Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 18
18 SÍÐÁ — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. sept. 1980 „Ekki óeðlilegt að ríki, sveitarfélög, starfsmenn og aðrir hagsmuna- aðilar taki höndum saman og tryggi öryggi í fluginu” I „Sá atburður sem áreiðanlega er efst i hugum manna i málefn- um Flugleiða eru þær fjöldauppsagnir sem gripið hef- ur verið til, það er að segja upp- sögn allra flugliða og fjölda annarra starfsmanna. Ég held að þær megi vel kalla siðlausar og ekki bæta þær andrúmsloftið innan fyrirtækisins sem vægast sagt hefur verið lævi blandið um langt skeið.” Þannig hefjum við samtal við Baldur óskarsson, sem skipaður var i sumar eftirlitsmaður með rekstri Flugleiða af hálfu fjár- málaráðherra. Að undanförnu hefur hægri pressan verið að birta dylgjur um það að Baldur sé ásamt ráðherrum Alþýðu- bandalagsins og formanni þing- flokksins Ólafi Ragnari Grímssyni að undirbúa þjóðnýt- ingu Flugleiða. Það er þvi ekki úr vegi að hefja samtalið með slikri spurningu. Sala B-12 7- 100 á að bjarga fjárhagnum — „Þaö er ljóst aB stjórnvöld komast ekki hjá aö taka málefni Flugleiöa og samgöngumálin al- mennt mjög föstum tökum. Alþýöubandalagsmenn hafa nú um langt skeiö varaö viö þvi hættuástandi sem hugsanlega gæti skapast i flugmálum lslend- inga, ef illa tækist til. Ég held aö ýmislegt væri nú meö öörum hætti i flugrekstrinum ef hlustaö heföi veriö betur á þessi varnaðarorö. Það hefur áreiöan- lega ekki veriö efst i huga okkar flokksmanna aö rikiö ætti aö yfir- taka flugreksturinn, heldur fyrst og fremst þaö sjónarmiö aö þaö sé skylda stjórnvalda aö tryggja öruggar og góöar samgöngur og sem besta þjónustu viö lands- menn alla. Viö veröum aö gá aö þvi aö eng- in þjóö i viöri veröld á eins mikið undirflugsamgöngum eins og viö Islendingar. Viö búum við lélegt vegakerfi, höfum engar járn- brautir, yfir vetrartimana lokast ýmsir staöir á landinu af vegna snjóa, farþegasamgöngur meö skipum eru lélegar bæði innan- lands og ekki slöur milli landa, og án reglulegra flugsamgangna viö útlönd yrði einangrun okkar út i miðju Atlannshafi ákaflega til- finnanleg. Þaö er því brýnt sjálfstæöismál þjóðarinnar aö tryggja öruggar flugsamgöngur milli staöa innan- lands og milli landa, og ekki slöur aö sú þjónusta veröi ekki dýrari en svo aö allur almenningur hafi efni á aö veita sér hana. Flug- samgöngur innanlands hafa veriö hjá okkur sannkallað alþýöuflug og þaö er mikilvægt aö þær veröi ekki forréttindi efnamanna. Ég tel fyrir mitt leyti að það sé alls ekki óeölilegt aö ríki, byggöarlög, starfsfólk og þeir hagsmunaaöilar sem mest eiga undir góöum flugsamgöngum standi saman um rekstur fyrir- tækis af þvi tagi sem eitt hefur aöstöðu tilaö reka innanlandsflug og áætlunarflug til annarra landa. Þetta sjónarmiö er viður- kennt i verki i fjölmörgum lönd- um erlendis, og þá ekki sist I inn- anlandsflugi , þar sem ekki veröur hjá þvi komist aö önnur sjónarmiö en bein hagnaöarvon stýri flugrekstrinum.” en miðast hún við þarfir landsmanna? Sjálfstæöis- og öryggismál Rétt er aö geta þess til skýr- ingar aö I tengslum viö þaö aö Flugleiöir fengu 5 milljón dollara lán meö ríkisábyrgö voru félaginu sett ýmis skilyröi. Eitt þeirra var aö fjármálaráöherra og samgönguráöherra skipuðu hvor sinn eftirlitsmann meö fjár- hagslegum ákvöröunum fyrir- tækisins. I kjölfar þess skipaöi Ragnar Arnalds Baldur Óskarsson, yfirskoöunarmann rikisreikninga, eftirlitsmann aö sinni hálfu, og Steingrlmur Her- mannsson tilnefndi Birgi Guö- jónsson deildarstjóra I sam- gönguráöuneytinu. Eftirlitsmenn rikisins hafa nú verið aö störfum um sjö vikna skeiö og aöalefni viðtalsins var aö grennslast fyrir um störf þeirra. Þjóöviljinn baö þvi Baldur aö segja frá hvað eft- irlitsmönnum væri ætlað aö gera. — „Viöhöfum reynt aö fylgjast meö þvi sem veriö hefur aö gerast I fyrirtækinu á þessum tlma meö viöræðum viö stjórnarformann, forstjóra.ýmsa starfsmenn Flug- leiöa, hagsmunaaöila sem tengjast flugrekstri á Islandi og fulltrúum bankastofnana. Þaö var þegar ljóst, er viö komum aö þessu, aö glfurlegir erfiöleikar væru framundan I rekstri fyrir- tækisins, og skammt aö blöa ör- lagarlkra ákvaröana sem heföu alvarleg áhrif á atvinnu- og af- komumöguleika hundruð fjöl- skyldna og samgöngukerfi lands- manna. Viö höfum litiö starf okkar á þann veg, aö okkar hlut- verk væri aö gæta hagsmuna rik- isábyrgöasjóös, þannig aö hann yröi ekki fyrir skakkaföllum vegna fjárhagslegra ákvarðana I fyrirtækinu. En jafnframt höfum viö haft sjónir á þvl aö flugsam- göngur eru I senn sjálfstæöis- og öryggismál íslendinga.” Baldur óskarsóon: Þaö er skoöun mln að kaupin á DC-10 breiöþotunni og Boeing 727-200 vélinni hafi ver- iö misráðin. Kom mjög á óvart — Viðræöur stjórnvalda og forráðamanna Flugleiöa viö yfir- völd og samgönguaöila i Luxem- borg hafa veriö mikiö i sviðsljós- inu. Hver hafa veriö afskipti ykk- ar af þessum málum? — „Þetta varfyrsta málið sem viö kynntum okkur sérstaklega, þaö er aö segja stööu viöræöna viö yfirvöld og samgönguaöila I Luxemborg um stuöning viö Flugleiöir og hugsanlegt sam- starf I flugrekstri. Haustiö 1978 fór stjórn Flug- leiöa þess á leit viö stjórnvöld I Luxemborg aö þau veittu félaginu svipaöa fyrirgreiöslu og á árun- um 1973 og 1974 vegna erfiöleika I Atlantshafsfluginu. 1 framhaldi af þvl var komiö á fundi embættismanna landanna I mars 1979 og I byrjun þessa árs hittust samgönguráöherrar þeirra hér I Reykjavik. Siöan þá hafa nær látlaust staðiö yfir viö- ræður viö Luxemborgarmenn, ýmist á vegum stjórnvalda eöa á milli forystumanna Flugleiöa og Lux-Air. Síöustu mánuöina hafa þessar viöræöur verið alfariö á vegum flugfélagsmanna, meö einhverri íhlutun stjórnvalda i Luxemborg. Okkur kom þaö nokkuð á óvart þegar forystumenn Flugleiöa lýstu yfir þvl einhliöa aö þessum viöræðum væri lokiö, þvl aö viö teljum aö formleg lok þeirra hljóti aö vera I höndum sömu yf- irvalda og hófu viöræöurnar upp- haflega. Þess vegna höfum viö lagt til viö þá ráöherra sem skip- uöu okkur aö þaö veröi kannaö milliliöalaust á hverju strandaði. — Þaö hefur veriö nokkuö líf- seigt I umræöum um þessi mál aö strandaö hafi á kröfu Flugleiöa um aö viöhald véla veröi áfram hjá Seabord f Bandarlkjunum, eöa vegna persónulegra sam- skiptaerfiöisleika forstjóra Lux- Air og Flugleiöa? — „Ég vil ekkert segja um þetta mál né heldur fullyröingar um aö flugaöilar I Luxemborg biöi aöeins eftir aö Flugleiöir gef- ist upp. En ég tel nauösynlegt aö máliö sé kannaö I botn og endan- lega gert upp milli stjórnvalda á islandi og I Luxemborg.” — Ráögerö sala eldri Boeing véla Flugleiöa til Júgóslaviu er umdeild. Miöast hún viö hags- muni landsmanna i flugöryggi, eöa er eingöngu um „reddingu” aö ræöa til þess aö halda félaginu á floti I vetur? Rætt við Baldur Óskarsson eftirlitsmann fjármálaráðherra —...........................—■ —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.