Þjóðviljinn - 11.10.1980, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.—12. október 1980
Árni
Bergmann
skrifar
bókmennttir
Einar Már Guftmundssoni
Sendisveinninn
er einmana.
Er nokkur i kórónafötum
hér inni?
Galleri Sufturgata 7.
Einar Már segist vilja spegla feröalag
sinnar kynslóöar. Nátturan hefur ekki sýnt
honum hnjákollana, enda er hún hvergi ná-
læg i bðkum hans frekar en hjá fúturist-
unum rússnesku meðan þeir voru og hétu.
Hann er skyldur þeim á eölilegan hátt, við
skulum ekki vera meö neinar dylgjur um
stælingar og áhrif. Heimurinn er kalt her-
Ég
hefi
barist
það kemur fyrir oftar en einu sinni eða
tvisvar að blandað er af gáleysi i deigiö, út-
spilunarsemin verður skratti frek.
Vitundarstreymið kannski röfli mengaö.
Eöa tökum til dæmis málfariö. Það er fullt
meö aðskotadýr. Eins og mál kynslóðar-
innar, gætu menn sagt. Á ferðalagi hennar
greiöir þú ekki lokka við Galtará. Það er
rétt. En hvað gerir maður? Einn og sami
náttúrurfræðikennarinn „fittar bara flott
inni móralinn” og þrem iinum siðar er
„hjarta hans hernumið svæði tilfinninga”.
Eitthvað er hæpiö við þetta.
I „Sendisveininum” er lika talað um
dauflega og áhættulausa tilveru,
smáborgaralega eins og hún er einatt köll-
uö. í þeim textum bregður fyrir gamal-
kunnum fariseahætti anarkistans, komm-
ans, utangarðsmannsins: ég þakka þér að
ég er ekki eins og þessir aumu smá-
borgarar:
þift voruð hlekkjuö viö húsgögnin
og þegar djúpstæftar tilfinningar
kynt'ekki lengur
undir innhverfum samræftum
var veftriö tilvalift viftfangsefni
svo hlutlaust yfir filtergulri öskunni...
við drekana
bergi með brotnum rúðum, ælupollur á
gólfinu „speglar heim sem hrundi eins og
vonir þinar”. Þar sitja pönkarar og blása
reyk framan i Beethoven og Kafka. Hér er
engin miskunn gefin fremur en hjá þeim
sem kölluðu stefnuskrá sina ..Almennum
smekk gefið á kjaftinn”. t „Uppskrift”
segir:
skreytift veggina flatlús
og brundiö i blómsturpottana...
Samt skyldu menn ekki halda að þessir
striðu hljómar séu merki um glaðklakka-
lega sjálfumgleöi myndbrjótanna. Það
kver sem nú var vitnað til, beint og óbeint,
„Sendisveinninn er einmana”, geymir
brot úr ferðalagi kynslóðar rauöu kver-
anna, ögrana viö kerfið, nýrrar ruglandi
skilningarvitanna, en ekki sjálfshafningu
hennar:
örlitift þreyttur á frösunum
á stafthæfingum þínum sem reynast
ávallt réttar I einrúmi
á reyksvældu þunglyndu fundunum
örlitift þreyttur á sjálfum þér
þriggja binda útgáfum af atburðum
og fólkinu sem skilur ekki orft...
segir i „Sósialismi i einu herbergi”.
Sjálfsgagnrýnin fræga er strax orðin
grimm i sjálfu heiti textans, sem skirskotar
til stalinismans: sósialismi i einu landi...
Það er ýmislegt gott að segja um þetta
„öngþveiti þar sem stöðumælar sögunnar
veifa leirtöflum”. Eins og i þessari setn-
ingu sem spennir tak sitt um timann allt til
Móse á Sinaifjalli, vakir yfir vötnum
hamslaus áhugi á að mala saman milli
hjóla heilans allar korntegundir sem
tungan hefur fundið, höndin hefur snert.
Baksturinn lofar góðu, takk fyrir. Nema
Einar Már á sér þó þá réttlætningu, að
hann er kannski miskunnarlausari við sitt
fólk en „hina”. Og ekkert gerir hann leiöin-
lega.
Hitt kverið, „Er nokkur i kórónafötum",
kemur út samtimis þvi sem fyrr var nefnt
og má nærri geta að hugblær þeirra er
skyldur. En textarnir eru allir knappari og
um margthnitmiðaftri, þeir eru skemmtileg
tilraun til að flá allt mas utan af einfaldri
mynd, samþjöppuðum kjarna. Tökum til
dæmis fjögur örstutt ástarljóð úr miðju
kveri. Hann æpir eins og Kristur á kross-
inum: hvihefurðuyfirgefiðmig. Hún segir:
ég held við eigum ekki nógu vel saman.
Svona má efla harma með þvi aö velta
þeim um koll með flötum frasa. Ljóð nr.
tvö: eftir ca 2000 ár þegar fornleifafræö-
ingar finna bein okkar getum viö e.t.v.
elskast á þjóöminjasafninu. Ljóö nr. 4?
umferðarmenningin og ástin: varir þinar
eru rauöar eins og götuljósin en ég get
Einar Már Guftmundsson.
stoppað við þau gatnamót. Og svo þetta
ástarkvæði hér, sem eins og hin fyrstu tvö
tengir hversdagslega staðreynd borgarlifs
við sameignarminni úr sögunni, við galdur
timans:
þó rúbikonfljótin væru þurr
þó ég gæti tekift strætó heim til þin
kom ég sá ég og tapafti.
Þetta kver hefst reyndar á svofelldri
æðrulausri staðhæfingu um takmarkanir
skáldskapar á vorum dögum:
væri ég
bilaft sjónvarp
mundi ég örugglega
valda frekari truflunum
i lifi ykkar.
í viðtali á dögunum sagði Einar Már að
ljóðagerð nú á dögum lenti i þvi samhengi
„þar sem hin gömlu mörk hámenningar og
lágmenningar eru fyrir bi.” Sjálfur veit
hann af sér þar, svo mikið er vist. En hitt er
meira en liklegt að menn þurfi nokkur
kynni af „hámenningu” til að geta kyngt
þeirri blöndu sem hann hefur bruggað i
tveim fyrstu bókum sinum. Aðrir munu
varla reyna að súpa á, hvaö þá meir.
Arni Bergmann.
Nokkur orð um leikritið Snjór eftir Kjartan Ragnarsson
Þessi hábölvaði
og margblessaði
eilífðarvandi...
Erlingur Gislason og Briet Héftinsdóttir I snjó.
AAér sýndist að gagn-
rýnendur væru furðu fúl-
lyndir i garð leikrits eftir
Kjartan Ragnarsson,
Snjór, sem kom fyrst
verkefna á fjalirnar í
Þjóðleikhúsinu i haust.
Eða sú verður niður-
staðan þegar maður
gengur sjálf ur inn i salinn
og sér hvað út kemur
þegar höfundur Týndrar
teskeiðar, þar sem
skammt var á milli ærsla
og grimmrar alvöru, snýr
sér alfarið að alvörunni.
Nú eru ýmsar þær neikvaéðar
athugasemdir sem heyrst hafa
um þennan leik ofur skiljan-
legar. Má vel vera aö snjórinn,
sem hangir í fjallinu fyrir ofan
pláss og fólk, sem er I návist
dauftans, sé of fyrirferðarmikil,
of frek táknmynd. Þaö er lika
hægtað taka undir það, að iindir
lokin hefur höfundurinn hert svo
þau reipi sem hann snýr um
persónur sinar, aö honum
reynist um megn að leysa hnút-
ana meö þeim hætti að við sann-
færumst i anda hinnar gömlu
raunsæisformúlu sem segir:
svona hlaut það að vera. Veröa
þær minútur erfiðar leikurum —
sem áhorfanda.
En það er margt vel um þetta
leikrit. Og þá skulum við ekki
nema staðar við sjálfsagða hluti
eins og þá að Kjartan Ragnars-
soner kunnáttumaður og þekkir
sitt fólk og kann að spinna þvi
feril og láta það tala og hafa tök
á þvi innan þröngs hrings, sem
þó er ekki lokaður heldur liggja
Kjartan Ragnarsson: á timum
þegar enginn þorir aft iáta sjást
að hann finni til
frá honum straumar um viðan
heim. Megininntak verksins eru
átök um tvennskonar lifsskiln-
ing og eiga tilbrigftin sér erind-
reka I tveim mönnum, tveim
læknum, sem mætast við þær
aðstæður þegar líklegt er að
menn opnist, sýni einnig sumt af
þvi sem menn annars ekki
viöurkenna einu sinni fyrir
sjálfum sér. Þaft er spurt hvers
virði sigrar manna eru i starfi
og einkalifi, hvaða verði þeir
eru keyptir, hvernig ósigri er
tekið. Og þaft er spurt um þaö,
hvað getur stutt okkur til að
halda höfði andspænis dauðan-
um. Endanlega er kannski fyrst
og fremst spurt um mannlega
reisn andspænis þvi óumflýjan-
lega.
Á hættusvæði
Það er ljóst að höfundur sem
- hættir sér inn á þessa braut er
staddur á hættusvæöi. Hann er
kominn beint að hinum stærstu
málum: það er spurt eilifðar-
spurninga um tilgang og meðul
og guð er ekki langt undan.
Kappræða á sviði um þessa hluti
getur oröið þunglamaleg og
mjög almenns eðlis, og þaö eru
ótal draugar úr bókmenntum
allra alda að flækjast fyrir, þvi
eins og sagt er: Um fiest hefur
verið skrifað og um margt vel.
En Kjartan Ragnarsson sýnir
ekki aðeins góðan kjark með þvi
að ráðast i þessa eiliföarglimu,
heldur og árangur sem vert er
að bera virðingu fyrir. Tveir
læknar sitja einir að uggvæn-
legu tafli; kannski er annar
þeirra að myröa hinn. Kannski
er sjálfur grunurinn um morð-
tilraunina lifshættulegur. Tal
þeirra er ekki „aimennara” en
búast má við i þessu andrúms-
lofti þegar fugl dauðans vælir
útifyrir og bleikur hestur
stappar niöur fótum. Þaö
reynist að sönnu erfitt að kom-
ast niður á eitthvað sem er
verulega nýtt og óvænt f þeirri
eilifðarglimu sem þessir menn
heyja. En hún er með hagleik og
skynsemi þrædd inn i okkar
heim og þar með færð i næstu
nánd. Og hún er skerpt meö
þeirri heift ástar og afbrýði sem
gerir átökin beinlinis likamlega
áþreifanleg.
Á móti straumi
í leikskrá er leikhúsdags-
ávarp Þorsteins ö. Steph-
ensens, þar sem hann talar um
þaö „tæknivædda kaldlyndi”
sem meðal annars leiði til þess
að „enginn þorir lengur að láta
sjást að hann finni til”. Þaö er
nefnilega það. A töffaratimum
þegar tilfinningamál eru af-
greidd sem væmni og hinar
stærstu spurningar sem klisjur,
þá sýnir Kjartan Ragnarsson þá
dirfsku aö tala um kærleika og
bræðralag manna!
Það væri synd að segja að
hann bærist með straumnum.
Sú glima sem Kjartan Ragn-
arsson efnir til i Snjór er gildur
þáttur þess siðferðilega metn-
aðar i listum sem við megum
illa án vera. Arni Bergmann