Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.04.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. aprll 1980 Breski heimspekingurinn og rektorinn Anthony Kenny ritar um brottvísun sína frá Tékkóslóvakíu f Þjóðviljanum 17da apríl birtist frétt frá Félagi áhugamanna um heimspeki um ofsóknir tékknesku öryggislögregl- unnar á hendur svo- nefndum Patocka-háskóla f Prag, en honum veitir heimspekingurinn Julius Tomin forstöðu. Gengst heimspekifélagið nú fyrir Ifjársöfnum fyrir bókagjöf til Patockaháskólans, en Ibókleysi háir mjög starf- semi hans. Tveimur dögum áður Ihafði sú frétt borist til llandsins að breski heim- spekingurinn og rektor Balliol College í Oxford Anthony Kenny, sem sagt var frá í frétt félagsins, hefði verið handtekinn í Prag laugardagskvöldið áður hinn 12ta apríl. Hér fer á eftir frásögn Kennys af þeim atburðum. Aristoteles samdi tvö höfuörit um siBfræöi, Siöfræöi Nikómakk- osar og Siöfræöi Evdemosar. Fyrri siöfræöin er eitt af sigildum verkum evrópskra bókmennta, lóina siöari lesa engir nema lEáeinir fræöimenn. Ritin tvö eru inauöalik, en þeim ber þó á milli eitt höfuöatriöi. Samkvæmt siö- fræöi Nikómakkosar er lif heim- spekingsins besta lif sem maöur ,,Ef hann á sér einhvern málstaö i stjórnmálum, þá er hann sá einn aö honurn veitist meö vinum sinum þaö frelsi til aö nema og kenna heimspeki sem tryggt er f tékkneskum lögum.” sem er éflaust mjög uppbyggi- íegt. Viö þrjú, útlendingarnir, vorum yfirheyrö hvert af ööru. Yfir- heyrsla min var endurtekning á viötali minu viö tékkneska sendi- herrann i London i sendiráöinu i Kensington J>ar sem ég kvartaöi yfir brottvlsun starfsbróöur mins Williams Newton-Smith úr Tékkóslóvakiu. 1 bæöi skiptin var þvi haldiö fast fram aö þaö væri ólöglegt aö tala viö Július Tomin og hans liö; en engin leiö aö fá þaö upplýst hvaöa lög heföu veriö brotin. Ég var beöinn aö undirrita skjal sem virtist, eftir aö túikur haföi lesiö þaö fyrir mig I enskri þýöingu, vera mjög brotakennd og ónákvæm endursögn á þvi sem ég haföi sagt. Ég veit ekki hvort rangfærslurnar voru af ráönum hug eöa hvort hinu var um aö kenna aö túlkurinn haföi greini- lega litiö vald á ensku. Yfir undir- skrift minni skrifaöi ég. ,,Ég skil ekki orö I tékknesku; ef marka má þýöingu sem lesin var yfir mér er þessi skýrsla fjarri réttu lagi”. Haldið áfram Um stund leit út fyrir aö viö þrjú yröum sett i varöhald og sökuö um eitthvert afbrot, en klukkan þrjú um nóttina varö ljóst aö viö yröum flutt I bil til landamæranna og rekin úr landi eins og Newton-Smith. Ef til vill áttu haröorö mbtmæli breska sendiráösins I Prag einhvern þátt I þvi, en af þeim vissum viö ekki fyrr en nokkrum dögum siöar. Um nóttina minntumst viö oröa Tomins er hann var aö skýra ein- hvern staö hjá Aristótelesi. „I Hlýði engum ólögum getur lifaö: samkvæmt siöfræöi Evdemosar er heimspekin, svo mikilsverö sem hún er, aöeins eitt af mörgu sem gefur lifinu gildi. Munurinn á þessum tveimur ritum átti aö vera umræöuefniö á málstofu sem mér var ætlaö aö halda I ibúö dr. Júliusar Tomin i Prag aö kvöldi laugardagsins 12ta april 1980. Kona min og ég komum til Tékkóslóvakiu klukk- an 4 siödegis þennan dag- kona Tomins tók á móti okkur. Á flug- vellinum baöst hún afsökunar á þvi aö hún væri ein; maöur henn- ar væri aö jafna sig eftir tveggja sólarhringa fangavist sem hann hlaut fyrir aö halda fyrirlestur um Aristóteles miövikudags- kvöldið áöur. Frú Tomin sýndi okkur nokkrar fegurstu bygg- ingar i Prag I mesta flýti. Hún vonaöist til aö viö gætum skoöað borgina almennilega á sunnudag og mánudag; en ef viö skyldum þurfa aö hverfa úr landi fyrr en viö ætluöum, þá væri leiöinlegt aö viö heföum ekkert séö. Lýsingarháttur i þágufalli Fólk safnaöist saman til mál- stofunnar klukkan 7. Ég haföi ekki hitt dr. Tomin fyrr; viö vorum I tiu mínútur saman áöur en hinir komu. Hann var þreytu- legur, en hlakkaöi bersýnilega til kvöldsins og heimspekinnar. Lögreglunnar varö hvergi vart; hann taldi ósennilegt aö hún legöi i aörar handtökur i einni og sömu vikunni. En hann virtist ófús aö tala um fangavist sina; hann haföi áhyggjur af hinu aö ég hugöist vitna I nokkra staöi I Siö- fræöi Evdemosar sem hann þekkti ekki fyrir. Hann vildi ganga úr skugga um hvort hann gæti þýtt þá á tékknesku. Viö grúföum okkur yfir grlska text- ann; hann var mjög alvarlegur á svip. „Hvers vegna er þessi Inngangur frá Félagi áhugamanna um heimspeki lýsingarháttur i þágufalli?”, spuröi hann. „Ég skil þaö ekki.” „baö er vegna þess”, sagöi ég, „aö hann stendur meö fornafni i fyrstu persónu fleirtölu, en for- nafnið er undanskiliö.” Þaö glaönaöi strax yfir honum. Um þaö bil tuttugu manns á ýmsum aldri dreif nú aö og her- bergiö fylltist. Viö hófum aö tala um Aristóteles. Ég ætlaöi aö leiöa að þvf rök aö I Evdemosar-siö- fræöinni væru greinilega skyn- samlegri hugmyndir um lifsgæöi en I Nikómakkosar-siöfræöinni. Heimspeki væri vissulega frábær og skipti miklu, en viö gætum ekki taliö hana eina lykilinn aö lifshamingju eins og Nlkómak- kosar-siöfræöin reynir aö sann- færa okkur um aö hún sé. Platón ekki góður maður Ég tók aö lýsa kenningu Aristó- telesar. Tomin þýddi hverja tii- vitnun á tékknesku, svo og þaö sem ég haföi um hana aö segja. Stundum bættihann einhverju viö frá eigin brjósti og þýddi þaö aftur á ensku. Eftir litla stund blönduöu aörir sér i samræö- unar. Radim Poulos, fyrrum prófessor viö Karlsháskóla, and- Höfuörit Aristótelesar um siö- fræöi voru til umræöu. mælti jafnaöarmerkinu sem Aristóteles vildi hafa á milli heimspekinnar og hins góöa llfs. Rök hans voru snaggaraleg: „Ef heimspekin og gott llf eru eitt og hiö sama, þá væri sá sem er betri heimspekingur en annar llka betri maöur. En Platón var betri heimspekingur en Sókrates, en Platón var ekki góöur maöur.” Tomin virtist ekki llöa vel þegar viö andmæltum Aristótel- esi. En hann vildi ekki rengja samanburöinn á Sókratesi og Platóni. Lif og starf Sókratesar eru honum og vinum hans helgir dómar. Sókrates bar dýpstu virö- ingu fyrir lögum lands sins; frekar en aö flýja löglaust úr fangelsi drakk hann eitriö sem fyrir hann var sett. En tvisvar á ævinni hætti hann fyrr lifi slnu en aö hlýöa haröstjórnarfyrir- mælum. Hann neitaði aö ljá lýöræöissinnum atkvæöi sitt I dómi, þegar þeir i ofboöi vildu stofna til ólöglegra réttarhalda. Og þegar Aþenumenn bjuggu ein- hverju sinni viö ógnarstjórn fá- mennrar kliku þá neitaöi hann aö eiga aöild aö ólöglegri hand- töku. „Hlýöiö lögunum, en hlýöiö engum ólögum”, er kjörorö Tomins ekki slöur en Sókratesar. Besta Iff og lögregla Viö héldum áfram að lesa Siöfræöi Nikómakkosar. Fyrir okkur varö staöur þar sem Aristóteles segir aö llf heimspek- ingsins sé hiö besta lif, þvi þaö sé lifiö sem slst veröi frá manni tekiö. Annaö göfugt líferni krefst fjár, valds eöa hjálpsamra vina: heimspekina eina geta menn stundaö þótt þeir glati bæöi fé sinu og vinum. Þessi staöur var sterklega undirstrikaöur i eintaki Tomins. Viö höföum ekki fyrr haft hann yfir en tuttugu lög- reglumenn, sumir I einkennis- búningum og aörir ekki, flykktust inn. Tékkarnir voru beönir um skil- riki; viö hjónin og franskur kennari, einu útlendingarnir sem þarna voru, vorum flutt á aöal- lögreglustööina i Barotolo- mejskastræti. Skömmu siöar komu Tékkarnir llka, og þeim var haldiö i þrjár klukkustundir uns þeir voru fluttir burt I varöhald. Tomin notaöi timann til aö halda áfram aö tala viö'nemendur slna um Aristóteles þar til lögreglan missti þolinmæöina og þaggaöi niöur I honum. Klaustur og ölturu baö kom mér á óvart aö byggingin I Bartolomejstræti likt- ist mest klaustrum sem ég þekki til. Eins og þau var hún öldungis skrautlaus, og óþægileg hús- gögnin voru gerö handa fólki sem er altekiö af köllun sinni. Þar sem gangar mætast heföu nunnur haft styttu af heilögum Jósef eöa heil- agri Teresu; þarna voru I þeirra staö litil ölturu helguö Lenin og tékkneskum félagshyggjuhetjum, meö skiltum, fánum og lesmáli fangelsi megum við aldrei óska þess aö tlminn veröi fljótari aö liöa. Þaö merkir aö þeir hafi sigrað.” Klukkan sjö á sunnudags- morgni vorum viö þrjú frjálst fólk I Bayern I Vestur-Þýskalandi. Tomin og hinir tuttugu Tékkarnir voru i haldi I tvo sólarhringa aö vanda; þeim var sleppt á þriöju- dagsmorgni án allra sakargifta. Þessi hópur mun halda áfram aö hittast, og útlendir vinir þeirra munu heimsækja þau. Sama sinnis og Aristóteles? Ugglaust er tékkneska lög- reglan einlæglega sannfærö um aö Tomin sé heitur stjórnarand- stæöingur og andófsmaöur. En sannleikurinn er sá, aö svo miklu leyti sem ég get um hann dæmt, aö hann er nákvæmlega sama sinnis og Aristóteles. bá trúir hann þvl ab lif heimspek- ingsins sé langtum æðra nokkurri stjórnmálabaráttu. Ef hann á sér einhvern málstaö I stjórnmálum, þá er hann sá einn aö honum veit- ist meö vinum sinum þaö frelsi til aö nema og kenna heimspeki sem tryggt er I tékkneskum lögum. Auövitaö hefur tékkneska leynilögreglan átt miklu betra færi á þvl en ég aö rannsaka hvatir Tomins og allt skapferli. En ég held þeim læröist aö skilja hann betur ef þeir settust sjálfir niöur og læsu Siöfræöi Nfkómak- kosar. Félag áhugamanna um heim- speki — pósthólf 7022 i póststofu R7 á Neshaga 16, 107 Reykjavik, tekur viö framlögum til Patocka- söfnunarinnar. Einnig mun Þjóö- viljinn veita þeim viötöku. (Millifyrirsagnir eru Þjóö- viljans).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.