Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 29
Frábær mánudagsmynd Tíska og töfrar Sýningarfólk úr Karon-samtök- unum kemur fram ásamt Baldri Brjánssyni töframanni á skemmtikvöldi i veitingahúsinu Artúni I kvöld, laugardagskvöld. Hljómsveitin Aria leikur sföan fyrir dansi, i gömlum og nýjum stil, til kl. þrjú eftir miðnætti. Ártún er nýr veitingastaöur, til húsa að Vagnhöfða 11. Þar hafa verið haldnir almennir dansleikir að undanförnu, en nú er ætlunin að breyta til, að því er segir i fréttatilkynningu, og kemur til - greina að framhald verði á skemmtikvöldunum fram eftir haustinu. Aðgangseyrir verður sá sami og að veitingahúsum I borg- inni. ih Ortodoxa- messa í Dómkirkjunni A morgun, sunnudag, verður sungin nýstárleg siðdegismessa i Dómkirkjunni i Reykjavik. Sið- skeggjaðir ortodoxir prestar frá A-Evrópu og viðar munu syngja messuna, og er hún kennd við heilagan Jóhannes Chrysosto- mus. Metropolitan Emilianos pré- dikar og mun þar fjalla um trú og hefð ortodoxra. Guðsþjónustan er • öllum opin, og hafa gestirnir lagt áherzlu á að Islendingar gætu fengiönokkra innsýn i hefð og siði ortodoxu kirkjunnar. Stuðnings- lesefni verður fáanlegt við kirkju- dyr. Messan hefst kl. 13:30, sem er óvenjulegur timi, en hún tekur a.m.k. tvo tima. Hinir ortodoxu kirkjuleiötogar munu halda I Skálholt slðdegis á sunnudag að lokinni móttöku biskups aö Hótel Borg. Meðan þeir þinga eystra verða morgun og kvöldbænir sem öllum er vel- komið að sækja i Skálholtskirkju. Full ástæða er tii að vekja at- hygli á mánudagsmynd Háskóia- biós um þessar mundir, svissnesku myndinni Knipplinga- stúlkan (La Dentelliére) eftir Claude Goretta. Svissneskar kvikmyndir hafa á siöustu árum komist i annála, og er það einkum tveimur mönnum að þakka: Goretta og Alain Tann- er. Báðir hafa þeir gert myndir sem eru i senn listrænar og upp- fullar af þörfum og góðum boð- skap. Viðfangsefni þeirra beggja eru mannleg samskipti og þær hömlur sem þjóðfélagið setur þeim. t Knipplingastúlkunni er sagt frá sambandi ungrar stúlku áf verkalýösstétt, við stúdent af borgaralegu slekti. Hér verður efni myndarinnar ekki rakiö, en lesendum bent á að láta sig ekki vanta I Háskólabió á mánudaginn. Myndin er fagur- lega tekin, afbragðsvel leikin — i aðalhlutverkunum, tveimur eru Isabelle Huppert og Yves Beney- ton — og lætur engan mann ósnortinn. Öhætt er að fullyrða að hér er komin ein af áhrifamestu ástarsögum hvita tjaldsins um árabil. —ih Yves Neneyton og Isabelle Huppert f Knipplingastúlkunni. Paul Zukofsky stjórnar 90 manna hljómsveitinni á æfingu I Há- skólabiói. Ljósm. _gel— Zukofskí 90 manna hljómsveit Sinfóniuhljómsveit tslands og hljómsveit Tónlistarskólans I Reykjavik halda sameiginlega tónleika I Háskólabiói kl. 14 I dag, laugardag. Stjórnandi á þessum tónleikum verður bandariski fiðluleikarinn og hljómsveita*- stjórinn Paul Zukofsky. A tónleikunum verða flutt þrjú verk: Greeting Prelude eftir Stravinsky, Vor i Appalachiaeftir Aaron Copland og Sinfónia nr. 4 eftir Tsjækovsky. Samtals eru hljóðfæraleik- ararnir sem flytja þessi verk um 90 talsins, og er ekki oft sem tæki- færi gefast til aö hlýða á jafnfjöl- menna hljómsveit hér á landi. Öhætt er að fullyrða að aldrei hafi jafnmargir tslendingar leikiö saman og á þessum tónleikum. stjórnar r Háskólabíói Paul Zukofsky hefur dvalist hér á landi undanfarnar vikur og stjórnað alþjóölegu námskeiði er Tónlistarskólinn i Reykjavik gekkst fyrir. Var þaö i þriðja sinn sem hann stjórnar námskeiöi hér á landi. Zukofsky er mjög eftir- sóttur sem einleikari, stjórnandi og kennari, einkum þó við flutn- ing nýrra tönverka. Hann er fæddur i New York 1943 og hóf nám i fiðluleik fjögurra ára gam- all. Hann kom fram opinberlega I fyrsta sinn átta ára aö aldri, er hann lék meö Sinfóniuhljómsveit- inni i New Haven. Tvitugur hlaut hann meistaragráöu frá Juiliard- tónlistarháskólanum og i dag er hann talinn fremstur meðal þeirra fiðluleikara sem flytja samtimatónlist. —ih Una Dóra Copley í Norrænahúsinu 1 dag, laugardag, verður opnuð á málverkum grafik ofl. eftir Unu anna Ninu Tryggvadóttur og I anddyri Norræna hússins sýning Dóru Copley, dóttur listamann- Alcopley. Una Dóra fæddist I Reykjavik 1951, en ólst upp i Paris, London og New York. Hún lærði listasögu við háskólann I New York og lauk þaðan námi 1972. Einnig hefur hún lært málun undir handleiðslu nokkurra listamanna i New York en aö þvi er hún hefur sjálf sagt I blaðaviðtali hefur hun fengist viö málun alla tið og alist upp innan um marga góða listamenn. Sýn- ingin i Norræna húsinu er fyrsta einkasýning Unu Dóru. Þar sýnir hún verk sem hún hefur unniö s.l. fimm ár. Sýningin er opin kl. 9—19 dag- lega. Henni lýkur 28. september. —ih ’Helgin 6.-7' seþi. Í980 bjóÐVÍLjlNN — SH)A 29 Ein af myndum finnska listamannsins sem sýnir I Suðurgötu 7. Mannslíkaminn í Suðurgötu 7 Finnski listamaðurinn Ilkka Juhani Takalo-Eskola opnar sýningu i Galleri Suðurgöhi 7 kl. 4 i dag, laugardag. Myndir hans eru unnar meö blandaðri tækni. Dkka Juanani hefur áður sýnt á tslandi, á sýningu finnska hópsins „Uppskerumennirnir” I Norræna húsinu 1976. 1 fréttatilkynningu frá galleriinu segir m.a.: „Athygli vekur hversu fjölbreyti- lega listamaöurinn teflir fram formum mannslikamans viö ólik- legustu skilyröi og i fjörlegu sam- spili viö mismunandi aöstæður.” Sýningin verður opin frá 4-6 virka daga og 4-8 um helgar. -íh Septem ’80 Sjöunda sýningin — Við sýndum fyrst saman 1974, — sagði Valtýr Pétursson, einn af félögum Septem-hópsins, sem opnar sina sjöundu mynd- listarsýningu að Kjarvalsstöðum kl. 2 I dag, laugardag. Blaða- maður leit inn til þeirra I fyrra- dag, þegar listaverkunum hafði verið komið fyrir I Kjarvals- salnum. — Við höfðum öll sýnt á september-sýningunum, en þessi hópur okkar er sjálfstætt fyrir- bæri, og ber ekki að rugla þessu tvennu saman, — sagði Valtýr ennfremur. — A sýningum okkar eru yfirleitt nýunnin verk, og svo er einnig nú. Flest verkin hafa verið unnin á þessu ári sem liðið er frá þvi við sýndum hér að Kjarvalsstöðum i fyrra. Áður sýndum við I Norræna húsinu, en i fyrra bauð borgin okkur aðstöðu hér. 1 hópnum eru, auk Valtýs, Guðmunda Andrésdóttir, Jóhann- es Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Daviðsson, Sigurjón Ólafsson og Þorvaldur Skúlason. I ráöi er að sýningin, eða hluti hennar, verði sett upp á Akureyri þegar henni lýkur hér syöra. t Kjarvalssalnum eru til synis 60 oliumálverk og fimm skúlptúrar, sem allir eru eftir Sigurjón ólafs- son. Flest verkin eru til sölu. — En við erum ekki aö sýna peninganna vegna, — sagði Þor- valdur Skúlason, — heldur ber að lita á þessa sýningu sem eins- konar játningu. Maður leggur fram þaö sem maöur er i dag. — Já, og svo reynum við aö halda uppi menningarfronti á þessu sviði, — bætti Kristján Daviösson við. Guðmunda Andrésdóttir gekk með blaöamanni um salinn og sýndi verkin. Hún sagðist álita að þetta væri þeirra besta sýning til þessa. Sýningin veröur opin til 21. september, kl. 2—10 daglega. —ih Septem-hópurinn, f.v. Jóhannes, Karl, Kristján, Guðmunda, Þorvaldur og Valtýr. Sigurjón Ólafsson mætti ekki I myndatökuna. — Ljósm. —eik— 30 fötluð börn í dagsferð til Eyja 1 dag, laugardag, fara 30 fötluð börn frá Reykjavík I dagsferð til Vestmannaeyja. Slikar ferðir hafa verið farnar árlega undan- farin ár, en venjulega hefur verið fariö til Akureyrar. Kristinn Guðmundsson er aöal- hvatamaður og fararstjóri i þessum ferðum, og sagöi hann aö bæjarstjórinn i Eyjum heföi boöið hópnum i mat, auk þess sem farið yröi I bátsferð ef veður leyfði. Þá verða bömunum sýndar kvik- myndir sem sýna Vestmanna- eyjar fyrir og eftir gos. Flogið veröur til Reykjavikur I kvöld. —ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.