Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 20
Laugardagur 24. mal 1980 Reyk j avíkurborg: Skilti sett við merk tré Borgaryfirvöld i Reykjavik hafa ákveöið að setja upp skilti við 15-20 athyglisverð og gömul tré sem eru á almannafæri I borgarlandinu. Er þetta liður i framlagi borgarinnar á ári trés- ins. A skiltum þessum er getið um tegundarheiti á islensku og latinu, gróðursetningarár, ef vit- að er og hver hafi gróðursett. Ætlunin er að þeim verði komið upp i júni þegar tré eru komin i fullan blóma. Þess skal getið að elstu trén i Reykjavik eru i Fógetagarðinum á horni Aðalstrætis og Kirkju- strætis. Þeim var plantað árið 1885 eða fyrir réttum 95 árum. — GFr Verðbætur á laun 1. júní: Gert ráð fyrir 11,7% kauphækkun Kauplagsnefnd hefur reiknað út verðbætur á laun samkvæmt gild- andi ákvæðum um verðbótavisi- tölu. Visitalan hefur hækkaö um 11,7% og hækka laun samkvæmt þvi i byrjun næsta greiðslutima- bils, fyrsta júni. Visitala framfærslukostnaðar var i maibyrjun 236 stig. Hækkun vlsitölunnar frá febrúarbyrjun 1980 til maibyrjunar nemur tæp- um 276 stigum eða 13,23%, segir i tilkynningu frá Hagstofunni. Var um að ræða, segir þar, hækkun á fjölmörgum vörum og þjónustu- liðum, innlendum og erlendum, m.a. i kjölfar 6,67% launahækk- unar 1. mars 1980. Aöaisfmi Þjóöviljans er SH33 kl. 9-20 mánudaga lil föstudaga l'tan þess tlma er hægt aö ná í blaOamenn og aftra starfsmenn blaðsins í þessum simum : Hitstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot Aðalsími kvöldsími Helgarsími 81285, Ijósmvndir 81257. Laugardaga ki. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná í afgreiöslu blaösins i sima 81663. Biaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiöslu 81663 A jjóröa hundraö um 30 parhús Framkvæmdanefndar „Þetta fólk nyti góðs af lögunum segir Svavar Gestsson félagsmálaráöherra um húsnæöismálafrumvarpiö sem bíöur afgreiöslu þingsins „Ég legg afar þunga áherslu á að hin nýja húsnæðismálalöggjöf nái fram að ganga fyrir þinglok, enda er þar um nokkur meginat- riði aö tefla sem mér er fyrir- munað að skilja að þingmenn skuli að vera agnúast út I og koma I veg fyrir að veröi aö lögum”, sagði Svavar Gestsson félag málaráðherra I samtali viö blaLo f gasr. Það skiptir verulega máli fyrir þriðjung launafólks og marga fleiri, sagði Svavar, að eftirtalin atriði verði tryggð nú með lög- gjöf: 1. Að þriðjungur Ibúðabygginga verði framvegis á félagslegum grunni og staðið undir þeim með fjárframlögum úr Byggingar- sjóði verkamanna. Til þess fær sjóðurinn fé með 1% af launa- skatti, auk framlaga frá sveitar- félögum og með lántökum. Fjöl- skyldur sem kaupa slikar ibúðir fá 90% lán. 2. Mikið átak verður gert til þess að útrýma heilsuspillandi hús- næði. 4. Skyldusparnaöur ungs fólks verður nú að fullu verðtryggöur en hann hefur verið mikilvægur tekjustofn húsnæðislánakerfisins. 4. Aðild verkalýöshreyfingar- innar aö stjórn húsnæöismála- kerfisins er tryggð, bæði i Hús- næöismálastofnun og I stjórn verkamannabústaða. „Það er til marks um hvað Framkvæmdanefndar bygg- ingaráætlunar. Eflaust sækir allt þetta fólk um á gildum og góðum rökum og fjöldinn allur hefur ekki sótt um vegna þess að honum hefur verið sagt að það þýddi ekkert. Þegar þriðjungur ibúða- bygginga er kominn á félagslegan grunn þá er það þetta fólk sem fær Ibúðir. Til samanburðar má segja að byggðar hafi verið 90—100 Ibúðir á félagslegum grundvelli á ári siðasta áratug, en nái löggjöfin fram að ganga verða þær senn 600 á ári. Svavar sagði að það heföi veriö mikið gagnrýnt að fjárhags- grundvöllur Byggingarsjóðs verkamanna væri ekki nægilega traustur. Hið rétta væri að hann myndi verða traustari en áður með þvi að 1% rynni til hans óskert af launaskatti. Þá væri þess að gæta að Byggingarsjóöur rlkisins sem nú stæöi undir 90% húsbygginga myndi hafa minni verkefnierhlutur hins félagslega ibúðarbyggingakerfis ykist. Þrjátiu til þrjátiu og fimm pró- sent ibúöabygginga yrðu innan verkamannabústaöakerfisins og það létti á Byggingarsjóði. Fjár- þörf hins almenna kerfis yrði svo fullnægt með framlögum og lán- tökum hverju sinni af hálfu rikis- sjóös. Þá væri og gert ráð fyrir að hægt væri að skerða lán til þeirra ' sem byggðu I annaö eða þriðja sinn, en aö þeir sem byggðu i fyrsta sinn héldu þeim hlut sem þeim væri ákveðinn að fullu. Einnig þetta ákvæði létti af Bygg- ingarsjóði rikisins verulegum byrðum. —ekh Vinnubrögöum rektors mótmælt: Einhugur rikti á fundinum um dönskukennaramáliö. — Ljósm. Sævar Andófið snýst um lýðréttindi „Þessi samþykkt háskólaráös lýsir taugaveiklun rektors og nokkurra annarra fulltrúa og þaö er augljóst aö forheimskuleg áróöursskrif gegn Peter Söby Kristensen I Morgunblaöiö i vetur hafa greinilega haft sfn áhrif á þessa menn. A aö stjórna Háskóla tslands i anda fordóma og ofstæk- is? Ég segi nei,” sagöi Vésteinn Ólason lektor m.a. i ræöu á fundi sem fjölmörg samtök nemenda og kennara viö Háskólann efndu til I matsal Félagsstofnunar I há- deginu f gær. Mikill mannfjöldi var á fundin- um og gerður góður rómur að máli ræðumanna, sem allir lýstu megnustu andúð á þeirri ákvörð- un meirihiuta Háskólaráðs með rektor i broddi fylkingar að aug- lýsa stöðu Peters Söby Kristensen iektors i dönsku I beinni andstöðu við vilja deildarráðs heimspeki- deildar, eins og skýrt var frá i Þjóðviljanum i gær. A fundinum töluðu auk Vé- steins, þeir Pétur Reimarsson formaður SÍNE, Jón Torfi Jóns- son form. félags stundakennara við Háskólann, Stefán Jóhann Stefánsson formaður stúdenta- ráðs og Páll Baldvinsson f.h. dönskunemenda við Háskólann, en hann sagði m.a. i ræðu sinni: „Með þessum pólitisku ofsókn- um meirihluta háskólaráðs, er verið að þagga niöur i þeim rödd- um innan Háskólans sem hafa verið fremstar I þvi að koma á lýðræðislegum vinnubrögðum innan skólans. Andóf okkar snýst þvi fyrst og fremst um lýðrétt- indi, þvi við viljum fá að ráða ein- hverju um það, hverjir kenna og hvað er kennt hér við skólann.” A fundinum var safnað undir- skriftum undir mótmælaskjal þar sem mótmælt er vinnubrögðum rektors og Háskólaráðs i stöðu- veitingum lektorsembættis i dönsku við Háskólann. — lg Asmundur Um tillögur VSÍ: Stefánsson framkvstj. ASI: Sömu kaupskerð- ingaráformin „Þeír leggja annars vegar fram tillögur um launastiga, án þess aö hægt sé að meta hvað þær þýöa I raun þar eö engar kauptöiur fylgja tillögu þeirra. Hins vegar eru tillögur um ein- stök samningsatriöi yfir samn. ingssviðiö allt. Almennt séö felst samræmingin I þvf aö draga úr réttindum þeirra sem hafa betri rétt og ekki er horfið I neinu frá hugmyndum um skerta veröbóta vfsitölu og annaö þess háttar” sagöi As- mundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ASl um tillögur atvinnurekenda. Asmundur sagði að efnislega væri ekki komið til móts við þær kröfur sem Alþýöusambandiö hefur lagt fram, en tillaga at- vinnurekenda að kjarasamningi yröi skoöuð og athugað hvort einhver atriði gætu orðið um- ræðugrundvöllur. Þá sagði Ás- mundur að einföldun kauptaxta væri ASI áhugamál, en hitt væri ljóst að erfitt gæti orðið aö taka stór skref I einu. Heildarsam- ræming kauptaxta fæli ekki að- eins i sér samræmingu á kaupi samstæöra hópa heldur spann- aði alla þá fjölbreytilegu starfs- hópa sem væru innan raða ASI og þess vegna væri erfitt aö ná þeim áfanga I einu stökki. Slik samræming kreföist samstarfs sambanda og hinna ýmsu félaga innan ASI þar eð samnings- rétturinn væri aö sjálfsögðu i þeirra höndum. Aðspurður sagði Asmundur að Alþýðusambandiö óskaði eftir þvi að sátanefnd tæki nú til starfa i deilunni sem fyrst, en næsti fundur deiluaðila hefur verið boðaður mánudaginn 2. júni s.k. — lg — - " * —- —— - —- —— - —— - — - —jj Þorsteinn Pálsson framkystj.VSÍ: : Kerfisbreyting ! „Viö teljum aö tillögur okkar séu fljótlegasta leiöin til að komast út þeim vanda sem við nú stöndum I. Megintilgangur- inn er aö setja fram raunhæfar tillögur, sem grundvöll fyrir áframhaldandi viöræöum” sagöi Þorsteinn Pálsson fram- kvstj. Vinnuveitendasambands tslands i samtali við Þjóövilj- ann I gær. „Alþýðusambandið óskaði á fundinum eftir að taka sér tima til að kynna sér þessar tillögur betur, sem eru eðlileg viðbrögö aö mínu mati, þvi mikil vinna liggur að baki þessum tillögum okkar. Sjálfur geri ég fastlega ráð fyrir þvi að þetta gæti orðiö frekari umræöugrundvöllur, þvi i tillögunum er lagt til mikil ein- földun á allri samningagerð, auk þess sem tillögurnar mæta að meginhluta bæöi sameigin- legum kröfum og sérkrotum aðildarsambanda ASI. Þorsteinn sagði aö uppröðun J taxta tæki miö af þeim kerfis- breytingum sem Verkamanna- sambandið hefur þegar sett ■ fram. „Þetta er umfangsmikil kerfisbreyting sem við leggjum I til, sem bæði einfaldar gildandi • samningakerfi og auðveldar j mönnum, aö lesa rétta mynd útúr gerðum samningum”, sagði Þorsteinn að lokum,—Ig. |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.