Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. ma[ 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Byrjaö var i gær aö selja miöa á hin ýmsu tiidragelsi Listahátiöar. Þegar myndaöist biöröö forsjália
manna viö Gimli. — Ljósm.: — gel ,,
30 þús.
trjám
plantað
í Reykjavík
um næstu helgi
Mikiö veröur um aö vera i
Reykjavlk um næstu
mánaöamót. Þá er ætlunin
aö gróöursetja um 30 þúsund
trjáplöntur i borginni I tilefni
af skógræktardegi I Reykja-
vik 31. maí. Er þaö framlag
Reykvikinga til Árs trésins
1980.
Til þessa verkefnis er var-
iö af hálfu borgaryfirvalda
25 miljónum króna og hafa
veriö valin um 30 svæöi viös
vegar um Reykjavik til
þessarar gróöursetningar.
Ætlunin er aö ibúar hinna
ýmsu hverfa leggi hönd á
plóginn og gróöursetji trén
undir leiösögn sérfróöra
manna. GFr
Utanríkisráðuneytið fœr útskýringu:
Bara til vonar og vara
Utanrikisráöuneytiö hefur sent
frá sér fréttatilkynningu þar sem
reynt er aö andmæla likum fyrir
þvi aö kjarnorkuvopn séu á
Keflavlkurflugvelii, en þær voru
dregnar fram I útvarpsþætti á
dögunum.
f
Ráöuneytiö segir, aö þaö segi
fátt þótt aö herfetööin i Keflavik
falli undir fyrirmæli i ..Handbók
sjóhersins um kjarnorkuvopna-
öryggismál”, þvi slik fyrirmæli
séu send hvort sem er á allar
mikilvægar herstöövar. Hefur
ráöuneytiö þetta frá bandarisk-
um stjórnvöldum sem segja aö I
handbók þessari ,,sé lýst venju-
legum reglum og öryggiskröfum
sem fylgja beri varöandi kjarn-
orkuvopn, SVO að tryggt sé, jafn-
vel þótt óllklegt sé aö a siikt
reyni, að reglunum sé fylgt. Þar
sem landgönguliöunum sé ætlaö
aö geta starfaö hvar sem er i
heiminum og þeir sæti tlöum
flutningum sé nauösynlegt aö þeir
séu kunnugir áöurnefndum
reglum og öryggiskröfum, hvar
svo sem þeir eru staösettir hverju
sinni.”
Meö Öörúm Cröum: landgöngu-
liöar flotans I KefláVÍÍ aö
umgangast kjarnorkuvopn DaV?
til vonar og vara I almennu þjálf-
kunna þeir í Keflavik að umgangast kjarnorkuvopn?
unarskyni. Ráöuneytiö telur ver-
sýnilega ekki minnstu ástæöu til
aö efast um aö þessi útskýring sé
heilagur sannleikur — en lofar
samt aö „fjalla nánar um málið’
siöar.
100 ára skólahald á Akranesi:
Dagskránni
lýkur í kvöld
30 nemendur brautskráðir frá
Fjölbrautaskólanum i gœr
Af mælisdagskrá vegna
100 ára skólahalds á Akra-
nesi lýkur í kvöld með f jöl-
breyttri skemmtidagskrá í
íþróttahúsinu. Þar munu
gSmlir nemendur barna-
Útför Jóhanns Hafstein
Otför Jóhanns Hafsteins fyrrum forsætisraöherra var gerö frá Dóm-
kirkjunni I gær. Fjölmenni var viö útförina,fánahylling viö Kirkjustræti
og aiimargir söfnuöust saman á Austurveili i lok hinnar viröulegu at-
hafnar sem fram fór á vegum rikisins eins og venja er. A myndinni
sjást nokkrir samherjar og félagar Jóhanns Hafsteins úr Sjálfstæöis-
flokknum bera kistu hans úr kirkju. Ljósm.: — gel.
og gagnfræðaskólans á
Akranesi endurflytja
ýmislegt skemmtiefni sem
flutt var á árshátíðum
skólanna fyrr á tímum.
Þessi dagskrárliður sem
enn er i burðarliðnum, er
hrein viðbót við þá fjöl-
breyttu dagskrá sem verið
hefur a Akranesi alla síð-
ustu viku vegna afmælis-
haldanna.
Þá veröur einnig haldin barna-
skemmtun i Iþróttahúsinu kl. 14 á
morgun og skólasýning veröur
opin til kl. 22 en þar er gefiö yfirlit
um þróun og starfsemi skóla á
Akranesi allt frá þvi aö fyrsti
skólinn var þar formlega vigöur
áriö 1880 til dagsins I dag.
Aö dagskrárhöldunum standa
Grunnskóli Akraness, Fjöl-
brautaskólinn, Tónlistarskólinn,
Námsflokkarnir auk þess sem
Gagnfræöaskólans og Iön-
skóiíinN rakin.
8 Mikil aösCsiS hefur veriö bæöi á
sýninguna og eiSJ
skemmtidagskrár, en at? s”«?"
fprráöamanna er búist viö tjöi-
mefini i dag, lokadaginn.
I gær vpru skólaslit I Fjöl-
brautaskólamint og voru 30
nemendur brautskráöir; par af 5
nýstúdentar, en þetta er I ánnaö
sinn sem stúdentar eru braut-
skráöir frá skólanum.
Aö sögn Engilberts Guðmunds-
sonar aöstoöarskólameistara er
fariö aö þrengja mjög aö kennur-
um og nemendum, vegna mikillar
aösóknar aö skólanum og aö öll-
um likindum veröur máliö aö
hluta leyst fyrir næsta vetur með
þvi aö hefja kennslu I kyndiklefa
skólahússins.
-lg
Þingfundir á
miðvikudag
Engir þingfundir voru I gær á
Alþingi vegna útfarar Jóhanns
Hafstein fyrrum forsætisráö-
herra. Alþingi kemur aftur sam-
an til fundar á miövikudag i
næstu viku.
Alþingi á enn eftir aö afgreiöa
tvö mikilvæg mál áöur en þingslit
veröa þ.e. lánsfjárlög og
húsnæöismálafrumvarpiö. Lik-
legt er taliö aö bæöi þessi mál
verC' samþykkt upp úr miöri
næstú vifcU, þannig aö þingslit
ættu aö veröa réti mánaöa-
mót.
— þiíl
Lög um jöfnun og
lækkun
hitakostnaðar:
4 mil-
jarðar
í olíu-
styrki
Stjórnarfrumvarp um jöfnun og
lækkun hitunarkostnaöar var
samþykkt sem lög frá Alþingi s.l.
fimmtudag. Aætlaö er aö
kostnaöur viö jöfnun hitunar-
kostnaöar veröi á bilinu 4,5-5,0
miljaröar á þessu ári. Mestur
hluti þessarar upphæöar fer til aö
greiöa oliustyrki vegna þeirra er
búa viö oliukyndingu.
Samkvæmt lögunum skulu oliu-
styrkir greiddir ársfjóröungslega
til húsráöenda vegna þeirra ibúa
sem hafa fasta búsetu (lögheim-
ili) i viökomandi ibúö meirihluta
styrktimabils. Fjöldi styrkja
reiknast þannig: Fyrir einn ibúa
greiöast 2 oliustyrkir, fyrir tvo
íbúa greiöast 3 oliustyrkir, fyrir
þrjá ibúa greiðast 3,5 ollustyrkir,
fyrir fjóra ibúa greiðast 4 oliu-
styrkir, fyrir fimm ibúa greiðast
4,5 oliustyrkir, fyrir sex ibúa
greiöast 5 oliustyrkir og fyrir sjö
ibúa eöa fleiri greiöast 5,5 oliu-
styrkir. Viö framangreinda styrki
bætist hálfur oliustyrkur vegna
lifeyrisþega, sem njóta bóta sam-
kvæmt 19. gr. laga um almanna-
tryggingar, og annarra lifeyris-
þega sem hafa svipaöar heildar-
tekjur.
Oliustyrkurinn veröur 20 þús-
und á einstakling ársfjóröungs-
lega. Aætlaö er aö greiddir veröi
aö meöaltali 47 þúsund oliustyrkir
á hverjum ársfjóröungi 1980.
Viö lokaafgreiöslu frumvarps-
ins var samþykkt sú breyting aö i
þeim tilvikum sem hitunar-
kostnaöur meö raforku reynist
hærri en hitunarkostnaður meö
oliu aö frádregnum oliustyrk er
rikisstjórninni heimilt aö jafna
þennan mismun meö sérstökum
styrk.
— þm
Ríkisútgáfa
námsbóka:
Verðlaun
veitt í
barnabóka-
samkeppni
Dæmt hefur veriö i verö-
launasamkeppni sem Rikis-
útgáfa námsbóka efndi tii
um bók viö hæfi barna á
skólaskyldualdri i tilefni
barnaárs Sameinuöu þjóö-
anna og hlaut sagan Undir
regnboganum verölaunin.
Höfundur hennar reyndist
vera Gunnhildur Hrólfsdóttir
Arnartanga 15 I Mosfells-
sveit.
Skilafrestur rann út 1.
mars sl. og bárust 28 handrit
til samkeppninnar. Dómnefd
skipuöu dr. Þuriöur J.
Kristjánsdóttir, Jónina
Friöfinnsdóttir kennari og
Heimir Pálsson mennta-
skólakennari.
Verölaunin eru 500 þús.
krónur og ráögert er aö gefa
verölaunasöguna út síðar á
þessu ári. Þá mælti nefndin
einnig meö útgáfu á tveim
sögum til viöbótar, Draum
um druslu undir dulnefninu
Ingvar Torfason og Sumar-
dyrðin þverr eftir Trausta
ólafsson.