Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Eysteinn Þorvaldsson skrifar bókmenntir Eftir ganginum — upp í turninn Thor Vilhjálmsson: TURNLEIKHtJSIÐ. Iðunn, 1979. , ,Það er orðið ilrelt að bila til list sem maður þarf að leggja sina hugsun 1. Velta fyrir sér. Þetta á allt að vera einfalt og auðskilið. Nlutiu prósent af fólki vill hafa þaö svoleiðis.” segir kona nokkur við stöllu sina 1 þessari siðustu skáldsögu Thors Vilhjálmssonar (bls. 170). Turn- ieikhiisið er tæpast saga handa þessum niutiuprósentum, a.m.k. ekki handa þeim sem vilja láta mata sig á einfaldri afþreyingu eða hefðbundnum raunveruleika- lýsingum. Eins og I flestum fyrri sögum Thors er hér stefnt saman fjöl- skrUðugu samansafni mannlifs, óvæntra sviðsmynda, sjónhverf- inga, tóna og lita I furðuveröld sem þó ber mörg þekkjanleg kennimörk úr raunheimi. I upp- hafi bókar erum viö stödd fyrir utan Þjóöleikhúsið i Reykjavik i mannþröng sem stefnir að þvi aö klófesta miöa á frumsýningu. Inn I húsið berst straumurinn og þar hefst hið mergjaöa sjónarspil sem endist allt til slðustu blað- siðu, en sögunni lýkur með oröun- um: NU hefst sýningin. Gangar, stigar, turn eru si- endurtekin leiðarstef I hinum margslungna frásagnarvef sög- unnar. En,þó að formlega sé at- burðarásin alltaf innan múra völ- undarhússins, þá gefur sýn vitt um mannheim og náttúrusviö, oft t.d. til hafs og strandar, enda veggimir stundum gagnsæir. Sjónarhornið er afar breytilegt, frásögnin reyndar oftast i 3. per- sónu, en öðru hverju er aðal- persónan að ræöa við lagskonu sina, miöla henni frásögn og túlk- un og hún aö spyrja. Sviðslýsing- ar eru stundum með þeim hætti að hann er aö mála myndir eða jafnvel að hanna kvikmynd, en hún fylgist meö og gerir athuga- semdir. A einum staö fæ ég ekki betur séð en að hið undurfagra málverk Kjarvals „Vornótt’ sé haglega ofiö I frásögnina. Höfundur lætur lesendur sjá i hug aðalpersónunnar, þess manns sem lýst er nákvæmlega I upphafi frásagnarinnar. En hver erhann þessi ónafngreindi maöur sem hugsar margt og fer stund- um að tala og segja frá I 1. per- sónu? 1 þrönginni i anddyri leik- hússins hvislar einhver að hon- um: „Farðu upp i turninn og tal- aðu viö Ölaf Daviðsson.”. Siðan hefst ævintýraleg sókn hans aö þessu marki eftir göngum og stig- um leikhússins. En margt ber við á þeirri leið og tefur för göngu- mannsins (sem lika kallast „förumaöur”). Hann rekst inn I margvislegar vistarverur og furöulegt fólk verður á vegi hans. Honum finnst hann ganga um kvöldstræti I stórborg eða á óperusviði, hann fer 1 bió, flækist i stóölif i frygðarbóli o.s.frv..Þessu fylgir gjarnan litadýrö og tónlist, en allt veröur þetta meö óvæntum hætti og UtUrdUrum þvi að hann var I rauninni að flýta sér upp i turninn. „Hann var togaður áfram. Hann varð að sinna er- indinu sem honum hafði verið falið.” (162).Enumhverfið,lögun turnsins og hindranir, gerir hon- um erfitt fyrir og tálsýnir glepja hann. Eitt sinn fær hann þá hug- mynd „að þetta væri geimflaug löng og mjó á ferö um sjálft tima- leysiö, um eilifð geimsins, og hefði losnað af braut sinni.” (113). Þaö kom lika fyrir aö „hon- um þætti hann vera um borð I stóru skipi á ferð um sjálft úthaf- iö... Stundum þótti honum sem hann heyrði sjávarhljóð viö siöu skips, vind þjóta.” Og áöur en yfir lýkur rekst hann raunar inn I vélarrúm skips nærri þvi efst i turninum. Oftar en ekki er frásögnin likust draumi eða öllu heldur eins og kvikmynd af draumi. Þetta gamalkunna súrrealiska bragö gefur hugmyndafluginu lausan tauminn. Allt getur borið fyrir I draumi. Og þessu fylgir afnám venjubundinnar timaskynjunar, en þaö er einmitt timinn sem þrúgar manninn meira en nokkuð annað i raunheimi, krossfestir hann á hversdagsleikann, vanann og viöteknar reglur. Viðburðir I þessari sögu gerast sem sagt ekki i hefðbundinni timaröð og sögu- hetjan „undrast misgengi tlmans I hugarviddum ýmsum” (195/6). Einstakir frásagnarkaflar rofna, en þráöurinn er tekinn upp aftur siöar og jafnvel aftur og aft- ur, eða þá að atburðirnir ganga hver inn I annan, óvænt og án skýringa. Upplifun draumsins tengjast mörg óvissuatriði göngumanns: sifelldar tilraunir hans til að rifja upp, átta sig, komast áfram, tengja saman fyr- irburði og persónur i timalausu minni. Fylgikona hans setur stundum fram athugasemdir og spurningar sem hljóta að vera skynsamlegar en orka naivt i draumkenndri frásögninni: „Er ég i þessari sögu? Ert þú sjálfur i þessari sögu?"(33). Og þegar hún áttar sig ekki á timaskynjun hans, segir hún: „Getur verið margur timi i senn? Hvernig væri að gera sig skiljaniegan? Svo við venjulegt fólk getum áttaö okkar á þvi hvert verið er að fara.” (55). Saman ramba þau hjúin inn i blósal og er hluta kvikmyndar- innar lýst af og til innan um ann- að efni I sögunni. 1 ljós kemur I einu tilsvari hans að hún leikur aðalkvenhlutverkiö I myndinni. Af þessu mætti ljóst vera að bókin er hlaðin frumlegri frá- sögn, myndlist, músik, kvik- myndum. Allt er þetta samslung- ið, oft meö óvæntum uppákom- um, speglunum, hamskiptum og skyndilegum endurfundum. En þessir „dáleikar hugarins” eru vlsir til aö rugla þann I rlminu sem taminn er við röö og venju- reglur hversdagslegs skynheims. „EfþUertekkiað segja mér margar sögur I senn. Það er kannski ein saga, þó ég sjái það ekki. Þetta er svo fléttaö finnst mér.” (157). Þannig bregst lagskona göngu- mannsins eitt sinn við frásögn hans. En þvi fer annars fjarri aö hér séu eingöngu frásagnir af furðu- legum fyrirbærum. í sögunni eru til umræöu ýmis áköfustu dag- skrármái samtimans s.s. kven- staddir. Einhvern tlma rámar göngumann 1 að hafa komið þama: „Og leiksýningj hafði ekki lika verið leiksýning? Svo margt hafði byrjað, er þá ekk- ert leitt til lykta? Er þetta þá bara eins og i lifinu sjálfu?” (157). 1 þessari litskrúðugu sinfóniu mannlifs og draumheims er hvergi dregin dul á huglægnina: „Er nokkur raunveruleiki nema I hugsun þinni? 1 reynslu þinni? Og hvar ann- arsstaðar ætti að reyna veru- leikann? Svo hann geti orðið. Hvar ætti að leika hann ann- ars? Svohann geti verið I raun leiksins.” (159). „Hér hvilir O.D., ástmögur ljóðs og sagna. Lif heill. Undirritaö var með blýanti: ÞJÓÐin.” (201) THOR VILHJÁLMSSON TURNLEIKHÚSIÐ Mörg minni frásagnarinnar tengjast fornum skáldskap og goðsögnum. Hin dularfulla, margskipta kvenvera.sem oftast er I návist göngumannsins, kallar hann Odysseif undir lokin og sjálfri eru henni fengin ýmis nöfn af svipuðum söguslóðum. Glöggt má koma auga á ýmsar sam- svaranir I þessum tveimur tor- færuferöum — göngumanns og Odysseifs þótt ólikar séu þær um margt. Að lokum kemst sá fyrr- nefndi alla leið efst upp I turn leikhússins, og finnur þar kistu sem á er letrað: frelsi, hlutverk leikhúss, skóla- innræting og sýnir þetta hversu bundin raunveruleikanum hún er þrátt fyrir fantasiuna. 1 þeirri umræðu birtist margt sem máli skiptir i Hfi nútlmamannsins sem reynir aö ná áttum I sundruðum heimi. Umfjöllun um sum þessi mál er fléttuð saman við lýsingu á skringilegri leikritsæfingu þar sem málglaðir og misjafnlega vlgreifir umræðendur eru viö- Vandalaust ætti að vera fyrir hvern og einn aö ráða táknmál þessa fundar. Það er leitt til þess að vita.ef orðræða kerlingar.sem vitnað var til I upphafi, á viö rök að styðjast og að þaö sé of mikil áreynsla fyrir fólk flest að lesa slika bók sem þessa. HUn er vissulega ekki hraðlesin, en þeim, sem ann skáldskap og nennir að hugsa, launar hún rikulega lesturinn með frásögnunum af Odysseifs- ferð förumanns um þessa sjón- hverfingahöll með öllum hennar furöum og launhelgum, þetta mikla „leikhús sibreytileikans”. — eþ Félag járniðnaðar- manna FELAGSFUNDUR verður haldinn fimmtudaginn 29. maíl980 kl. 8.30 e.h. að Hallveigarstig 1, kjallara. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Viðhorfin i kjaramálum. 3. Um heimild til trúnaðarmannaráðs varðandi vinnustöðvun. 4. Um takmörkun helgarvinnu. 5. önnur mál. Mætið vel og stundvislega Stjórn Félags járniðnaðarmanna iÚTBOÐ Tilboð óskast I ýmsa vinnu fyrir skóla Reykjavikurborgar samkvæmt eftirfarandi: a) Smiði innréttinga,m.a. eldhúsinnréttingar, lóðarlögun, gerð bilastæðis. b) Þak-og gluggaviðgerðir. c) Málningarvinna. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar, Frikirkjuvegi 3,gegn 15 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað sem hér segir: a) Þriöjudaginn 10. júni kl. 11 f.h. b) Þriðjudaginn 10. júni kl. 11 f.h. c) Miðvikudaginn 11. júni kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.