Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. mai 1980 Af rithæfni sálfræðinga Þorsteinn Gylfason limrusmiður og Andri fsaksson f rá Grænuborg virðast vera komnir í ritdeilu í Morgunblaðinu um það, sem Þor- steinn kallar „f imbulfamb, sem heitir félags- fræði, sálarfræði og uppeldisfræði". Andri svaraði greinum Þorsteins í Moggan- um á f immtudaginn og var þar margt hrakið í mörgum orðum, eins og sagt er. Eitt af því sem ég hjó eftir í grein Andra voru talsverð sárindi yfir því að Þorsteinn heldur því fram að félagsfræðingar, sálfræð- ingar og uppeldisf ræðingar séu ekki skrifandi uppá íslensku og bendir þetta til þess að sál- fræðingum geti sárnað. Núég verð að segja að mér f innst Þorsteinn fella all þungan dóm á stóran hóp fslenskra hug og atferlisumf jallara, því allir vita að það hefur löngum verið stolt hins menntaða manns á (slandi að kunna að draga til stafs. Ég gerði mér því lítið f yrir og hringdi í mæt- an sálfræðing og bað hann að segja mér skoð- un sína á þessum orðum Þorsteins og hvort hann teldi sálfræðinga vera iila skrifandi. Þessi ágæti sálfræðingur óskaði eftir að fá aðsvara þessari spurningu skriflega. Mér var sem sagt að berast bréfið og birti ég það hér með: „Okkur geðlæknirum og sálfræðingum vantar ekki að vita hvernig á að skrifa fs- lensku. Hins vegar hafa geðhvarfaviðbrögð andstæðinga okkar oft lýst sér í alhæfingu áreitis, afsjálfgun og haldvillu. Ef til vill eru boðmynstur bliktíðnimarka þessara manna háð vissu ásýndargildi, sem er skortur á þeirri skinhreifisjá, sem þarf til að bera skinkennsl á eltinám sem er verkhústilraun þar sem til- raunapersónan lærir að halda hengsluðum stíl. Máliðer bara ekki svona augljóst og einfalt. Það er ekki hægt að taka okkur geðlæknirana og sálfræðingana undir einum hatti. Undirrrituðum vantar ekki ritstol f þeirri félagstengslakönnun sem ríður nú húsum um þverbak. Við hljótum að varpa upp þeirri spurningu, hvort ekki sé hægt að fara að hrinda bráðum bug að því að stemma stig við þeim sálardofa og sálarnauðhyggju, sem herjað hefur á ís- lensku þjóðinni um árabil. Mér langar l þessu sambandi að benda á það, að þeir, sem hvað hraðast hafa deilt á okkur geðlæknira og sáltæknira verða að telj- ast meinvottar í andlegt þroskaferli þjóðar- innar. En þó keyrir úr hófi fram, þegar við löfum undir því ámæli að hafa legið í lama- slysi og aðgerðarleysi um aldur fram. Sannleikurinn er nefnilega sá, og það langar mér undirrituðum að benda á að við höf um um árabil legiðá öllu liði okkar til að losa þennan aðsteðjandi afsjálfgunarvanda og það virðist sattað segja engum lengur Ijóst, hvernig snúa skal andspænis þessum ófagnaði. I sálarfræðinni þarf nefnilega meira en að standa aðgerðarlaus og telja á sér fingurnar, það þarf líka að standa í báðar fæturnar. Og hvað viðvíkur það að við sálkönnuðir kunnum ekki að skrif a íslenskt mál, þá held ég að Þorsteinn Gylfason og f leiri af hans sauða- gæru ættu að reyna að hafa vitið fyrir neðan sigog ráðastekki á þá, sem minnst hafa undir sér, þvi það er nefnilega rétt, sem Hannes Hafstein sagði forðum: „Það er til lítils að veifa gamallri konu en sleppa hópnum." Mér undirrituðum hefði langað til að fá að vita hvaða eðlishvatir liggja til grundvallar í þá staðhæfingu að ég hafi ekki verið á sál- fræðiþinginu á Loftleiðum á pálmasunnudag, þegar haldið var uppá 101 ára afmæli Wilhelm Wundt. Ástæðan að því að ég var ekki þar nærstadd- ur var einf aldlega aðég var aðtaka saman við konuna mína þann dag eftir langvarandi al- hæfingu sálræns áreitis. Að síðustu vil ég segja við þá sem hraðast hafa deilt á okkur, að sálfræðingum og geð- læknirum vantar ekki rithæfnina. Hins vegar er það vöntun á úrræðaleysi að leiða skipið ekki heilt í höfn með sameiginlegu átaki allra þeirra sem vita betur. Því betri er hálf ur skaði en enginn. Og að lokum get ég ekki látið hjá líða að þakka lögreglunni fyrir ómetanlega aðstoð í gerð sálgreinihnítar um atferli gleðimanna og kvenna höfuðstaðarins, sem neita áfengis úr hópi fram. Já þessi limra varðstjórans góða er sannar- lega í tíma talin: I sálkönnun svallarana við setjum í kjallarana, þar fá þeir í næði að fá sitt brjálæði fyrir atferlisumf jallarana." Flosi. 200 Borgnesingar tóku þátt í að klæða landið 13 þúsund trjáplöntur settar niður Borgnesingar hafa gert stórfellt átak til fegrunar bæjarlandsins í Borgarnesi með trjágróðri í vor og plantað hvorki meira né minna en 13 þúsund trjáplöntum, sem svarar til liðlega 8 plantna á mannsbarn í byggðarlag - ínu. Fyrir þessu hefur stahiB Fram- kvæmdanefnd árs trésins i Borgarnesi og unniö i nánu og góöu samstarfi viö sveitarstjóra, hreppsnefnd og hin ýmsu félaga- samtök I bænum. Nefndin var skipuB á liBnum vetri fyrir milli- göngu Skógræktarfélags ísiands og fyrir milligöngu hrepps- nefndarinnar. FormaBur er Jón Magnús Thorvaldsen plantar I Hamarsvöli. Finnsson mjólkurfræBingur og meB honum i nefndinni GuB- mundur Finnsson, Þorbjörg ÞórBardóttir, Karl Olafsson og Hjörtur Helgason. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Valin voru 14 svæBi I bæjar- landinu, sem trjám og öBrum gróBri var plantaB i, og tóku 12 félög og samtök i Borgarnesi aB sér framkvæmdina. SvæBin, sem plantaB var i eru viBsvegar um bæinn og I nágrenni hans. Lang- stærst þeirra er Golfvöllurinn aB Hamri, en i hann fóru um 6000 plöntur. Til marks um stærö þessa átaks má geta þess, aö til plöntukaupanna einna var variö um 5 milljónum króna. Kostnaöurinn er aö stærstum hluta greiddur af Borgarnes- hreppi og sjóöum á vegum hans, en einnig leggja ýmis félagasam- tök svo sem Rotary, Lion, Kaup- félag Borgfiröinga og fleiri fram fé, auk ómældrar vinnu. Um helgina 10. og 11. mai hófst verklegur undirbúningur svæB- anna 14 af fullum krafti og var unniB aö honum flest kvöld vik- unnar, sem i hönd fór. Laugar- daginn 17. og sunnudaginn 18. mai fór svo meginhluti plöntunar- innar fram, og unnu nálægt 200 Borgnesingar aö verkinu þessa daga. Þetta átak hefur greinilega smitaö frá sér, þvi um allt Borgames hefur einnig mátt sjá fólk önnum kafiö viB aB snyrta lóöir sinar og planta I þær, en 1 framhaldi af þvi starfi, sem nú er aö baki, mun Framkvæmda- nefndin útvega Borgnesingum trjáplöntur og runna á hagstæBu verBi. Hin ýmsu félög i Borgarnesi ætla framvegis aB halda áfram aö sinna þeim afmörkuöu svæöum, sem þau tóku aö sér aB gróöur- setja i þessa daga. 1 sumar veröur einnig tekiö rösklega til hendinni i skógræktargirBingu Aspar. Þar veröur boriö vel á, en einnig plantaÐ, auk þess sem mikiB átak veröur gert I grisjun og i þvi sambandi undirbúinn flutningur fjölda lifandi trjáa inn I þéttbýliB á næsta sumrLEinnig er PlantaB viö Kveldúlfsgötu. taliö aB af þessu svæöi megi full- nægja allri þörf Borgnesinga fyrir jólatré á næsta vetri. Vonast er til, aö þetta veröi aö- eins upphafiB aö þvi aö færa skóg- rækt inni og aö þéttbýlinu i Borgarnesi, en meö þvi er stefnt aB þvi aB gera umhverfi bæjarbúa fegurra og hlýlegra og efla um leiö tilfinningu almennings fyrir þessu merkilega málefni. Véltækni beitt á Hamarsvelli,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.