Þjóðviljinn - 04.05.1980, Page 17

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Page 17
Sunnudagur 4. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Össur Skarphéðinsson skrifar Innlegg i umræðuna um Þjóðviljann PLÚSAR OG MÍNUSAR Til allrar hamingju fyrir Þjóðviljann nennir fólk ennþá að setjast niður og rífast um gæði blaðsins, stefnu og tiígang. Og sú umræða sem Þjóðviljinn hefur að undanförnu hýst um sjálfan sig er afskap- lega þörf, og dylst raunar fáum að hún er vonum seinna á ferðinni. Eigi hún aftur á móti að koma Þjóð- viijanum að einhverju haldi, eigi að vera unnt að smíða úr gagnrýninni vopn til að vinna styrjaldir framtíðarinnar, þá verða ráðendur blaðsins að geta hlustað upplitsdjarf ir á að- f innsluraddir. Upplitsdirfska og umburðar- lyndi voru hinsvegar eiginleikar sem ég las hvergi út úr svari Einars Karls Haraldssonar rit- stjóra við stóryrtri grein Böðvars Guðmundssonar frá marsmánuði afliðanda. Rœkta betur sérstööuna Einn ritstjóranna þriggja hefur nýlega talað um að þaö þurfi að finna nýja „útgáfuforskrift” til að gera blaðið „áhugavert fyrir stærri markað”. Annar hefur minnt á það, að ekki megi gleyma þvi að blaðið sé „söluvara”. Hvorugur talar þó nógu skýrt til að ég skilji hvað þeir eru að fara! A að gera Þjóðviljann að eins- konar vinstrisinnuðum VIsi elleg- ar hálfróttæku Dagblaði? Gera menn sér þá ekki lengur grein fyrir þvi, að gegnum stormasamar tiðir hefur tilvist Þjóðviljans helgast algjörlega af sérstöðu blaðsins? Þjóðviljinn hefur nærst á því að vera róttækt, vinstrisinnað blað i ihaldssömum islenskum blaðaheimi, á þvi að miða skrif sín og fréttaval út frá sósialiskum sjónarhornum. Hversu tekist hefur til má svo ef til vill lesa úr þeim stóra mun á annarsvegar fjölda áskrifenda að Þjóðviljanum og hinsvegar fjölda þeirra sem lýsa i kosningum yfir stuðningi við vinstri stefnu. En einmitt þessi hópur, sem ekki kaupir Þjóðviljann en kýs þó til vinstri, er sá vonarpeningur sem fyrst og fremst á að höfða til þegar markaðskviar Þjóðviljans skulu út færðar. Ekki með þvi að finna nýja „útgáfufor- skrift”, heldur bæta þá gömlu. Freista þess að rækta sérstöðu blaðsins betur, færa efni Þjóð- viljans I girnilegar pakkningar fyrir vinstri sinnaða neytendur. Menga blaðið illilega af sósial- isma, hernámsandófi og svolitlu alvöruleysi. Afleitur málflutningur Ég tek vissulega undir með öllum böðvurum þessa lands sem halda þvi fram, að Þjóðviljinn gæti verið miklu betri. Ég deili hinsvegar fráleitt þeirri tisku svartagallsmánn á vinstri vængnum sem einlægt tönnlast á þvi að þessi blaðsgarmur okkar sé ekki bara leiöinlegur — heldur vondur lika! Hvor tveggja stað- hæfingin finnst mér afskaplega slæmur málflutningur. Sýnu verst er þó þegar menn halda þeirri skoðun á lofti að Þjóðviljinn sé „einkar slappur málsvari verkalýðsbar^ttu” svo notuð séu orð Böðvars Guömundssonar, en þetta er raunar útbreidd skoðun á þeim litla hluta vinstri kantsins sem lifir i eilifri rigningu. Hafa menn til dæmis spurt hafnarverkamenn hvernig þeim fannst blaðið fylgja eftir kröfum þeirra um bætt öryggi i kjölfar dauðaslyssins i Tungufossi sl. vor? Hafa konurnar sem Eimskip sagði upp verið spurðar álits á fréttamennsku Þjóðviljans? Eða starfsmenn á bllasmiðju Kaup- félags Arnesinga? Hver eru viðhorf farandverka- fólks til frétta- og leiðaraskrifa Þjóðviljans um baráttu þess bæði sl. sumar og nú i vetur? Svona spurningum þurfa menn að svara sjálfum sér áður en Þjóðviljinn er fordæmdur fyrir liðsinni sitt við baráttu verka- fólks, þó margt hefði eflaust mátt betur gera. Margt er vel gert Þó vissulega sé ástæða til að hnýta i Þjóðviljann má ekki gleyma því sem vel er gert. Þannig finnst mér ástæða til að klappa á koll Þjóðviljans og fróa egói Ingólfs Margeirssonar með þvi að hrósa Sunnudagsblaðinu. Það er yfirleitt gott, stundum afar gott og sjaldan vont. Ýmsir hengja hatt sinn á það að Sunnu- dagsblaðið hefur leitað sér við- mælenda úr röðum manna sem teljast fráleitt unnendur sósial- ismans. Þaðfinnst mér vera vond gagnrýni. Er ekki einmitt slægur i þvi að kynnast hugmyndum þeirra sem standa öndvert við okkur? Og sannast sagna finnst mér hálfgerð helgislepja yfir þeim sósialisma sem býr við mey- dómsmembrönur svo viðkvæmar að allt rifnar ef ihaldslimur gægist i gættina. Yfirleitt er menningarumræða blaðsins allt önnur o| betri en i öðrum blöðum og einkum hafa fastir pistlar Arna Bergmanns gert mér sunnudagsmorgnana léttbæra. A undanförnum árum hafa skrif Þjóðviljans um utanrikis- mál einnig verið það krydd sem hefur stöku sinnum gert Þjóð- viljann að hálfgerðum veislurétti. Þar hefur þó heldur brugðið til hins verra. Fréttaval og fréttaöflun innan- lands hefur lika verið leyst ágæt- lega af hendi, ekki sist ef tekið er tillit til mannfæðar blaðsins. Litið hægt að kvarta yfir föstum blaða- mönnum, þó mér finnist þeir mættu á stöku stað hnykkja örlitið á inntaki hlutanna þegar þeir skrifa frétir sinar, leyfa rót- tækum skoðunum sinum og blaðsins að drjúpa aðeins fram úr pennanum. Mér er aftur á móti sagt að sú aðferð sé vond aðferð. Sennilega flokkast hún undir „merkingarlausu sósialísku frasana” sem Einar Karl ritstjóri drap á, ellegar þá „skamma- og skensstilinn” hans. Ágallar Þjóöviljans Það sem mér hefur mest fundist lýta Þjóðviljann er i stuttu máli þetta: Mér hefur blaðið fundist standa - sig illa I að fá utanblaðsfólk til aö skrifa — veruleg hnignun frá þvi fyrir einu ári eða tveim. Þar þurfa ritstórar að gera bragar- bót. Þjóðviljanum þýðir litt að treysta til frásagnar af átökum á vinstri vængnumþar sem t.a.m. Alþýðubandalagsfólk er ekki á eitt sátt. Þvi miður. Sigilt dæmi um þessa „blaðamennsku” verð- ur ævinlega ófriðurinn kringum „órólegu” deildina” á ASI-þing- inu um árið. Þetta er hvimleiður ósiður, sem að minni hyggju á rætur I of nánum tengslum blaðs- ins við Alþýðubandalagið, eins og raunar margt misjafnt I fari þess. Mér finnst einnig sárlega skorta á að blaðið geri úttekt á ýmsum innlendum atburðum með sérstökum fréttaskýringum. Viðkvæðiö við þessari aðfinnslu hefur einatt verið: „Þjóöviljinn er of fátækt og fáliðað blað”. Svo má vera. Þrátt fyrir að skrif um erlend málefni hafi oftlega haldið Þjóð- viljanum upp úr fúlu diki meðal- mennskunnar, þá er nú enginn fastur starfsmaður við erlend skrif. Það er illskiljanlegt og sýnir verulegan skilningsskort hjá ráðamönnum blaðsins. Mér skilst að fyrrnefnd fátækt ráði þvl lika. Sé svo, þá iangar mig að spyrja: Fyrst Þjóðviljinn hefur ekki efni á að halda úti starfs- krafti I erlendar og innlendar fréttaskýringar, hvernig má þá vera, að hann hefur, eitt blaða á Islandi, ráð á að halda úti þrem ritstjórum? Vondir leiöarar Að lokum það sem mér liggur þyngst á hjarta; og veldur þvi að stundum ber ég kinnroða fyrir blessaðan Þjóðviljann. Þaö eru leiðararnir. Að frádregnum ágætum en annars alltof fáum leiðurum Arna Bergmanns, hafa leiðaraskrifin verið Þjóðviljanum til vansa undanfarin eitt — tvö ár. Þá er pólitik þeirra gersamlega undan- skilin. Ekki ætla ég hetdur að eyða mörgum orðum á þá firna lágkúru sem mér finnst fólgin i þvi, að „semja” leiöara, sem eru ekkert annað en orðréttar til- vitnanir i hinn eða þennan ráð- herra eða þingmann Alþýðu- bandalagsins, þó ætla veröi að gera megi þær kröfur til ritstjóra, að hann sem vitsmunavera oröi sina leiöara sjálfur. Né heldur ætla ég að kvarta lengi yfir þeirri römmu, hrútleiðinlegu alvöru, sem flæðir eins og grautur um alla leiðara, þvi vissulega er erfitt að heimta að leiðarar séu skemmtilegir, þó á hinn bóginn sé illskiljanlegt hvi þeir þurfa ævin- lega að vera leiðinlegir. En það er máliðog stlllinnsem angra mig. Aö þessu sinni ætla ég ekki að hafa um þetta önnur orð en þau að oftast finnast mér leið- arar blaðsins flatneskjulegar langlokur þar sem ekkert rls upp úr viðáttunni. Þetta er hraður dómur. En þetta eru lika dapurleg örlög blaðs sem hefur gegnum timann gert kröfu til þess að verða talið fremst islenskra blaða á þvi sviði sem lýtur að meðferð málsins — list orðsins. 16. april. Aðalfundur 3. deildar ABR Aðalfundur 3. deildar ABR, Laugarnes- og Langholtshverfi verður mánudaginn 5. maí kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ólafur Ragnar Grimsson ræðir um stjórn- málaviðhorfin. 3. önnur mál. Stjórnin. Vinnuskóli ^ — Innritun Vinnuskóli Kópavogs verður starfræktur sumar fyrir unglinga, sem fæddir eru 1964(eftir 1. júni), 1965, 1966 og 1967 (að- eins i júli). Innritun fer fram á Félagsmálastofnun- inni, Alfhólsvegi 32 II hæð, 6.7. og 8. mai kl. 10—12 og 13—15 alla dagana. Einungis þeim unglingum, sem skrá sig innritunardagana er tryggð vinna Félagsmálastofnunin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.