Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 1
MÐMHNN Laugardagur 24. mai 1980 —117. tbl. 45. árg. Hve hratt fer örtölvubylting yfir okkur? — Sjá 8. siöu Félagsmálaráðherra skipi sáttanefnd til lausnar deilunni: Tillögur VSÍ vekj a undrun og reiði Sýna best hvaða hug þeir bera til raunverulegra kjarasamninga Viðræðunefnd Alþýðusambands íslands óskaði eftir þvi við félagsmálaráðherra i gær að skipuð verði sáttanefnd til að vinna að lausn yfirstandandi kjaradeilu. „Þaö hlýtur aö vekja furðu, að Vinnuveitendasambaiidiö skuli nú fyrst, eftir að hafa tafiö raunverulega samninga i marga mánuöi hafa þaö eitt til málanna aö leggja að setja fram tillögur að heildarsamn- ingi, án þess að koma í nokkru efnislega til móts viö kröfur verkalýös- samtakanna”, segir i fréttatilkynningu frá ASI sem gefin var Ut eftir samningafundinn i gær. Þá segir einnig, að VSl itreki enn kröfur sinar um stórfellda kjara- skeröingu með eyöileggingu verðbótakerfisins og mikilli skeröingu félagslegra réttinda, og tillögur af þessu tagi sýni best hver hugur vinnuveitenda sé til raunverulegra samninga. Viðræðunefnd Alþýðusambandsins hefur ákveöið aö boöa 43 manna samninganefndina til fundar fimmtudaginn 29. mai til aö ræöa stööu samninganna. — lg 7 YSI tillögur að kjarasamningi: VERÐBÓTA Ritskoðunarmenn í útvarpsráði: Dylgjur um samsæri HELMINGUN Oll 9 ára börn í Reykjavík fengu birkiplöntu að gjöf Auöunn Atlason er einn hinna 1300 barna i 9 ára bekkjum grunn- skóla Reykjavikur sem i gær fékk afhenta birkiplöntu frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavikur aö gjöf. Gjöfin er I tilefni af Ari trésins og fylgdu leiöbeiningar um gróöursetningu og umhiröu birksins. (Sjá 3.- siðu) — Ljósm. —gel. Kjartan: Ólögleg stjórn og 300 þús. kr. sekt. Stúdenta- félagsmálið i Hæstarétti: Kjartan Gunnarsson ilœnulur í 300 þús. kr. Hæstiréttur úrskuröaöi á fimmtudaginn I áfrýjunar- máli Kjartans Gunnarssonar fyrrum formanns Vöku og samherja hans, gegn Garö- ari Mýrdal og fleirum, vegna stúdentafélagsmálsins svo- nefnda frá árinu 1976. 1 dómsúrskuröi Hæsta- réttar er failist i öllum atriö- um á dóm undirréttar, þar sem aöalfundur i Stúdenta- féiagi Háskóla lslands sem Kjartan og félagar gengust fyrir er dæmdur ólöglegur, auk þess sem Hæstiréttur dæmdi Kjartan i 300 þús. kr. málskostnaö, sem ekki var i dómi undirréttar. 1 niöurstööum dóms Hæstaréttar segir orörétt: „Meö skirskotum til for - sendna hins áfrýjaöa dóms þá ber að staöfesta hann. Ekki verður fallist á þaö meö aöaláfrýjendum, aö héraösdómari hafi i dóms- oröi sinu farið út fyrir dóm- kröfur aöilja. Eftir þessum úrslitum er rétt, aö aöaláfrýjendur greiöi gagnáfrýjendum 300 þúsund krónur i málskostnað fyrir Hæstarétti”. Lögmaöur sækjenda i þessum málaferlum var Jón Steinar Guölaugsson hæsta- réttarlögmaöur og Ingi R. Helgason var lögmaður verj- enda. Ingi sagöi i samtali við Þjóöviljann i gær, að með þessum hæstaréttardómi væri lokiö átökum i Stúdentafélagi Háskóla Is- lands milli vinstri og hægri aflanna. „Þessi efnisdómur sem er stefnumarkandi mun hafa mikla þýöingu fyrir félagslif i landinu almennt, meö þvi aö hann útlistar stöðu og rétt aðalfundar i félögum, til ráö- stafana, innan ramma félagslaga.” Ingi sagöi einnig, aö hann mundi aö sjálfsögöu fella niöur þaö lögbannsmál sem er I gangi fyrir undirrétti á stjórn Kjartans Gunnars- sonar og félaga, sem hann lét setja á aðalfund þeirrar lög- leysu stjórnar er haldinn var 1. des. 1976 meöan hátiöar- samkoma stúdenta fór fram. -lg- 1 þeirri tillögu aö kjarna- samningi sem atvinnurekendur hafa lagt fyrir ASl felst mikii skipulagsbreyting. 1 henni eru þó ekki nefndar neinar launatölur en haldiö fast viö þá skoöun kjaramálaráöstefnu atvinnurek- enda frá þvi i október 1979 aö veröbætur á laun skuli skertar um helming. Hugmynd VSl um samræmingu kjarasamninga þorra félags- manna ASl byggir aö þvi aö hjá hinum sex aðilum kjarasamnings komi 30 launaflokkar auk þriggja aldurshækkunarþrepa. Kjarna- samningur þessi á aö mæta sam- eiginlegum kröfum ASÍ og sér- kröfum sem falla meö einum eöa öörum hætti undir efnisatriöi hans. Helstu nýmælin eru aö álaga- kerfi iönaöarmanna yröu gjör- breytt. I staö núverandi álaga kæmi þrjú álagatilefni — vegna óþæginda og afbrigöa, aukinnar menntunar eöá aukinnar ábyrgöar. Fæöis- og flutningagjald yröi fellt niöur sem sérstök greiösla, en reiknað inn á grunnkaup, enda skulu starfsmenn mæta til vinnu og fara frá vinnu I eigin tima. Felldur er niöur sumardagur- inn fyrsti sem fridagur, en 1. mánudagur i ágúst yröi fridagur hjá öllum starfsstéttum. I kjarasamningum er af hálfu atvinnurekenda gerö sú nýskipan aö unnt sé fyrir atvinnurekendur aö tryggja sig fyrir veikinda- og slysadögum verkafólks, og svo- kölluö staögengisregla sé felld burt aö hluta á móti lengdu greiöslutimabili. Greiðsla i veik- inda- og slysatilfellum ykist t.d. úr 4 vikum i 10, úr 8 i 14 og úr 13 i 18 vikur eftir þvi hvaö lengi hefur verið unniö hjá sama atvinnurek- anda. Sjálfstæöir launataxtar starfs- stétta eiga að hverfa sem slikir og i staðinn að koma þrep i launa- stiga. Störfum og starfshópum er siöan raöaö i launaþrep og siöast en ekki sist eru grunnlaun iönaöar manna samræmd. Viö rööun i launastiga samkvæmt tillögu VSl var stuöst i meginatriöum viö kröfur Verkamannasambands Is- lands sem lagðar voru fram ný- lega þó meö þeirri undantekn- ingu, aö i staö 9 taxta i kröfu Verkamannasambandsins eru 8 i kjarnasamningi atvinnurekenda. Kauptöxtum iönverkafólks er fjölgaö úr 3 i 5. 1 kjarnasamningi VI eru til- lögur um aö útreikningsreglur af- kastahvetjandi launakerfa veröi samræmdar, allt landiö veröi eitt starfssvæöi, samræmdar veröi reglur um kaffkog matartima, og taka þeirra verði jafnframt vinnutima gerö sveigjanleg. Þá er og tillaga um breytta skipan samningamála og ákvæöi um framlagningu krafna. Kjarnasamningurinn myndi ná til verkamanna, iönverkafólks, verslunarmanna, byggingar- manna, málmiönaöarmanna og rafiönaöarmanna i fyrstu lotu, og einfalda kjarasamninga og út- reikning launa aö mati atvinnu- rekenda. Upplýsingarnar hér aö framan eru byggöar á fréttatil- kynningu frá VSl. — ekh — Þetta vekur grun og ber keim af samsæri fréttastofunnar og Sam- taka herstöövaandstæð- inga. Eitthvaö á þessa leið féllu orð á útvarpsráðs- fundi i gær er Markús örn Antonsson kvafðist út- skriftar af öllu efni um kjarnorkumál og fréttum af aðgerðum herstöðva- andstæðinga í byrjun mánaðar. Eiður Guðnason alþingismaður tók undir orð Markúsar á fundinum. A fundinum komu einnig fram dylgjur um kommúnisma i störf- um fréttastofunnar. Ólafur R. Einarsson menntaskólakennari mótmælti þessum aödróttunum harölega og taldi óþarfa af ráös- mönnum aö láta svo mjög skina i ritskoöunartilhneigingar. I hvert sinn sem ungir og duglegir frétta- menn hafa frumkvæði aö frétta- flutningi eins og tiökast hjá er- lendum fréttastofum, en af ein- hverjum ástæöum snertir viö- kvæmar pólitiskar taugar, stend- ur ekki á ráösmönnum Sjálf- stæöisflokks og Alþýöuflokks aö gera tilraunir til þess aö hræöa viökomandi og fréttastofuna frá sjálfstæöri fréttapólitik. — Ritstjóri Frjálsrar versl- unar er aö minnsta kosti ekki þeirrar skoöunar aö reka megi frjálsa fréttamennsku á frétta- stofu útvarps, sagöi Ólafur R. Einarsson i samtali viö blaöiö i gær. Fundur útvarpsráös I gær fjallaöi aö ööru leyti um sjónvarpsmálefni, og kraföist fulltrúi Alþýöubandalagsins aö málsvari fréttastofu hljóövarps fengi tækifæri til þess aö sitja næsta fund útvarpsráös, þar sem dylgjur Eiös og Markúsar Arnar verða til umræðu. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.