Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.—7. sept. 1980
Franski flóttamað-
urinn Patrick Gerva-
soni, sem sagt var frá i
blöðum i vor er nú kom-
inn hingað og hefur hann
beðið islensk stjórnar-
völd um landvist og
fyrirgreiðslu í sinum
málum. Tiðindamenn
blaðsins hittu hann að
máli skömmu eftir
komu hans til Reykja-
vikur og báðu hann að
segja i fáum orðum frá
þeim atvikum, sem leitt
hafa til þess að hann
biður nú hér um hæli.
Hóf hann frásögnina
með þvi að segja frá
brensku sinni:
Uppvaxtarár
— Ég er fæddur 11. april 1951 i
Aix-en-Provence af fátækri
verkamannafjölskyldu. Vegna
fátæktar var mér komið fyrir á
bamaheimili, þegar ég var um
þaö bil tveggja ára. begar ég
var um átta ára gamall tók afi
minn mig ab sér^ en hann var
veiðivörður í Sologne. begar ég
var tólf ára tóku foreldrar minir
mig að sér, en bæöi þekktumst viö
tæplega eftir svo langan aðskiln-
að og auk þess gekk mér illa að
sætta mig viö örbirgöina hjá
þeim. bess vegna strauk ég frá
þeim ári slðar og húgðist fara til
afa mins. En strokið mistókst og
ég lenti á upptökuheimili fyrir
unglinga I Marseille.
Vist á ungl-
ingaheimili
betta var ógnarströng stofnun,
við vorum t.d. I einkennis-
búningum, uppeldisaðferðir
kennaranna voru ekki af bliö-
legra taginu, og við fengum ekki
að fara út fyrir landareign heim-
ilisins. Við drengirnir vorum
vaktir kl. sex árla morguns,
fórum með bænir samkvæmt
skipun, neyttum matar i dauöa-
þögn og annaö var I sama stil. A
þessari stofnun var ég i fjögur
löng ár.
Við stofnunina var hægt aö
stunda nám i nokkrum iðn-
greinum, og fékkst ég við tré-
smiðar og múrverk. Reyndar
lauk ég prófi i gamaldags snikk-
araiðn, er eins konar þúsund-
þjalasmiður af gamla skólanum,
og hef ég á stundum siöan unnið
við viðhald og viögerðir á húsum
eins og ég er menntaður til. Slika
vinnu vildi ég gjaman geta feng-
ið.
Ég lauk prófinu 1968, en þá átti
að senda mig i vinnu á vegum
upptökuheimilisins. Samkvæmt
venju hefði ég átt að búa áfram á
heimilinu og það heföi siðan hirt
laun min og skammtað mér vasa-
peninga úr hnefa. Við þetta hefði
ég átt að búa til 21 árs aldurs, en
þá átti herinn siðan aö taka viö
mér. En þessi örlög flúði ég — ég
strauk af stofnuninni og hef ég
raunar farið huldu höfði siðan
1968. 1 hönd fór skelfilegur timi
sem mér er erfitt að minnast.
A þessum árum fóru augu min
að opnast fyrir félagslegri stöðu
minni. En þegar sá tlmi nálgaðist
að ég skyldi kvaddur til herþjón-
ustu, tók enn meiri alvara að
færast I leikinn. bar sem ég hafði
dvalist langdvölum á stofnunum
óaði mig við enn einni stofnuninni
til viöbótar. bað var þó ekki ein-
göngu þess vegna aö ég neitaði að
gegna herþjónustu, heldur er ég
af pólitiskum ástæöum algerlega
á móti her.
Baráttan
við herskyldu
Til þess að menn skilji stöðu
mina er nauðsynlegt að ég segi i
stuttu máli frá hlutskipti þeirra
sem neita að gegna herþjónustu
samvisku sinnar vegna. Eftir
langa og haröa baráttu og
hungurverkföll tókst friöar-
sinnum aö koma þvi til leiðar aö
lög um þetta mál voru samþykkt
Patrick Gervasoni:
Eina lausnin ad
fara til íslands’
árið 1963. En þó fylgdi böggull
skammrifi, þvi að lögin voru
þannig úr garði gerð aö mjög fáir
gátu notiö þeirra. bau kváðu svo
um að menn yrðu að tilkynna að
þeir neituðu herþjónustu af sam-
viskuástæðum og biðja um aö fá
þauréttindi, sem lögin tilgreindu,
áður en mánuöur væri liðinn frá
þvi að herkvaðningin var birt i
Lögbirtingarblaðinu. begar sá
frestur var liöinn, var engin um-
sókn lengur tekin til greina. Auk
þess viðurkenndu lögin einungis
að menn neituðu herþjónustu af
trúarlegum og heimspekilegum
ástæðum en engar pólitiskar
ástæður skyldu teknar til greina.
Loksvarbiátt bann lagt við þvi að
menn veittu nokkrar upplýsingar
um lögin — það var jafnvel
bannaö að birta þau annars
staöar en I Lögbirtingablaðinu.
bó er hæpið að slik lagaákvæði
séu i samræmi viö stjórnarskrá
landsins.
beir sem fá að sleppa löglega
undan herþjónustu af samvisku-
ástæðum eru þó ekki lausir allra
mála, heldur eru þeir settir i
þegnskylduvinnu I skógrækt
rikisins. bessi þegnskylduvinna
er tvö ár, — þ.e.a.s. helmingi
lengri en venjuleg herskylda, sem
er aðeins eitt ár. Fjöldamargir
menn sem fá að sleppa undan
herþjónustu hafa neitað þessari
tegund þegnskylduvinnu og hafa
þeir krafist þess að þeim séu
gefnir fleiri valkostir.
Herkvaðning
begar sá timi kom að ég var
kvaddur i herinn var staða min
þannig að ég hafði ekkert fast
heimili og fór huldu höfði eftir
strokið frá upptökuheimilinu. Ég
fékk aldrei kvaðningarbréfið og
gat þvi ekki farið fram á að njóta
þeirra réttinda, sem lögin til-
greindu. En þótt ég heföi gert
það, er vist að umsókn min hefði
alls ekki veriö tekin til greina þvi
að minar ástæöur voru einungis
pólitlskar. Ég gat þvi ekki neitað
herþjónustu á löglegan hátt og
þegar ég gegndi ekki kvaðningu
var ég orðinn sökudólgur.
Fjöldamargir pienn gegna ekki
herkvaöningu á hverju ári af fjöl-
skylduástæðum, tilfinninga-
ástæðum og öðru, en gefa sig
fram eftir nokkurn tima. Ekki er
tekið hartá slikum málum. öðru
máli gegnir hins vegar ef menn
neita herþjónustu opinberlega af
pólitiskum ástæðum eins og ég
gerði. Árið 1973 kom mál mitt þvi
fyrirherrétt i Marseille og var ég
dæmdur i eins árs fangelsi að mér
fjarstöddum. bvi má skjóta hér
ínn, aö þessir herdómstólar eru
sérdómstólar og forsendur þeirra
hæpnar, þvi að herinn er bæði
dómari og málsaöili og á-
frýjunarréttur enginn.
Eins og allir þeir sem hlaupa
þannigundan herþjónustu, var ég
siðan I mjög erfiöri aöstööu.
Samkvæmt lögum vofir eins til
tveggja ára fangelsisdómur yfir
hverjum þeim sem hýsir slikan
flóttamann eða veitir honum
aöstoö. bess vegna er mjög erfitt
fyrir hann að fá húsnæði og at-
vinnu, og ef hann er eitthvað á
ferli, þarf hann að hafa fölsuð
persónuskilriki til að sleppa
undan lögreglunni. bessir menn
verða þvi að setja á fót leynisam-
tök til að geta þraukað af. Við
þetta bætist svo að lögreglan
beitir vini manna og ættingja
ýmsum þvingunum til þess að fá
upplýsingar um strokumennina,
og ógnar þeim jafnvel með fang-
elsun, þótt þeir eigi i rauninni
ekkert slikt á hættu. En þessar
aögeröir einangra fjölskylduna
frá öðru fólki.
Mótmœli
i Perpignan
begar Valerie Giscard
d’Estaing var kjörinn forseti 1974
lofaöi hann að veita sakaruppgjöf
öllum þeim sem voru i svipaðri
aðstöðu og ég. Fór ég þá fram á
aö njóta góðs af þvi, en þvi var
hafnaö án þess aö nokkur ástæða
væri gefin upp. Til þess að mót-
mæla þessu fór ég upp i klukku-
turnínn á dómkírkjunni I Per-
pignan kl. 6 að morgni þjóðhátið-
ardagsins 14. júli, og breiddi þar
út sjö metra langan borða með
vigorðum gegn öllum herjum og
kröfum um afvopnun. Lögreglan
tók sér þegar stöðu um alla borg-
ina, kom i veg fyrir allar stuðn-
ingsaðgerðir og dreifibréf og
bannaði auk þess fréttamönnum
að skýra frá atburðinum. Afleiö-
ingin var önnur en að var stefnt:
öll staöarblöð og landsblöð og
flestar útvan>sstöðvar sögðu frá
málinu. Slökkviliösmenn voru
kvaddir á vettvang til aö ná mér
úr turninum, en þeir neituöu þvi.
Loks braust lögreglan inn I turn-
inn kl. tiu og handtók mig, og var
égsföan fluttur i fangelsi, og sak-
aöur um spjöll á opinberri bygg-
ingu, þótt allt t jónið væri lögregl-
unni að kenna.
Ég var I gæsluvaröhaldi i 45
daga, og þegar málið kom fyrir
dóm var ég dæmdur I þriggja
mánaða fangelsi þar af 45 daga
skiloröisbundið. Ég hefði þvi átt
að vera laus allra mála þennan
sama dag, en borgaraleg lögregla
afhenti mig herlögreglu I dóm-
höllinni sjálfri, þótt það sé reynd-
ar ólöglegt með öllu. Eg var pa
fluttur i herbúðir I Marseille, þar
sem ég átti aö gegn herþjónustu.
begar þangað kom var mér skip-
að aö klæðast einkennisbúningi
hersins, og geröi ég það, þvi að ég
vissi aö ég átti á hættu að fá 8—16
mánáöa fangelsi fyrir óhlýðni ef
ég neitaöi þvi. En tveimur dögum
siöar strauk ég úr hernum.
Eftir þetta var ég orðinn lið-
hlaupi, og árið 1975 var ég dæmd-
ur að mér fjarstöddum I tveggja
árafangelsifyrir liöhlaup, þannig
að yfir mér vofði nú þriggja ára
fangelsi alls.
Hungurverkfall
Ég snéri aftur til Perpignan og
var þar baráttumaður i samtök-
um sem berjast gegn her-
mennsku. í mai 1975 hóf ég hung-
urverkfall I kapellu I borginni til
þess aö krefjast sakaruppgjafar
fyrir alla sem voru i sömu stöðu
og ég og raunhæfra laga fyrir þá
sem neita herþjónustu. Kunningj-
ar minir vernduöu mig, en eftir
tiu daga hungurverkfaÚ var ég
enn tekinn fastur. Miklar mót-
mælaaögerðir voru gerðar i borg-
inni, og hlaust af þeim svo mikil
ringulreið að með aðstoð góðra
manna gat ég komist undan. Ég
hélt hungurverkfallinu enn áfram
I fimmtán daga, en hélt þá
dvalarstað minum leyndum,
þannig að einungis fylgdust lækn-
ir, blaðamaður og lögfræðingur
með mér. begar yfirvöldin
skelltu skollaeyrum við kröfum
minum hætti ég, þar sem mér var
það fjarri skapi að verða
pislarvottur.
Huldu höfði
Eftir alla þessa atburöi fór ég
til Parisar til að reyna að lifa þar
eðlilegu lifi. Mér tókst að vera þar
i nokkur ár með þvi að vinna á
laun og treysta á samhjálp skoð-
anabræðra. En lögreglan var á
höttunum á eftir mér og gerði
margar tilraunir til að handtaka
mig. Ég var að lokum illa farinn
bæði á likama og sál, svo að ég
tók þá ákvörðun að fara úr landi
til aö geta um frjálst höfuö strok-
ið. beir sem hafa strokið úr her-
þjónustu geta yfirleitt sest að
erlendis, svo framarlega sem
þeir hafa sin persónuskilriki I
lagi, þvi að engin lög eru til um
framsal slikra manna. En vegna
ferils mins frá 17 ára aldri hef ég
aldrei haft nein skilriki. begar ég
var kominn til Belgiu, komst ég
að þvi aö frönsk yfirvöld ætluöu
engan veginn að sleppa hendinni
af mér, þvi aö mér var neitað um
þau skilriki sem heföu gert mér
kleift að lifa eölilegu lifi. Eftir
nokkurra mánaða dvöli Belgiu og
Hollandi kom ég loks til Dan-
merkur I desember i fyrra. bar
fékk ég stuöning ýmissa stjórn-
málamanna, m.a. Bernhards
Baunsgaard þingmanns radikala,
sem báðu franska sendiráöið að
gefa mér skilriki. bvi var neitað
og var vist min I Danmörku orðin
óæskileg. Ég varð að fara þaðan
mjög fljótt, þannig aö eina lausn-
in var sú að fara til Islands og
biðja þar um landvistarleyfi.
Vonast ég til að f á hér þau skilriki
sem ég þarf til aö geta lifað og
starfað hér I friöi.
b/óg/öt
A tkvœðagreiðslan um BSRB-samkomulagið:
Um 50% þátttaka
ríkisstarfsmaima
r
Ymis bœjarstarfsmannafélög hafa þegar
fallist á samkomulagið
Um 50% rikisstarfsmanna tóku
þátt I allsherjaratkvæöagreiöslu
um nýjan kjarasamning viö rikið.
Atkvæðagreiðslan fór fram á
fimmtudag og föstudag. Að sögn
Harðar Zophaniussonar for-
manns yfirkjörstjórnar BSRB er
gert ráð fyrir aö talningu ljúki
laugardagskvöld eða á sunnudag.
Starfsmannafélag Akureyrar
samþykkti á föstudag nýjan
kjarasamning viö bæjaryfirvöld
og greiddu 156,eöa SO^^atkvæöi
með samningunum en 37 voru á
móti og 3 seölar voru auðir og
ógildir, en á kjörskrá voru 477.
Hjúkrunarfélag Akureyrar sam-
þykkti kjarasamning við bæinn
með 24 atkvæðum gegn 2, en á
kjörskrá voru 59. bá samþykkti
Starfsmannafélag Suöurnesja-
byggöa nýjan kjarasamning meö
55 atkvæðum gegn 10.
Eins og áður hefur veriö skýrt
frá hafa^þrjú önnur bæjarstarfs-
mannafelög samþykkt nýjan
kjarasamning. Hér er um aö ræöa
bæjarstarfsmenn I Neskaupstaö,
Vestmannaeyjum og Hafnarfirði,
en á þessum stööum voru samn-
ingarnir samþykktir meö öllum
meginþorra greiddra atkvæða.