varð ástfangin af lækni, sem ekki tilheyrði okkar stétt. Föðursystir min varð bál- reið. — Við hjónin bjuggum siðan i húsi sem fjölskylda hans átti og unnum bæði úti, hann sem læknir og ég hjá vegabréfaeftirlitinu i Phnom Penh. Við höfðum það ágætt, lika eftir 1970. Við hugs- uðum ekki mikið um striðið, jafn- vel þótt öðru hverju spryngju nokkrar handsprengjur inni i borginni. Maður var ekki mikið að hugsa um bændurna þá! Hvern ig þeim leið i loftárásunum! Seinna hef ég öðlast skilning á þvi, hve grunlaus við vorum, við sem vorum fædd borgarbúar. — 17. april 1975 fengum við skipun um að yfirgefa borgina. Sagt var að við ættum að leita skjóls i nokkurra milna fjarlægð frá borginni, vegna þess að Phnom Penh endurheimt I janúar 1979. Vinnuhópur við áveitugerö I Kampútseu. Vinnutiminn var þrettán og hálfur timi á dag, og á kvöldin voru pólitiskir fyrirlestrar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.