Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. sept. 1980 Þegar hei m sm eistaramót unglinga I skák var langt komiO og aðstoOarmaður Jóns L. Arna- sonar, þ.e. sá er hér skrifar, orðinn langþreyttur á biðskáka- ieysi skjólstæðingsins sem og tilþrifalitlu rápi um götur Dort- mund, þar sem mótið fór fram, fékk hann þá hugdettu hvort ekki væri plnulitið gáfulegt að leita hófanna hjá nýjasta atvinnu- manni Islands i knattspyrnu, Atia EOvaldssyni. Þó pilturinn hafi einungis veriö tvo mánuöi I V- Þýskalandi er hann þegar orðinn stórt nafn hjá félagi sinu, Borussia Dortmund. En þaö reyndist ekki létt verk að hafa upp á Atla. Ég hafði útvegaö mér eitthvert sima- númer sem reyndist vita gagns- laust og jafnframt haföi ég I fór- um minum heimilisfang Atla og var kominn á fremsta hlunn meö aö taka leigubil til heimilis hans, þviþaöer kunnara en frá þurfi aö segja aö Islendingar nota aldrei almenningsvagna eöa þess hátt- ar tæki á ferðalögum erlendis heldur hoppa þeir beint upp I leigubil og bruna af staö. Eitthvaö óaði mig þó viö vega- lengdinni svo ekkert varö úr ferðalaginu aö sinni. ÞaO kom lika á daginn aö ég þurfti ekki aö leita langt yfir skammt.Aöalleik- vangur Borussia Dortmund var nefnilega rétt steinsnar frá hóteli okkar Jóns og þangað hélt ég einn bjartan föstudag. Fyrir utan leik- vanginn lenti ég á hrafnaþingi leigubilstjóra sem krúnkuöu þvi aö mér aö liö Atla væri nú á leiö til Stuttgart, en leikmenn yröu á æfingu næsta sunnudagsmorgun. Ég þakkaði fyrir upplýsingarnar oghéltsiOanóséöurinná aöalleik- vanginn til nánari skoöunar — og hvilikt gimald! Ég haföi einu sinni áöur séö leikvang á borö viö þennan, þaö var á einu, verst skipulagða Olympiuskákmóti frá upphafi vega, i Buenos Aires ’78. MótiO fór fram undir stúku River Plate leikvangsins, þar sem úrslitaleikur HM-’78 var leikinn og þegar einhver umferöin var i gangi og leikur átti aö hefjast á vellinum um kvöldiö var hávaöinn slikur, aö ekki heyröist mannsins mál. óhljóöin I hrossa- brestunum samtvinnuöust hrópum og köllum fólksins svo úr varö ein hroöaleg sinfónia. Leikvangurinn i Dortmund var alauöur og þaö greip mann sér- stök tilfinning þegar horft var yfir hann, rétt eins og maöur væri staddur l draugaborg. Allt var úr steypu, stáli, gleri eöa plasti nema auövitaö völlurinn sjálfur. Hann var grasi lagöur, nokkuö örugglega ekki gervigrasi. Risa- stórir kastarar trónuOu yfir vell- inum og Ijósatöflu var haganlega komiö fyrir þannig aO enginn gæti misst af nauösynlegum upplýs- ingum um viökomandi leik. Neöst á áhorfendasvæöunum var u.þ.b. 3 metra há giröing, greinilega til þess ætluð aö halda áhorfenda- skaranum I skefjum, einnig til þess aö tómar bjórflöskur eigi ekki mjög greiöan aögang aö höfuöskeljum leikmanna. ÞaO hefur stundum viljaö brenna viö aö góöglaöir áhorfendur hafi los- aö sig viö bjórilátin á þann hátt. Má nærri geta aö ekki má þaö vera mjög notalegt aö vera á þön- um um allan völl og eiga kannski von á bjórflösku I hausinn. Sd tilfinning gripur mann stundum þegar gengiö er framhjá krökk- um i snjókasti. Ég var mættur aftur á völlinn stundvislega klukkan 10 á sunnu- dagsmorguninn og i þann mun sá égh varstóreflis rúta renndifram hjá mér. Þar voru leikmenn Borussia Dortmund á ferö! Skrattinn sjálfur hugsaöi ég, ætla bókstaflega öll sund aö lokast. Hryggur I bragöi reikaöi ég inná Htinn hliöarleikvang og þar var mér sagt aö leikmenn Borussia kæmu aftur eftir u.þ.b. 2 klst. Þeir höföu skroppiö á æfingu eitthvaö út I bæ. Ég tók gleöi mfna aftur. Þarna á þessum litla veili fór fram frjálsiþróttamót. Ég þurfti hvort sem var aö drepa tlmann og fylgdist meö af áhuga..., þarna stökk einhver 2,20 metra I hástökki... kúla flaug 20,70 metra og kringla þrefalt lengra. Þetta var fallegt fólk og æska og gleði skein úr hverju andliti. Tveir timar eru fljótir aö liöa og mér var sagt aö taka mér stööu fyrir framan búningsklefa aöalleikvangslns. Leikmenn Borussia voru komnir af æfing- unni, voru aö skipta um föt og svo tlndust þelr út einn af öörum, en 1 anddyri umboösmannsins. Frá vinstri: Anna Eövaldsdóttir, Steinunn Gunnarsdóttir, Atli, Rudolf Wabra og Willy Reinke. Með Atla Eðvaldssyni í Þýskalandi: Harðasta knatt- spyma í heimi ekkert bólaöi á Atla. Ég var far- inn aö veröa dálitið óþolinmóöur, farinn aö snuöra i gáttum hér og þar, en svo kom Atli loksins. Ég bar upp erindið, kvaöst skrifa stundum i islenskt blaö sem heföi áhuga á aö kynna lesendum sin- um lif og hagi nýjasta atvinnu- mannsins i knattspyrnu. Atli tók vel i þessa málaleitan og þar meö lýkur formála þessum: Viö höfum 15 velli, byrjar Atli. Þeir eru flestir eign áhuga- mannafélaga i Dortmund og viö æfum á þeim til skiptis til aö hlifa grasinu. Þaö eru engin vandræöi aökomast inná þessa velli, þvi liö Borussia Dortmund hefur algjör- an forgang og áhugamannaliöin vikja skilyröislaust meö sinar æfingar. Þetta var tiltölulega létt æfing i morgun enda mikilvægur leikur á þriöjudaginn. Viö spiluö- um viö áhugamannaliö frá Stutt- gart I v-þýska bikarnum og unn- um 5:2 eftir framlengdan leik. Þarna skildi ég vel hvaöa afstööu atvinnumenn hafa þegar leikiö er viö knattspyrnumenn sem ekki hafa iþróttina aö atvinnu. Ahug- inn var næstum enginn. Viö erum á leiöinni niöur á járnbrautarstöö, þvi Atli átti von á Jóhanni Inga Gunnarssyni, fyrrum landsliösþjálfara, I heimsókn. Jóhanni haföi seinkaö eitthvaö og var ekki kominn svo viöhéldum til heimilis Atla. Hann ók nýlegum BMW-bil sem hann haföi keypt af umboösmanni sin- um, Willy Reinke. Billinn lá prýöisvel á veginum og brátt vorum viö komnir út fyrir borgarmörkin og Ut á hraöbraut- ina. Ég bý I Ahlen sem er eitt af úthverfum Dortmund, sagöi Atli. Flestir leikmenn liösins hafa sama háttinn á, þvi persónudýrk- unin I knattspymunni er slik aö hreint óbærilegt væri aö búa i inn- borginni. Þaö er aö visu dágóöur spölur fyrir mann aö fara á æfingar, en þaö er ekki svo lengi veriö aö keyra. Hraöbrautin er oftast tiltölulega auö og maöur getur leyft sér aö kitla pinnann betur en gott þætti heima á íslandi. Og þaö reyndust orö aö sönnu, þvi Atlj var brátt kominn á hraöa sem heföi örugglega fengiö hárin til aö risa á islenskum radarmæl- ingarmönnum. Landslagiö á leiöinni var fremur sviplaust, en á hægri hönd mátti sjá stóreflis kjarnorkuver. Dulúöug þokan kringum viggiröingarnar og strompana geröu ásjónu þessa nánast hrollvekjandi. Viö komum til Ahlen eftir rúmlega hálftima keyrslu. Atli býr i fal- legu húsi á þremur hæöum. Hann er á efstu hæöinni i skemmtilega innréttaöri Ibúö sem honum var útveguö viö komuna. A neöstu hæöinni var sundlaug, sem Atli kvaöst koma til meö aö hafa aögang aö og svo einnig nudd- stofa og gufubaöstofa. Allt umhverfiö virtist hafa yfir sér einhvem rólegheita blæ og þóttist ég strax geta séö aö hér byggju menn dagfarsprúöir. Unnusta Atla, Steinunn Gunn- arsdóttir var rétt nýkomin til Ahlen og hjá þeim i heimsókn var systir Atla, Anna Eövaldsdóttir. Okkar biöu traktéringar á borö viö kaffi, te og meöþvi og bjórinn var ennfremur i næsta umhverfi. Allt I vinkilinn: Þaö gekk ekki átakalaust aö berja saman samning viö félagiö. Willy Reinke kom til Islands i vor til viöræöna viö mig. Feröalag hans hefur greinilega kvisast út, þvi áöur en varöi var ég farinn aö fá upphringingar, símskeyti og annaö i þeim dúr erlendis frá og látiö aö þvi liggja aö Reinke væri stórvarasamur maöur. Ég get þó sagt á þess- ari stund aö betri mann heföi ég vart getaö hitt á. Hann lét mig þegar fá farseöil fram og tilbaka, sá um móttökur o.þ.h. og siöan eg byrjaöi fyrir alvöru hérna i V- Þýskalandi hefur hann hreinlega boriö mig á höndum sér. Ég þarf ekki annaö en bera upp þau mál sem mig varöa og aflaga fara og þá er hann búinn aö kippa þeim I liöinn. Þaö er margur misjafn sauöur I þeim hópi sem hann tilheyrir og sennilega eru þeir fleiri en hinir sem einhver klækjabrögö hafa i frammi. Þegar ég kom til Dortmund var ekki gengiö frá neinum samningi þvl ég átti fyrst aö fara á prufu- æfingu. Ég hafði ekki spilaö fót- bolta i 10 mánuöi og var því ekkert alltof bjartsýnn. Fyrst var skotæfing. Ég tók 4 skot og viti menn, þau bókstaflega tóru öll i blávinkilinn. Hvurslags er þetta eiginlega, þessi drengur er ekki búinn aö spila i 10 mánuöi, ja hvilikt og annaö eins undrabarn. Hvaö gerir hann i fullri æfingu? Eitthvaö á þessa leiö Imynda ég mér aö nærstaddir hafi spurt, segir Atli. Siöan kom æfing I skallaeinvigjum og ég hirti næstum hvern einasta bolta. Sannleikurinn er auövitað sá aö ég var i alveg sérstöku banastuöi þennandag. Samningur var siöan undirritaöur sólarhring siöar. Æfingar fyrir Bundesliguna (þ.e. v-þýsku 1. deildina) hófust 1 byrjun júli og þar komst ég fyrir alvöru I tæri viö þá höröu samkeppni sem rikir i heimi atvinnuknattspymunnar. Ég var, eins og gefur aö skilja, i lélegri úthaldsþjálfun, en svo heppilega vildi til aö þaö rigndi svo til lát- laust fyrstu vikurnar. 1 sól og sumaryl heföi ég hreinlega bráönaö niöur. Harkan á þessum æfingum var hreint ótrúleg, jafn- vel grófustu brot sáust. Nýgræðingar eins og ég erum litnir hornauga og ég mátti næt- um þakka fyrir aö fá aö haltra meö fyrsta kastiö. En þegar mér óx ásmegin ogheilsteyptari mynd var komin á liöiö breyttist þetta tilmuna. Menn fara aö bera meiri virðingu fyrir manni og svo fór maöur aö taka hressilega á móti. Keyrslan i þýska boltanum er sú mesta I heimi, þaö hafa samræöur viö kollega mina I Hol- landi og Belgiu sannfært mig um. 1. markið i Bundesligunni Bundesligan hófst um miöjan ágúst. Fyrir opnunarleikinn vorum viö búnir aö spila hvern leikinn á fætur öörum og menn þvi almennt i toppæfingu. Leikvangurinn var pakkaöur áhorfendum og stemmningin stórkostleg. Undir slikum kring- umstæöum er ekki annaö hægt en aö spila vel, þaö er eins og allt komi af sjálfu sér. Heimavöllur- inn er gullsigildi. Viö unnum, 2:1 og ég skoraöi fyrsta mark leiks- ins, sem siöar reyndist vera fyrsta markiö I Bundesligunni. Þaövar hreintólýsanlegt aö sjá á eftir boltanum i netið. Næst var haldiö til Mlinchen og leikiö á Olympluvellinum viö Bayern Mú’nchen. Viö töpuöum 3:5imikl- um hörku og rigningarleik. Næsta þriöjudag leikum viö gegn efsta liöinu i deildinni, Fortuna Dlissel- dorf og sá leikur veröur bara aö vinnast (sem varö raunin, Dort- mundarliöiö vann, 2:1 og skoraöi Atli fyrsta mark leiksins). Vart farinn að lita á þetta sem atvinnu Undirritaöur spuröi Atla hvort mórallinn væri á köflum dálitiö haröneskjulegur. Svo rikt er áhugamannseöliö I mér aö ég er ekki enn farinn aö lita á knattspyrnuna sem atvinnu. Ég vona aö ég muni i lengstu lög hafa ánægju af leiknum sjálfum en láti ekki stjórnast af peninga- græðgi, svo sem oft vill veröa hjá þeim sem lengi hafa veriö I bransanum. Ekki alls fyrir löngu fór ég i gegnum æfingapró- grammiö fyrstu vikurnar i júli og ég skil varla enn hvernig ég böölaöist I gegnum þaö. Þaö er alkunna aö launatölur erualdrei gefnar upp, burtséö frá þvi aö, f þetta sinn var fyrir- spyrjandinn ekkert sérlega áhugasamur um þau mál. Atli sagöi mér þó, aö fyrir hvert keppnistimabil væru gefnar upp opinberlega upphæöir sem leikmenn fá fyrir hvern unninn leik, jafntefli og hvert tap. Þetta er aö sjálfsögöu óviökomandi venjulegum greiöslum til leikmanna og reiknast sem bónus. Hjá Borussia Dortmund fá leikmenn 2. þús. mörk fyrir sigur, helmingiminna fyrir jafntefliö og fyrir tap fá menn svo svo smáskltlega upphæö aö ekki tek- ur aö nefna hana. Haldið til umboðs- manns Ég geröi tiltölulega stuttan stans hjá Atla þvi næst lá leiöin til umboösmanns hans, Willy Reinke. Mér var tjáö aö hann ætti ab visu enga konu en þeim mun fleiri áhugamál. Eittþeirra er af veraldlegri geröinni, nefnilega bilasöfnun. Reinke býr rétt hjá Atla og þegar viö staðnæmdumst fyrir framan heimili hans mátti sjá nokkra góöa gripi. Þarna spókaöi sig fagurblár Mercedes Benz og BMW-bilar voru I „lange baner”. Inn i bilskúr var einhverskonar Thunderbird sem Reinke haföi séö I Ameriku og reyndist þaö ást viö fyrstu sýn. Honum var þegar bætt i safnið. Atli sagöi mér nánari deili á Reinke. Hann hefur um 30 ára skeið veriö umboösmaöur fyrir marga frægustu knattspyrnu- menn heims. I dag er hann t.a.m. umboðsmaður aöalstjömunnar I V-Þýskalandi, Karl-Heinz Rumenigge og svo auövitaö margra annarra þekktra kappa. Okkur var boöiö inn og þar tók eitt áhugamál Reinke á móti okk- ur. Þrir kolsvartir hundar flööruöu vingjarnlega upp um gestina, þeir voru ekki meö neitt glefs, gjams eöa urr eins og islenski Snatinn heföi ugglaust tekiö uppá, enda voru þetta verölaunahundar, eilitiö I úfnara lagienokkurvar tjáö aö bráölega færu þeir i lagningu hjá enskum hundasérfræöingi. Atli sagöi mér aö hann fengi aö valsa aö vild I húsi Reinke. Hann heföi fengiö lykil hjá honum og reyndin heföi oröiö sú að eftir erfiöa æfingu heföi hann á stundum fengiö sér hænublund i þessu húsi. Okkur var boöiö upp á hvitvin en Reinke reyndist vera mikill sérfræöingur i léttum vinum og var á vintegundinni aö finna aö hann kynni vel sitt fag. Atli og annar leikmaöur hjá Borussia Dortmund, Rudolf Wabra geröu undantekningu og drukku appelsinusafa. Eftir þessa heimsókn keyröi Atli mig heim á hótel aftur. Þó vegalengdin væri löng ætlubu þremenningarnir enn lengra, nefnilega til Þuslaraþorps, þvi pjönkur önnu systur Atla höfðu oröib eftir á flugvellinum. Viö fór- um sömu leiö til baka en nú var umferöin öllu meiri, og áöur en varöi vorum viö lentir i einni allsherja gráfikjustöppu sem hefti ferö okkar talsvert, en þó ekki svo mikiö aö allir komust á leiöarenda. Þrátt fyrir umtals- veröar krókaleiöir lá viö aö Atli keyröi mig beint inni lobbi á hótelinu þar sem hann kvaddi og baö fyrir kveðjur heim. Helgi ólafsson. Helgin 6,—7. sept. 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.