Þjóðviljinn - 11.10.1980, Qupperneq 24
t - » 1 ' «1 I
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11,—12. október 1980.
Ætt Sveins
Sveinn Nielsson (1801-1881 >
var lengst af prórastur á Staða-
staö og talinn i fremstu röö
kennimanna á sinni tiö. Af
Sveini er komiö geysimargt
nafnkunnra manna, og má þar
nefna aö Hallgrimur Sveinsson
biskup var sonur hans og Sveinn
Björnsson, forseti tsiands,
dóttursonur hans. t þessum
þætti veröa þó einungis taldir
upp afkomendur Sigriöar dóttur
hans sem gift var Nielsi Ey-
jólfssyni bónda á Grimsstööum i
Mýrasýslu (Hann var fööur-
bróðir Kristins E. Andrés-
sonar). Sú upptalning veröur þó
langt i frá tæmandi, heidur
miklu fremur handahófskennd.
Sigriður og Niels á Grims-
stööum áttu 7 börn sem upp
komust. Þau voru Guðný,
Marta, Hallgrimur, Sesselja,
Sveinn, Haraldur og Þuriöur.
Verða nú taldir upp afkomendur
þeirra aö nokkru:
A. Guðný Kristin var gift
Guöna Jónssyni á Valshamri I
Mýrasýslu. Meðal þeirra barna
var Niels Guðnason sem giftur
var frænku sinni Soffiu Hall-
grimsdóttur, og verður nánari
grein gerö fyrir afkomendum
þeirra hér á eftir.
B. Marta Maria Nielsdóttir
var tvigift. Fyrri maður hennar
var Jón Oddsson bóndi á Alfta-
nesi á Mýrum. Meðal þeirra
barna voru:
1. Olöf Jónsdóttir, kona Jó-
hanns Armanns Jónssonar gull-
smiös og togaraútgerðarmanns
i Reykjavik. Þeirra börn voru
svo aftur Kjartan Jóhannsson
héraðsiæknir i Kópavogi og
lengi þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, Sigriður Jóhanns-
dóttir, gift Arna Fannberg for-
stjóra Kúlulegusölunnar (syni
Jóns rika Fannbergs) og Halla
Jóhannsdóttir, gift Karli B.
Guðmundssyni viðskiptafræð-
ingi i Landsbankanum.
2. Soffia Jónsdóttir, kona Ara
ó. Thorlaciusar endurskoöanda
(m.a. Eimskips, Reykjavikur-
borgar og Loftleiða um langt
árabil).
3. Oddur Jónsson forstjóri
Mjólkurfélags Reykjavíkur.
Hans börn eru m .a. Jón Oddsson
lögfræðingur og Marta Maria,
kona Þórðar Magnússonar að-
stoðarforstjóra Eimskipa-
félagsins.
4. Svava Jónsdóttir, gift Helga
Asgeirssyni (bróður Bjarna
ráðherra). Þeirra dóttir er
Ragnheiöur Asa, kona Arna
Waag náttúrufræðings.
Seinni maður Mörtu Mariu
Nielsdóttur var Haraldur
Bjarnason.
C. Hallgrimur Nielsson bóndi
á Grimsstöðum á Mýrum. Hans
börn m.a.:
1. Helgi Hallgrimsson bókari i
Reykjavik. Meöal barna hans
eru dr. Hallgrimur Helgason
tónskáld, Siguröur Helgason
forstjóri Flugleiða, Gunnar
Helgason lögfræðingur Flug-
leiða, um skeið i stjórn félagsins
og stjórnarmaður i Arnarflugi
og Astriöur Helgason kona Hans
G. Andersen ambassadors og
þjóðréttarfræöings. Sonur
Astriöar og Hans er Gunnar
Andersen háttsettur hjá Flug-
leiöum í Bandarikjunum.
2. Soffia Hallgrimsdóttir, gift
fyrrnefndum Nielsi Guönasyni
frænda sinum'. Meöal barna
þeirra eru Indriöi Nielsson, um-
svjfamikiil byggingameistari i
Reykjavik (faöir Hans Indriöa-
sonar forstööumanns hjá Flug-
leiðum) og Sigriður Nieisdóttir,
kona Guömundar Péturssonar
(sem rekur lögfræðiskrifstofu
með Axel Einarssyni i Morgun-
blaðshúsinu).
3. Sigriður Hallgrimsdóttir,
kona Lúðvigs Guðmundsonar,
skólastjóra. Þeirra dóttir er
Sigriður Steinunn, gift Einari
Arnasynilögfræðingi sem situr i
varastjórn Flugleiða.
D. Sesselja Soffia Nielsdóttir,
gift Bjarnþóri Bjarnasyni á
Grenjum i Mýrasýslu. Meðal
þeirra barna:
1. Sveinn Valfells, einn mesti
athafnamaður landsins
(Steypustööin, Vinnufatagerðin,
frystihús, Flugleiöir og mörg
önnurfyrirtæki). Synirhans eru
Sveinn Valfells forstjóri Steypu-
stöðvarinnar og Agúst Valfells
kjarnorkufræöingur, og dóttir
hans er Sigriður Valfells pró-
fessor i Bandarikjunum.
2. Jón Valfellsstórkaupmaður
i Reykjavik.
3. Asgeir Bjarnþórsson list-
málari.
4. Marta Bjarnþórsdóttir, gift
Friðriki Jónssyni (annar
Sturlubræðra). Sonur hennar ef
dr. Sturla Friðriksson erfða-
fræðingur.
E. Sveinn Hallgrímsson bóndi
á Lambastöðum á Mýrum.
Hans sonur var Jón Aðalsteinn
Sveinsson, faðir Sveins Afral-
steinsonur deiidarstjóra i viö-
skiptaráðuneytinu.
F. Haraldur Nielsson, pró-
fessor i guöfræði, mikill áhrifa-'
maður á sinni tið. Meðal barna
hans:
1. Soffia Emelia Haralds-
dóttir, gift Sveini M. Sveinssyni,
eiganda timburverslunarinnar
Völundar. Börn þeirra Sveinn
K. Sveinsson verkfræðingur,
forstjóri Völundar og formaður
Rannsóknastofnunar bygginga-
iðnaðarins, Haraldur Sveinsson
lögfræðingur (I stjórn Arvak-
urs) og Bergljót Sveinsdóttir,
gift sr. Braga Benediktssyni i
Hafnarfirði.
2. - Elin Haralz, gift Erling
Ellingsen verkfræðingi, fram-
kvæmdastjóra Tryggingar h.f.
Þeirra sonur Haraldur Elling-
sen viðskiptafræðingur.
3V Jónas Haralz bankastjóri
Landsbankans.
4* Bergljót Haralz, gift Bjarna
Rafnar yfirlækni á Akureyri.
G. Þuríöur Nieisdóttir, kona
Páls Halldórssonar skólastjóra
Stýrimannaskólans I Reykja-
vik. Þeirra börn m.a.:
1. Niels Dungal prófessor i
læknisfræði. Hans börn
læknarnir Leifur og Haraldur
Dungal og íris Dungal, kona
Kristins Olsens stjórnarfor-
manns i Flugleiðum.
2. Jón Dungal bóndi.
3. Baldvin Dungalkaupmaður
i Pennanum. Hans börn Gunnar
Dungal forstjóri Pennans, og
Sigrún Dungal, kona Sveins
Björnssonar sendiráðunauts.
4. Friðrik Dungal kaupmaður
i Remediu.
P.s. Þakka auglýsingar fyrir
ættfræðiþátt Þjóðviljans i Visi,
Dagblaöinu og Fólki.
P.s. Allar ábendingar vel
þegnar. —GFr.
Sveinn B. Valfells
forstjóri
Sveinn S. Valfells Sveinn
forstjóri Aöalsteinsson
Steypustöövarinnar deildarstjóri
Sveinn K.
Sveinsson
forstjóri Völundar
Jónas Haralz
bankastjóri
Haraldur Sveinsson
framkvæmdastjóri
Morgunbl.
Siguröur Helgason
forstjóri Flugleiöa
Kjartan J.
Jóhannsson
fyrrv. þingmaöur
Jón Oddsson
lögfræöingur
Hans G. Andersen
ambassador
Kristinn Ólsen Dr. Sturla
stjórnarformaöur Friöriksson
Flugleiöa erföafræðingur
erlendar
bækur
Minnesinger
in Bildern der Manessischen
Liederhandschrift mit Erlauter-
ungen herausgegeben von Walter
Koschorreck. Insel Verlag 1979
Handritiö sem er notaö til þess-
arar útgáfu, er mesta safn þýskra
ljóöa frá 12. og 13. öld. Ljóðin sem
ganga undir heitinu Minnelieder
eru veraldleg, ástarkvæði, sem
fjalla einnig um trú og stjórnmál
á sinn hátt. Handritiö er frá 14.
öld og er frá Zurich. Það er talið
likíegt að uppruni hdr. sé safn
Rudrigers Manesse og sonar
hans, en þeir feðgar viöuðu að sér
miklu safni veraldlegra kvæða.
I þessu kveri hefur veriö valiö
úr „Codex Manesse”, einkum
með auga yfir myndskreytingu
handritsins og einnig innihaldi
ljóðanna. Héreru ljóð eftir Hinrik
keisara VI, Friedrich von Haus-
en, Hartmann von Aue, Walther
von der Vogelwide, Wolfram von
Eschenbach ofl. ofi. .
Cult of the Sun.
Myth and Magic in Ancient
Egypt. Rosalie David. JM. Dent
& Sons 1980.
Dr. Rosalie David er kunn
meðal allra þeirra, sem stunda
egyptólógiu. Hún hefur ritaö
nokkrar bækur um trúarbrögð og
trúarsíði Forn-Egypta og er
meðal sérfróöustu fræöimanna
um múmiur.
I þessari bók fjallar hún um þau
öfl, sem mótuðu trúarbrögö og
siði Egypta til forna, sólina og
fljótið Nil. NIl var dýrkuö sem lif-
gjafi, sá kraftur sem veitti upp-
skeruna og allt lif þjóðarinnar
byggðistá og sólin, sem gæddi Nil
krafti sinum. Höfundurinn sýmr
fram á á hvern hátt goðsögurnar,
fjölkynngin og trúin réðu lifi
þjóðar og mótuðu samfélagið og
hvernig trúin á sólina tengdist
trúnni á son sólarinnar, faraó.
Þetta viðamikla trúarkerfi
mótaöi alla sögu þjóðarinnar, at-
vinnuhætti, venjur og siði.
David rekur þróun hugmynd-
anna um tengsl faraós og guð-
anna, faraó er oröinn rikisguö á
dögum 18. ættarinnar og siðan
kemur Akhnaton með kenningar
sinar um eingyöiö. Saga Egypta
er glöggt dæmi um hvernig guð-
veldið er nátengt atvinnuhátt-
unum I smáu og stóru og bann-
helgin nauösynlegasti þátturinn I
allri þeirri þróunarsögu, sem
kveikjan aö öllu þvi sem gengur
undir nafninu „menning”.
Bók þessi er bæði ætluð fræöi-
mönnum i egyptólógiu og einnig
öllum almenningi. Höfundurinn
skrifar skýrt og auðskiljanlega
um þessi efni. Tuttugu og
fjórar svart/hvitar mynd-
siöurfylgja auk uppdrátta. Bóka-
skrá fylgir.
The Missing Years
A Novel by Waltcr Laqueur.
Weidenfeld and Nicolson 1980.
Höfundurinn er sagnfræðingur,
hefur sett saman ritin: Weimar
og Guerrilla and Terrorism.
Þetta er fyrsta skáldsaga hans.
Sögusviöið er Þýskaland, Sviss og
Bandarikin. Sagan gerist fyrir
styrjöldina, á striðsárunum og
eftir styrjöldina. Persónurnar eru
þýsk gyðingafjölskylda, og er
saga hennar rakin allt aftur til
aldamóta.
Aðalpersónan elst upp i
kyrrlátri þýskri smáborg fyrir
fyrri heimsstyrjöldina. Kynþátta
fordómar eru þar óþekkt fyrir-
brigði. Aöalpersónan Richard
Lasson er kallaður I herinn I
heimsstyrjöldinni 1914—18. Eftir
striðið heldur hann áfram námi
og gerist læknir og verður með
timanum meðal fremstu lækna
Þýskalands Siðan hefjast
iskyggilegir atburðir, verðmæta-
mat siöaðrar borgarastéttar
gufar upp og göturennuöflin
hreykjast I æðstu sætum, nasista-
skrillinn nær völdum. Höfundur-
inn rekur þessar breytingar og
áhrif þeirra á fjölskyldu og skyld-
menni Lassons læknis. Ofsókn-
irnar hefjast og siöan styrjöldin.
Sögurnar um fjöldamorð og
gasofna þykja svo fjarstæðu-
kenndar I fyrstu að menn neita að
taka þær trúanlegar. Smátt og
smátt vitnast sannleikurinn, fyrst
fáum, siðar æ fleirum. Lasson
veröur vitni að útþurrkun þýskra
gyðinga og jafnframt að hruni
Þriðja rikisins.
Höfundurinn hefur rannsakað
gyðingaofsóknirnar i Þýskalandi
og kynnst sér forsendur þeirra og
aðdraganda og framkvæmdina.
Hann skrifar þessa skáldsögu
með hliðsjón af staðreyndum, svo
aö sagan verður að vissu leyti
heimilda-skáldsaga. Höfundi
tekst aö skila efninu ýkjulausu og
i hófsamlegri framsetningu, sem
gerir söguna enn sterkari. Bókin
er ágætiega skrifuð.