Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 11
Helgin 6.-7. sept. 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Vetnissprengjum rigndi yfir Spán Árekstur tveggja bandariskra flugvéla áriö 1966 varö næstum því að hrikalegu kjarnorkuslysi Risastór bandarisk sprengjuvél aö geröinni B-52 tók eldsneyti úr sérstakri eldsneytisvél yfir Miö- jaröarhafsströnd Spánar klukkan 10.20 aö morgni 16. janúar 1966. Innanborös i B-52 vélinni voru fjórar 1.5 megatonna vetnis- sprengjur og hún haföi hringsólaö yfir austanveröu Miöjaröarhafi i 12 klukkutima. Nú varö sprengju- vélin aö taka eldsneyti áöur en haldiö var heim á leiö til Banda- rikjanna. í 30 þúsund feta hæö flaug flug- stjóri B-52 vélarinnar og nál- gaöist eldsneytisvélina. Þetta haföi veriö löng og leiöinleg ferö og I engu frábrugöin öörum svip- uöum sem 100 bandariskar sprengjuvélar af þessari gerö fóru dag hvern meöfram mörkum Járntjaldsins. Emila Chapla major um borö i K-135 eldsneytisvélinni fylgdist náiö meö flugi B-52 aö baki honum. Hann haföi stuttu áöur hafiö vél sina á loft frá banda- riskri herstöö nálægt Sevilla meö meira en 30þúsund gallon af flug- vélabensini um borö. Sams konar feröir fór hann á hverjum degi. B-52 vélin nálgaöist hægt og hægt, tilbúin aö festa nefpipuna viö bensinleiöslu frá maga elds- neytisvélarinnar. Chapla fylgd- ist meö hvernig B-52 nálgaöist en fannst vélin þó ekki vera nógu neöarlega og of mikil ferö á henni. Hann sendi út viövörun en var ekki fyrr búinn aö þvi en þessar tvær risavélar skullu saman. B-52 vélin rakst upp undir eldsneytisvélina. Chapla major reyndi aö ná valdi á vél sinni sem var töluvert mikiö skemmd og farin aö loga. Flugstjórinn á B-52 vissi hins vegar aö hans farkostur var dæmdur til aö hrapa. öll yfir- byggingin og flugstjóraklefinn var eitt brak og áhöfnin henti sér út i fallhlifum —■ rétt áöur en vélin sprakk og þeyttist I ótal brotum til jaröar. A meöal þeirra hluta sem rigndi yfir spánarstrendur þennan vetrarmorgun voru f jórar 20 feta langar vetnissprengjur. Sprengjurnar féllu I grennd viö þorpiö Palomares og sprakk eng- in þeirra enda áttu þær ekki aö geta sprungiö nema losaö væri fyrst um sérstakan öryggisút- búnaö. Hins vegar var óttast aö þær kynnu aö hafa opnast þannig aö geislavirk efni lækju úr þeim. Enginn gat sagt meö vissu hver áhrif slikt gæti haft á ibúa Palo- mares. Um leiö og fréttist um slysiö var sérstök neyöarsveit banda- riska hersins send frá Bandarikj- unum tii Spánar. Amerisk hernaöaryfirvöld á Spáni til- kynntu spænsku stjórninni hvaö var á seyöi og fjöldi sérfræöinga og stjórnmálamanna þyrptust til Palomares. Gefin var út fréttatilkynning til fjöimiöla þar sem sagt var aö amerisk herflugvél heföi farist en ekki minnst einu oröi á þaö aö um borö heföu veriö kjarnorkuvopn. tbúar Palomares höföu þess vegna ekki minnstu grunsemdir um aö þeir gætu veriö I hættu. En þegar bandariska neyöarsveitin kom á vettvang og strangar öryggisráöstafanir voru geröar á stóru svæöi fóru blaöamenn aö gruna ýmislegt og smám saman kom hiö sanna i 1 jós. Þeir fundu út aö flugvélin hlyti aö hafa veriö af geröinni B—52 og giskuöu á aö hún heföi haft innanborös kjarn- orkusprengjur og þær væru nú á viö og dreif i spænskri jöröu. Blaöamönnunum tókst bráö- lega aö segja alla sólarsöguna þó aö þeim væri stranglega bann- aöur aögangur aö Palomares- svæöinu. Um allan heim var frá þvi sagt I risastórum forslöufréttum hvaö væri um aö vera I Palomares og nágrenni. tbúum þorpsins var hins vegar ekkertsagt. Þeim var bannaö aö vinna á ökrunum og sagt aö halda sig heima I þorpinu. Hersveitir óöu þvers og kruss yfir land þeirra og leitarflugvélar flugu stööugt yfir. Um 2500 manns bjuggu I Palomares og þeir uröu töluvert skelkaöir þó aö þeir vissu varla hvaöan á þá stóö veöriö. Meiri ótti heföi örugglega VERÐ ÞYNGD ■ KÍLÓVERÐ PAKKAÐ Kælivara-Geymistvið O-a Má einniq trysta. ^■wr Rotvarnaretni: Natriumnitrit. Næringargild\i100gu.Þ.b: Prótein 13 g, fita SOg.matar- salt 2,8 g. hitaeiningar 450 «SÍÐASTI SÖLUDAGUR Hráelni: Svinaiita, nautgripa kjöt. svinakjöt. salt, krydd. sykur. Sýrur: Glukono-delta-iakton. Þráavarnarefni og jónblndar: Askorbinsýra. Söltuö, þurrkuö og reykt Spseipylsa gripiö um sig heföu þorpsbúar vitaö I hvaöa hættu þeir voru. Þrjár af sprengjunum höföu falliö I næsta nágrenni þorpsins og laskast þannig aö þær láku plútonium og úranium út i andrúmsloftiö. Golan sem fór um sveitina þennan dag bar þvi meö sér ósýnilegt eitur. Leitarflugvél fann fyrstu sprengjuna á opnu svæöi og var hún aö hálfu leyti I kafi og haföi aö sögn lekiö sáralitlu geislavirku efni. Onnur sprengjan fannst i hæöadrögum um þrjár milur frá Palomares og haföi ekki lekið mikiö frá henni heldur aö þvi er yfirvöld sögöu seinna. Einn af þorpsbúum i Palomares fann þriðju sprengjuna rétt viö hús sitt. Hún var I litlum gig sem hún haföi grafiö sér og kom reykur frá henni. Og ekki aöeins reykur heldur geislavirkt ryk þó aö þessi þorpsbúi hefði ekki hugmynd um þaö. Hann skoðaöi sprengjuna for- viöa, steig upp á hana og danglaði I hana meö fætinum. Slöan fór hann til aö ná I einhvern sem gætu sagt til um hvers kyns þessi dularfulli aöskotahlutur væri. Nokkrir klukkutimar liöu þar til Bandarikjamönnum barst sú fregn að sprengjan væri fundin. Nú voru þrjár sprengjur fundnar — en hvar var sú fjóröa? Simon Orts, sem var á fiskveiö- um þegar árekstur flugvélanna tveggja átti sér staö, gat gefið svar viö þvi. Nokkrum minútum siöar sá hann langan málmhlut koma fljúgandi ofan og falla i sjó- inn skammt frá bát hans. Hann fór á staöinn en sjórinn haföi þá gleypt þennan hlut meö öllu. Þegar Orts kom til hafnar sagöi hann vinum sinum frá þvi hvaö hann heföi séö og þeir ákváöu aö segja lögreglunni frá þvi. En vegna hinnar miklu hulu sem Bandarikjamenn höföu sveipaö atburöinn (þeir gáfu aögeröunum nafniö Operation Broken Arrow) vissi spænska lögreglan ekki einu sinni hvað var á seyöi. Þaö var fyrir tilviljun aö Bandarikjamenn heyrðu sögu sjómannsins og sendu þá sérfræö- inga til aö yfirheyra hann og reyna aö finna staöinn þar sem sprengjan féll 1 sjóinn. Hann gat aö visu ekki sagt þeim upp á hár hvar hann heföi veriö en þó var hægt aö afmarka svæöiö nokkurn veginn þar sem sprengjan hlaut' ab vera. Dýpið sem þessi hræði- lega sprengja hlaut aö liggja á, gat veriö allt frá 100 fetum niöur I 5000 fet. Heill herfloti meö 20 skipum, 2000 sjómönnum og 125 frosk- mönnum var sendur á vettvang, einnig köfunarkúla og tveir litlir kafbátar. Gefin var skipun um að sprengjan yröi aö finnast hvaö sem þaö kostaöi ábur en sandur og leðja hyldu hana sýnum. Ef hún fyndist ekki var einnig hætta á þvi aö öryggisútbúnaður hennar ryögaöi i sundur meö þeim afleiðingum aö Miöjarðar- hafið mengaöist af geislavirkum efnum — eöa i versta falli aö sprengjan spryngi svo að ban- vænt kjarnorkuský legðist yfir strönd Spánar. Bandarikjamenn óttuöust lika aö Rússar færu aö leita hennar og kæmust að þvi hvernig hún væri útbúin — ef leit yröi hætt. Fullir tveir mánuöir liöu þar til sprengjan fannst. Hinn 15. mars fann áhöfn mini-kafbátsins Alvin eitthvaö I leðjunni á 2500 feta dýpi sem gat veriö hluturinn sem lcitaö var aö. Þeir misstu aö visu sjónar af þessu en fundu það aftur næsta dag. Og þar lá sprengjan á brún 500 feta hás klettaveggs. Þaö tók fullar þrjár vikur aö gera sprengjuna óvirka niður á hafsbotninum áöur en óhætt var talið aö lyfta henni upp. Þegar þaö var gert, hinn 7. april 1966, voru Ibúar Palomares taldir úr allri hættu og Bandarikjastjórn haföi samþykkt aö greiöa skaða- bætur fyrir ónýtta uppskeruna. Þessi frásögn af kjarnorku- sprengjum sem ekki mátti vitnast um á Spáni gæti verib lærdómsrik fyrir okkur íslendinga — I ljósi siðustu umræöna. Þorpsbúar þvo þvott, meðan leit stendur yfir aö sprengjunni I þorpinu Palomares. btlÐI — enn einu sinni feti framar Við höfum ávallt kappkostað að sinna kröfum neytenda og höfum því útbúið nýja merkimiða á vörur okkar INNEHALDSlýSING er unnin í samráði við Rannsóknarstofu Búvörudeildar, með ýtarlegri upplýsingum en áður hafa þekkst, — enda trygging fyrir góðri vöru. LÍTTUÁMIÐANN AÐUR EN ÞÚ VELUR — |iaú Lorgar sigf. ^ tgöTIÐNAÐARSlÖÐ SAMBANDSINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.