Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. mal 1980 uiTi helaína Leikhús Sumarið t fyrradag var opnuð 1 Sýningahöllinni á Artúnshöföa alþjóðleg vörusýning sem ber heitið „Sumarið 80”. Þar eru sýndar „allar hugsanlegar sumarvörur allt frá sólgler- augum upp i sumarbústaði”. Hartnær 50 fyrirtæki og félög sýna þar framleiðslu sina og starfsemi. Sýningin verður opin til 2. júni. Alla daga sýningarinnar verða matvæla- og sælgætiskynningar á vegum nokkurra islenskra fyrirtækja, fjölbreytt skemmti- dagskrá verður á skemmtipalli tvisvar á dag, teikni- og fræðslumyndir verða sýndar viðstöðulaust I kvikmyndasal meðan opið er daglega og fleira verður til skemmtunar. ’80 Kaffiteria verður opin meðan á sýningunni stendur. Ókeypis barnagæsla verður á sérstöku leiksvæði inn af kaffiteriu á efri hæð hússins. Á þeirri hæð verða einnig tiskusýningar tvisvar á dag. Efnt verður til gestahapp- drættis meðan á sýningunni stendur og vinningar dregnir út daglega. Aðalvinningurinn er Camp Tourist tjaldvagn frá Gisla Jónssyni h.f. i Sundaborg. Sýningin er opin daglega kl. 16-22, en laugardaga og sunnu- daga kl. 14-22. Opið verður alla Hvitasunnuhelgina. Skemmti- atriði, kynningar og tiskusýn- ingar eru daglega kl. 17:30 og 20:30. Hér eru krakkar úr Hvassaleitis- og Mýrarhúsaskóla að æfa fyrir tónieikana undir stjórn Herdisar Oddsdóttur. Ljósm.: —gel. 150 krakkar syngja í Háskólabíói KI. 14 i dag halda þrir barna- og unglingakórar samsöng i Há- skólabiói. Kórarnir eru Kór Hvassaleitisskóla, stjórnandi Herdis Oddsdóttir, Kór Mýrar- húsaskóla, stjórnandi Hlin Torfadóttir og Skólakór Garða- bæjar, stjórnandi Guðfinna Dóra ólafsdóttir. Um það bil 150 börn og unglingar á aldrinum 7- 16 ára koma fram á tónleikun- um. Pianóleikari verður Jónina Gisladóttir. Með samsöng þessum er verið að koma á kynnum milli hluta þeirra ungmenna sem leggja á sig mikla vinnu við að þjálfa söngraddir sinar við iðkun fag- urrar tónlistar. Til þess að tengjast betur syngja kórarnir stóran hluta efnisskrárinnar saman. Kórarnir dvöldu i æf- ingabúðum austur að Flúðum i Gnúpverjahreppi helgina 2.-4. mai s.l. Aðgöngumiðar á tónleikana fást við innganginn og kosta 2000 krónur. — ih Miles Parnell opnar i dag sýn- ingu á verkum sinum i Galleri Djúpinu við Hafnarstræti. Sýningin verður opin daglega til 4. júni frá kl. 10 til 23.30. Þetta er þriðja sýningin sem Parnell heldur hér á landi og að þessu sinni sýnir hann eingöngu myndir úr dýrarikinu, unnar með blandaðri tækni. Miles Parnell er frá Windsor á Englandi og stundaði nám við listaskólana St. Martins og Leicester. Hann kenndi við listaskóla i Nottingham að námi loknu og vann einnig sem sjálf- stæður teiknari I London. Hér hefur hann dvalist i f jögur ár og unnið á auglýsingastofum. Leikfélag Reykjavikur: Ofvitinn, sýning mánudags- kvöld ki. 20.30. Uppselt. Þjóðleikhúsið: Smalastúlkan og útlagarnir, sýning mánudagskvöld kl. 20. 1 öruggri borg, sýning á litla sviði mánudagskvöld kl. 20.30. Leikfélag Kópavogs: Þorlákur þreytti, aukasýning mánudagskvöld kl. 20.30. Sýningar Asmundarsalur: Fræðslusýning Greenpeace - samtakanna um hvali og hval- vernd. Opin til mánaðamóta. Listasafn alþýðu: Sýning á verkum Gisla Jóns- sonar. Lýkur annað kvöld. FtM-salurinn: Málverkasýning Mattheu Jóns- dóttur. Sænskur jasspíanisti í heimsókn Sænski pianóleikarinn Per Henrik Wallin heidur þrenna tónleika I Reykjavlk i næstu viku. Hann kemur hingað á vegum Galleris Suðurgötu 7 og sænsk-islenska félagsins. Wallin er fæddur 1946 og er talinn vera eitt stærsta nafnið i sænskum nútimadjassi, og tón- listarmaður á heimsmæli- kvarða. 1 fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikanna er m.a. að finna eftirfarandi um- sögn um hann: „Wallin er hljóð- færaleikari gæddur stór- brotnum hæfileikum og frum- leika. Tjáning hans er öflug og hann er trúr og samkvæmur sjálfum sér i sköpun sinni. Hann er lika örlát sál og gefur frá sér einlæga hlýju og gneistandi húmor”. Fyrstu tónleikarnir verða að Hótel Borg kl. 15.00 á mánu- daginn (kaffiveitingar), þeir næstu I Djúpinu miðvikudaginn 28. mai kl. 21.00 og þeir siðustu i Norræna húsinu kl. 16.00 laugardagínn 31. mal. Aðgangs- eyrir verður aöeins 2500 krónur. — ih Tryggvi á sýningunni: Hefur gengið stórvel. Ljósm.: — gel. Sýning Tryggva: „Bara eftir að halda upp á fertugsafmælið” „Jú þetta hefur gengið alveg stórvel. Ég hef selt vel og ég held að gestirnir séu orðnir yfir 2000 talsins. Nú lýkur þessu um helgina og þá er ekkert eftir annað en að halda upp á fertugsafmælið. Það verður 1. júni og þá ætla ég að búa til 20 fiskrétti.” sagði Tryggvi Ólafsson, listmálari, en um þessa helgi lýkur sýningu hans i Listmunahúsinu við Lækjargötu. Tryggvi sýnir þar myndir frá siðustu árum, bæði málverk og minni myndir. Að- spurður hvort myndin af Megasi væri seld sagði Tryggvi það rétt, en hann hefði lofað að segja ekki frá þvi hver keypti hana og væri það i fyrsta sinn sem hann þyrfti að þegja yfir sliku leyndarmáli. Tryggvi sagðist fara út til Kaupmannahafnar strax og fyrri hálfleik fertugsafmælisins lyki, en siðari hálfleikur verður háður á danskri grund fyrir þar- lenda. Sýning Tryggva verður opin frá 2-6 á Hvitasunnudag og annan i Hvitasunnu. — þs Nemandi úr handavinnudeild KHl ásamt smiðisgripum á sýning- unni. Rugguhestinn hefur hún sjálf smiðað. Ljósm.i —gel. H andavinnu sýning I dag verður opnuð I gamla Kennaraskólanum við Laufásveg sýn- ing á handavinnu nemenda Kennaraháskólans og stendur hún yfir i þrjá daga. — Sýningin verður opin kl. 4-101 dag og kl. 2-8 á morgun og á mánudaginn. — ih Bach í Háteigskirkju Dr. Orthulf Prunner endurtekur orgeltónleika sina i Háteigs- kirkju á annan i hvitasunnu kl. 20.30. Á efnisskránni eru eingöngu orgelverk eftir J.S.Bach: Toccata, Adagio og Fúga i C-dúr, Choralfantasia: I dauðans böndum drott- inn lá, Triosonata I C-dúr, Sálmforleikur: Guö miskunni nú öllum oss, Passacaglia og fúga i c-moll. Allur ágóði tónleikanna rennur til styrktar kaupum á altaristöflu I Háteigskirkju. Miles Parnell sýnir dýramyndir I Djúpinu. Ljósm.: —gel. Dýrin í Djúpinu Jón Hermannsson með nokkrar mynda sinna. Ljósmynda- sýning á Isafirði Jón Hermannsson opnar ljós- myndasyningu i bókasafninu á Isafirði kl. 14 i dag. Hann sýnir þar um 40 stækkaðar litmyndir, sem hann hefur tekið og unnið sjálfur. Myndirnar eru númeraðar og áritaðar á svip- aðan hátt og grafikverk. Sýningin verður opin á hvita- sunnu og annan i hvitasunnu kl. 2-6 og siðan á opnunartima bókasafnsins. Siðasti sýningar- dagur verður 1. júni og verður þá opið kl. 2-7. — ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.