Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 5
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StDA 5 Nýjar bækur________ Sprengjuveisla Grahams Greene Þessi nýjasta skáldsaga Grahams Greenes er alveg ný — kom fyrst út i Bretlandi siðast liðið vor og hefur i haust verið að koma út viðsvegar um heiminn og vekur hvarvetna mikið umtal. Sagan hefst á þessum orðum: „Ég held ég hafi haft meiri óbeit á doktor Fischer en nokkrum öðrum manni sem ég hef kynnst, en dóttur hans unni ég heitar en öllum öðrum konum.” Bókin er kynnt þannig á kápu: „Graham Greene, einhver snjallasti sagnamaður sem nú er uppi, kemur á óvart með hverri nýrri bók. A það sannarlega við um þessa nýjustu sögu hans ekki siður en þær fyrri. Aðalefni hennar er könnun á fégræðgi mannsins klædd i búning spennandi skemmtisögu. Dr. Fischer er kaldhæðinn og tilfinningalaus margmilljónari. Mesta lifsyndi hans er að auð- mýkja hina auðugu „vini” sina. Hann býöur þeim reglulega i glæsilegar veislur og þar skemmtir hann sér við að hæða þá og niðurlægja. Hann þykist öruggur að bjóða þeim hvað sem er þvi að i veislulok eiga þeir von á afar dýrmætum gjöfum frá gestgjafanum. Þetta nær hápunkti i siðustu veilsunni. Þar eiga gestirnir, 6 að tölu, að sprengja jólaknöll. Þeim er sagt að i 5 af þessum knöllum séu f jár- munir, 2 milljónir svissneskra franka i hverju, en i einu sé ban- væn sprengja. Hversu langt getur fégræðgin teymt menn? Inn i þessa einkennilegu sögu fléttast fögur ástarsaga dóttur GrahamGreene hins mikla Fichers og Englendings sem segir söguna. Um snilld frásagnarinnar þarf ekki að spyrja.” Björn Jónsson skólastjóri hefur þýtt Sprengjuveisluna, en út- gefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 162 bls. og unnin I Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Húsnædisstofnun ríkisdns Tæknideild Laugavegi 77 R S/mi28500 Útboó Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og sölu- ibúða ásamt Stjórn verkamannabústaða á Patreksfirði óska eftir tilboðum í byggingu á 6 ibúða raðhúsi við Sigtún, Patreksfirði. Húsinu skal skila fullbúnu með grófjafnaðri lóð 1. júlí 1982. Útboðsgögn verða til afhendingar á hreppsskrif- stofunni á Patreksfirði og hjá tæknideild Húsnæðisstof nunar rikisins f rá 25. nóv. 1980 gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi síðar en þriðjudaginn 9. des. 1980 kl. 14:00 og verða þau (áá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Dagbók grænlensks veiðimanns Út er komin bókin Grænlensk dagbókarblöð, daglegt lif grænlensks veiðimanns i máii og myndum. Höfundur mynda og texta er Thomas Frederiksen, en Hjálmar Ólafsson þýddi. IÐUNN gefur út. Formála að bókinni skrifar Emil Rosing og segir þar meðal annars: „Thomas Fred- eriksen (Tuma) er fæddur 1939 i Iginiarfik. I báðar ættir eru for- feður Tumas veiðimenn ... Tuma og bræður hans voru aldir upp til þess að veröa veiðimenn og hafa fylgst með fiskveiði frá upphafi ThunuL) Frederíksen GRÆNLENSK DAGBÓKARBLÖÐ Dtíglegt Uf grœttlensks vcithmanm í ntáli og myntUnn Ithttm vega ... Allt frá fyrstu æskudög- um hefur Tuma skrifað dagbók sjálfum sér til ánægju. Hann hefur skráð hjá sér það sem á dagana hefur drifið, lifsreynslu, erfiði og frásagnir annarra. Hann kann að meta grænlenska kimni og hefur ánægju af ómenguðu grænlensku tungutaki. ööru hverju kemur fram- hjá honum metnaður vegna menningar þjóö- arinnar og viröing hans á for- feðrum sinum með þeim hætti að hann rifjar upp sögur og sagnir. Jafnframt greinir hann frá þróuninni og afleiðingum hennar, og hann leggur áherslu á að fjalla um frekari framfarir, sem bein- ast að þvi aö verða samfélaginu til framdráttar.” Grænlensk dagbókarblöð eru 150 siður, mynd á annarri hverrí siðu, i litum. Þá er kort af þvi svæði sem höfundur hefur farið um og segir frá i bókinni. Hún er gefin út samtimis hér og i Kaup- mannahöfn i samvinnu við Gyldendal. Oddi annaöist setn- ingu. F.h. Framkvæmdanefndar, sveitarstjórinn á Patreksfirði úlfar B. Thoroddsen. ÚTBOÐfP Félagsmiðstöð í Árbæ Tilboð óskast i frágang félagsmiðstöðvar i Arbæ, sem nú er rúmlega tilbúin undir tréverk og málningu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn kr. 100.000 skilatryggingu. Tilboð veröa opnuð á sama staö fimmtudaginn 11. des. 1980 kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 • Að lokum verður flogið um London til Keflavíkur á laugardegi #Verð miðað við 2ja manna herbergi kr. 525.000 • Lágmarksþátttaka 15 manns og þá íslenskur fararstjóri HOTEL PATRIA bv^ HÁU - TATRAR - TÉKKÓSLÓVAKÍA 1980-1981 Ói verður: Kaupmannahöfn — Prag — Tatry sam- dægurs, dagana: 9/1-23/1-13/2 og 6/3. Dvaiist verður á Hótel Patria-Strbsképieso 14 nætur, hálft fæði miðað við 2ja manna herbergi. Keyrsla af flugvelli á hótel og til baka. Skfðasvæði uppi 2700 m hæð saintals 260 ferkm. Sporvagnar meðfram öllum fjallgarðin- um, þannig hægt að velja um fjölda skiðastaða. ódýrar 1. flokks skiðalyftur — skiðastökkpallar og margra km gönguleiðir — skipulagðar. Stutt áð fara i lágu Tatra, ef óskað er. Sannkölluð skiðaparadis. Að lokinni hálfs mánaðar dvöl verður flogið til Prag, á föstudegi og dvalist I þessari fallegu borg i eina nótt. I. flokks hótel, hálft fæði. Þeir sem óska geta framlengt dvölina þar á eigin kostnað, en við útvegum hótel ef óskað er. STRBSKÉPLESO 1335 m hæð Er einn besti og fræg- asti skiðastaður á þess- um slóðum. Talinn sérstaklega heilnæmur lungna- og astma sjúklingum. Hægt að útvega með- ferð fyrir sjúklinga gegn aukagreiðslu. Pantið timanlega Jé§S$*. FerÖaskrifstota KJARTANS HELGASONAR Gnoöarvogi 44 — 104 Reykjavík Sími 86255

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.