Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 23
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 og síldveiðar Elstu heimildir um síld- veiðar við Noreg mun vera að finna í Egils sögu Skallagrímssonar, en sú saga gerist á árunum 860—990 eftir því sem f ræðimaðurinn Guðni Jónsson telur í formála sínum við útgáfu sögunnar 1946. 1 upphafi sögunnar er sagt þannig frá Skallagrimi og mun ekki vera ágreiningur um, aö þar segir Snorri Sturluson frá: „Grimr var svartur maör ok ljótr, likr feör sinum bæöi yfirlits ok at skaplyndi. Geröist hann um- sýslumaör mikill. Hann var hagr maðr á tré ok járn ok geröist inn mesti smiður. Hann fór ok oft um vetrum i sildfiski meö lagnar- skútu ok meö honum húskarlar margir.” Nú er það vitaö aö Skallagrim- ur var úr Firöafylki sunnan viö Staö og aö einstök orö geta haldið uppruna sinum gegnum aldir, sérstaklega séu þau tengd at- vinnuháttum byggöarlagsins. Þetta gerist oft þrátt fyrir miklar breytingar á viökomandi tungu- máli. Meö þetta i huga spuröi ég sjötugan bónda sem bjó á sjávar- bakka innarlega i Sognafirði hvort hann vissi um merkingu orðsins „lagnarskúta”. Ég kom nú þarna ekki aö tómum kofunum og sagöist bóndi þekkja vel allt frá sinni barnæsku þetta orö lagnarskúta yfir stóra báta sem notaöir voru I fjöröunum viö slld- veiöar i net, en þó sérstaklega sildveiöar meö landnót. Lagnarskútan var oftast stór gaflbátur og var rúlla innbyggð i bátinn ofan á gaflinum. Þetta auöveldaði bæöi lagningu og drátt, hvort sem um var aö ræöa net eða nót. I fjöröunum á Sunnmæri voru þessir bátar kallaðir landnóta- bátar fyrst þegar ég kom þangað stuttu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Þá voru komnar vélar i þessa báta og búiö var aö leggja yfir þá aö framan bæöi stýrishús og i- verupláss fyrir mannskapinn. Að buröarmagni voru þessir bátarþá 12—15lestir. Flóttamenn frá Noregi sigldu á tveimur slik- um bátum út hingað til tslands I siöari heimsstyrjöldinni. En saga gömlu lagnarskútunn- ar og þróun hennar i heiminum varð lengri en þetta. Norömaöur sem fluttist til Kyrrahafsstrandar N-Amerlku en haföi áöur kynnst kostum hinnar vélbúnu og frambyggöu norsku lagnarskútu eöa landnótabáts eins og viðar var þá fariö aö kalla þessa báta- tegund, hann flutti hugmyndina um þetta skipslag meö sér vestur. Það varð svo upphafiö aö hinum frambyggða fiskiskipaflota Amerlkumanna á vesturströnd- inni. Siöan þetta gerðist hafa frambyggö fiskiskip fariö sigur- för um heiminn. Fyrsta sildveiði- skipiö sem viö Islendingar eign- uöumst meö þessu forna lagnar- skútulagi á skipsbol var m/s Fanney sem sótt var alia leiö til Kyrrahafsstrandarinnar. Hún var lika frambyggö, sjóborg og happaskip. Hvaða efni notaði Skallagrím- ur í net sín? Sterkar likur benda tii þess, aö sildarnet Skallagrims hafi veriö riöin úr þræöi sem unninn var úr ullartogi, og aö teinar slikra neta hafi veriö úr hrosshári. Það gefur auga leið, aö á meöan svo var ástatt um framleiöslu veiðar- færa, þá gat ekki veriö um stórút- gerö aö ræða, enda slik útgerð miöuð viö þaö eitt aö afla hollra matfanga handa heimamönnum. Eins og ég sagöi i upphafi þessar- ar greinar þá mun Egilssaga vera elsta heimild sem til er um sild- veiöarviö Noreg. Oröiö lagn- arskúta sem heiti á farkosti þeim sem notaður var viö veiöarnar gefur hins vegar ótvirætt til kynna, að á þessum tima hafi sild veriö veidd i net eöa nót. En hvenær þessar veiöar hófust fyrst viö Noreg, þaö er nú algjör ráögáta. Hins vegar munu hafa fundist leifar af iandnót I Noregi sem unnin var úr togi og aldur hennar talinn eldri en frá árinu 1400. Hvernig verkaði Skalla- grímur síldina? Þó aö veiöarfæri Skallagrims hafi veriö frumstæö á okkar visu, þá hefur sildarafli hans óefað veriö þaö mikill, aö hann krafðist Elstu heimiidir um sildveiöar viö Noreg eru úr Egils sögu Skalla- grimssonar. kunnáttu i þvi aö geta varið sild- ina skemmdum og geymt hana sem matarforða. I þessu sam- bandi kemur mér helst til hugar aö sú sild sem lengst var geymd hafi verið þurrkuö og siöan kald- reykt. En þannig er hægt aö geyma sild lengi. Þá get ég lika trúaö þvi aö sumt af sildinni sem ekki þyrfti aö geyma mjög lengi hafi aöeins veriö háskorin og siöan hengd upp til þurrkunar. Þessi verkunaraðferð á sild þekkist sumstaöar ennþá til heimaneyslu i Noregi og er talin mjög gömul. Sild sem þannig hef- ur hangið uppi I viku til 10 daga i köldu, þurru veöri er lostæti þegar hún hefur veriö soðin. Þaö er ekki ótrúlegt aö þessi verk- unaraöferö sé komin langt aftan úr öldum og hafi veriö notuð á dögum Skallagrims. Vitaö er, aö skreiöarverkun er elsta fiskverkun á noröurhveli jaröar sem vitað er um. Oröiö skreiö sem heiti á hertum fiski er vafalitiö mjög gamalt i islensku máli, og sennilegast aö þaö hafi komiö meö norskum landnáms- mönnum hingað. A meöan fiskveiöar voru stund- aöar eingöngu á áraskipum frá landi, þá kom mestur hluti fisk- aflans frá vetrarvertiö þegar stórþorskurinn gekk upp aö landi til aö hrygna. 1 Noregi eru og voru aöalhrygningarstöövar þrosksins við Lófót. Þarna var frá upphafi vega veiddur meginhluti þess þorsks sem fór i skreiðar- verkun. En hryggningarþorskur- inn heitir á norsku máli skrei, og hefur svo verið frá öndveröu. Eg tel aö islenska oröiö skreiö sem heiti á hertum fiski sé þaðan komiö. Skallagrimur bóndi á Borg á Mýr um fór oft í sildfiski meö lagnar skútu og meö honum húskarlar margir (Ljósm.: GFr) Er íslensk verkun á hákarli eldri en landnámið? tslensk verkun á hákarli er sér- stæð og óþekkt annarsstaðar á norðurhveli jaröar svo ég viti til. En var þessi skreiöarverkunar- aöferð máske þekkt áöur annars- staöar, en haföi siöan falliö i gleymslu? Fram á siöustu ár hélt ég aö verkun á hákarli meö þvi aö kæsa hann fyrst en þurrka siöan i hjöllum hefði verið uppfundin hér á landi og væri þvi frá upphafi vega alislensk. En siðan fór ég að A norsku heitir hrygningarþorsk urinn skrei, og þaöan mun islenska nafniö skreiö komiö (Ljósm.: eik) efast um aö þetta væri rétt. Fyrir fáum árum var norskur fræöi- maöur aö blaöa i skjalasafni frá 14. öld, og rakst hann þá á bréf frá valdsmanni á Finnmörku til norskra stjórnvalda, þar sem segirfrá matarbirgðum fólks þar noröur frá. Meöal matfanga sem þar eru talin upp er hákarl. Segir valdsmaöurinn að fjöldi hjalla séu fullir af hákarli sem sé i þurrkun. Eftir þessa vitneskju hallast ég aö þeirri skoðun að hákarlsverk- un eins og viö tslendingar þekkj- um hana hafi komið hingaö með iandsnámsmönnum frá N-Noregi þó þessi verkunaraöferö sé nú fyrir löngu fallin þar i gleymsku. iS 1 H M' HS 3 flugur í einu Barnarúm — skrifborð — höggi! fataskápur — og allt þetta rúmast á aðeins 1,5 fermetra. ómálað— málið sjálf. Opið til hádegis á laugardögum. T résmíðaver kstæðið Bjarg v/Nesveg Símar 21744 og 39763

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.