Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. sept. 1980 Nokkur góð ráö þegar gerbrauö er bakaö i heimahúsum Kanntu brauð að baka Á síðustu árum hafa neysluvenjur (slendinga á brauðmeti gjörbreyst. Vísitölubrauðin góðkunnu Franskbrauð og Rúgbrauð hafa orðið að þoka fyrir alls kyns heilkornsbrauð- um og öðrum heilhveiti- og rúgmjölsbrauðum. Þrátt fyrir nokkuð hærra og jafnvel helmingi hærra verð á þessum nýju brauð- tegundum, en þeim sem bundin eru vísitölu, virðist salan vera sífellt að aukast á þeim og tegundir sem á boðstólum eru, gerast sífellt fleiri. Samhliða þessari þróun hefur alls kyns heima- bakstur á gerbrauðum átt auknum vinsældum að fagna. Bæði kemur þar breytt og heilsusamlegra mataræði og eins hitt að auðveldara er að fá hrá- efni í slíkan bakstur í verslunum en áður var. Það verður enginn smið- ur i fyrsta sinn og það sama má að sjálfsögðu segja um bakarann, því gerbakstur með lifandi gerlum er bæði vandasam- ur og kref st f yllstu aðgætni ef góður árangur á að nást. Hér á eftir verður skýrt frá helstu þáttum deiglög- unar fyrir brauðgerð. Stifleiki Miklu ræöur aö stlfleiki brauö- deigs sé sem réttastur. tJr blautu deigi veröur brauöiö flatt og um- fangsmikiö en of stift deig eykur hættu á þvi aö brauöiö springi, rifni I bakstrinum. I heimahúsum er algengt aö fólk noti mjölk viö brauöbakstur, en þá veröur lika aö gæta þess aö mjólk bindur minna hveiti en vatn. Bindihlutfall mjólkur við hveiti er 1 á rr 'ti 2. Setjiö frekar minna hveiti eða korn I lögunina til aö byrja meö ef þiö eruö óviss meö hlutföllin, þaö er alltaf auö- veldara aö bæta hveiti i eftir á, en vatni. Hitastig Starfsskilyrði fyrir gerfrumur er best viö 25—27 gr. C, sé deig- hitinn meiri örvast frumustarf- semin og hætta á aö þaö spilli fyr- ir brauögæðunum. Meö þvi aö fylgjast meö hita- stigi deigsins, sem hægt er aö gera á auöveldan hátt meö hita- mæli er hægt að stjórna áhrifa- mætti gerfrumanna og tryggja góöan bakstur. I upphafi er hitastig deigsins ákvaröaö meö þvi aö margfalda áöur ákveöiö hitastig t.d. 27 gr. C meö tveimur og draga frá þeirri tölu hitastigiö á hveitinu sem fer I deigiö. Þá fæst út sú hitatala sem þarf aö vera i mjólkinni eða vatn- inu sem nota á. Blandiö ekki gerinu strax saman viö vökvann ef þið hafiö þurft aö hita hann um og yfir 40 gr. C, heldur látið mjöliö kæla niður vatnshitann fyrst, þvi of mikill hiti dregur úr gerkraftin- um. Gerið Arlöandi er aö blanda gerinu og feitinni ekki saman út I deiglög- unina, þvi þá geta myndast fitu- hjúpar utan um gerið og eyöilagt deigið. Klipiö geriö saman viö vökvann og sykurinn.setjiö slðan hveitiö og aðrar mjöltegundir ásamt saltinu saman viö en látiö feitina siöast I deigiö þegar þaö er aö byrja aö vinnast. Látiö ger og salt aldrei koma saman. Germagn I brauötegundir er nokkuð mismunandi en i gróf brauð þarf meira ger heldur en i hvit brauö þar sem deigiö er þyngra i grófu brauöunum. Vinnsian Miklu skiptir aö deigiö sé nægjanlega unniö áöur en byrjaö er aö baka úr þvi. Gott ráö er aö skera I deigiö og siá hvort það er ekki jafnunniö. Illa hnoöuöu brauöi hættir til aö detta I sundur og molna þegar þaö hefur veriö geymt I tvo daga eöa lengur. Þegar viö erum fullviss aö deigiö sé fullunniö vigtum við þaö, hnoöum siöan saman og lát- um þaö hvilast I 10. min. Nauö- synlegt er aö leggja tusku yfir svo ekki komi skel á deigiö. Þegar búiö er aö hvila deigiö er þaö hnoðaö saman aftur, þ.e. brauðinu slegiö upp. A skýringa- myndunum hér á siöunni, er sýnt hvernig slá á brauöi upp. Fyrst er allt loft pressaö úr deiginu og þaö hringmyndaö. Þá eru hliöarkant- arnir brotnir inná deigflötinn og siöan kanturinn sem er fjær. Þvi næst er deiginu rúllaö upp meö lófanum og þaö jafnaö út I kant- ana, meö báðum höndum. Miklu skiptir að deiginu sé slegiö þétt og fast upp þannig aö stórar loftbólur veröi ekki eftir I þvi. Þá er brauöiö sett á plötu eða I form og gjarnan skornar i þaö nokkrar grunnar þverrákir aö ofanveröu. Lyfting í staö rakaskápa I bakarium er ágæt lausn aö hita vatn i stór- um potti, og láta bökunarplötuna meö brauödeigi'nu siöan yfir pott- inn, þó þannig aö heit gufa nái að stiga upp úr pottinum, en best er aö láta vatniö I pottinum sjóöa allan timann meöan hafning fer fram. Hafiö alla glugga og huröir lok- aöar svo ekki myndist skel á deigiö. Gott ráö er aö setja rakan klút yfir formin ef brauöiö er bakaö I þeim, annars þarf aö út- búa einhvers konar skýli yfir deigiö svo aö bæði raki og um 30 gr. C haldist á deiginu. Fylgjast þarf vel meö lyftingunni þvi oflyft brauö er ónýtt brauö, og gætiÖ þess aö deigiö blotni ekki að ofan. Rakinn er einungis til aö hindra skelmyndun. Baksturinn Fariö gætilega þegar brauöiö er sett i ofninn svo þaö falli ekki. Til aö fá glans á brauöskelina er ráö aö hella einum bolla af vatni inn á ofngólfið þegar búiö er aö koma brauöunum fyrir og loka ofninum siöan strax. Hitinn i ofninum á aö vera 230—40 gr. C þegar ljóst brauö er bakaö og baksturinn tekur um tuttugu minútur. Hafiö ofnhitann aöeins minni eöa 210—20 gr. C þegar dökk brauð eru bökuö, en baksturstlmi þeirra er nokkuö lengri eöa um 30 mln. Ath. hér er miöað viö 500 gramma brauð. —lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.