Þjóðviljinn - 24.05.1980, Side 13

Þjóðviljinn - 24.05.1980, Side 13
Laugardagur 24. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Arið 1964 keyptu Loftleiðir fyrstu Rolls-Royce skrúfubotuna sem mikið voru notaðar I áætlunarflugi til Luxemborgar á sjötta áratugnum Tæplega 3,1 miljón farþega á 25 árum A Idarfjórðungur liðinn frá því að Loftleiðir hófu áœtlunarflug til Luxemhorgar Um þessar mundir eru liðin 25 ár frá þvi aö Loftleiðir, nú Flug- leiðir, hófu áætlunarfiug til Luxemborgar. Þótt bjartsýni væri rfkjandi I upphafi á framtfð þessa flugs, hefur fáa grunað að ferðatiðnin ætti eftir aö veröa 12—20 flugferðir á viku milli Is- lands og Luxemborgar eins og gerst hefur á annatimum undan- farinna ára. Við samantekt á farþegafjölda þau tuttugu og fimm ár sem flugið til Luxemborgar hefur varað hafa verið fluttir tæpiega 3.1 miljón farþega. En hverfum i huganum aftur i timann: Það var snemma árs 1952, sem forráðamenn Loftleiða fengu augastaö á Luxemborg sem væntanlegum viðkomustað i millilandaflugi. Athuganir leiddu I ljós að mögulegt myndi að fá loftferðasamning við Luxemborg samkvæmt Chicago sáttmálanum frá 1944. Tekið var að þrengja að félaginu á öðrum mörkuðum og þótt Luxemborgarar væru þá aðeins um 300.000 og íslendingar innan við 200.000 mátti i fram- tiðinni vænta mikilla flutninga frá Luxemborg til Islands og þaðan til Bandarikjanna. Luxemborg, sem liggur I hjarta Evrópu, er I góöu vegasambandi viö næstu lönd og þangaö eru allar götur greiðar, frá þéttbýliskjörnum Mið-Evrópu. Fyrsta ferðin Laugardagsmorguninn 21. mai 1955 lagöi Skymasterflugvél Loft- leiða, EDDA, upp frá Reykjavlk. Feröinni var heitið til Luxem- borgar með viökomu I Gautaborg og Hamborg, þar sem gist var yf- ir nótt. Meöal farþega voru Ingólfur Jónsson samgönguráö- herra, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri, Kristján Guð- laugsson stjómarformaður Loft- leiða, Siguröur Helgason vara- Við komuna til Luxemborgar 22. maf 1955. F.v. Alfreð Eiiasson for- stjóri, Kristján Guðlaugsson stjórnarformaöur, Sigurður Magnússon biaðafulltrúi, Kristinn Olsen flugstjóri, Sigurður Helgason varafor- maður stjórnar, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri, Ingóifur Jóns- son samgönguráðherra. formaöur, Alfreö Eliasson for- stjóri og Sigurður Magnússon blaðafulltrúi auk blaöamanna frá Luxemborg og Islandi. Flugstjóri I þessari sögulegu ferö var Krist- inn Olsen. Sunnudaginn 22. mal var lent I Luxemborg. Múgur og marg- menni var á flugvellinu, þvl fjöl- miðlar höfðu sagt frá komu flug- vélarinnar, og þeim tlmamótum, sem þetta fyrsta áætlunarflug olli: Flugsamband var komiö á milli Luxemborgar, Islands og Bandarikjanna. Meðal þeirra sem tóku á móti íslendingunum voru Victor Bodson flugmálaráð- herra Luxemborgar, Pétur Bene- diktsson sendiherra, Pierre Ham- er stjórnarfulltrúi (flugmála- stjóri), Fernand Loesch forseti Luxair, fulltrúar blaöa, útvarps o.fl..l aðalsal flughafnarinnar var efnt til móttöku og þar fluttu ræður ráðherrarnir Victor Bodson og Ingólfur Jónsson. Victor Bodson sagöi I ræðu sinni að þessi dagur væri eftirminni- legur I sögu sambúðar tveggjá smáþjóða, þvi á honum hefði verið komið á flugsambandi milli Reykjavikur og Luxemborgar. Nú væru aðeins 8 klukkutimar milli höfuðborganna. Utankj örf undar- atkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 1980 hefst i Reykjavik sunnudaginn 1. júni kl. 14.00. Kosið verður i Miðbæjarskólanum við Fri- kirkjuveg alla virka daga kl. 10-12, kl. 14-18 og kl. 20-22. Sunnudaga kl. 14-18. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Eftir nokkurra klukkustunda viðdvöl I Luxemborg, hélt Sky- masterflugvélin EDDA af stað norður á bóginn og flaug til Reykjavlkur með viðkomu i Hamborg. Fyrsta áætlunarflugi Loftleiða til Luxemborgar var lokið. Aldarfjóröungs þróun Þessi nýja flugleið var flogin einu sinni I viku sumariö 1955. Enginn gerði ráð fyrir stórkost- legum flutningi fyrsta kastið, en fyrir kom að öll 44 sæti Skymast- erflugvélanna voru fullsetin. Fyrsta árið uröu farþegar milli Reykjavlkur og Luxemborgar fram og aftur 246 og milli New York og Luxemborgar fram og aftur 343. Afram var haldiö með svipuðu móti. Farþegafjöldinn milli Bandarlkjanna, Islands og Luxemborgar óx stööugt. Ariö 1959 tóku Loftleiöir I notkun Cloudmasterflugvélar og það ár voru fluttir 768 farþegar til og frá Luxemborg. Enn veröur stórstig breyting 1962, þegar fluttir eru næstum þvi 30.000 farþegar milli landanna og upp frá þessu vaxa flutningar milli Luxemborgar Bandarlkjanna og Islands hröð- um skrefum. Árið 1964 bættu Loftleiðir enn flugvélakostinn, er félagiö keypti fyrstu Rolls-Royce 400 skrúfuþotuna. Fleiri sllltar fylgdu á eftir og árið 1966 voru þessar flugvélar lengdar og höfðu þá sæti fyrir 189 farþega. Afram hélt þróunin og árið 1970 tók félagið 249 sæta DC-8-63 þotur I þjónustu slna á flugleiðum til og frá Luxemborg. A áttunda áratugnum hafa farþegaflutningarnir enn aukist, auk þess sem vöruflutningafélag- iö Cargolux var stofnað. Þess vegna er aldarfjórðungs afmæli flugs til Luxemborgar ekki aöeins merkur áfangi I flug- sögu okkar heldur og llka I at- vinnu- og samgöngusögunni. IRIKISSPITALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN MEINATÆKNAR. 2 meinatæknar óskast frá 1. júli n.k. til sumarafleysinga við Rannsóknadeild Landspitalans. Upp- lýsingar gefa deildarmeinatæknar i sima 29000. KÓPAVOGSHÆLI HJÚKRUNARSTJÓRI óskast við Kópavogshælið. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 25. júni n.k. Upplýs- ingar veitir yfirlæknir i sima 41500. VÍFILSSTAÐASPÍTALI MEINATÆKNAR. 2 meinatæknar óskast i hálfsdags starf við rannsókna- stofu spitalans. Annað starfið er laust frá 1. júli en hitt frá 1. ágúst n.k. Upplýsingar gefur deildarmeinatæknir i sima 42800. Reykjavik, 25. mai 1980 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, Simi 29000 Borgarspítalinn Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar til starfa á flestar deildir Borgarspitalans. Um er að ræða fastar stöður og sumarafleysingar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra simi 81200 (201, 207) Reykjavik, 24. mai 1980 BÖRGARSPITALINN W í,' ’ 0 ^5 IÐJA, félag verksmlðjufólks Framhalds aðalfundur Iðju verður hald- inn i Domus Medica, fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 5 e.h. Dagskrá: Reikningar félagsins og sér- sjóða þess. önnur mál. Reikningarnir liggja frammi á skrifstofu félagsins, fram að fundinum. Félagar, mætið vel og stundvislega, hafið félags- skirteini með ykkur. Stjórn Iðju. M Húsnæði óskast Óskum eftir 3ja — 4ra herb. ibúð. Ábyrgjumst skilvisar greiðslur og góða umgengni. Nánari upplýsingar i sima 27102 og 42810.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.