Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 32
ÞJOÐVIUm Helgin 6.-7. sept. 1980 Hlynur Halldórsson bóndi að Miðhúsum Sii f ur f un d ur in n að Miðhúsum er eitt helsta fréttaefni sl. viku. Margir aðilar koma þar við sögu s.s. Hlynur bóndi, húsfreyja hans, Edda, og faðirinn Hall- dór, Þór þjóðm inja vörður, hrafnar nokkrir og Dr. Krist- ián fyrrverandi forseti ts- lands. Miðhús er tvíbýlisjörð þeirra feðga, Hlyns og Halldórs. Hlynur og Edda byggðu sér nýtt hús og hafa i sumar verið aö ganga frá þvi. Þau hjón voru rétt byrjuð að ganga frá garð- inum þegar örlögin tóku i taumana og töföu þær fram- kvæmdir. Annar þáttur i forsögu þessa máls er um hrafna. Miðhúsafólkinu er annt um þessi dýr yfirleitt og þá sér- staklega hrafnapar sem verpir i árgili rétt við bæinn. Bæjarhröfnum þessum er gjarnan gefinn matur og óviðkomandi stuggaö frá hreiðri þeirra. S.l. sunnudag var Edda að voka við nýja húsið og sá þá glampa á málm i moldinni, hún hugði ekki aö og sinnti áfram erindum sinum. Alla þá helgi hafði hrafnaparið ásamt fleirum af því kyni verið að sveima yfir bænum. Settust þeir oft á þakbrún nýja hússins og góndu ofan i svörðinn. Hrafnar eru taldar glysgjarnar skepnur. Hlynur veitti þessu athygli og fann þá silfursjóð I mold- inni. Hann greip silfriö fór til konu sinnar sem þá var innandyra, minntist við hana og sagði: ,,Nú skal ég smiða þér margan góðan gripinn, húsfreyja mín”. Hlynur er sem kunnugter hagur á jám og tré. Edda fór niður á firði þá um daginn og haföi þaðan samband við Þór Magnússon þjóðminjavörð. Þór vissi að Dr. Kristján Eldjárn var staddur á Egilsstööum og lét hann vita af fundinum. Kristján fór aö Miðhúsum og kenndi þar silfur frá söguöld. Um morgunin daginn eftir fór Þór ásamt Halldóri fööur Hlyns til Egilsstaða og rót- uðu þeir Kristján lengi dags, skófu moldina og sigtuðu. Þeir fundu nokkurt silfur til viðbdtar. A mánudagskvöldi fóru þeir meö sjóðinn til Reykja- vikur og var hann til sýnis I Þjóðminjasafninu á þriðju- deginum. Sjóöurinn er annars vegar brotasilfur, virar og stengur og hins vegar skartgripir, hálshringar og armbaugar. Silfrið vegur 653.5 gr. Lögin um fornleifafundi kveðja svo á að silfriö veröi metiö og fær landeigandi, Halldór bóndi, helming verð- mætisins og finnandi helming og 10% til viöbótar. Þessi fundur Hlyns er einn merkasti fornleifafundur á Islandi. Aúalsími I>joft\ iljans er H1333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. 1 tan þess tima er hægt af> ná f blaöamenn og af>ra starfsmenn blaösins í þessum simum : Kitstjórn H1382, H14H2 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími H1285. ljósmvndir 81257. Laugardaga ki. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná í afgreiösiu blaösins islma 81663. Blaöaprent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öil kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 Samvinna Lux-Air og Flugleiða: Strandaði helst á fjár- hagskröfum Flugleiða Átti niðurfelling lendingargjalda ekki að renna til hins sameinaða flugfélags? Samvinna Flugleiða og Lux-Air strandaði á þeirrikröfu Flugleiða að Luxemborgarar einir fjármögnuðu hið nýja flugfélag að þvi er for- sætisráðherra Luxem- borgar upplýsti á fundi með fréttamönnum i gær. Sögðust Flugleiða- menn aðeins geta lagt fram flugvélakost sinn, áhafnir og reynslu en ekki eyri þar fyrir utan, og þær 90 miljónir franka, sem stjómvöld i Luxemborg voru tilbúin til að leggja til félagsins dugðu ekki til. Ríkisstjórn Luxemborgar ræddi Atlantshafsflugiö á fundi sinum i gærmorgun og hélt for- sætisráðherrann siöan blaða- mannafund, ásamt ferðamála- ráðherranum. Hörmuðu þeir báöir hversu komið er en kváðust binda vonir við komu fslenska samgönguráðherrans og fylgdar- liðs hans I næstu viku. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér höföu Lux-Air menn fullan hug á sam- vinnu við Flugleiðir um flug á Atlantshafinu, en þó aðeins i formi hlutafélags likt ogþeireiga hlut i Cargo-Lux án þess að sjá um rekstur þess á nokkurn hátt. Hefur Lux-Air t.d. allmiklar tekjur af afgreiðslu flugvéla bæði fyrir Cargo-Lux og Flugleiöa. Varð fátt um kveðjur þegar Sig- uröur Helgason forstjóri fór frá Luxemborg af siðasta viöræðu- fundinum en þar var m.a. rætt um ráðstöfun þess fjármagns sem Flugleiöir fengu vegna niöurfellingar lendingargjalda i Luxemborg. Var forstjórinn ekki að þvi að ráöstöfun þessi kæmi Lux-Air mönnum neitt við og slitnaði þar með upp úr viöræðun- um viö litla kærleika. Binda menn þvi vonir við betri árangur ef forstjórinn sjálfur er ekki með i viðræðunumog hefur verið ýjað að þvi i blöðum i Luxemborg að samvinna um Atlantshafsflugiö sé þvi aðeins raunhæf að skipt verði um stjórn- endur hjá Flugleiðum. Á fréttamannafundinum i Luxemborg i gær kom fram aö strax og halla tók undan fæti hjá Flugleiðum 1978 buöu stjómvöld þar niðurfellingu á lendingar- gjöldunum gegn þvi að fá gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Þau gögn bárustekki fyrr en 1979. —ÁI. Við sköpun heimsins Tvifætlingar og ferfæltingar halda áfram að leggja leið sina að Hekiuhrauninu nýja sem enn rýkur úr: það er alitaf freistandi að komast i námunda við sköpun heimsins. Hraunið er reyndar ekki eins mikið og búist var við i fyrstu og minna að magnien þaðsem rann f Skjóikviagosi. (ljósm Ella). Utvarpsráð kemur til móts við óskir heymarskerta: Texti með fréttum sjónvarps frá 1. okt. „Með ákvörðun útvarpsráðs I dag er búið að viðurkenna þörfina á þvi að láta setja fslenskan texta með innlendu efni sjónvarpsins og við stigum fyrsta skrefiö i þessa átt með þvf að hefja textun á fréttum sjónvarpsins 1. október n.k.” sagði ólafur R. Einarsson varaformaður Útvarpsráðs I samtali við Þjóöviljann i gær. Mál þetta hefur lengi verið á döfinni og hafa samtök heyrnar- skerta m jög hvatt til þess að hafin yrði textun á öllu innlendu efni sjónvarpsins. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá T gær þá er nú i gangi undirskriftarsöfnun á öllum þétt- býlisstöðum landsins þar sem skoraöerá menntamálaráðherra ogAlþingiaðbeitasérfyrirþvi að hafinn verði textun innlends sjón- varpsefnis. Aöstandendur söfnunarinnar benda á , að heyrnarlausir og heyrnarskertir njóti einskis af innlendu efni I sjónvarpi og út- varp nýtist þeim ekki. Eins og ástandiö sé i dag geti þeir nær eingöngu haft not af þvi erlenda efni sjónvarpsins sem er með islenskum skýringartexta. Eftir þvi sem Þjóðviljinn kemst næst hefur þessi undirskriftarsöfnun fengið mjög góðar undirtektir. -þm. Þorskaflinn við Fœreyjar: Fari niður í 16 þús. tonn á ári Lagt að Fær eyingum að draga úr veiði flestra nytjafiska Alþjóðlega Hafrannsókna- ráðið ICES hefur lagt fram tillögur um hámarksafia á ýmsum fisktegundum og færeyska blaðið 14. septem- ber greinir frá þvi, aö sam- kvæmt þeim er ætlast til þess að Færeyingar skeri niöur verulega veiðar sínar á heimamiðum. Til dæmis að taka vill ICES að þorskafli við Fær- eyjar nemi ekki meira en 25.300 smálestum i ár og fari niður i 16.000 tonn á næsta ári. Arið 1977 var talið óhætt að veiða 32000 tonn við Fær- eyjar af þorski, en æskilegt hámark hefur lækkað jafnt og þétt siöan. ICES leggur til að Færeyingar veiði 20.000 tonn af ýsu I ár og 15.000 á næsta ári. Hinsvegar er talið óhætt að veiða 2000 lestum meira af ufsa á næsta ári og fari ufsaveiðin þá upp i 29.000 smálestir. Færeyski fiskifræöingur- inn Kjartan Höydal sat fund þann i Kaupmannahöfn sem vann tölur þessar og var þar formaður undirnefndar. Hann hefur afhent færeysku landstjórninni tilmæli ICES. •áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.