Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 8
8 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. sept. 1980 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI i ■ 1 r Svavar Gestsson skrifar FRAMFARASOKN ÞARF GEGN LEIFTURSÓKN 1 iitanríkisviöskiptum mega islendingar ekki treysta um of á einn aöila heldur þurfa þeir aö dreifa viö- skiptum sinum sem vföast. Ef miöaö er viö sparsaman texta islendingasagnanna mætti ætla stundum af þvi oröbragöi sem notaö er i málgögnum stjörn- arandstööunnar hér á landiaö hér væri allt á hverfanda hveli. Þjóö- arbúiö nánast aö segja gjald- þrota, sultur og neyö i hvers manns ranni og þjóöin á vonarvöl stórfelldrar. erlendrar skulda- byrði. Staöreyndirnar i þessum efnum segja hins vegar allt annaö en hin stóru orö. Staöreyndirnar sýna fram á þaö aö Islendingar erunil einir þjóöa meö pólitiskum ráöstöfunum, aö flytja til fjár- muni i samfélaginu, þannig aö félagsleg þjónusta styrkist stöö- ugt, en dregst ekki saman. Félagsleg viöhorf, eru i sókn og hafa verið allt slöan i kosningun- um 1978. Þaö er af þessum ástæö- um sem nú þrengir svo aö leiftur- sóknaröflunum i þjóöfélaginu, sem raun ber vitnium. Þau kjósa aö mála skrattann á vegginn tii þess aö breiða yfir staðreyndirn- ar I efnahagslifi okkar, fram- leiösluog lifskjörum, sem eru allt aörar en þessi málgögn vilja vera láta. Oskrin gegn rikisstjórninni eru þess vegna til marks um kjarkleysi, ráöleysi og dáöleysi stjórnarandstööunnar og sú óánægja sem hún reynir aö sá til hefur ekki á neinn hátt snert stuöningsmenn rikisstjórnarinn- ar til þessa, þvert á móti fullyröi ég aö rikisstjórnin eigi sterka stööu i þjóöfélaginu. 1 þessum árásargreinum er þvl meöal annars haldiö fram aö nú- verandi rikisstjórn hafi gert ráö- stafanir til þess aö lækka kaupiö mjög verulega frá þvi sem ella heföi veriö. Þetta er bein fjar- stæöa sem þar er borin á borö. Rikisstjómin hefur ekki á neinn hátt hróflaö viö almennum kjara- samningum né þeim lögum sem snerta veröbætur á laun. Rikis- stjómin hefur hins vegar haf*. áhrif á kjaramál I landinu með þeim samningi sem fjármáiaráö- herra geröi viö opinbera starfs- menn og nú eru undir atkvæöum I þeim samtökum og rikisstjórnin hefur jafnframt haft áhrif á kjör launafólks með þvi aö beita sér fyrir þvi á siöasta þingi aö sett væri löggjöf um margháttuö félagsleg réttindamál. Þar ber hæst þrennt: lögin um húsnæöis- mál, lögin um aöbúnaö, hollustu- hætti og öryggi á vinnustööum og lögin um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lifeyrisréttinda. Jafnframt þessum lögum sem hér er um aö ræöa, má sjá i fjár- lögum núverandi rikisstjórnar, fjárlögum ársins 1980, framlög til félagslegra málefna langt um- fram þaö sem áöur hefur veriö, meöal annars til margskonar starfsemi verkalýösfélaganna. Framfarasókn Þvi er hins vegar ekki aö neita aö hinar félagslegu úrbætur sem áöur þóttu stórtiöindi og hver litill ávinningur I þeim efnum var fagnaöarefni og tilefni blaöa- skrifa og fundarhalda, telja margirsjálfsagöahluti.Menn eru hættir aö gera sér grein fyrir þvi, aðþað kostar I raun pólitisktátak og starf og aftur starf aö koma á félagslegum úrbótum. Ég minni til dæmis á þaö hér aö á siöast- liönum vetri voru vextir á orlofsfé tvöfaldaöir frá þvi sem var áöur. Slik tiöindi heföu vafalaust veriö tilefni stórra fyrirsagna og mik- illa blaöaskrifa fyrir fáeinum ár- um á timum þeirra Geirs Hall- grlmssonar og félaga þegar allt var i afturför i félagslegum efn- um frekar en hitt en nú eru menn farnir að lita á hina félagslegu framför sem sjálfsagöa og er svo sem gott eitt um þaö aö segja. — Hinu mega menn þó ekki gleyma, aö þaö er til mikils aö vinna og þaökostarsitt, bæöi starfsþrek og samstöðu aö knýja fram pólitisk- ar umbætur. Meginstaöreyndin er auövitaö sú aö á árunum frá 1971 þegar vinstri stjórnin tók viö þá — aö undanskildum valdaárum Geirs Hallgrimssonar og félaga — þá hefur átt sér staö stööug þróun i framleiðslu og verömætasköpun meö íslensku þjóöinni og i félags- legri sókn. Þetta kemur fram á öllum sviöum og birtist daglega I lifskjörum landsmanna. Nefnum aðeins fáeinar staöreyndir. Ef viö segjum aö visitölur kauptaxtahafi veriö 100 áriö 1970, þá eru þær 2100 áriö 1980. Ef viö segjum aö ráöstöfunartekjur á mann hafi veriö 100 áriö 1970 þá eru þær 2831 áriö 1980. Þá segja menn væntanlega — „en verölag- iö hefur hækkaö mikiö á sama tima” — og þaö er rétt. Visitala framfærslukostnaöar hefur á sama tima hækkaö frá því aö vera 100 1970 I þaö aö vera 1744 áriö 1980 og vfsitala byggingar- kostnaöar hefur hækkaö frá þvi aövera 100 áriö 19701 þaö aö vera 1995 áriö 1980. Af þessu sést aö kaupmáttur kauptaxta hefur vax- iöum 21% aö mati Þjóöhagsstofn- unar frá árinu 1970 til ársins 1980 og kaupmáttur ráöstöfunartekna á mann hefur hins vegar aukist um 54% á þessum tfma.Hér er aö vlsuvitnaöalltafturtil þeirraára þegar núverandi stjórnarand- staöa, Alþýöuflokkurinn og meirihluti Sjálfstæöisflokksins haföimeirihluta á Alþingi lslend- inga og myndaöi svonefnda við- reisnarstjórn. Siöustu æviár þeirrar stjórnar voru einhver dapurlegasti timinn i siöari tima sögu Islensku þjóöarinnar. At- vinnuleysi og landflótti setti svip sinn á þjóölifiö. En frá þeim tima hefur þróuninni veriö snúiö viö og nú liggur þaö fyrir aö allan síö- asta áratug var hagvöxtur hér á tslandi meiri heidur en i nokkru ööru OECD-riki. Vaxandi hlutur launamanna Vitaskuld hefur þessi aukna þjóöarframleiösla, hinn mikli hagvöxtur, komiö þjóöinni til góöa I beinum lífskjörum. Þjóö- arframleiöslan á mann á þessu ári er um 37% meiri en á árinu 1970, en á sama tima hefur kaup- máttur ráöstöfunartekna batnaö um 54%. Þjóöartekjur á mann hafa aukist um 37% á þessum sama tima eins og þjóöarfram- leiöslan á mann þannig aö þaö er alveg ljóst af tölunni um kaup- mátt ráöstöfunartekna á mann aö launamenn hafa fengiö til sfn stærri hlut en nemur vexti vax- andi þjóöarframleiöslu. Launa- menn hafa ekki einasta haidiö sinu hlutfalli i þjóöarframieiösl- unni og verömætasköpuninni, þeir hafa aukiö þar veruiega viö og segir þó talan um kaupmátt ráöstöfunartekna á mann ekki alia söguna vegna þess aö þá er eftir aö taka tillit til marghátt- aöra, félagslegra réttindamála sem náöst hafa fram á þessum tima. Þaö sem mestu skiptir um hag- vöxtinn, er auövitað aö á þessu árabili hefur sjávarafuröafram- ieiösla og iönaöarframleiösla aukist stórlega. Þannig hefur sjávarafuröaframleiösla aukist um 64.3% frá árinu 1970 til 1979 og iðnaðarframleiösla um 71.5%. En þaö sem viö getum fært okkur til tekna i aukinni framleiöslu birtist okkur sem útgjöld I aukinni neyslu og hvaö segja visitölur viöskiptakjara á þessum sama tima? Einnig þaö er fróölegt aö athuga og þá kemur f ljós aö viö- skiptak jiirin hafa ekki batnaö um 37% eins og þjóöartekjur á mann, eöa um 54% eins og kaupmáttur ráöstöfunartekna á mann á árun- um '70—'80, þau hafa batnaö um aöeins 2% á þessum tima.Þessar tölur segja okkur þaö sama og lif- iösjálft þvl aö þaö þarf ekki ann- aö en líta I kringum sig til þess aö sjá þær breytingar sem hafa ver- iö aö eiga sér staö hér á siöustu tiu árum og ennþá er haldiö áfram á þessu sviöi. I ár, áriö 1980, erum aö ræöa myndarlegar framkvæmdir, á vegum bæjanna og rikisins. Um er aö ræöa framkvæmdaáform fyrir áriö 1981 sem gefa þvi ekkert eftir sem er um aö ræöa á þessu ári. Iskyggileg erlend tíöindi Þessar staöreyndir hins islenska þjóölifs stinga vissulega I stúf viö þaö sem fréttist úr grannlöndum okkar, þar sem niö- urskuröur og samdráttur i félags- legri þjónustu er eitt höfuöein- kenniö. Horfurnar i heiminum umhverfis okkur eru vissulega ekki vænlegar. 1 kjölfar hækkandi oliuverös á árinu 1979 og framan af þessu ári reis alda veröhækk- ana og verulegur viöskiptahalli myndaöist hjá þeim rikjum sem veröa aö kaupa eldsneyti erlendis frá. Búist er viö þvi aö þjóöar- framleiösla svonefndra iönrikja aukist um minna en 1% á þessu ári og dragist reyndar saman á siöari hluta þessa árs, en hag- vöxtur I þessum sömu rikjum er talinnhafanumiö aö jafnaöi 3—3 1/2% á siöast liönu ári. Þjóöar- framleiösla hér á landi jókst aftur á móti á síðast liönu ári aðeins um 2.3% en þaö er gert ráö fyrir þvi aö hún aukist um 1% á þessu ári. Taliö er aö tala atvinnulausra i aöildarlöndum Efnahags- og framfarastoftiunar Evrópu stefni á 23 milljónir manna á næsta ári, en þaö samsvarar 6 1/1% vinnu- færra manna i þessum löndum. Þar er búist viö vaxandi verö- bólgu og þetta andstreymi I hin- um alþjóölegu efnahagsmálum kemur aö sjálfsögu niöur á islenskuefnahagslifi. I fyrsta lagi meö þvi aö viöskiptakjörin rýrna og gert er ráö fyrir þvi aö þar veröiu.þ.b. 6%rýrnuná þessu ári til viöbótar viö liölega 10% á siö- ast liönu ári. Ennfremur þá kemur þaö sér- staklega hart niöur á okkur hvaö efnahagsástandiö i Bandarikjun- um hefur versnaö frá þvl sem var á siöast liönu ári og kem ég þá aö þvi sem ég vil vekja alveg sér- staka athygli á I þessari grein. Hættan af einhliða markaðsstefnu Ein af forsendum þess aö unnt sé aö lifa mannsæmandi lifi á Islandi og hornsteinn traustrar efnahagsstefnu er traust og örugg utanrikisverslun. íslendingar þurfa aö gæta þess jafnan i sinum utanrikisviöskiptum aö hafa sem fjölbreytilegasta markaöi. Þeir mega ekki um of treysta þar á einn aöila, heldur þurfa þeir aö dreifa viöskiptum sinum sem viö- ast. tslendingar hafa á undan- förnum árum i stórauknum mæli treyst á bandariska markaöinn fyrir frystar fiskafuröir og er ástæöan einfaldlega sú aö i Bandarikjunum hefur fengist betra verö fyrir fiskafuröirnar en annars staöar. 1 þessum efnum dugir þó ekki aö lita einungis á þaö verö sem greitt er á liöandi stundu, þaö veröur aö horfa fram til lengri tima. Efnahagsástandiö i Bandarikjunum er ákaflega alvarlegt um þessar mundir. 1 erlendum timaritum er talaö um aö efnahagsástandiö i Banda- rikjunum hafi tekiö „ensku veik- ina”. Þar sé risi sem nú riöi til falls. Mörg dæmi eru nefnd um þá öfugþróun sem átt hefur sér staö á þessum sviöum sem Banda- rikjamenn hafa dregist aftur úr þvi sem gerist I öörum þróuöum iönaöarrikjum. Til dæmis kemur þaö fram i vestur-þýska ritinu „Der Spiegel” núna nýlega þar sem vitnað er i bandariskan efna- hagssérfræöing, aö hlutur Banda- rikjanna i heimsversluninni hafa lækkaö úr 18.2% áriö 1960 I 12.3% áriö 1979. A sama tima þá hefur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.