Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 24.05.1980, Blaðsíða 19
Laugardagur 24. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virkcb daga eða skrifið Þjóðviljanum F orsetakosningar — kvennabarátta Þa6 hefur lengi veriö haft fyrir satt, að með öflugum fjöl- miðlaáróðri sé hægt að telja hrekklausu og heiðarlegu fólki trú um svo til hvaða fjarstæðu sem vera skal. Einu sinni á kaldastriðsárun- um afgreiddi ófyrirleitinn stjórnmálamaður röksemdir Brynjólfs Bjarnasonar i hernámsmálum meðþv^aðúr- skurða hann óviötalshæfan um 'þau málefni, — hann hefði sem sé i þingræöu talið það meina- laust þótt i Reykjavík yrði „skotið án miskunnar”, ef það kæmi Rússum aö gagni. Þessi ummæli voru siðan hermd upp á Brynjólf ár eftir ár, gjarnan innan tilvitnunarmerkja, sem ótviræö sönnun um ofstækisfulla Rússaþjónkun hans og einsýni, er gerði hann og flokk hans meö öllu óhæfan til viðræöu um varnarmál landsins. Stundum var jafnvel vitnaö til dag- setningar og blaðsiðutals i þing- tiðindum til að gera söguna trú- legri. Þeir fáu, sem kunna að hafa lesið ræðuna, sem þessi tilvitn- un var sögð tekin úr, vita að hér var um helberan uppspuna að ræða. Samt þótti þessi tilvitnun nothæf til að ófrægja Brynjólf alla þá tið, sem hann stóð i fylk- ingarbrjósti islenskra sósialista og eflaust hafa margir trúað þvi að lokum að þessi ummæli væru rétt eftir honum hermd. Brynjólfur var ekki sá eini af forystumönnum sósialista, sem reynt var að kveöa niður með rógburði, þegar ihaldið og fylgi- flokkar þess sóttu sem iharðast gegn sóslalistum, sem þeir með réttú töldu forystuafl i verka- lýöshreyfingunni og hörðustu andstæðinga hernáms og NATO-aðildar. Um lfkt leyti og erindrekar NATO dæmdu Brynjólf óvið- ræðuhæfan um utanrikismál vegna áðurnefndrar „afstöðu” hans til Rússa, var einn helsti forystumaður sósialista á Norðurlandi, Þóroddur Guð- mundsson á Siglufirði, fyrrum alþingismaöur, úrskurðaður óviðtalshæfur um almenn landsmál og verkalýðsmál, enda hefði hann markað afstöðu sina til þeirra mála með orðun- um: Hvað varðar okkur um þjóöarhag? Um leið var hann gjarnan kynntur sem „skóla- bróðir Gottwalds”, svo engum dyldist hvaða sauðahúsi hann tilheyrði. Hún hlustaði á þá alla Ein sem er að verða nlræð hringdi: — Ég var að hlusta á eldhús- dagsumræðurnar um daginn. Ég hlustaði á þær allar, og mikiö fannst mér nú mennirnir misjafnir. Gunnar Thoroddsen var afskaplega rólegur og kurt- eis, þaö má viröa hann fyrir góöan málflutning, þótt ekki hafi ég nú alltaf veriö ánægð meö hann um dagana. Pálmi var llka ágætur, en Sverrir var æstur og réöst á flokksbræður sina Pálma og Gunnar af offorsi. Svo kom Benedikt Gröndal og ég hlustaði nú ekki á hann, þvi þá hringdi slminn. En ég hlust- aöi á Jóhönnu. Mikið skelfmg er hún æst, sú kona. Hún var stöð- ugt aö rlfa niður allt og alla, og réöst sérstaklega á Svavar Gestson. Ég segi nú bara: hún mætti þakka fyrir aö hafa greindina hans Svavars. Svo veit ég ekki hvað hún er að tala um. Sat ekki hennar flokkur I stjdrn árum saman? M.a.s. einu sinni 112 ár með Ihaldinu. Voru þá engir vegir á íslandi sem þurfti að leggja? Nú heimtar þetta fdlk allt af stjórninni, sem hefur setið I þrjá mánuði. Ég held það sé afar mikilvægt að fólk sem er I pólitlk sé rólegt og æsi sig ekki upp. Það hefði ekki þýtt neitt fyrir mig aö fara I pólitik, þvi ég æsi mig alltaf upp. Það er svo margt sem manni sviöur. Ég býst ekki yið að neinn sem þekkti Þórodd, hafi trúað þvi að sá greindi maður og ágæti ræðu- maður, með áratuga sjóun i harðri verkalýðsmála- og stjórnmálabaráttu, hafi gefið höggstað á sér með áðurnefndu orðavali, enda hefur engin marktæk sönnun fengist fyrir þvi að hann hafi viðhaft þessi ummæli. Samt kiingdu þau i fjölmiölum og af vörum and- stæöinga hans meðan hann lifði, og jafnlengi hafa sömu aðilar reyntaðnota þau sem skilgrein- ingu á starfsemi og stefnu Sósialistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Og máttur fjöl- miðlaáróðursins reynist sllkur, aö rógur og lygar geta fyrir atbeina hans náö út yfir gröf og dauöa þeirra, sem þeim er beint gegn,og verða að lokum að alkunnri þjóðsögu, jafnvel að sagnfræðilegri staðreynd. Glöggt dæmi um þetta er greinarkorn, sem birtist á 15. slðu Þjóöviljans hinn 13. mai sl. undir fyrirsögninni: Hvaö varöar okkur um þjóðarhag? Þar er vitnaö til Siglfirðingsins, sem hafi viðhaft þessi orð, sem dæmis um takmarkalausa og ábyrgðarlausa einsýni. Ekki ætla ég greinarhöfundi það, að hann sé vísvitandi aö kasta sklt i kirkjugaröinn; trú- lega er hér um að ræða slysa- skeyti, sem óvart hittir fleiri en þvi er beint gegn. Höfundur tel- ur sig eflaust vera að vitna til alkunnrar staöreyndar eða þjóðsögu. Það er óskemmtilegt að sjá fjölmiölaáróður gamalla and- stæðinga Þjóðviljans bergmála svona á síðum hans. Hugsan- lega á maður eftir að sjá þar til- færð sem skóladæmi um fárán- legt ofstæki og einsýni orð þing- mannsins, er sagt hafi, aö I Reykjavík mætti „skjóta án miskunnar”, ef það kæmi Rúss- um að gagni. — Vonandi verður það þó i aðsendri grein eins og þeirri, sem birtist I blaöinu 13. mal sl., en hvorki eftir verandi né fyrrverandi blaðamenn hans. Siglufirði 15. mai 1980. Benedikt Sigurösson. frá lesendum Glöggir lesendur sjá auövitaö strax hvar þessi mynd er tekin — eöa hvaö? Ljósm — gel— Annaö kvöld fá sjónvarps- áhorfendur loks aö sjá mynd- ina hans Agústs Guömunds- sonar, Litla þúfu. Mynd þessa geröi Ágúst I fyrra, áöur en hann lauk viö Land og syni, en hún hefur ekki veriö sýnd opinberlega fyrr en nú. Lltil þúfa er elskuleg kvik- mynd um unga Reykjavikur- stelpu, sem veröur ólétt alveg óvart og löngu áður en hún sjálf og foreldrar hennar eru reiðubúin til að meðtaka slika frétt. 1 myndinni er einkar vel og af finum húmor lýst við- brögðum stelpunnar sjálfrar, barnsfööurins og foreldra þeirra beggja. Þetta er ekki ádeilumynd eða „vandamálamynd” i venjulegum skilningi, heldur einföld saga af venjulegu millistéttarfólki I Reykjavlk á okkar dögum. Litil þúfa fékk fyrstu verð- laun I keppni sem kvikmynda- hátíð Listahátíðar efndi til I febrúar s.l. Sigriöur Atladóttir leikur aðalhlutverkið, en foreldra hennar leika Edda Hólm og Magnús Olafsson. Gunnar Pálsson leikur barnsföðurinn, og Hrafnhildur Schram og Friðrik Stefánsson leika for- eldra hans. Fleiri leikarar koma viö sögu i minni hlut- verkum, m.a. Silja Aðal- steinsdóttir og Sigrlöur Ey- þórsdóttir. Kvikmyndatökumenn voru Ágúst Guömundsson, höf- undur handrits og ieikstjóri „Litillar þúfu”. 4LA Sjónvarp kl. 21.55 sunnudag Haraldur Friðriksson og Baldur Hrafnkell Jónsson, og hljóöupptöku annaöist Jón Hermannsson. Tónlistin er eftir Pjetur og úlfana. — ih Harold Lloyd I „Speedy”. Speglasalir hafa alltaf veriö vinsælir I „siapstick” — myndum. Gullaldargrín Sjónvarpiö hefur staöið sig nokkuö vel i þvi upp á sið- kastið að sýna okkur sigildar gamanmyndir frá þögla skeið- inu. Þaö er áreiðanlega úti- lokaö að nokkur maöur geti oröiö leiður á þeim Harold Lloyd, Buster Keaton, Chaplin og öllum hinum, sem gerðu þögla skeiðiö aö sannkallaðri gullöld grlnsins. 1 kvöld fáum viö aö sjá sið- ustu þöglu myndina sem Harold Lloyd lék i. Hún heitir éVh Sjónvarp <fy kl. 20.20 Speedy, á islensku A haröa- spretti. t henni tekur Harold að sér að hafa uppi á stolnum strætisvagni, sem dreginn er af hestum. Þessar gömlu grlnmyndir eru sannkallaðar fjölskyldu- myndir, og höföia áreiðanlega jafnt til allra aldursflokka. — ih ✓ I mýrinni Annaö kvöld veröur sýnd I sjónvarpinu ný Islensk náttúruilfsmynd, „I mýrinni” og f jaliar aöallega um fuglallf I votlendi. Myndin er tekin I nokkrum mýrum og viö tjarnir og vötn á Suövestur- landi. Fuglarnir sem leika aöal- hlutverkin i þessari mynd eru flórgoði, jaðrakan, spói, stelkur, hettumávur og ýmsar endur. Fylgst er með varpi og ungauppeldi hjá sumum þess- ara tegunda. Textann samdi Arnþór Garðarsson, þulur er Ingi Karl Jóhannesson, og kvikmynda- töku annaðist Haraldur Friöriksson. Umsjónarmaður er Valdimar Leifsson. — ih sunnudag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.